Samningsveð

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 10:52:24 (6575)

1997-05-15 10:52:24# 121. lþ. 127.2 fundur 234. mál: #A samningsveð# frv., SF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[10:52]

Siv Friðleifsdóttir:

Herra forseti. Það frv. sem við erum að greiða atkvæði um tryggir það að ekki sé heimilt að veðsetja aflaheimildir. Viðar Már Matthíasson, prófessor í Háskóla Íslands, sem kennir fjármunarétt og Þórunn Guðmundsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, staðfesta í áliti sínu til þingsins það sem við höfum einmitt verið að halda fram, að hér er ekki um heimild til að veðsetja kvóta.

Ég er andstæðingur þess að heimila veðsetningu á kvóta og hef fylgst náið með þessu máli og styð það því heils hugar. Það ákvæði sem við erum að greiða atkvæði um núna tryggir að ekki sé hægt að ganga á bak við lánardrottna og það er alveg sjálfsögð krafa og því segi ég já.