Búnaðargjald

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 14:53:16 (6622)

1997-05-15 14:53:16# 121. lþ. 127.5 fundur 478. mál: #A búnaðargjald# (heildarlög) frv., Frsm. meiri hluta GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[14:53]

Frsm. meiri hluta landbn. (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Málflutningur þessa einstæða hv. þm. er að verða einstakur hér í dag --- var það einnig í gær. Það mætti halda að hann væri heyrnarlaus og ég nota það orð eina ferðina enn. Ég fór yfir öll þessi mál í upphafi málsins í morgun. Ég fór yfir þau öll, hvernig málið hefði verið unnið af Bændasamtökunum og ég hygg að hv. þm. Egill Jónsson greini ekkert betur hvað er andsvar við ræðu en sá sem hér stendur. Hann kom inn á þessi tvö, þrjú atriði í ræðu sinni og ég kom hér til þess að ítreka það sem ég sagði og taka undir það hvernig þetta væri vaxið. Þannig að meðan þingmaðurinn er í þessari pólitísku fýlu eða með þessa ólund þá er hann náttúrlega ekki viðræðuhæfur.