Ferill 410. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–1997. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 410 . mál.


707. Frumvarp til lögræðislaga



(Lagt fyrir Alþingi á 121. löggjafarþingi 1996–97.)



I. KAFLI

Lögræði.

Lögræði.

1. gr.

    1. Sjálfráða verða menn 16 ára.
    2. Fjárráða verða menn 18 ára.
    3. Maður sem er sjálfráða og fjárráða er lögráða.
    4. Nú stofnar maður, sem ólögráða er fyrir æsku sakir, til hjúskapar, og er hann þá lögráða upp frá því.

Sjálfræði.
2. gr.

    Sjálfráða maður ræður einn öðru en fé sínu, nema lög mæli á annan veg.

Fjárræði.
3. gr.

    Fjárráða maður ræður einn fé sínu, nema lög mæli á annan veg.


II. KAFLI
Svipting lögræðis.
Skilyrði lögræðissviptingar o.fl.
4. gr.

     Svipta má mann lögræði með úrskurði dómara ef þörf krefur, sjálfræði einu sér, fjárræði einu sér eða hvoru tveggja:
    Ef hann er ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum eða fé vegna andlegs vanþroska, ellisljóleika eða geðsjúkdóms eða vegna annars konar alvarlegs heilsubrests.
    Ef hann sökum ofdrykkju eða ofnotkunar ávana- og fíkniefna er ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum eða fé.
    Ef hann vegna líkamlegs vanþroska, heilsubrests eða annarra vanheilinda á óhægt með að ráða persónulegum högum sínum eða fé og æskir sjálfur lögræðissviptingar af þeim sökum.
    Ef nauðsyn ber til að vista hann án samþykkis hans í sjúkrahúsi sökum fyrirmæla í heilbrigðislöggjöfinni.

Takmörkuð lögræðissvipting.
5. gr.

    1. Svipta má mann lögræði sínu tímabundið ef ótímabundin svipting þykir ekki nauðsynleg. Tímabundin lögræðissvipting skal þó ekki ákveðin skemur en sex mánuði í senn. Tímabundin lögræðissvipting fellur sjálfkrafa niður að sviptingartímanum loknum, nema áður hafi verið gerð krafa fyrir dómi um framlengingu hennar eða um ótímabundna sviptingu. Ef svo hagar til framlengist hin tímabundna svipting þar til úrskurður dómara liggur fyrir.
    2. Svipta má mann fjárræði varðandi tilteknar eignir hans hvort sem fjárræðissvipting er tímabundin eða ótímabundin. Þessi heimild er bundin við:
    Fasteignir, loftför, skráningarskyld skip og skráningarskyld ökutæki.
    Viðskiptabréf.
    Fjármuni á innlánsreikningum hjá bönkum og sparisjóðum, svo og inneignir í verðbréfasjóðum.
    3. Ákvæði laga þessara um sjálfræðissviptingu og réttaráhrif hennar eiga einnig við um tímabundna sjálfræðissviptingu skv. 1. mgr. Ákvæði laganna um fjárræðissviptingu og réttaráhrif hennar eiga einnig við um tímabundna fjárræðissviptingu skv. 1. mgr. og enn fremur um fjárræðissviptingu skv. 2. mgr. að því er varðar þær eignir sem sviptingin tekur til, nema annað sé tekið fram.

Lögræðissvipting til bráðabirgða.
6. gr.

    1. Svipta má mann lögræði til bráðabirgða ef skilyrði 4. gr. þykja vera fyrir hendi og brýn þörf er á lögræðissviptingu þegar í stað, enda hafi þá verið borin fram krafa um lögræðissviptingu fyrir sama dómstóli samkvæmt öðrum ákvæðum þessa kafla.
    2. Í málum til sviptingar lögræðis til bráðabirgða gilda ákvæði þessa kafla. Ákvæði 3. mgr. 10. gr. um skyldu dómara til að gefa varnaraðila kost á að bera fram ósk um hver verði skipaður verjandi hans, ákvæði 4. mgr. sömu greinar og ákvæði 1., 2. og 4. mgr. 11. gr. gilda þó einungis að því leyti sem beiting þeirra kemur ekki í veg fyrir að lögræðissviptingu verði við komið þegar í stað.
    3. Ákvörðun um lögræðissviptingu til bráðabirgða skal tekin með úrskurði sem skjóta má til Hæstaréttar, sbr. 16. gr.
    4. Lögræðissvipting til bráðabirgða gildir þar til úrskurður dómara í lögræðissviptingarmáli öðlast gildi, málinu lýkur á annan hátt eða þar til úrskurður um bráðabirgðasviptingu er felldur úr gildi með nýjum úrskurði.
    5. Ákvæði laga þessara um réttaráhrif lögræðissviptingar eiga einnig við um lögræðissviptingu til bráðabirgða.

Aðilar lögræðissviptingarmáls.
7. gr.

    1. Varnaraðili er sá sem krafist er að verði sviptur lögræði sínu.
    2. Sóknaraðili er sá sem ber fram kröfu um lögræðissviptingu manns. Sóknaraðili lögræðissviptingarmáls getur verið:
    Maki varnaraðila, ættingjar hans í beinan legg og systkini.
    Lögráðamaður eða ráðsmaður varnaraðila.
    Sá sem næstur er erfingi varnaraðila að lögum eða samkvæmt erfðaskrá sem ekki er afturtæk.
    Félagsmálastofnun eða samsvarandi fulltrúi sveitarstjórnar á dvalarstað varnaraðila þegar talið er réttmætt að gera kröfuna vegna tilmæla aðila sjálfs, vandamanna, læknis hans eða vina, eða vegna vitneskju um hag aðila er fengist hefur á annan hátt.
    Dómsmálaráðherra þegar gæsla almannahags gerir þess þörf.
    3. Enn fremur getur maður sjálfur óskað eftir því að hann verði sviptur lögræði.

Form og efni kröfu um lögræðissviptingu.
8. gr.

    1. Krafa um lögræðissviptingu skal vera skrifleg. Þar skulu eftirfarandi atriði koma fram:
    Nafn sóknaraðila, kennitala hans og lögheimili.
    Nafn varnaraðila, kennitala hans og lögheimili, enn fremur dvalarstaður ef annar er en lögheimili.
    Hvort krafist er sviptingar sjálfræðis, fjárræðis eða hvors tveggja.
    Ef krafist er tímabundinnar lögræðissviptingar skal tilgreina til hve langs tíma sviptingar er krafist.
    Ef krafist er sviptingar fjárræðis varðandi tilteknar eignir skal tilgreina nákvæmlega til hvaða eigna krafa tekur.
    Nöfn og heimilisföng maka varnaraðila eða sambúðarmaka, lögráða barna hans og foreldra og upplýsingar um hvort þessum aðilum sé kunnugt um kröfuna.
    Nöfn heimilislæknis varnaraðila og sérfræðinga þeirra er hann kann að hafa leitað til, ef um þá er vitað, nema vottorð þessara aðila fylgi kröfu um lögræðissviptingu.
    Ástæður þær er krafa um lögræðissviptingu byggist á.
    Á hvaða lagagrunni aðild sóknaraðila er byggð.
    2. Kröfu skal, ef unnt er, fylgja læknisvottorð eða önnur gögn sem hún styðst við.

Varnarþing.
9. gr.

    Krafa um sviptingu lögræðis og niðurfellingu lögræðissviptingar skal borin upp við héraðsdómara í þinghá þar sem varnaraðili á lögheimili. Ef varnaraðili hefur fastan dvalarstað í annarri þinghá en þar sem lögheimili hans er skal þó bera fram kröfu í þeirri þinghá. Ef hvorki er kunnugt um lögheimili varnaraðila né fastan dvalarstað skal bera kröfu fram við héraðsdóm Reykjavíkur.

Málsmeðferð.
10. gr.

    1. Mál til sviptingar lögræðis sæta almennri meðferð einkamála með þeim frávikum sem greinir í lögum þessum.
    2. Dómari tekur kröfu um lögræðissviptingu fyrir svo fljótt sem unnt er.
    3. Dómari skipar varnaraðila verjanda samkvæmt ákvæðum laga um meðferð opinberra mála eftir að hafa gefið honum kost á að bera fram ósk um hver skipaður verði, nema slíkt sé augsýnilega tilgangslaust. Óskylt er þó að skipa verjanda ef varnaraðili hefur sjálfur ráðið sér lögmann til þess að gæta réttar síns. Dómari getur einnig skipað sóknaraðila talsmann, óski hann eftir því.
    4. Munnlegur málflutningur fer ekki fram í máli til sviptingar lögræðis, nema dómari telji þess þörf og ákveði að svo skuli vera. Að öðrum kosti skal dómari eftir að rannsókn máls er lokið gefa lögmanni varnaraðila kost á að leggja fram skriflega vörn áður en mál er tekið til úrskurðar.
    5. Þinghöld í máli til sviptingar lögræðis skulu fara fram fyrir luktum dyrum.
    6. Dómara ber að hraða meðferð máls til sviptingar lögræðis svo sem kostur er.
    7. Sóknaraðili getur afturkallað kröfu sína á hvaða stigi máls sem er.

Rannsókn máls.
11. gr.

