Samningsveð

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 10:25:42 (6557)

1997-05-15 10:25:42# 121. lþ. 127.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[10:25]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Í þessari grein, sem hér er gerð tillaga um að breyta, er verið að heimila veðsetningu á auðlindinni sem er sameign þjóðarinnar, grafa undan sameignarákvæðum laga um stjórn fiskveiða, ýta undir kvótabrask og flýta fyrir samþjöppun aflaheimilda til fárra útgerðaraðila og auka ítök fjármálastofnana í framkvæmd fiskveiðistefnunnar. Einnig er með þessu ákvæði verið að þrengja og torvelda möguleika til breytinga á fiskveiðistjórnarkerfinu í framtíðinni. Ég segi já við þessari brtt.