Mælendaskrá utandagskrárumræðu

Þriðjudaginn 03. desember 1996, kl. 14:19:14 (1712)

1996-12-03 14:19:14# 121. lþ. 33.97 fundur 126#B mælendaskrá utandagskrárumræðu# (um fundarstjórn), PHB
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur

[14:19]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér hafa farið fram mjög alvarlegar umræður. Forsetinn segir að þeir menn sem eru í réttum flokki fái að tala en aðrir ekki og að þeir sem eru í menntmn. þingsins fái að tala frekar en aðrir. Ég mótmæli því að þingmenn hafi ekki jafnan rétt til málfrelsis hér á hinu háa Alþingi.

Hér fóru fram í byrjun fundar umræður um stjórn þingsins þar sem rætt var um allt annað en stjórn þingsins og það var leyft. En það var ekki leyft að tala hér um alvarleg mál þar sem var beðið um orðið og forseti þingsins hefði haft möguleika á því annaðhvort að takmarka ræðutímann í eina mínútu eða lengja umræðuna.