Lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 21:26:43 (2687)

1996-12-20 21:26:43# 121. lþ. 54.1 fundur 180. mál: #A lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins# (nýtt réttindakerfi) frv. 141/1996, Frsm. meiri hluta VE
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur

[21:26]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir nál. frá meiri hluta efh.- og viðskn. um frv. til laga um lífeyrisréttindi starfsmanna ríkisins. Nefndin tók málið aftur fyrir að lokinni 2. umr. og fékk til sín fulltrúa fjmrn. á fund. Meiri hlutinn leggur til breytingu við frv. sem getið er á þskj. 485. Þessar breytingar eru fyrst og fremst tæknilegs eðlis. Í 1. lið brtt. er gert ráð fyrir því að þeim sem hafa tryggt starfsfólk sitt hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins sé gert mögulegt að gera upp áfallnar skuldbindingar með skuldabréfi.

Í annan stað er gert ráð fyrir því að það sé alveg klárt að þeir starfsmenn Ríkisspítala sem aðild eiga að sjóðnum í árslok 1996 og eru í störfum sem flytjast til Sjúkrahúss Reykjavíkur og halda þeim áfram, eigi rétt á áframhaldandi aðild að B-deild sjóðsins með óslitinni réttindaávinnslu.

Hæstv. forseti. Ég geri ráð fyrir því að ekki sé ágreiningur um þessa brtt. og vonast til þess að hún verði samþykkt.