    1. Dómara ber að tryggja að mál sé nægjanlega upplýst áður en hann kveður upp úrskurð um sviptingu lögræðis.
    2. Dómari getur sjálfur aflað sönnunargagna, svo sem læknisvottorðs ef slíkt vottorð hefur ekki fylgt kröfu um lögræðissviptingu, og annarra gagna sem hann telur þörf á. Dómari skal kalla varnaraðila fyrir dóm, kynna honum kröfuna og gefa honum kost á að tjá sig um hana, nema ástandi hans sé svo háttað samkvæmt vottorði læknis að það sé tilgangslaust. Dómari kveður sóknaraðila og vitni fyrir dóm, ef þess er þörf.
    3. Ef varnaraðili sinnir ekki kvaðningu dómara um að koma fyrir dóm getur dómari leitað liðsinnis lögreglu við að sækja hann. Lögreglu er skylt að verða við slíkum fyrirmælum dómara.
    4. Ef ekki er unnt að kveðja varnaraðila fyrir dóm skal dómari fara á þann stað þar sem varnaraðili dvelst og kynna sér ástand hans af eigin raun. Ekki er þó þörf á þessu ef ótvírætt má telja af læknisvottorði eða öðrum gögnum að það sé þýðingarlaust fyrir úrslit málsins.
    5. Ef dómari telur þess þörf getur hann ákveðið að varnaraðila sé óheimilt að vera viðstaddur skýrslugjöf sóknaraðila og vitnisburð vitna að nokkru eða öllu leyti. Áður en úrskurður um lögræðissviptingu er upp kveðinn skal varnaraðila þó ávallt kynnt hvað fram hefur komið við skýrslugjöfina eða vitnisburðinn sem máli skiptir, nema slíkt sé auðsjáanlega tilgangslaust eða stríði gegn þeim hagsmunum sem leiddu til ákvörðunar dómara samkvæmt þessari málsgrein.
    6. Skylt er öllum þeim, sem vegna starfa sinna geta veitt upplýsingar um varnaraðila sem dómari telur að skipt geti máli fyrir úrslit málsins, að veita honum þær og láta honum í té þau gögn um varnaraðila sem dómari krefst. Sama á við um aðra þá sem vegna tengsla sinna við varnaraðila geta veitt sambærilegar upplýsingar.

Úrlausn máls.
12. gr.

    1. Svipting lögræðis skal ekki ganga lengra en dómari telur þörf á hverju sinni.
    2. Áður en liðnir eru þrír sólarhringar frá því að mál var tekið til úrskurðar kveður dómari upp úrskurð í því.


Réttaráhrif úrskurðar um lögræðissviptingu.

13. gr.

    1. Réttaráhrif úrskurðar um sjálfræðissviptingu miðast við uppkvaðningu úrskurðar.
    2. Réttaráhrif úrskurðar um fjárræðissviptingu gagnvart hinum svipta sjálfum og þeim sem vissu eða máttu vita um sviptinguna miðast við uppkvaðningu úrskurðar.
    3. Um réttaráhrif úrskurðar um fjárræðissviptingu gagnvart grandlausum aðilum fer samkvæmt ákvæðum 2. og 3. mgr. 76. gr.

Birting úrskurðar, skráning o.fl.
14. gr.

    1. Eigi má án leyfis dómara birta almenningi á nokkurn hátt annað af því sem fram hefur komið í máli til sviptingar lögræðis en úrskurðinn. Brot gegn ákvæði þessu varðar sektum.
    2. Verjandi varnaraðila skal kynna honum niðurstöðu úrskurðar dómara í lögræðissviptingarmáli svo fljótt sem við verður komið. Þetta er þó ekki nauðsynlegt ef það er bersýnilega þýðingarlaust vegna ástands varnaraðila.
    3. Dómari skal svo fljótt sem við verður komið senda staðfest endurrit úrskurðar um sviptingu lögræðis með ábyrgðarbréfi, eða á annan jafntryggan hátt, til dómsmálaráðuneytisins. Jafnframt skal dómari senda staðfest endurrit úrskurðarins til yfirlögráðanda í því umdæmi þar sem hinn lögræðissvipti á lögheimili eða þar sem hann hefur fastan dvalarstað, ef dvalarstaður er annar en þar sem hann á lögheimili, með sama hætti ásamt þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að yfirlögráðandi geti sinnt skyldum sínum skv. 4. mgr. Ef hvorki er kunnugt um lögheimili né fastan dvalarstað hins lögræðissvipta skal senda staðfest endurrit úrskurðarins til yfirlögráðandans í Reykjavík. Dómari skal enn fremur sjá til þess að niðurstaða úrskurðar um fjárræðissviptingu, sem ekki er bundin við tilteknar eignir, verði birt í Lögbirtingablaði. Skal sú birting fara fram svo fljótt sem við verður komið.
    4. Yfirlögráðandi skal þegar í stað, er honum hefur borist úrskurður dómara um fjárræðissviptingu, grípa til eftirfarandi ráðstafana:
    Ef hinn fjárræðissvipti er skráður eigandi fasteignar, loftfars, skráningarskylds skips eða skráningarskylds ökutækis skal úrskurðinum þinglýst á viðkomandi eign. Ekki skal greiða þinglýsingargjald vegna þessa.
    Ef hinn fjárræðissvipti er eigandi viðskiptabréfs skal athugasemd um sviptingu fjárræðis rituð á bréfið. Það sama gildir um viðskiptabréf sem lögráðamaður kann að kaupa síðar fyrir skjólstæðing sinn.
    Ef hinn fjárræðissvipti rekur atvinnu sem geta ber eða getið er á firmaskrá skal skrá þar athugasemd um úrskurðinn.
    Ef hinn fjárræðissvipti á fjármuni á innlánsreikningum hjá bönkum eða sparisjóðum skal hlutaðeigandi innlánsstofnun tilkynnt um sviptingu fjárræðis með ábyrgðarbréfi eða á annan sannanlegan hátt. Sama á við um inneignir í verðbréfasjóðum. Ef hinn fjárræðissvipti á hlut í félagi skal tilkynna um sviptinguna til stjórnar félagsins með sama hætti.
    5. Ef fjárræðissvipting er einungis bundin við tilgreindar eignir nær skylda sú sem kveðið er á um í 4. mgr. einungis til þeirra eigna.
    6. Dómsmálaráðuneytið heldur skrá um lögræðissvipta menn.


Niðurfelling lögræðissviptingar.

15. gr.

    1. Nú telur sá sem átt getur aðild að lögræðissviptingarmáli skv. 7. gr. að ástæður sviptingar séu ekki lengur fyrir hendi, og getur hann þá borið fram kröfu við héraðsdómara um að lögræðissvipting verði felld niður með úrskurði að nokkru eða öllu leyti.
    2. Komi krafa frá hinum lögræðissvipta sjálfum er dómara óskylt að taka hana til meðferðar nema sex mánuðir hið skemmsta séu liðnir frá sviptingu. Sé um tímabundna sviptingu að ræða sem ákveðin var í tólf mánuði eða skemur er dómara óskylt að taka kröfu til meðferðar nema helmingur tímans sé liðinn hið skemmsta.
    3. Krafa um niðurfellingu lögræðissviptingar skal vera skrifleg og rökstudd og studd gögnum um breyttar aðstæður hins lögræðissvipta ef unnt er.
    4. Um meðferð máls til niðurfellingar lögræðissviptingar gilda ákvæði 8. gr., eftir því sem við á, 9. gr., 1.–6. mgr. 10. gr., 11. gr., 12. gr., 1. og 2. mgr. 14. gr., 1., 3. og 4. mgr. 16. gr. og 17. gr.
    5. Ef úrskurður dómara í máli til niðurfellingar lögræðissviptingar breytir eða fellir úr gildi úrskurð um lögræðissviptingu fer um birtingu hans og skráningu eftir sömu reglum og fram koma í 3.–6. mgr. 14. gr.

Málskot.
16. gr.

    1. Úrskurðir samkvæmt lögum þessum sæta kæru til Hæstaréttar. Um málskotið fer samkvæmt almennum reglum um meðferð einkamála með þeim frávikum sem greinir í lögum þessum.
    2. Málskot frestar ekki réttaráhrifum úrskurða um lögræðissviptingu, nema dómari mæli svo fyrir í úrskurði.
    3. Hraða ber meðferð máls fyrir Hæstarétti svo sem kostur er.
    4. Staðfest endurrit af dómi Hæstaréttar skal senda dómsmálaráðuneyti og héraðsdómara málsins. Ef úrskurði er breytt í Hæstarétti skal héraðsdómari og aðrir þeir sem greindir eru í 3.–6. mgr. 14. gr. laga þessara gera þær ráðstafanir sem þar er mælt fyrir um.

Málskostnaður.
17. gr.

    1. Þóknun skipaðs verjanda, skipaðs talsmanns sóknaraðila og annan málskostnað, þar með talinn kostnað við öflun læknisvottorða og annarra sérfræðiskýrslna, skal greiða úr ríkissjóði.
    2. Ef málskot til Hæstaréttar hefur verið bersýnilega tilefnislaust má gera kæranda að endurgreiða ríkissjóði kærumálskostnaðinn.

III. KAFLI

Nauðungarvistun.

Nauðungarvistun.

18. gr.

    Með nauðungarvistun í lögum þessum er bæði átt við það þegar sjálfráða maður er færður nauðugur í sjúkrahús og haldið þar og þegar manni, sem dvalið hefur í sjúkrahúsi af fúsum og frjálsum vilja, er haldið þar nauðugum.


