Álbræðsla á Grundartanga

Föstudaginn 16. maí 1997, kl. 16:51:03 (6731)

1997-05-16 16:51:03# 121. lþ. 128.2 fundur 445. mál: #A álbræðsla á Grundartanga# frv., ÓÞÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[16:51]

Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Ef ég man rétt þá var kaþólskur biskup í Frakklandi þeirrar skoðunar að hann vildi ráða því hverjir réðu yfir Ísrael og hvatti landa sína í stórum stíl til að fara herför til að frelsa landið. Það leiddi til þess að þeir voru stráfelldir sem lögðu af stað, allir sannfærðir um að hann hefði rétt fyrir sér.

Ég er sama sinnis og hv. þm. Kristín Halldórsdóttir, 12. þm. Reykn., að mér rennur til rifja að horfa upp á það sem er að gerast í Afganistan. En þó til væri íslenskur her þá mundi ég ekki styðja að hann yrði sendur þangað.