Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 16:42:07 (956)

1996-11-07 16:42:07# 121. lþ. 20.2 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[16:42]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég get ekki fallist á að það sé verið að blanda saman óskyldum hlutum. Atvinnuleysistryggingasjóður leggur þegar verulega peninga til námskeiðahalds og til fræðslu og starfsmenntun í atvinnulífinu fer mjög vel saman með þeim verkefnum og einnig fjármagn til atvinnumála kvenna.

Starfsmenntaráð kemur til með að starfa áfram. Sérstök nefnd sem hefur séð um úthlutun á kvennapeningunum kemur til með að starfa áfram. Ég ber hið fyllsta traust til stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs en þetta verður svona. Peningarnir verða hins vegar í fjárhagsáætlun Atvinnuleysistryggingasjóðs.