Álbræðsla á Grundartanga

Föstudaginn 16. maí 1997, kl. 22:38:27 (6784)

1997-05-16 22:38:27# 121. lþ. 128.2 fundur 445. mál: #A álbræðsla á Grundartanga# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur

[22:38]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég greiði atkvæði gegn 1. gr. þessa frv. Ástæðurnar eru í fyrsta lagi aðdragandi málsins, framkoman við íbúa Kjósarsýslu. Í öðru lagi staðarvalið, bæði frá byggðasjónarmiði og umhverfissjónarmiði. Í þriðja lagi tel ég að raforkusamningurinn sé tæpur. Í fjórða lagi tel ég að verið sé að gera samninga við veikt fyrirtæki, Columbia Ventures Corporation, og enn fremur er það svo að vafasamur ávinningur er af þessum samningi fyrir efnahags- og atvinnulífið á Íslandi þegar upp er staðið. Því greiði ég atkvæði gegn þessari grein, herra forseti, en mun freista þess að ná fram breytingum á einstökum greinum síðar í atkvæðagreiðslunni en sitja hjá við meðferð málsins að öðru leyti.