Afhending á niðurstöðum úr samræmdum prófum

Miðvikudaginn 04. desember 1996, kl. 14:33:53 (1803)

1996-12-04 14:33:53# 121. lþ. 34.6 fundur 170. mál: #A afhending á niðurstöðum úr samræmdum prófum# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur

[14:33]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda fyrir fyrirspurnina og ráðherra fyrir svörin. Ég held að mjög mikilvægt sé að fólk átti sig á hverjir valkostir fólks eru þegar svona einkunnir koma til með að liggja fyrir, ekki síst eftir að grunnskólinn er kominn til sveitarfélaganna og væntanlega hafa allir þeir sem búa í litlum sveitarfélögum eingöngu kost á að senda börn sín í einn skóla. En það er ekki síður umhugsunarvert hér í Reykjavík, þar sem eru margir skólar, hvort að fólk kemur til með að flytja börn sín í þá skóla sem best koma út og hvort það verður heimilt. Ég tel að þarna sé farið út á mjög athyglisverðar brautir og verður fróðlegt að fylgjast með hver niðurstaðan verður, væntanlega liður í samkeppnisstefnu ráðherra í menntamálum. Vissulega er jákvætt að slíkur samanburður kemur upp að því leyti að það ætti að vera keppikefli fyrir sveitarfélögin að gera vel við sína skóla en það má öllum vera ljóst að þarna standa þau ekki jafnt að vígi.