Starfsemi ÁTVR

Mánudaginn 02. desember 1996, kl. 15:13:02 (1618)

1996-12-02 15:13:02# 121. lþ. 32.1 fundur 116#B starfsemi ÁTVR# (óundirbúin fsp.), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur

[15:13]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Ég vil vekja athygli á því að hér er lýst stefnu sem gengur þvert á það sem mótað var á flokksþingi Framsfl. í síðustu viku. Ég vek athygli á því að þessar yfirlýsingar ráðherrans ganga þvert gegn því sem Krabbameinsfélagið hefur ályktað um þessi efni. Ég leyfi mér að lesa úr ályktun Krabbameinsfélagsins, með leyfi forseta. Í ályktun formannafundar Krabbameinsfélagsins sem var haldinn 16. nóv. segir m.a., með leyfi forseta:

,,Fundurinn mótmælir nýjum reglum um innkaup á tóbaki og öðrum áformum um að auka frelsi í tóbakssölu og varar við afleiðingum þess. Þvert á móti ber að setja eins miklar skorður við tóbakssölu og frekast er unnt.``

Svo mörg eru þau orð.