Opinber fjölskyldustefna

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 22:58:56 (6181)

1997-05-12 22:58:56# 121. lþ. 122.25 fundur 72. mál: #A opinber fjölskyldustefna# þál., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[22:58]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Í heilbr.- og trn. liggur þáltill. sem hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson flytja þar sem um er að ræða að tryggja feðrum aukinn rétt til fæðingarorlofs og eins og ég segi minnir mig að það hafi verið hálfur mánuður.

Tillaga mín og okkar í minni hluta nefndarinnar var sú að þar sem fyrir lægi yfirlýsing hæstv. heilbr.- og trmrh. um að fæðingarorlofslöggjöfin væri í heildarendurskoðun og þar sem hæstv. forsrh. hafði lýst því yfir að feðrum yrði tryggður aukinn réttur til fæðingarorlofs þá væri rétt að vísa þessari tillögu til ríkisstjórnarinnar með þeim ummælum að þetta væri okkar framlag í þessa heildarendurskoðun. Því var hafnað. Vilji var ekki til staðar, ekki hjá hv. þm. varaformanni heilbr.- og trn., og þess vegna kemur mér það satt að segja á óvart að síðan skuli vera þvílík samstaða í félmn. um málið þar sem sami þingmaður á sæti. Ég hélt reyndar að það mundi verða gerður fyrirvari um akkúrat þetta.