Ferill 173. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 173 . mál.


314. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, og lögum nr. 79/1996, um breytingu á þeim lögum.

(Eftir 2. umr., 11. des.)



1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
    Á eftir orðunum „að undanteknum“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: sumarhúsum og.
    Á eftir orðunum „í dreifbýli“ í 5. mgr. kemur: og sumarhús.

2. gr.

    Í stað „0,74%“ í 1. gr. laga nr. 79/1996, um breytingu á 8. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, kemur: 0,77%.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laga nr. 79/1996, um breytingu á 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga:
    Í stað „11,95%“ kemur: 12,04%.
    Í stað „11,15%“ kemur: 11,24%.

4. gr.

    Í stað „IV. kafla“ í 1. mgr. 25. gr. laganna kemur: III. kafla.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði III til bráðabirgða í lögunum, sbr. 7. gr. laga nr. 79/1996:
    Í stað „11,9%“ í 4. mgr. kemur: 11,99%.
    Í stað „11,1%“ í 4. mgr. kemur: 11,19%.
    Í stað „0,73%“ í 5. mgr. kemur: 0,75%.

6. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.