Afréttamálefni, fjallskil o.fl.

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 12:44:44 (6595)

1997-05-15 12:44:44# 121. lþ. 127.7 fundur 523. mál: #A afréttamálefni, fjallskil o.fl.# (örmerki) frv., Frsm. GÁ (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[12:44]

Frsm. landbn. (Guðni Ágústsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nefndaráliti landbn. um afréttamálefni, fjallskil o.fl., með síðari breytingum.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón Höskuldsson frá landbúnaðarráðuneyti og Brynjólf Sandholt yfirdýralækni. Þá barst nefndinni umsögn um málið frá Landgræðslu ríkisins.

Nefndin telur rétt að búfjáreigendur fái að velja hvort þeir kjósa að merkja sauðfé sitt og geitfé með brennimarki eða plötumerki og leggur því til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri breytingu:

Við 1. gr. 4. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Skylt er að brennimerkja eða plötumerkja allt ásett sauðfé og geitfé með brennimarki eða númeri lögbýlis eða eiganda, sýslutákni og númeri sveitarfélags.

Undir þetta álit rita allir nefndarmenn landbn., níu að tölu, og eru sammála. Efnið er það að ekki var fallist á það sem í frv. sagði að plastmerki yrðu rétthærri brennimerkinu gamla og góða heldur eru þau jafnsett ef þetta nær fram að ganga, hæstv. forseti.