Náttúruhamfarir á Skeiðarársandi

Miðvikudaginn 06. nóvember 1996, kl. 13:57:02 (847)

1996-11-06 13:57:02# 121. lþ. 18.91 fundur 73#B náttúruhamfarir á Skeiðarársandi# (umræður utan dagskrár), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur

[13:57]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Umræðan getur nú breyst því að gos er hafið á ný í sprungunni og er gosmökkur nú í 4 km hæð þannig að það sem við höfum sagt um það hvenær við byrjum á framkvæmdum kann að breytast vegna þessarar fréttar. Ég tel ekki að umræðan geti gengið óbreytt fram án þess að þessar upplýsingar liggi fyrir. (Gripið fram í: Hvar gýs nú?) Sunnarlega í sömu sprungu og áður gaus.