Opinber fjölskyldustefna

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 10:49:18 (6232)

1997-05-13 10:49:18# 121. lþ. 123.2 fundur 72. mál: #A opinber fjölskyldustefna# þál., RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[10:49]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Sú tillaga sem hér er til afgreiðslu fjallar um sjóð um um fjölskylduvernd og að slíkur sjóður hafi það markmið að styrkja og stuðla að þróun fjölskyldumálefna. Hann hefði það hlutverk að stuðla að og styrkja þróunarverkefni og rannsóknir á sviði fjölskyldumála sem er mjög tímabært. Afar fáar rannsóknir hafa verið gerðar á högum íslenskra fjölskyldna en Sameinuðu þjóðirnar lögðu mikla áherslu á þetta atriði í tilmælum sínum til aðildarríkjanna á ári fjölskyldunnar. Minna má á að landsnefndin varði stærstum hluta þess fjármagns sem hún hafði til ráðstöfunar til viðamikillar rannsóknar á aðstæðum íslenskra barnafjölskyldna. Þetta var eitt af þýðingarmeiri ákvæðum í upphaflegu tillögunni sem landsnefnd um ár fjölskyldunnar studdi. Ég hvet þingmenn til að styðja þessa þýðingarmiklu tillögu sem hér er til afgreiðslu.