Póst- og fjarskiptastofnun

Miðvikudaginn 18. desember 1996, kl. 15:50:31 (2391)

1996-12-18 15:50:31# 121. lþ. 49.3 fundur 149. mál: #A Póst- og fjarskiptastofnun# frv. 147/1996, 150. mál: #A fjarskipti# (heildarlög) frv. 143/1996, 151. mál: #A póstþjónusta# (heildarlög) frv. 142/1996, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[15:50]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er tvennt sem er ástæða til að svara hér í andsvari. Annars vegar þessi tilvitnun til laga um Tryggingaeftirlitið. Þar er hvergi kveðið á um að ekki sé þörf á dómsúrskurði. Þar er þó kveðið á um að menn skuli líta við á skrifstofutíma, menn skuli þó koma við á meðan fólkið er þarna í vinnu. Það er ekki í þessum lögum þannig að þar er gengið mun styttra.

Að öðru leyti verður nú að segja að skilgreiningar hæstv. samgrh. á nútímalegum jafnaðarmanni --- ég er nú satt best að segja ekki miklu nær þó að nýkjörinn formaður Alþfl. hafi lýst yfir að hann sé nútímalegur jafnaðarmaður. Sennilega er hann nútímalegur jafnaðarmaður. Ég er í sjálfu sér ekki í nokkrum vafa um það. Mér sýndist bar hæstv. samgrh. vera í einhverjum vafa.

Ég vil að lokum, af því að þetta er mitt síðasta andsvar, endurtaka enn og aftur óskir um að hæstv. samgrh. og hv. formaður samgn. setjist niður og hugi að helstu ákvæðum stjórnarskrárinnar um friðhelgi heimilis og ákvæðum mannréttindasamnings um að menn séu ekki að vaða þarna yfir á skítugum skónum.