Virðisaukaskattur

Fimmtudaginn 05. desember 1996, kl. 14:25:04 (1897)

1996-12-05 14:25:04# 121. lþ. 36.3 fundur 144. mál: #A virðisaukaskattur# (málsmeðferðarreglur o.fl.) frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[14:25]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Nú er að koma til atkvæða stjfrv. um breyting á lögum um virðisaukaskatt. Efh.- og viðskn. klofnaði í þessu máli. Stjórnarandstaðan lítur svo á að frv. sé hluti af efnahagsstefnu stjórnvalda. Stjórnarandstaðan er andvíg tilteknum greinum frv. en styður aðrar sem horfa til bóta. Enn aðrar eru ekki nægilega vel útfærðar og við sitjum hjá við atkvæðagreiðslu um þær. Meginefni frv. varðar endurgreiðslu á virðisaukaskatti til húsbyggjenda og munum við gera nánari grein fyrir afstöðu okkar hvað þann lið varðar þegar kemur að því í atkvæðagreiðslunni. Ég greiði ekki atkvæði um þessa 1. gr. frv.