Lögræðislög

Þriðjudaginn 13. maí 1997, kl. 17:39:36 (6348)

1997-05-13 17:39:36# 121. lþ. 123.40 fundur 410. mál: #A lögræðislög# (heildarlög) frv., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur

[17:39]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil benda þingmanninum á að ég hef ekki fengið rök fyrir því að sú ábending að tekjumöguleikar ungmenna hafi minnkað eigi að leiða til þess að þau hafi ekki sjálfræði. Ég spyr þá þingmanninn sem greinilega hefur ekki áttað sig á þessu: Telur hann að atvinnulausir eigi ekki að hafa sjálfræði? Ef fólk getur ekki unnið fyrir sér á það ekki að hafa sjálfræði. Það er boðskapurinn með þeirri röksemdafærslu sem er í frv. og nál. nefndarinnar.