Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 17:19:02 (2480)

1996-12-19 17:19:02# 121. lþ. 51.5 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv. 140/1996, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[17:19]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Í sjálfu sér þarf ekki miklu við þetta að bæta. Við erum sammála um það, hv. þm. og ég að að gera þarf bragarbót í byggingarmálum þessara menningarhúsa. En eins og ég sagði þá falla þessar ákvarðanir sem ég hef tekið í þessu og ríkisstjórnin um þetta og menn við afgreiðslu fjárlaganna, að þeim markmiðum að auka ekki þenslu í Reykjavík. Ég fór ekki yfir þann hluta af fjármunum sjóðsins sem ráðstafað er til annarra landshluta. Það er alveg rétt hjá hv. þm. að hluta af þessu fé er ráðstafað í öðrum landshlutum bæði til þess að styðja húsfriðun og einnig byggðasöfn og það er líka hlutur sem nauðsynlegt er að hafa í huga.

Varðandi ráðstöfun á Safnahúsinu, þá hefur rækilega verið greint frá henni og mér finnst að ef menn vilja ræða það, þá eigi að gera það við annað tækifæri. Ég er tilbúinn til þess að fara í umræður um það hér í þinginu. Menn hefðu getað spurst fyrir um það að sjálfsögðu í þinginu í haust. Það var greint frá því og er ekki um nein leyndarmál í því máli að ræða. Ég held að húsinu hafi verið valið verðugt hlutverk með þeim ákvörðunum sem ríkisstjórnin hefur tekið um ráðstöfun á því.