Landsvirkjun

Fimmtudaginn 21. nóvember 1996, kl. 21:47:38 (1599)

1996-11-21 21:47:38# 121. lþ. 30.4 fundur 175. mál: #A Landsvirkjun# (arðgreiðslur, skipun stjórnar o.fl.) frv., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur

[21:47]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Kjarni málsins er þessi: Það á að veita meiri peninga til eigenda fyrirtækisins á næstu árum en verið hefur. Það er kjarni málsins. Þessum peningum eiga menn að sjálfsögðu ef menn meina eitthvað með því að þetta fyrirtæki sé eign þjóðarinnar, að verja til verðjöfnunar orku. Menn eiga að verja þessum peningum til að lækka orkureikninginn hjá þeim sem kaupa orkuna dýrustu verði. Það er orkuverðsjöfnun sem menn fórna með þessum samningi. Menn velja það að verja peningum ekki til þess að lækka orkuverðið þar sem það er hæst heldur til þess að borga í galtóma hreppssjóði á ákveðnum stöðum á landinu.