Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 07. nóvember 1996, kl. 18:54:26 (990)

1996-11-07 18:54:26# 121. lþ. 20.2 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur

[18:54]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi heilsugæsluna í Fossvogi þá er það forgangsverkefni í heilsugæslumálum að byggja yfir Fossvogsstöðina á útvarpshússlóðinni þannig að ekki er langt þangað til sú heilsugæslustöð flyst burt. Sú umræða sem hér hefur farið fram er því alveg út úr kortinu.

Varðandi það hvort það sé rétt að koma með sérstakt frv. um eina stjórn fyrir heilsugæslustöðvarnar í Reykjavík, þá er þetta nú slíkt smámál og þarf ekki svo langa umræðu --- enda heyri ég það að hv. þm. er alveg sammála mér um að þetta er skynsamleg lausn --- að mér finnst engin ástæða hvorki fyrir hana né aðra að vera að flækja málið. Það er mikið samkomulag um þetta atriði.