Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 16:58:46 (2476)

1996-12-19 16:58:46# 121. lþ. 51.5 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv. 140/1996, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[16:58]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þessar breytingar tengjast allar fjárlögum á einn og annan hátt og því er eðlilegt að leggja þær fram á þann hátt sem gert er.

Hv. þm. spurði hvort ekki væri rétt að sameina fleiri stjórnir heilsugæsluumdæma. Ég tel að það komi mjög vel til greina og geti komið í kjölfarið. Því sé eðlilegt að þessi lagabreyting sé gerð. Eins og ég sagði áðan er mikil vinna lögð í að samhæfa og sameina. Náist um það samkomulag er rétt að gera þær breytingar ef við getum sparað í yfirstjórnun.