Lok þinghalds fyrir jólahlé

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 21:25:22 (2686)

1996-12-20 21:25:22# 121. lþ. 54.95 fundur 158#B lok þinghalds fyrir jólahlé# (aths. um störf þingsins), RG
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur

[21:25]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Við settumst niður stundarkorn til að skoða hvort við gætum ekki liðkað svolítið fyrir kvöldinu og ég tel að það sé innlegg í það að við fáum nokkurn botn í það hvort stjórnarliðar komi eitthvað til móts við okkur eður ei. Mér finnst, að þó að það séu að koma jól og spenna sé komin í mannskapinn, að kannski sé betra að ljúka þessu máli áður en við förum að ganga til þeirra 3. umr. mála sem bíða, fremur en að við byrjum á þeim og látum svo sjá í síðasta málinu, fjárlögum, hvort verður komið eitthvað til móts við okkur í þessum efnum eða ekki. Það væri afskaplega farsælt ef við ættum smá viðræður saman og menn gerðu upp hug sinn.