Endurskoðun laga um málefni aldraðra

Miðvikudaginn 30. október 1996, kl. 15:13:43 (650)

1996-10-30 15:13:43# 121. lþ. 14.9 fundur 89. mál: #A endurskoðun laga um málefni aldraðra# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 14. fundur

[15:13]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Samstarfsnefnd um málefni aldraðra hefur verið falið að hefja endurskoðun laga um málefni aldraðra. Eins og fram kemur hjá hv. fyrirspyrjanda átti að endurskoða þau innan fimm ára frá gildistökunni, 1. janúar 1990. Á síðasta ári var byrjað að safna saman ábendingum um æskilegar breytingar á lögunum sem borist höfðu ráðuneytinu frá því að lögin tóku gildi. Nefndin er að fara yfir þær ábendingar og stefnir að því að ljúka þeirri vinnu um næstu áramót. Þá verður leitað álits á þeim drögum sem þá liggja fyrir og þar munu aldraðir virkilega koma að málum.

Kappkostað verður að ljúka endurskoðun laganna í vetur og stefnt að því að leggja fram lagafrv. um málefni aldraðra á næsta þingi.