Samningsveð

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 10:27:09 (6558)

1997-05-15 10:27:09# 121. lþ. 127.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., VS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[10:27]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Ég tel að þessi brtt. byggist á einhverjum misskilningi vegna þess að, með leyfi forseta, hljóðar fyrri málsl. svona:

,,Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips og greiðslumark bújarðar.`` Sem sagt, eigi er heimilt að veðsetja kvóta. Svo vilja hv. þm. bæta við: ,,enda skapar úthlutun slíkra réttinda ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði yfir réttindunum.`` Þarna vantar eitthvað í hugsunina og fyrir utan það að þetta er algerlega óþarft þar sem ekki er heimilt að veðsetja kvóta og ég segi að sjálfsögðu nei við þessari brtt.