Landsvirkjun

Fimmtudaginn 21. nóvember 1996, kl. 18:01:36 (1575)

1996-11-21 18:01:36# 121. lþ. 30.4 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[18:01]

Iðnaðarráðherra (Finnur Ingólfsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er sannfærður um að milli stjórnarflokkanna getur myndast sú pólitíska samstaða sem þarf til að nýta arðinn út úr fyrirtækinu sem ríkið fær, sem er helmingurinn af útgreiddum arði hver sem hann verður á hverjum tíma fyrir sig, til beinna aðgerða á þeim svæðum sem ekki njóta arðsins vegna eignaraðilda annarra sveitarfélaga. Það er hins vegar ekki skynsamlegt að binda arðgreiðslur Landsvirkjunar beint við tiltekin verkefni á þessu sviði en sambærileg upphæð og ríkissjóður fær af arði Landsvirkjunar ætti að nýta til þessara verkefna til atvinnusköpunar.