Skilyrði nauðungarvistunar o.fl.

19. gr.

    1. Sjálfráða maður verður ekki vistaður nauðugur í sjúkrahúsi.
    2. Þó getur læknir ákveðið að sjálfráða maður skuli færður og vistaður nauðugur í sjúkrahúsi ef hann er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur eru taldar á að svo sé eða ástand hans er þannig að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms. Sama gildir ef maður á við alvarlega áfengisfíkn að stríða eða ofnautn ávana- og fíkniefna. Ákvæði 18. gr. stjórnsýslulaga gilda ekki við meðferð mála samkvæmt þessari málsgrein. Ef vakthafandi sjúkrahúslæknir ákveður nauðungarvistun manns samkvæmt þessari málsgrein skal bera ákvörðun hans undir yfirlækni svo fljótt sem verða má. Frelsisskerðing samkvæmt þessari málsgrein má ekki standa lengur en 48 klukkustundir nema til komi samþykki dómsmálaráðuneytisins skv. 3. mgr.
    3. Með samþykki dómsmálaráðuneytisins má vista sjálfráða mann gegn vilja sínum í sjúkrahúsi til meðferðar í allt að 15 sólarhringa frá dagsetningu samþykkis ráðuneytisins ef fyrir hendi eru ástæður þær sem greinir í 2. mgr. og nauðungarvistun er óhjákvæmileg að mati læknis.
    4. Lögreglu er skylt að verða við beiðni læknis um aðstoð við að flytja mann nauðugan í sjúkrahús skv. 2. og 3. mgr. og skal læknir þá fylgja honum ef nauðsyn þykir bera til.
    5. Heilbrigðisráðherra ákveður með reglugerð hvaða sjúkrahús hafa heimild til að taka við mönnum sem vistaðir eru skv. 2. og 3. mgr.

Hverjir beiðst geta nauðungarvistunar.
20. gr.

    Beiðni um nauðungarvistun manns í sjúkrahúsi skv. 3. mgr. 19. gr. geta þeir aðilar lagt fram sem taldir eru í a-, b- og d-liðum 2. mgr. 7. gr.

Form, efni og fylgigögn með beiðni um nauðungarvistun.
21. gr.

    1. Beiðni um nauðungarvistun skv. 3. mgr. 19. gr. skal vera skrifleg og beint til dómsmálaráðuneytisins. Beiðni skal að jafnaði rituð á eyðublað sem dómsmálaráðuneytið lætur í té.
    2. Í beiðni skulu eftirfarandi atriði koma fram:
    Nafn beiðanda, kennitala og lögheimili.
    Nafn þess sem beiðst er að vistaður verði, kennitala og lögheimili, svo og dvalarstaður ef hann er annar en lögheimili.
    Tengsl beiðanda og þess sem beiðst er að vistaður verði.
    Ástæður fyrir beiðni.
    Upplýsingar um í hvaða sjúkrahúsi og eftir atvikum á hvaða deild vista á hlutaðeigandi.
    3. Með beiðni skal fylgja læknisvottorð sem eigi má vera eldra en þriggja daga þegar það berst ráðuneytinu, nema alveg sérstaklega standi á. Í vottorðinu, sem að jafnaði skal ritað á eyðublað sem ráðuneytið lætur í té, skulu eftirfarandi atriði koma fram:
    Nafn þess sem beiðst er að vistaður verði, kennitala og lögheimili. Auk þess dvalarstaður hans ef annar er en lögheimili.
    Hvar og hvenær skoðun fer fram.
    Lýsing læknis á andlegu og líkamlegu ástandi hlutaðeigandi.
    Sjúkdómsgreining læknis, ef unnt er.
    Afstaða þess, sem beiðst er að vistaður verði, til beiðni um nauðungarvistun hans, eftir því sem við verður komið.
    Yfirlýsing læknis um að nauðungarvistun sé að hans mati óhjákvæmileg.
    Dagsetning vottorðs, undirskrift læknis og nafnstimpill.
    4. Kostnaður af læknisvottorði greiðist úr ríkissjóði.

Málsmeðferð í dómsmálaráðuneytinu.
22. gr.

    1. Dómsmálaráðuneytið skal þegar er því berst beiðni um nauðungarvistun taka málið til afgreiðslu. Skal ráðuneytið afla þeirra gagna er það telur nauðsyn bera til ef eigi er talið unnt að afgreiða mál á grundvelli beiðni og meðfylgjandi læknisvottorðs.
    2. Ákvæði 13., 14. og 18. gr. stjórnsýslulaga gilda ekki við meðferð mála um nauðungarvistun.
    3. Þegar nauðsynleg gögn og upplýsingar liggja fyrir skal dómsmálaráðuneytið án tafar ákveða hvort nauðungarvistun skuli heimiluð eða ekki.

Trúnaðarlæknir dómsmálaráðuneytisins.
23. gr.

    1. Á vegum dómsmálaráðuneytisins skal starfa trúnaðarlæknir sem ráðuneytið getur leitað umsagnar hjá ef þörf krefur áður en heimild er veitt til nauðungarvistunar.
    2. Trúnaðarlæknir ráðuneytisins hefur jafnan heimild til að kanna ástand manns sem dvelst í sjúkrahúsi gegn vilja sínum og kynna sér sjúkraskrá hans.

Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins.
24. gr.

    Ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um hvort nauðungarvistun skuli heimiluð eða ekki skal vera skrifleg og rökstudd og skal hún tilkynnt þeim er beiðni bar fram. Ef beiðni er samþykkt skal ákvörðun jafnframt send yfirlækni á hlutaðeigandi sjúkrahúsi þegar í stað með tryggilegum hætti, ásamt ljósriti af læknisvottorði því er fylgdi beiðni.

Kynning á réttarstöðu nauðungarvistaðs manns.
25. gr.

    1. Vakthafandi sjúkrahúslæknir skal tilkynna nauðungarvistuðum manni án tafar eftirtalin atriði, nema slíkt sé bersýnilega þýðingarlaust vegna ástands hans:
    Um ástæður nauðungarvistunar.
    Um rétt til að njóta aðstoðar og stuðnings ráðgjafa skv. 27. gr.
    Um ákvörðun dómsmálaráðuneytisins skv. 3. mgr. 19. gr., ef því er að skipta.
    Um rétt til að bera ákvörðun um nauðungarvistun eða þvingaða lyfjagjöf eða meðferð undir dómstóla skv. 30. gr.
    2. Yfirlæknir hefur eftirlit með og ber ábyrgð á að ákvæðum 1. mgr. sé framfylgt.
    3. Heilbrigðisráðherra getur sett nánari reglur um kynningu á réttarstöðu nauðungarvistaðs manns samkvæmt þessari grein.


Skráning í sjúkraskrá.
26. gr.

    1. Vakthafandi sjúkrahúslæknir skal, eftir því sem við á, skrá eftirfarandi atriði í sjúkraskrá nauðungarvistaðs manns svo fljótt sem verða má:
    Hvenær nauðungarvistun hefst skv. 2. mgr. 19. gr.
    Samþykki dómsmálaráðuneytis skv. 3. mgr. 19. gr.
    Ákvarðanir um þvingaða lyfjagjöf og aðra þvingaða meðferð skv. 28. gr. og rökstuðning fyrir nauðsyn hennar.
    Hvenær vakthafandi sjúkrahúslæknir tilkynnti yfirlækni um ákvarðanir sínar skv. 2. mgr. 19. gr. og 3. mgr. 28. gr.
    Hvenær nauðungarvistuðum manni var kynntur réttur hans til að bera ákvörðun um nauðungarvistun eða þvingaða lyfjagjöf eða meðferð undir dómstóla skv. 30. gr., réttur til að ráðfæra sig við ráðgjafa skv. 27. gr. og ákvörðun ráðuneytis skv. 3. mgr. 19. gr. Ef slík kynning fer ekki fram þegar í stað skulu ástæður þess skráðar í sjúkraskrá.
    Hvenær staðfesting hafi borist frá dómstóli um að fram sé komin krafa um að hlutaðeigandi skuli sviptur sjálfræði sínu, sbr. 2. mgr. 29. gr.
    2. Yfirlæknir hefur eftirlit með og ber ábyrgð á að ákvæði 1. mgr. sé framfylgt.
    3. Heilbrigðisráðherra getur sett nánari reglur um skráningar samkvæmt þessari grein.

Ráðgjafi nauðungarvistaðs manns.
27. gr.

    1. Nauðungarvistaður maður á rétt á að njóta ráðgjafar og stuðnings sérstaks ráðgjafa vegna sjúkrahúsdvalarinnar og meðferðar þar.
    2. Vakthafandi læknir skal, ef nauðungarvistaður maður óskar þess, hafa samband við ráðgjafann svo fljótt sem verða má og tilkynna honum um nauðungarvistunina. Nauðungarvistaður maður á rétt á að ræða við ráðgjafann einslega um hvaðeina sem nauðungarvistunina varðar og hafa samband við hann reglulega, nema ástandi hins nauðungarvistaða sé þannig háttað að það hafi enga þýðingu. Ráðgjafinn hefur heimild til að kynna sér sjúkraskrá hins nauðungarvistaða.
    3. Ráðgjafa er skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu eða vegna starfs síns og leynt skulu fara skv. 18. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Brot á þagnarskyldu varðar refsingu skv. XIV. kafla almennra hegningarlaga.
    4. Þóknun ráðgjafa, sem sérstaklega skal ráðinn til þess að veita nauðungarvistuðum mönnum aðstoð, skal greiðast úr ríkissjóði.
    5. Dómsmálaráðherra setur nánari reglur um ráðningu ráðgjafa samkvæmt þessari grein, réttindi hans og skyldur og þóknun honum til handa.


