Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 18:44:36 (5861)

1997-05-05 18:44:36# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., félmrh. (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[18:44]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Vegna fyrirspurnar frá hv. 5. þm. Reykn., þá vil ég taka það fram að ég mun ekki leggja það til að málsgreinin úr lögunum um Atvinnuleysistryggingasjóð verði tekin upp í lögin um Tryggingasjóð einyrkja. Ég tel rétt að Alþingi ákveði það í hvert skipti ef svo illa færi að fjöldaatvinnuleysi skapaðist þannig að deildirnar hefðu ekki nóg fjármagn til þess að standa við skuldbindingar sínar.

Þetta vil ég að komi fram. (Gripið fram í.) Ákvörðunin þarf að koma fyrir þing.