Landmælingar og kortagerð

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 10:52:11 (6080)

1997-05-12 10:52:11# 121. lþ. 121.8 fundur 159. mál: #A landmælingar og kortagerð# (heildarlög) frv., Frsm. minni hluta KH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 121. fundur

[10:52]

Frsm. minni hluta umhvn. (Kristín Halldórsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. umhvrh. segir að það mikilvægt að setja þessi lög nú en það kemur ekkert fram um það hvers vegna það er mikilvægt. Ég get alveg tekið undir að mikilvægt sé að setja lög um landmælingar og kortagerð á Íslandi. En ég sé ekki eða hef ekki fengið skýringar á því hvers vegna svo nauðsynlegt er og brýnt að setja þessi lög nú að það geti ekki beðið eftir niðurstöðum þeirrar nefndar sem skipuð hefur verið í málið.

Ég vil líka gagnrýna það að hv. umhvn. skyldi ekki komast á snoðir um störf og tilvist þessarar nefndar fyrr en alveg á síðustu stundum þess verks sem okkur var falið að vinna. Ég hef haft samband við fulltrúa í þeirri nefnd og það var einróma álit þeirra sem ég hafði samband við að það væru betri vinnubrögð að bíða eftir niðurstöðu nefndarinnar. Eftir mínum upplýsingum er mikil samstaða og samhugur í nefndinni svo það er ekkert sem bendir til annars en að sú nefnd muni skila störfum í haust og þess vegna telur minni hlutinn sjálfsagt að bíða eftir niðurstöðum nefndarinnar.