Meðferð nauðungarvistaðs manns í sjúkrahúsi.
28. gr.

    1. Maður, sem nauðungarvistaður er í sjúkrahúsi án þess að samþykki dómsmálaráðuneytis liggi fyrir, skal hvorki sæta þvingaðri lyfjagjöf né annarri þvingaðri meðferð nema skilyrðum 3. mgr. þessarar greinar sé fullnægt. Í slíkum tilvikum gildir ákvæði 3. mgr. einnig að öðru leyti.
    2. Maður, sem nauðungarvistaður er til meðferðar í sjúkrahúsi með samþykki dómsmálaráðuneytis, skal einungis sæta þvingaðri lyfjagjöf samkvæmt ákvörðun yfirlæknis. Sama á við um aðra þvingaða meðferð.
    3. Vakthafandi læknir getur þó tekið ákvörðun um að nauðungarvistaður maður skuli sæta þvingaðri lyfjagjöf eða annarri þvingaðri meðferð ef hann er sjálfum sér eða öðrum hættulegur eða ef lífi hans eða heilsu er annars stefnt í voða. Ákvörðun um þvingaða lyfjagjöf eða aðra þvingaða meðferð í þessum tilvikum skal tilkynnt yfirlækni svo fljótt sem verða má og skal hann taka ákvörðun um frekari meðferð.
    4. Heilbrigðisráðherra getur sett nánari reglur um þvingaða lyfjagjöf og aðra þvingaða meðferð samkvæmt þessari grein.

Lok nauðungarvistunar.
29. gr.

    1. Nauðungarvistun manns í sjúkrahúsi má aldrei haldast lengur en yfirlæknir telur hennar þörf og eigi lengur en 48 klst., sbr. 2. mgr. 19. gr., nema samþykki dómsmálaráðuneytis komi til. Nauðungarvistun, sem samþykkt hefur verið af dómsmálaráðuneytinu, má aldrei haldast lengur en yfirlæknir telur hennar þörf og eigi lengur en 15 sólarhringa frá dagsetningu ákvörðunar ráðuneytisins, sbr. 3. mgr. 19. gr. laga þessara.
    2. Þó má framlengja nauðungarvistun manns ef krafa hefur verið gerð fyrir dómi um að hann verði sviptur sjálfræði sínu. Þegar krafa hefur verið gerð um að maður, sem vistaður er nauðugur í sjúkrahúsi, verði sviptur sjálfræði skal dómari án tafar senda yfirlækni á sjúkrahúsi þar sem hinn vistaði dvelst staðfestingu á að slík krafa sé fram komin og hvenær hún hafi borist dóminum. Skal þetta gert með símskeyti eða öðrum tryggilegum hætti.

Réttur sjálfráða manns til að bera ákvörðun um nauðungarvistun
og þvingaða meðferð í sjúkrahúsi undir dómstóla.

30. gr.

    1. Heimilt er þeim sem vistaður hefur verið nauðugur í sjúkrahúsi skv. 2. eða 3. mgr. 19. gr. að bera ákvörðun um nauðungarvistunina undir dómstóla.
    2. Heimilt er þeim sem gert hefur verið að sæta þvingaðri lyfjagjöf eða meðferð skv. 28. gr. að bera þá ákvörðun undir dómstóla.
    3. Krafa skv. 1. eða 2. mgr. skal vera skrifleg og beint til viðkomandi dómstóls. Ráðgjafi skal aðstoða við kröfugerð samkvæmt þessari grein ef þess er óskað og sjá um að dómstóli berist krafan þegar í stað.

Málsmeðferð fyrir dómi.
31. gr.

    1. Dómari skal taka kröfu skv. 30. gr. fyrir án tafar. Dómari skipar þeim er kröfu ber fram talsmann samkvæmt ákvæðum laga um meðferð opinberra mála um verjendur og skal gefa honum kost á að bera fram ósk um hver skipaður verði.
    2. Ef krafist er niðurfellingar nauðungarvistunar skv. 2. mgr. 19. gr. eða ákvörðunar um þvingaða lyfjagjöf eða meðferð skv. 28. gr. skal dómari tilkynna yfirlækni viðkomandi deildar um kröfuna. Skal yfirlæknirinn þegar í stað láta dómara í té athugasemdir sínar þar sem gerð er grein fyrir ástæðum vistunar, þvingaðrar lyfjagjafar eða meðferðar, eftir því sem við á.
    3. Ef krafist er niðurfellingar nauðungarvistunar, sem samþykkt hefur verið af dómsmálaráðuneyti, skal dómarinn kynna ráðuneytinu kröfuna, sem skal láta dómaranum í té gögn þau sem vistunin er reist á, ásamt athugasemdum sínum ef því er að skipta.
    4. Að öðru leyti fer um mál þessi skv. II. kafla laganna, eftir því sem við á.
    5. Svo fljótt sem við verður komið kveður dómari upp úrskurð um hvort ákvörðun um nauðungarvistun eða þvingaða lyfjagjöf eða meðferð skuli standa eða hún felld úr gildi.
    6. Þegar óskað er eftir samþykki dómsmálaráðuneytis til nauðungarvistunar manns, sem dvelur nauðugur í sjúkrahúsi samkvæmt ákvörðun læknis, og sú ákvörðun hefur verið borin undir dómstól, skal ráðuneytið án tafar tilkynna viðkomandi dómstóli um kröfuna og um lyktir málsins er það hefur hlotið afgreiðslu í ráðuneytinu. Meðferð máls fyrir dómi frestar ekki málsmeðferð í dómsmálaráðuneytinu.


Réttur nauðungarvistaðs manns til bóta.
32. gr.

    1. Dæma skal bætur úr ríkissjóði vegna nauðungarvistunar sjálfráða manns ef lögmæt skilyrði hefur brostið til slíkrar aðgerðar, hún hefur staðið lengur en efni stóðu til eða að henni staðið á óþarflega hættulegan, særandi eða móðgandi hátt.
    2. Bæta skal fjártjón og miska ef því er að skipta.
    3. Að öðru leyti gilda almennar reglur skaðabótaréttar.


IV. KAFLI
Ráðsmenn.
Skilyrði skipunar ráðsmanns.
33. gr.

    Fjárráða maður, sem á óhægt með að sjá um fjármál sín vegna veikinda eða fötlunar, getur óskað eftir því að honum verði skipaður ráðsmaður, enda geri hann sér grein fyrir þýðingu þeirrar ráðstöfunar.

Form og efni umsóknar um skipun ráðsmanns.
34. gr.

    1. Umsókn um skipun ráðsmanns skal að jafnaði rituð á eyðublað sem yfirlögráðandi lætur í té.
    2. Í umsókn skulu eftirfarandi atriði koma fram:
    Nafn umsækjanda, kennitala, lögheimili, svo og dvalarstaður ef hann er annar en lögheimili.
    Ef umsækjandi er í hjúskap eða sambúð skal nafns maka eða sambúðarmaka getið, svo og afstöðu hans til umsóknarinnar.
    Ástæður þess að skipunar ráðsmanns er óskað.
    Nákvæm upptalning þeirra eigna sem ráðsmanni er ætlað að sjá um.
    Ef óskað er eftir því að tiltekinn maður verði skipaður ráðsmaður skal þess getið.
    3. Umsókn skal fylgja læknisvottorð þar sem grein er gerð fyrir heilsufari umsækjandans, svo og mati læknis á því hvort hann geri sér grein fyrir þýðingu ráðstöfunar skv. 33. gr.

Eignir sem afhentar verða ráðsmanni til umsjónar.
35. gr.

    Heimilt er að fela ráðsmanni umsjón eftirtalinna eigna samkvæmt ákvæðum þessa kafla:
    Fasteigna, loftfara, skráningarskyldra skipa og skráningarskyldra ökutækja.
    Viðskiptabréfa.
    Fjármuna á innlánsreikningum hjá bönkum eða sparisjóðum, svo og inneigna í verðbréfasjóðum.

Stjórnsýsluumdæmi.
36. gr.

    Umsókn skal bera upp við yfirlögráðanda í því umdæmi þar sem umsækjandi á lögheimili eða þar sem hann dvelur.


Málsmeðferð.
37. gr.

    1. Yfirlögráðandi skal taka umsókn til afgreiðslu án ástæðulausra tafa.
    2. Yfirlögráðandi skal veita umsækjanda nauðsynlega aðstoð og leiðbeina honum, þar á meðal um lagalega þýðingu skipunar ráðsmanns og um útfyllingu umsóknar.
    3. Yfirlögráðandi skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun verður tekin í því. Hann getur lagt fyrir aðila að afla nánar tilgreindra gagna eða aflað þeirra sjálfur. Hann skal m.a. kynna sér af eigin raun hvort umsækjandi uppfyllir skilyrði 33. gr.
    4. Hafi umsækjandi ekki óskað eftir því að tiltekinn maður verði skipaður ráðsmaður skal ráðsmaður valinn í samráði við umsækjanda.
    5. Ef umsækjandi er í hjúskap skal maka hans veitt færi á að tjá sig um málið, þar á meðal um val á ráðsmanni. Það sama gildir um sambúðarmaka.
    6. Umsækjandi getur afturkallað umsókn sína á hvaða stigi málsmeðferðar sem er. Eftir að ráðsmaður hefur verið skipaður fer um lausn hans frá störfum skv. 47. og 48. gr.


