Kosningar til Alþingis

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 11:46:08 (6269)

1997-05-13 11:46:08# 121. lþ. 123.38 fundur 116. mál: #A kosningar til Alþingis# (atkvæðagreiðsla erlendis) frv., Frsm. SP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[11:46]

Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get auðvitað ekki svarað fyrir alla nefndarmenn í allshn. en menn töldu þó að það væri eðlismunur á þessum tveimur málum og þess vegna voru skiptar skoðanir um það mál sem hv. þm. var að tala um. Það er auðvitað alveg rétt ábending að það hvílir sú skylda á nefndum að fjalla líka um þingmannamál en þetta varð nú niðurstaðan í þessu tilfelli.