Sala á lambakjöti

Miðvikudaginn 20. nóvember 1996, kl. 14:14:59 (1450)

1996-11-20 14:14:59# 121. lþ. 29.1 fundur 117. mál: #A sala á lambakjöti# fsp. (til munnl.) frá landbrh., Fyrirspyrjandi SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur

[14:14]

Fyrirspyrjandi (Svanfríður Jónasdóttir):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svör sem ég met bæði góð og heiðarleg. Það kemur fram í svari hans að hann tekur undir með þeim sem hafa metið það svo að þessir samningar væru ekki í samræmi við lögin og staðfestir þannig í rauninni það álit sem m.a. fulltrúar neytenda í þessum nefndum hafa sett fram.

Mér finnst það svolítið sérkennilegt, og þar kann nú að valda mitt reynsluleysi, að ráðherrar komi hér upp og segi að það sé jú um lögbrot að ræða en hann hyggist ekki bregðast við. Við alþingismenn hljótum þá að líta á það sem ögrun gagnvart okkur varðandi það að við verðum þá til þess að bregðast við með frv. til breytinga á þessum lögum.