Hæfi ráðsmanna.

38. gr.

    1. Um almennt og sérstakt hæfi ráðsmanna fer eftir 53. og 54. gr.
    2. Enginn verður skipaður ráðsmaður nema hann hafi veitt til þess samþykki sitt.

Ákvörðun um skipun ráðsmanns o.fl.
39. gr.

    1. Að uppfylltum skilyrðum 33. gr. skipar yfirlögráðandi umsækjanda ráðsmann. Heimilt er að skipa hjónum sama ráðsmann. Það sama gildir um sambúðarmaka.
    2. Ráðsmanni skal ekki falin umsjón annarra eigna en nauðsynlegt er miðað við þarfir umsækjandans.
    3. Þegar sérstaklega stendur á er heimilt að skipa sama umsækjanda fleiri en einn ráðsmann, enda fari þeir ekki með umsjón sömu eigna.
    4. Ákvörðun um skipun ráðsmanns skal vera skrifleg og skulu eftirtalin atriði m.a. koma fram:
    Nafn þess sem fær sér skipaðan ráðsmann, kennitala hans og lögheimili, svo og dvalarstaður ef annar er en lögheimili.
    Nafn, kennitala og lögheimili þess sem skipaður er ráðsmaður.
    Ástæður skipunar ráðsmannsins.
    Nákvæm tilgreining á þeim eignum sem faldar eru ráðsmanni til umsjónar.
    Þóknun ráðsmanns og greiðslufyrirkomulag hennar.
    5. Yfirlögráðandi skal gefa út skipunarbréf til ráðsmanns þar sem getið skal m.a. þeirra atriða sem fram koma í a-, b- og d-liðum 4. mgr.
    6. Skipun ráðsmanns er ótímabundin.

Tilkynning um skipun ráðsmanns og skráning ráðsmanna.
40. gr.

    1. Yfirlögráðandi skal senda ráðsmanni skipunarbréf hans þegar í stað með ábyrgðarbréfi eða öðrum jafntryggum hætti. Enn fremur skal hann á sama hátt senda skjólstæðingi ráðsmanns og dómsmálaráðuneyti staðfest endurrit skipunarbréfsins.
    2. Eftir að ráðsmaður hefur verið skipaður skal yfirlögráðandi þegar í stað grípa til eftirfarandi ráðstafana:
    Hafi ráðsmanni verið falin umsjón fasteignar, loftfars, skráningarskylds skips eða skráningarskylds ökutækis skal skipun hans þinglýst á viðkomandi eign. Ekki skal greiða þinglýsingargjald vegna þessa.
    Hafi ráðsmanni verið falin umsjón viðskiptabréfs skal skipunarinnar getið með sérstakri áritun á bréfið. Það sama gildir um viðskiptabréf sem ráðsmaður kann að kaupa síðar fyrir skjólstæðing sinn.
    Hafi ráðsmanni verið falin umsjón fjármuna á innlánsreikningum hjá bönkum eða sparisjóðum skal hlutaðeigandi innlánsstofnun tilkynnt um það með ábyrgðarbréfi eða með öðrum jafntryggum hætti. Sama á við um inneignir í verðbréfasjóðum.
    3. Dómsmálaráðuneytið heldur skrá yfir ráðsmenn og skjólstæðinga þeirra.

Réttaráhrif skipunar ráðsmanns.
41. gr.

    1. Þegar tilkynning er komin til manns um að honum hafi verið skipaður ráðsmaður glatar hann rétti til að fara með, ráðstafa og takast á herðar skuldbindingar vegna þeirra eigna sem ráðsmanni hafa verið faldar til umsjónar. Þetta tekur þó ekki til heimildar hans til ráðstöfunar eigna með erfðaskrá.
    2. Réttaráhrif skipunar ráðsmanns gagnvart grandlausum aðilum eru háð því að ráðstafanir þær hafi farið fram sem greindar eru í 2. mgr. 40. gr.
    3. Löggerningar skjólstæðings ráðsmanns um eign, sem fara í bága við 1. mgr., binda hann ekki, nema löggerningur hafi annaðhvort verið staðfestur af ráðsmanni, og eftir atvikum yfirlögráðanda, eða honum verið fullnægt svo skuldbindandi sé fyrir skjólstæðinginn.
    4. Um löggerninga skjólstæðings ráðsmanns og meðferð ráðsmanns á fjármunum hans gilda, auk ákvæða þessa kafla, reglur 1. og 3. mgr. 67. gr., 1. mgr. 68. gr., 1., 2. og 4. mgr. 77. gr. og 78. gr.

Heimildir ráðsmanns.
42. gr.

    1. Ráðsmaður fer með sömu heimildir fyrir þeim eignum sem honum hefur verið falin umsjón með og skjólstæðingur hans hafði fyrir skipun hans, nema annað leiði af lögum. Lögmæt ráðstöfun ráðsmanns á þessum eignum bindur skjólstæðing hans.
    2. Ráðsmaður getur ekki bundið skjólstæðing sinn við ábyrgð eða tryggingu fyrir þriðja mann, nema með skriflegu samþykki yfirlögráðanda.
    3. Ráðsmaður getur hvorki selt né veðsett fasteign, loftfar, skráningarskylt skip eða skráningarskylt ökutæki í eigu skjólstæðings síns, nema með skriflegu samþykki yfirlögráðanda. Það sama gildir um útleigu slíkra eigna til lengri tíma en þriggja ára, nema kveðið sé á um rétt til uppsagnar með hæfilegum fyrirvara.

Starfsskyldur ráðsmanns og skaðabótaskylda.
43. gr.

    1. Um starfsskyldur ráðsmanns og skaðabótaskyldu gilda ákvæði 1.–3. mgr. 60. gr. og 61. gr.
    2. Dómsmálaráðherra getur sett nánari reglur um störf og starfsskyldur ráðsmanna og eftirlit yfirlögráðenda með þeim.

Þóknun ráðsmanns.
44. gr.

    1. Við skipun ráðsmanns ákveður yfirlögráðandi þóknun hans með tilliti til eðlis og umfangs starfans.
    2. Þóknun ráðsmanns skal greidd af skjólstæðingi hans.
    3. Ráðsmaður og skjólstæðingur hans geta hvor um sig krafist endurskoðunar á fjárhæð þóknunar ráðsmannsins.

Skýrslugjöf ráðsmanns.
45. gr.

    1. Ráðsmaður skal fyrir 1. mars ár hvert gefa yfirlögráðanda skýrslu, á eyðublaði sem hann leggur til, um helstu ákvarðanir sem teknar hafa verið á fyrra ári um fjárhald og eignaumsýslu skjólstæðings síns.
    2. Ef fjárhald, sem falið hefur verið ráðsmanni, er umfangsmikið eða sérstakar ástæður gefa tilefni til getur yfirlögráðandi mælt svo fyrir að fjárhaldið skuli endurskoðað af löggiltum endurskoðanda. Kostnaður af endurskoðuninni greiðist af skjólstæðingi ráðsmanns.
    3. Ráðsmaður skal gera yfirlögráðanda grein fyrir ráðstöfunum sínum hvenær sem hann krefst þess.
    4. Þegar ráðsmaður fær lausn frá störfum skal hann gefa yfirlögráðanda skýrslu, á eyðublaði sem hann leggur til, um fjárhald og eignaumsýslu skjólstæðings síns.

Breyting á störfum ráðsmanns.
46. gr.

    1. Skjólstæðingur ráðsmanns getur óskað þess við yfirlögráðanda að breyting verði gerð á því hvaða eignir eru faldar ráðsmanni til umsjónar.
    2. Meðferð slíkra mála fer eftir sömu reglum og gilda um skipun ráðsmanns eftir því sem við getur átt.

Lausn ráðsmanns frá störfum.
47. gr.

    1. Yfirlögráðandi skal leysa ráðsmann frá störfum óski hann þess. Ráðsmaður skal þó jafnan gegna áfram starfa sínum þar til skipaður hefur verið nýr ráðsmaður, sé þess þörf.
    2. Yfirlögráðandi skal að eigin frumkvæði veita ráðsmanni lausn frá störfum ef skilyrði 33. gr. eru ekki lengur fyrir hendi, sbr. þó 48. gr. Það sama á við hafi ráðsmaður vanrækt starfa sinn eða gerst brotlegur í starfi eða uppfylli ekki lengur skilyrði 1. mgr. 54. gr.
    3. Skjólstæðingur ráðsmanns getur hvenær sem er óskað þess að ráðsmanni verði veitt lausn frá störfum og honum fengin umsjón eigna sinna á ný. Yfirlögráðandi skal verða við þeirri ósk nema ákvæði 48. gr. eigi við.
    4. Við gjaldþrot ráðsmanns eða gjaldþrot eða andlát skjólstæðings hans fellur sjálfkrafa niður skipun ráðsmanns. Verði skjólstæðingur ráðsmanns sviptur fjárræði fellur skipun ráðsmanns niður við skipun lögráðamanns.

Frestun á meðferð máls o.fl.
48. gr.

