Virðisaukaskattur

Fimmtudaginn 05. desember 1996, kl. 14:30:26 (1898)

1996-12-05 14:30:26# 121. lþ. 36.3 fundur 144. mál: #A virðisaukaskattur# (málsmeðferðarreglur o.fl.) frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[14:30]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Hér er gert ráð fyrir lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts til einstaklinga vegna húsbygginga. Eins og fram kom í umræðu um þetta mál sl. vetur erum við andvíg þessu fyrirkomulagi. Rökin eru í fyrsta lagi þau að þetta getur þýtt aukin skattsvik frá því sem ella væri, í öðru lagi lakara viðhald húsnæðis og í þriðja lagi minni atvinnu í landinu. Því greiðum við atkvæði gegn þessari tillögu, hæstv. forseti.