Opinber fjölskyldustefna

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 10:50:45 (6233)

1997-05-13 10:50:45# 121. lþ. 123.2 fundur 72. mál: #A opinber fjölskyldustefna# þál., RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[10:50]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég fagna því að Alþingi er loksins að álykta um opinbera fjölskyldustefnu. Markviss fjölskyldustefna er grunntónn í stefnu jafnaðarmanna og hefur verið framkvæmd m.a. í sveitarstjórnum þar sem jafnaðarmenn hafa verið ráðandi afl. Þótt hér sé stigið þýðingarmikið skref og stjórnvöldum falið að móta fjölskyldustefnu og helstu þættir hennar tilgreindir í tillögunni þá er þó stærsta verkefnið eftir, nefnilega útfærslan, að stjórnvöld sýni vilja sinn í verki. Ég hvet ríkisstjórn Íslands til þess að láta nú hendur standa fram úr ermum og láta það ekki gerast að önnur þrjú ár líði frá því að tillagan er samþykkt og þar til hennar fer að gæta í lögum og framkvæmdum ríkisstjórnar.