    1. Þegar maður, sem fengið hefur sér skipaðan ráðsmann, óskar eftir breytingu eða niðurfellingu á þeirri skipan, og yfirlögráðandi hefur ástæðu til að ætla að högum hans sé svo farið sem segir í 4. gr. laganna, getur yfirlögráðandi frestað að taka málið til meðferðar í sjö daga. Að þeim tíma liðnum skal yfirlögráðandi taka málið til meðferðar, nema áður hafi verið gerð krafa fyrir dómi um að hlutaðeigandi verði sviptur fjárræði. Skal málinu þá frestað þar til úrskurður liggur fyrir.
    2. Breytist heilsufar skjólstæðings ráðsmanns svo að hann uppfyllir ekki lengur skilyrði 33. gr. skal ráðsmaður vekja athygli yfirlögráðanda á því. Skal þá yfirlögráðandi taka ákvörðun um hvort ráðsmanni skuli þá þegar veitt lausn frá störfum eða hvort beðið skuli úrskurðar í fjárræðissviptingarmáli.


Tilkynning um lausn ráðsmanns frá störfum o.fl.
49. gr.

    1. Hafi verið tekin ákvörðun um breytingu á störfum ráðsmanns eða honum veitt lausn frá störfum skal ráðsmanni og skjólstæðingi hans tilkynnt um það með ábyrgðarbréfi eða með öðrum sannanlegum hætti. Hafi ráðsmanni verið veitt lausn frá störfum skal dómsmálaráðuneyti tilkynnt um það með sama hætti.
    2. Hafi orðið breyting á stöðu eða störfum ráðsmanns skv. 46.–48. gr. laganna skal yfirlögráðandi sjá til þess svo fljótt sem við verður komið að það sé tilkynnt og skráð með þeim hætti sem segir í 2. mgr. 40. gr.
    3. Réttaráhrif breytinga á stöðu eða störfum ráðsmanns gagnvart grandlausum aðilum eru háð því að ráðstafanir þær hafi farið fram sem greindar eru í 2. mgr.

Gjöld.
50. gr.

    1. Fyrir skipun ráðsmanns og breytingar á störfum hans skal greiða 5.000 kr. er renni í ríkissjóð. Sama gjald skal greiða þegar ráðsmanni er veitt lausn frá störfum að ósk skjólstæðings hans.
    2. Gjöld skv. 1. mgr. skulu greidd af skjólstæðingi ráðsmanns.

V. KAFLI
Lögráðamenn.
Lögráðamenn þeirra sem ólögráða eru fyrir æsku sakir.
51. gr.

    1. Foreldrar barns, sem ólögráða er fyrir æsku sakir, og þeir sem barni koma í foreldra stað ráða persónulegum högum þess. Nefnast þau lögráð forsjá og fer um hana samkvæmt ákvæðum barnalaga og lögum um vernd barna og ungmenna.
    2. Foreldrar barns, sem fara með forsjá þess, eða aðrir þeir sem falin hefur verið forsjá barns samkvæmt barnalögum fara með fjárhald þess. Foreldrar barns, sem fóru með forsjá þess er það varð sjálfráða, eða aðrir þeir sem falin hafði verið forsjá barns samkvæmt barnalögum, fara með fjárhald þess þar til það verður fjárráða.
    3. Ef fjárhaldsmenn barns eru tveir fara þeir sameiginlega með fjárhald þess. Annar fjárhaldsmanna getur veitt hinum umboð til þess að fara einn með fjárhaldið. Umboð má veita til tiltekins tíma eða takmarka við sérstakt erindi. Umboð má afturkalla hvenær sem er.
    4. Nú eru fjárhaldsmenn barns tveir og getur annar þeirra þó tekið við fjármunum þeim sem fjárhaldsmaður hefur lögum samkvæmt heimild til að veita viðtöku þannig að fullt gildi hafi gagnvart þriðja manni, nema hinn fjárhaldsmaðurinn hafi tilkynnt þriðja manni að slíkt sé óheimilt. Ef annar fjárhaldsmanna barns er tímabundið hindraður í að gegna fjárhaldinu eru nauðsynlegar ákvarðanir hins um fjárhaldið gildar. Ágreining fjárhaldsmanna barns um fjárhaldið má bera undir yfirlögráðanda.
    5. Yfirlögráðandi skal skipa þeim sem ófjárráða er fyrir æsku sakir fjárhaldsmann ef fjárhaldsmanns skv. 2. mgr. nýtur eigi við eða hann æskir lausnar frá starfi af ástæðum sem yfirlögráðandi metur gildar, svo og ef fjármálum barns þykir ekki nægilega borgið í höndum hans.
    6. Yfirlögráðandi getur skipað þeim sem ófjárráða er fyrir æsku sakir sérstakan fjárhaldsmann til þess að reka tiltekið erindi fyrir hann, ef þess gerist þörf. Skal það jafnan gert er fastur fjárhaldsmaður hefur eigin hagsmuna að gæta við þann erindrekstur.
    7. Yfirlögráðandi skal gefa barni, sem náð hefur tólf ára aldri, kost á að tjá sig um mál áður en fjárhaldsmaður skv. 5. mgr. eða sérstakur fjárhaldsmaður skv. 6. mgr. er skipaður nema slíkt sé talið barni til tjóns eða þýðingarlaust fyrir niðurstöðu máls. Enn fremur er rétt að gefa yngra barni kost á að tjá sig um mál ef það þykir hafa aldur og þroska til þess.
    8. Nú hefur foreldri ákveðið hver vera skuli að því látnu fjárhaldsmaður barns er það hefur forsjá fyrir og skal þá skipa hann fjárhaldsmann, nema annað þyki hentara vegna hagsmuna barnsins eða mælt sé fyrir um fjárhaldið í lögum.

Lögráðamenn lögræðissviptra manna o.fl.
52. gr.

    1. Nú er maður með dómsúrskurði sviptur sjálfræði eða fjárræði, eða hvoru tveggja, og hverfa þá lögráðin til yfirlögráðanda í því umdæmi sem hinn lögræðissvipti á lögheimili í. Ef hinn lögræðissvipti hefur fastan dvalarstað í öðru umdæmi hverfa lögráðin þó til yfirlögráðanda í því umdæmi. Ef hvorki er kunnugt um lögheimili né fastan dvalarstað hins lögræðissvipta hverfa lögráðin til yfirlögráðandans í Reykjavík.
    2. Yfirlögráðandi skal skipa hinum lögræðissvipta lögráðamann svo fljótt sem verða má eftir að honum berst staðfest endurrit úrskurðar um lögræðissviptinguna.
    3. Ákvæði laga þessara um lögráðmenn eiga einnig við um lögráðmenn þeirra sem sætt hafa takmarkaðri lögræðissviptingu skv. 5. gr., nema annað sé tekið fram.

Sérstakir lögráðamenn.
53. gr.

    Skipa má ólögráða manni sérstakan lögráðamann til þess að reka tiltekið erindi fyrir hann er þess gerist þörf. Skal það jafnan gert er fastur lögráðamaður hefur eigin hagsmuna að gæta við þann erindrekstur.

Hæfi lögráðamanna.
54. gr.

    1. Skipaður lögráðamaður skal vera lögráða og fjár síns ráðandi, ráðvandur og ráðdeildarsamur og að öðru leyti vel til starfans fallinn.
    2. Enginn verður skipaður lögráðamaður nema hann hafi veitt til þess samþykki sitt.


Málsmeðferð.
55. gr.

    1. Yfirlögráðandi skal gefa hinum lögræðissvipta kost á að bera fram ósk um hver skipaður verði lögráðamaður hans nema slíkt sé augsýnilega tilgangslaust.
    2. Óski hinn lögræðissvipti eftir því að tiltekinn maður verði skipaður lögráðamaður hans skal skipa hann lögráðamann, nema hagsmunir hins lögræðissvipta krefjist annars.
    3. Ef hinn lögræðissvipti er í hjúskap skal maka hans veitt færi á að tjá sig um val á lögráðamanni. Sama á við um sambúðarmaka.


Ákvörðun um skipun lögráðamanns.
56. gr.

    1. Ákvörðun um skipun lögráðamanns skal vera skrifleg og skulu eftirtalin atriði koma þar fram.
    Nafn hins ólögráða, kennitala hans og lögheimili, svo og dvalarstaður ef annar er en lögheimili.
    Nafn, kennitala og lögheimili þess sem skipaður er lögráðamaður.
    Hvar og hvenær viðkomandi var sviptur lögræði, sjálfræði eða fjárræði og hvort um sé að ræða tímabundna sviptingu. Ef svipting er tímabundin skal koma fram hvenær hún fellur úr gildi. Ef um fjárræðissviptingu er að ræða, sem einungis nær til tiltekinna eigna, skulu þær nákvæmlega tilgreindar.
    Þóknun lögráðamanns og fyrirkomulag á greiðslu hennar.
    2. Yfirlögráðandi skal, að tekinni ákvörðun skv. 1. mgr., gefa út skipunarbréf til lögráðamanns þar sem getið skal þeirra atriða sem fram koma í a-, b- og c-liðum 1. mgr.
    3. Skipun lögráðamanna er ótímabundin, nema um tímabundna sviptingu sé að ræða.

Tilkynning um skipun lögráðamanns og skráning lögráðamanna.
57. gr.

