Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 31. október 1996, kl. 14:38:14 (710)

1996-10-31 14:38:14# 121. lþ. 15.1 fundur 56#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur

[14:38]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég meinti hvert einasta orð sem ég sagði hérna áðan um Alþb. Ég er þess vel meðvitaður að í sögu þessara tveggja flokka hafa verið grimmileg átök og harðvítugar ásakanir. En ég segi um þetta mál, alveg eins og bangsapabbi í Dýrunum í Hálsaskógi áður en hann söng grænmetissönginn: ,,Nú segjum við að gert sé gert og étið það sem étið er.``