Opinber fjölskyldustefna

Þriðjudaginn 05. nóvember 1996, kl. 17:49:49 (834)

1996-11-05 17:49:49# 121. lþ. 17.7 fundur 72. mál: #A opinber fjölskyldustefna# þál., ÓÞÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur

[17:49]

Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir komst raunverulega í sinni ræðu efnislega að kjarna málsins varðandi 86-kerfið. Það kostaði ríkið stórfé. Það er rétt. En hvert fóru þeir fjármunir? Hafi það kostað ríkið mikla peninga þá hefur einhver fengið mikla fjármuni. Og hverjir fengu þá peninga? Það voru þeir sem voru að byggja og eignast íbúðir. Þetta er svo einfalt og rökrétt. Þetta er rétt svar hjá hv. þm. Þetta kerfi kostaði mikla peninga vegna þess að það veitti mikla aðstoð. Það er hin sögulega staðreynd. Ríkisendurskoðun getur haldið því fram mín vegna að það hafi verið svo dýrt að höfðum ekki efni á því. En það er ekkert víst að Ríkisendurskoðun eigi að ákveða fjölskyldustefnuna í þessu landi. Ég hef ekki frétt að það sé hennar hlutverk. Þetta kerfi kostaði nefnilega peninga. Og það skilaði þeim peningum til fólksins sem naut lánanna. Það er rétt skilgreining hjá hv. þm.