    1. Yfirlögráðandi skal senda lögráðamanni skipunarbréf hans þegar í stað með ábyrgðarbréfi eða öðrum jafntryggum hætti. Enn fremur skal hann á sama hátt senda skjólstæðingi lögráðamanns og dómsmálaráðuneyti staðfest endurrit skipunarbréfsins.
    2. Dómsmálaráðuneytið heldur skrá yfir skipaða lögráðamenn.


Heimildir lögráðamanns o.fl.
58. gr.

    1. Lögráðamaður sjálfræðissvipts manns hefur heimild til að taka nauðsynlegar ákvarðanir um þá persónuhagi hins sjálfræðissvipta sem hann er ófær um að taka sjálfur. Lögmæt ákvörðun lögráðamanns bindur sjálfræðissviptan mann svo sem sjálfráða hefði hann gert.
    2. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. getur lögráðamaður sjálfræðissvipts manns ekki ákveðið að hann skuli vistaður á stofnun gegn vilja sínum nema lífi eða heilsu hins svipta sé hætta búin að mati læknis. Lögráðamaður getur þá ákveðið að hinn sjálfræðissvipti verði vistaður á stofnun sem rekin er samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu eða lögum um málefni fatlaðra eða heimili eða stofnun sem rekin er samkvæmt lögum um vernd barna og ungmenna. Lögráðmaður skal tilkynna yfirlögráðanda um ákvörðun sína. Um flutning manns á stofnun samkvæmt þessari málsgrein og meðferð hans þar gilda ákvæði 4. mgr. 19. gr., 25., 26., 27. og 28. gr., eftir því sem við á.
    3. Lögráðamaður ófjárráða manns ræður yfir fé hans, nema lög mæli um á annan veg. Hafi maður einungis verið sviptur fjárræði varðandi tilteknar eignir ræður lögráðamaður aðeins fyrir þeim eignum hans. Lögmæt ráðstöfun lögráðamanns bindur ófjárráða mann svo sem fjárráða hefði hann gert.

Réttur sjálfræðissvipts manns til að bera
ákvörðun um vistun á stofnun undir dómstóla.

59. gr.

    1. Heimilt er sjálfræðissviptum manni að bera ákvörðun lögráðamanns síns um vistun hans á stofnun, sbr. 2. mgr. 58. gr., undir dómstóla.
    2. Dómari skal kalla lögráðamann fyrir dóm, kynna honum kröfuna og gefa honum kost á að tjá sig um hana.
    3. Um meðferð mála skv. 1. mgr. fyrir dómi gilda að öðru leyti ákvæði 31. gr. laganna, eftir því sem við á.


Starfsskyldur lögráðamanns.
60. gr.

    1. Lögráðamaður skal hafa samráð við hinn ólögráða um framkvæmd starfa síns, eftir því sem við verður komið, nema um minni háttar ákvarðanir sé að ræða.
    2. Lögráðamaður skal haga störfum sínum í þágu hins ólögráða eins og best hentar hag hans hverju sinni.
    3. Lögráðamanni er skylt að fara að fyrirmælum yfirlögráðanda og dómsmálaráðuneytis.
    4. Dómsmálaráðherra getur sett nánari reglur um störf og starfsskyldur lögráðamanna og eftirlit yfirlögráðenda með þeim.

Skaðabótaskylda lögráðamanns.
61. gr.

    Lögráðamaður skal bæta ólögráða manni tjón af lögráðamannsstörfum sínum ef hann veldur því af ásetningi eða gáleysi.


Þóknun og útlagður kostnaður skipaðs lögráðamanns.
62. gr.

    1. Skipaður lögráðamaður skal ávallt eiga rétt á endurgreiðslu á nauðsynlegum útlögðum kostnaði vegna starfans. Yfirlögráðandi getur ákveðið að lögráðamaður skuli fá sanngjarna þóknun fyrir störf sín. Útlagðan kostnað og þóknun skal að jafnaði greiða af eignum hins ólögráða. Yfirlögráðandi getur þó ákveðið að fé þetta skuli greitt úr ríkissjóði ef eignir hins ólögráða eru litlar eða aðrar sérstakar ástæður mæla með því.
    2. Dómsmálaráðherra setur nánari reglur um þóknun lögráðamanna.

Skýrslugjöf lögráðamanns.
63. gr.

    1. Lögráðamaður manns, sem ófjárráða er fyrir æsku sakir, skal fyrir 1. mars ár hvert gefa yfirlögráðanda skýrslu, á eyðublaði sem hann leggur til, um helstu ákvarðanir sem teknar hafa verið á fyrra ári um fjárhald hins ófjárráða ef verðmæti eigna hans er 500.000 kr. eða þar yfir. Ef þeim sem ófjárráða er fyrir æsku sakir hefur verið skipaður fjárhaldsmaður fer þó um skýrslugjöf skv. 3. mgr.
    2. Lögráðamaður fjárræðissvipts manns skal, þegar eftir að hann hefur verið skipaður, taka saman skýrslu um eignir og skuldir hins svipta og senda hana yfirlögráðanda. Þetta á þó ekki við ef maður hefur einungis verið sviptur fjárræði sínu varðandi tilteknar eignir.
    3. Lögráðamaður fjárræðissvipts manns skal fyrir 1. mars ár hvert gefa yfirlögráðanda skýrslu, á eyðublaði sem hann leggur til, um helstu ákvarðanir sem teknar hafa verið á fyrra ári um fjárhald og eignaumsýslu hins fjárræðissvipta.
    4. Nú áskotnast ófjárráða manni verðmæti í gjöf, vinning í happdrætti eða á annan hátt, sem nemur 500.000 kr. eða meira, og skal þá lögráðamaður þegar tilkynna yfirlögráðanda um það. Þetta á þó ekki við um fjárræðissviptan mann ef hann hefur aðeins verið sviptur fjárræði sínu varðandi tilteknar eignir.
    5. Ef fjárhald lögráðamanns er umfangsmikið eða sérstakar ástæður gefa tilefni til getur yfirlögráðandi mælt svo fyrir við lögráðamann að fjárhaldið skuli endurskoðað af löggiltum endurskoðanda. Ef sérstaklega stendur á getur yfirlögráðandi ákveðið að kostnaður af slíkri endurskoðun skuli greiddur úr ríkissjóði.
    6. Lögráðamaður skal gera yfirlögráðanda grein fyrir ráðstöfunum sínum varðandi fjárhaldið hvenær sem hann krefst þess.
    7. Þegar skipaður lögráðamaður fær lausn frá störfum skal hann gefa yfirlögráðanda skýrslu, á eyðublaði sem hann leggur til, um fjárhald og eignaumsýslu skjólstæðings síns.
    8. Dómsmálaráðherra getur sett nánari reglur um skýrslugjöf samkvæmt þessari grein.

Lausn skipaðs lögráðamanns frá störfum.
64. gr.

    1. Yfirlögráðandi skal leysa skipaðan lögráðamann frá störfum óski hann þess. Lögráðamaður skal þó jafnan gegna áfram starfi sínu þar til skipaður hefur verið nýr lögráðamaður.
    2. Yfirlögráðandi skal að eigin frumkvæði veita skipuðum lögráðamanni lausn frá störfum hafi hann vanrækt starfa sinn eða gerst brotlegur í starfi eða uppfylli ekki lengur skilyrði laga um almennt hæfi sem lögráðamaður.
    3. Við andlát skjólstæðings skipaðs lögráðamanns fellur sjálfkrafa niður skipun lögráðamanns.

Tilkynning um lausn lögráðamanns frá störfum og skráning.
65. gr.

    Um tilkynningu um lausn lögráðamanns frá störfum og skráningu um lausn hans fer skv. 57. gr.

VI. KAFLI
Meðferð á fjármunum ófjárráða manna.
Gildissvið.
66. gr.

    Ákvæði þessa kafla eiga við um meðferð á fjármunum þeirra sem ófjárráða eru fyrir æsku sakir og þeirra sem sviptir hafa verið fjárræði, nema annað sé tekið fram í lögum þessum.


Varðveisla og ávöxtun eigna ófjárráða manns.

67. gr.

    1. Eignir ófjárráða manns skulu varðveittar tryggilega og þær ávaxtaðar eins og best er á hverjum tíma.
    2. Eignir ófjárráða manns, sem eru að verðmæti yfir 500.000 kr., skulu varðveittar og ávaxtaðar að höfðu samráði lögráðamanns við yfirlögráðanda.
    3. Lögráðamaður skal ávallt halda peningum og viðskiptabréfum ófjárráða manns aðgreindum frá eigin fjármunum.
    4. Yfirlögráðandi getur, ef hann telur ástæðu til, tekið í sínar vörslur fjármuni í eigu hins ófjárráða. Lögráðamaður hefur ekki ráðstöfunarrétt á því fé hins ófjárráða sem yfirlögráðandi hefur tekið í sínar vörslur.
    5. Samþykki yfirlögráðanda þarf til þess að gengið sé á eignir ófjárráða manns til greiðslu kostnaðar af framfærslu hans, námi eða öðru. Þegar um er að ræða fjárræðissviptingu varðandi tilteknar eignir á þetta þó aðeins við um þær eignir sem sviptingin tekur til.
    6. Dómsmálaráðherra er heimilt að setja nánari reglur um varðveislu og ávöxtun fjármuna ófjárráða manna.

Tekjur og arður af eignum o.fl.
68. gr.

