Niðurstöður alþjóðlegrar könnunar um raungreinamenntun íslenskra skólabarna

Þriðjudaginn 03. desember 1996, kl. 14:14:30 (1709)

1996-12-03 14:14:30# 121. lþ. 33.95 fundur 122#B niðurstöður alþjóðlegrar könnunar um raungreinamenntun íslenskra skólabarna# (umræður utan dagskrár), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur

[14:14]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill geta þess að hann hefur fengið athugasemd frá tveim hv. þm. um að þeir hafi beðið um orðið og þykir slæmt að nöfn þeirra hafa ekki komist til skila. Forseti biður hv. þm. að taka tillit til þess að forseti verður að reyna að raða á mælendaskrá á takmörkuðum tíma. Forseti reynir að miðla tímanum á milli þingflokka þannig að sem mest jafnræði verði milli flokka og hefur einnig tekið tillit til þess þegar fulltrúar í menntmn. þingsins hafa beðið um orðið og hefur orðið við því.

Tíminn sem ætlaður var fyrir þessa umræðu er liðinn. Venjan er að gefa málshefjanda og viðkomandi ráðherra færi á að tala að nýju ef þeir óska.