Ferill 74. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 74 . mál.


494. Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um Löggildingarstofu.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Í ljósri nýrra upplýsinga sem komið hafa fram að undanförnu hverfur minni hlutinn frá stuðningi við málið. Öfugt við það sem nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd höfðu ástæðu til að ætla hefur komið í ljós mikill ágreiningur um málið. Það er illa undirbúið, óvissa ríkir um málefni starfsmanna og lítið virðist hafa verið við þá rætt um fyrirhugaðar breytingar. Hafa verður og í huga tengsl þess máls við 73. mál, frumvarp til laga um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, en hörð andstaða hefur komið fram gegn því máli.
    Minni hlutinn telur því affarasælast að skoða þetta mál betur og leggur til að því verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 20. des. 1996.



Steingrímur J. Sigfússon.