Löggildingarstofa

Miðvikudaginn 04. desember 1996, kl. 20:26:32 (1837)

1996-12-04 20:26:32# 121. lþ. 35.9 fundur 74. mál: #A Löggildingarstofa# frv., SvG
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur

[20:26]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Í hv. iðnn. er nú til meðferðar frv. til laga um raforkuvirki og fleira sem kemur inn á efni þessa máls. Ég hefði talið æskilegt að þessi tvö frumvörp yrðu samferða í gegnum þingið og ég harma að ekki skuli hafa verið athugað fyrr að tryggja það, en ég áttaði mig ekki fyrr en ég sá að þetta mál var komið á dagskrá. Ég nefni það þess vegna hvort ekki er hugsanlegt að atkvæðagreiðslu um þetta mál eftir 2. umr. verði frestað þannig að málin geti orðið samferða að lokum ef tekst að afgreiða bæði málin, þ.e. raforkuvirkjafrv. úr hinni nefndinni. Ef það tekst ekki þá færi þetta væntanlega eitt í gegn en alla vega yrði gefið hlé um sinn til að kanna hvort þau gætu orðið samferða.