Samningsveð

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 10:33:48 (6563)

1997-05-15 10:33:48# 121. lþ. 127.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[10:33]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Með þessu ákvæði er verið að heimila veðsetningu á kvóta með skipi sem framsóknarmenn sögðu í kosningabaráttunni að þeir mundu aldrei styðja. Útgerðarmenn fá nú ókeypis afnotarétt af auðlindinni og mega síðan fara með veiðiheimildirnar að vild, láta þær ganga kaupum og sölum og nú á að heimila að veðsetja aflaheimildirnar eins og hverja aðra þinglýsta eign þeirra. Með þessu ákvæði eru forréttindi þeirra fullkomnuð. Hér er lagt til að þetta ákvæði um veðsetningu á kvóta falli brott. Ég segi já.