Umferðarlög

Miðvikudaginn 11. desember 1996, kl. 16:00:48 (2058)

1996-12-11 16:00:48# 121. lþ. 40.4 fundur 55. mál: #A umferðarlög# (EES-reglur, vegheiti o.fl.) frv., SP (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur

[16:00]

Sólveig Pétursdóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli á því að þessi brtt. fjallar um hækkun á ökuhraða og var lögð fram við frv. til laga um breyting á umferðarlögum en ýmsar breytingar eru þar lagðar til. Allshn. fjallaði sérstaklega um þessa brtt. og leggst gegn henni. Þessi afstaða nefndarinnar kemur fram í nefndaráliti en þar segir, með leyfi virðulegs forseta:

,,Nefndin fjallaði einnig um breytingartillögu sem lögð var fram við 1. umr., þskj. 79. Getur nefndin ekki mælt með samþykki hennar, enda er á það bent að við hönnun vega hér á landi er ekki gert ráð fyrir hraða umfram 90 km/klst.``

Allir nefndarmenn allshn. eru sammála þessu áliti. Ég segi því nei.