Ferill 119. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 119 . mál.


329. Breytingartillögur



við frv. til l. um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1997.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, VS, PHB, EOK, SP, GMS).



    Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  Í stað 2. mgr. 7. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Skólanefnd ákveður upphæð innritunargjalds og efnisgjalds sem nemendum er gert að greiða við upphaf námsannar eða skólaárs. Upphæð innritunargjalds skal taka mið af kostnaði vegna ýmiss konar kennsluefnis og pappírsvara sem skóli lætur nemendum í té án sérstaks endurgjalds og nauðsynlegt er fyrir starfsemi skólans. Innritunargjald skal þó aldrei vera hærra en 6.000 kr. á skólaári. Heimilt er að taka 25% hærra gjald af þeim sem fá leyfi til innritunar utan auglýsts innritunartíma og er skólanefnd heimilt að láta gjaldið renna í skólasjóð, enda sé tekjum hans samkvæmt skipulagsskrá ráðstafað í þágu nemenda. Efnisgjald er innheimt af nemendum sem njóta verklegrar kennslu vegna efnis sem skóli lætur nemendum í té og þeir þurfa að nota í námi sínu. Skal það taka mið af raunverulegum efniskostnaði. Efnisgjald skal þó aldrei vera hærra en 25.000 kr. á skólaári eða 12.500 kr. á önn. Halda skal bókhald um fjárreiður þessar. Um endurskoðun gilda sömu reglur og um annan rekstur. Menntamálaráðherra setur nánari reglur um innritunar- og efnisgjöld.
                  Heimilt er framhaldsskólum að innheimta sérstakt endurinnritunargjald af nemendum sem endurinnritast í bekkjardeild eða áfanga og skal upphæð gjaldsins miðast við 500 kr. fyrir hverja ólokna einingu frá síðustu önn. Menntamálaráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um gjaldtökuna, m.a. um viðmiðun gjaldtökunnar, um mat á bekkjardeildum til eininga, tilhögun innheimtu og undanþágur frá greiðslu gjaldsins.
    Við 10. gr. Greinin orðist svo:
                  8. gr. laganna orðast svo:
                  Félagsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra gera tillögur um fjárþörf vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu að fengnum umsögnum starfsmenntaráðs og stjórnar starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar. Árlega skal verja fé úr Atvinnuleysistryggingasjóði til að styrkja starfsmenntun í atvinnulífinu, sbr. 4. gr., og skulu fjárhæðir ákvarðast við afgreiðslu fjárlaga hvert ár. Starfsmenntaráð fer með stjórn framlaga vegna annarrar starfsmenntunar en í fiskvinnslu. Stjórn starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar fer með fjárframlög vegna starfsmenntunar í fiskvinnslu.
    Við 17. gr. Á eftir orðunum „að höfðu samráði við“ komi: hlutaðeigandi sveitarfélög og.
    Við 19. gr. Á eftir orðunum „að höfðu samráði við“ í fyrri og síðari málslið komi: hlutaðeigandi sveitarfélög og.
    Við 25. gr. Greinin falli brott.