Ferill 151. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 151 . mál.


383. Nefndarálit



um frv. til l. um póstþjónustu.

Frá 1. minni hluta samgöngunefndar.



    Á sama tíma og frumvarp til laga um fjarskipti kveður á um aukið frelsi og aukna samkeppni á þeim vettvangi virðist svo sem frumvarp til laga um póstþjónustu gangi að nokkru leyti í öfuga átt, þ.e. minnki möguleika á samkeppni á tilteknum sviðum póstþjónustunnar en auki sérstöðu og einkarétt ríkisins til póstmeðferðar. 1. minni hluti gerir að svo komnu máli ekki athugasemdir við meginefni frumvarpsins, en bendir á að í athugasemdum með því er í allítarlegu máli bent á að þróun póstmála í Evrópu virðist öll á þann veginn að innan tíðar aukist þar mjög samkeppni og dragi úr rétti einkaleyfishafa. Því gætir augljóslega lítils samræmis í stefnumörkun samgönguráðherra, ríkisstjórnar og meiri hluta nefndarinnar í þessum tveimur mikilvægu málaflokkum, fjarskiptum og póstþjónustu. Það er athyglisvert.
    Fyrsti minni hluti telur affarasælast að frumvarpið fái sambærilega meðferð og frumvarp til laga um fjarskipti og frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun og verði skoðað nánar í nefndinni og stefnt að afgreiðslu málsins á vorþingi.
    Kristín Halldórsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 17. des. 1996.



Guðmundur Árni Stefánsson,

Ásta R. Jóhannesdóttir.


frsm.





Fylgiskjal.


Umsögn Póstdreifingar ehf.


(27. nóvember 1996.)






(3 síður myndaðar. Athugið pdf-skjalið.)











Hjörtur Bragi Sverrisson hdl.