Ferill 146. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 146 . mál.


294. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, VS, PHB, EOK, GMS, KPál).



    Við 1. gr. Á eftir orðinu „sérhverjum“ í b-lið komi: öðrum.
    Við 3. gr.
         
    
    Orðin „að lágmarki“ í 2. málsl. 2. efnismgr. falli brott.
         
    
    Orðin „eða fyrir hærri fjárhæð“ í 3. efnismgr. falli brott.
    Við 10. gr. Í stað „30,5%“ komi: 30,41%.
    Við 19. gr. Greinin orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda eins og hér greinir:
         
    
    Ákvæði 6., 7., 8., 9., 12., 13., 15., 16., 17. og 18. gr. koma til framkvæmda þegar í stað.
         
    
    Ákvæði 4. og 5. gr. koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1997 vegna rekstrar ársins 1996 og eigna í lok þess árs.
         
    
    Ákvæði 10. gr. kemur til framkvæmda við staðgreiðslu tekjuskatts á árinu 1997 og álagningu tekjuskatts á árinu 1998 vegna tekna ársins 1997.
         
    
    Ákvæði 1. og 11. gr. koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts á árinu 1998 vegna tekna á árinu 1997.
         
    
    Ákvæði 2. gr. kemur fyrst til framkvæmda á árinu 1998 við útreikning verðbreytingarstuðuls fyrir tekjuárið 1997.
                  Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. öðlast ákvæði 3. og 14. gr. ekki gildi fyrr en 1. janúar 1997.
    Við 20. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á ákvæðum til bráðabirgða í lögunum:
         
    
    1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I, sbr. lög nr. 145/1995, orðast svo:
                            Á tekjuskattsstofn manna vegna tekna á árunum 1996 og 1997 skal á árunum 1997 og 1998 leggja sérstakan tekjuskatt eins og nánar greinir í ákvæði þessu.
         
    
    Við ákvæði til bráðabirgða IV, sbr. lög nr. 145/1995, bætist ný málsgrein, er verður 2. mgr., svohljóðandi:
                            Fyrirframgreiðsla upp í væntanlega álagningu sérstaks tekjuskatts ársins 1998 skal fara fram með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina ágúst til desember 1997. Fyrirframgreiðslan skal vera 5% af tekjuskattsstofni samkvæmt skattframtali ársins 1997 vegna tekna á árinu 1996 umfram 2.805.840 kr. hjá ein-staklingi og umfram 5.611.680 hjá hjónum.
         
    
    Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða er orðast svo ásamt fyrirsögn:
                   
    (I.)
                             Sérstakur verðbreytingarstuðull fyrir tekjuárið 1996.
                                 Auk verðbreytingarstuðuls skv. 26. gr. laganna skal ríkisskattstjóri birta sérstakan verðbreytingarstuðul sem miðast við breytingu sem verður á vísitölu neysluverðs sem gildir fyrir janúarmánuð 1996 og janúarmánuð 1997. Skattaðila skal í skattframtali ársins 1997 heimilt í stað verðbreytingarstuðuls skv. 26. gr. laganna að miða verðbreytingar við þennan sérstaka stuðul. Sama stuðli skal beitt á allar eignir og skuldir.
                                 Fyrir annað reikningsár, sbr. 60. gr. laganna, sem lýkur á árinu 1996 skal með sama hætti heimilt að nota sérstakan verðbreytingarstuðul sem ákveðinn skal með sama hætti og í 1. mgr. greinir.
                   
    (II.)
                             Nýting eftirstöðva rekstrartapa rekstraráranna 1988 og síðar.
                                 Þrátt fyrir ákvæði 7. tölul. 31. gr. er heimilt að draga eftirstöðvar rekstrartapa sem mynduðust í rekstri á rekstrarárunum 1988 og síðar og yfirfæranleg eru samkvæmt lögum frá skattskyldum tekjum við ákvörðun tekjuskattsstofns vegna rekstraráranna 1997–2000.