Álbræðsla á Grundartanga

Föstudaginn 16. maí 1997, kl. 16:21:01 (6723)

1997-05-16 16:21:01# 121. lþ. 128.2 fundur 445. mál: #A álbræðsla á Grundartanga# frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[16:21]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Hjörleifur Guttormsson velti því fyrir sér hvað gerðist ef starfsleyfi fyrirtækisins yrði dæmt ógilt. Þá blasir auðvitað við að þá hefst nýtt ferli við undirbúning að nýju starfsleyfi. En spurningin snerist kannski fyrst og fremst um hver væri þá staða fyrirtækisins gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Þegar starfsleyfið var gefið út var fyrirtækinu alveg ljóst við hvaða kringumstæður það var gefið út. Fyrirtækinu er því alveg ljóst og hefur alltaf verið hvað væri eftir þegar starfsleyfið var gefið út.