Opinber fjölskyldustefna

Mánudaginn 12. maí 1997, kl. 23:48:16 (6199)

1997-05-12 23:48:16# 121. lþ. 122.25 fundur 72. mál: #A opinber fjölskyldustefna# þál., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[23:48]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Í sumum málum ætlar maður að taka til máls og blanda sér í umræðuna, í öðrum ekki og þar fylgist maður með. Ég taldi að ég væri búinn að taka þátt í þessari umræðu þar sem ég var búinn að halda ræðu mína og ég ætlaði ekki að lengja hana meira með einhverju málæði og endurtaka rökin sem ég er búinn að færa fram þannig að ég sá enga ástæðu til þess að vera staddur hér í salnum. Ég er að vinna að brtt. við lífeyrisfrv. og þarf að gera það fyrir morgundaginn og í fyrramálið mæti ég á fundi í sérnefndinni þannig að ég sé ekki hvenær í ósköpunum ég á að gera það nema þá í nótt. Þannig er allur fjölskylduvænleiki þessa kerfis.