Veiðileyfagjald

Þriðjudaginn 15. október 1996, kl. 15:50:03 (334)

1996-10-15 15:50:03# 121. lþ. 8.7 fundur 3. mál: #A veiðileyfagjald# þál., StG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur

[15:50]

Stefán Guðmundsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get ekki annað, hv. þm. Ágúst Einarsson, 1. flm. tillögunnar, en lesið það sem hv. þm. hefur sjálfur sett hér á blað. Ég les það og ég verð að lesa það aftur:

,,Sýnt hefur verið fram á að með góðu fiskveiðistjórnunarkerfi er hægt að ná fiskveiðiarðinum upp í allt að 30 milljarða kr. á ári. Tekjuskattur einstaklinga er um 17 milljarðar kr. á ári þannig að með álagningu veiðileyfagjalds væri þegar fram liðu stundir hægt að fella niður tekjuskatt einstaklinga.`` Það er verið að tala um að leggja á veiðileyfagjaldið upp á 17 milljarða kr. Að koma svo upp og segja að þessi skattlagning greinarinnar og á landsbyggðina upp á 13,4 milljarða kr. til viðbótar við annað sé til þess að efla atvinnulíf á landsbyggðinni. Hvers konar málflutningur er þetta eiginlega, hv. þm.?