    1. Lögráðamaður skal sjá til þess að tekjur og arður af eignum ófjárráða manns nýtist í þágu hins ófjárráða.
    2. Lögráðamaður getur, ef hann telur ástæðu til og slíka ráðstöfun í samræmi við hagsmuni hins ófjárráða, afhent honum hæfilegt fé til eigin nota af tekjum hans eða arði. Lögráðamaður getur á sama hátt með leyfi yfirlögráðanda, sbr. 5. mgr. 67. gr., afhent hinum ófjárráða fjármuni af höfuðstól hans til eigin nota ef tekjur hans hrökkva ekki til.

Kaup og sala á eignum o.fl.
69. gr.

    1. Samþykki yfirlögráðanda þarf til þess að binda ófjárráða mann við kaup eða sölu fasteignar, loftfars, skráningarskylds skips eða skráningarskylds ökutækis, svo og atvinnufyrirtækis hans. Sama gildir ef ófjárráða manni eru afhentar slíkar eignir án þess að endurgjald komi fyrir. Eignir samkvæmt þessari málsgrein skulu eigi látnar af hendi, nema hinum ófjárráða sé auðsjáanlega hagur að því.
    2. Samþykki yfirlögráðanda þarf til þess að leigusamningur um fasteign ófjárráða manns sé gildur ef leigusamningur er til lengri tíma en þriggja ára, nema kveðið sé á um rétt til uppsagnar með hæfilegum fyrirvara.
    3. Samþykki yfirlögráðanda þarf einnig til allra ráðstafana varðandi fjárhald ófjárráða manns sem eru mikils háttar eða óvenjulegar, miðað við efni hins ófjárráða, svo sem kaup eða sölu á lausafé, ef um tiltölulega mikið verðmæti er að tefla, og til ráðningar forstjóra fyrir atvinnufyrirtæki ófjárráða manns.
    4. Dómsmálaráðherra getur sett nánari reglur um form og efni beiðna lögráðamanna um samþykki yfirlögráðenda samkvæmt þessari grein og um þau gögn sem beiðni skulu fylgja.

Veðsetningar og önnur eignarhöft.
70. gr.

    1. Samþykki yfirlögráðanda þarf til lagningar veðbanda eða annarra eignarhafta á fasteign, loftfar, skráningarskylt skip, skráningarskylt ökutæki eða atvinnufyrirtæki í eigu ófjárráða manns. Sama gildir um lagningu veðbanda eða annarra eignarhafta á viðskiptabréf og bankainnstæður og lausafé, ef um tiltölulega mikið verðmæti er að ræða. Samþykki yfirlögráðanda skal því aðeins veitt að hinum ófjárráða sé hagur af ráðstöfuninni.
    2. Yfirlögráðanda er einungis heimilt að veita samþykki til ráðstafana skv. 1. mgr. til tryggingar skuldum hins ófjárráða. Ef sérstaklega stendur á getur yfirlögráðandi þó samþykkt veðsetningu til tryggingar skuldum lögráðamanns.
    3. Dómsmálaráðherra getur sett nánari reglur um form og efni beiðna lögráðamanna um samþykki yfirlögráðenda samkvæmt þessari grein og um þau gögn sem beiðni skulu fylgja.

Ábyrgð fyrir þriðja mann.
71. gr.

    1. Óheimilt er að binda ófjárráða mann við ábyrgð eða tryggingu fyrir þriðja mann.
    2. Yfirlögráðandi getur þó veitt undanþágu frá 1. mgr. þegar sérstaklega stendur á vegna hagsmuna hins ófjárráða.

Lán fjármuna.
72. gr.

    1. Óheimilt er að lána fé ófjárráða manna nema með samþykki yfirlögráðanda. Lán skal aðeins veita gegn tryggu veði í fasteign. Lánsfjárhæðin má ekki fara fram úr 2 / 3 hlutum af fasteignamati eignarinnar. Yfirlögráðandi veitir því aðeins samþykki sitt að hinum ófjárráða sé hagur af ráðstöfuninni.
    2. Í veðskuldabréfum fyrir láni af fé ófjárráða manna skal taka fram að lánið sé allt þegar afturkræft ef vanskil verða á greiðslu vaxta eða afborgana og má þá krefjast nauðungarsölu veðsins án undangengins dóms, sáttar eða aðfarar.
    3. Ef maður hefur einungis verið sviptur fjárræði sínu varðandi tilteknar eignir eiga ákvæði þessarar greinar aðeins við þær eignir.

Tilkynningarskylda til yfirlögráðanda.
73. gr.

    1. Skylt er öllum þeim sem inna af hendi fjárgreiðslu til lögráðamanns ófjárráða manns, sem er eign hins ófjárráða, að tilkynna yfirlögráðanda ef greiðslan er að fjárhæð 500.000 kr. eða þar yfir.
    2. Tilkynningu skv. 1. mgr. skal beina til yfirlögráðanda í því umdæmi sem hinn ófjárráða maður á lögheimili í.

VII. KAFLI
Löggerningar ólögráða manna.
Gildissvið.
74. gr.

    Ákvæði þessa kafla eiga við bæði þegar maður er ólögráða fyrir æsku sakir og þegar maður hefur verið sviptur lögræði, nema annað leiði af lögum þessum. Hafi maður verið sviptur fjárræði einungis að því er varðar tilteknar eignir eiga ákvæði þessa kafla aðeins við um þær eignir.


Ráðstöfunarréttur ófjárráða manns.

75. gr.

    1. Ófjárráða maður ræður ekki fé sínu nema lög mæli á annan veg.
    2. Ófjárráða maður ræður sjálfur sjálfsaflafé sínu sem hann hefur þegar unnið fyrir. Maður, sem sviptur hefur verið fjárræði, ræður þó aðeins því sjálfsaflafé sem hann hefur unnið sér inn eftir að úrskurður gekk um sviptingu fjárræðis.
    3. Ófjárráða maður ræður sjálfur gjafafé sínu, þar með töldum dánargjöfum, nema gefandi hafi mælt fyrir á annan veg eða lög kveði sérstaklega öðruvísi á um. Ef maður hefur verið sviptur fjárræði ræður hann þó aðeins því gjafafé sem hann hefur fengið eftir að úrskurður gekk um sviptingu fjárræðis.
    4. Ófjárráða maður ræður einnig með sama hætti því fé sem lögráðamaður hans hefur látið hann hafa til ráðstöfunar.
    5. Ef um tiltölulega mikið sjálfsaflafé eða gjafafé er að tefla eða fari hinn ófjárráða ráðlauslega með féð getur yfirlögráðandi, án tillits til fyrirmæla gefanda, ef því er að skipta, tekið eða heimilað lögráðamanni að taka féð að nokkru eða öllu leyti til varðveislu og ræður hinn ófjárráða maður þá ekki því fé meðan sú ráðstöfun helst.
    6. Forráð ófjárráða manns yfir sjálfsaflafé og gjafafé taka einnig til arðs af því fé, svo og verðmætis er í stað þess kemur.
    7. Ákvæði þessarar greinar heimila hvorki ófjárráða manni að stofna til skulda né veðsetja þá fjármuni sem þau taka til.

Löggerningar ólögráða manns.
76. gr.

    1. Löggerningar ólögráða manns, sem hann hafði ekki heimild til að gera, binda hann ekki.
    2. Nú hefur maður verið sviptur fjárræði, án þess að fjárræðissvipting sé bundin við tilteknar eignir, og binda hann þá ekki löggerningar sem fara í bága við fjárræðissviptinguna og hann gerir eftir birtingu úrskurðar í Lögbirtingablaði. Ef ráðstafanir skv. 4. mgr. 14. gr. eru gerðar áður en úrskurður er birtur miðast réttaráhrif sviptingarinnar, varðandi eignir sem þar eru greindar, við þær ráðstafanir.
    3. Réttaráhrif úrskurðar um fjárræðissviptingu, sem einungis tekur til tiltekinna eigna, gagnvart grandlausum aðilum, miðast við að þær ráðstafanir hafi verið gerðar sem mælt er fyrir um í 4. mgr. 14. gr.

Riftun samnings ólögráða manns.
77. gr.

    1. Nú hefur ólögráða maður sjálfur gert samning sem hann skorti heimild til að gera og getur þá hinn aðili samningsins rift honum, nema samningurinn hafi annaðhvort verið staðfestur af lögráðamanni eða honum hafi verið fullnægt svo skuldbindandi sé fyrir hinn ólögráða mann.
    2. Nú veit maður að hann semur við ólögráða mann og hefur ekki ástæðu til að ætla að samþykki lögráðamanns sé fyrir hendi og getur hann þá ekki rift samningnum fyrr en liðinn er tilskilinn frestur til að afla staðfestingar lögráðamanns ef um slíkan frest hefur verið samið, en ella hæfilegur tími til þeirrar málaleitunar. Sama gildir ef afla þarf samþykkis yfirlögráðanda.
    3. Ef maður hefur gert vinnusamning við ósjálfráða mann og svo er ástatt sem segir í upphafi undanfarandi málsgreinar getur hann ekki rift samningnum meðan hinn ósjálfráða maður efnir hann af sinni hálfu.
    4. Ákvörðun um riftun samnings skal bæði tilkynna hinum ólögráða manni sjálfum og lögráðamanni hans.

Skilaskylda samningsaðila við ógildingu
samnings vegna lögræðisskorts o.fl.

78. gr.

    1. Nú veldur lögræðisskortur ógildingu samnings og skal þá hvor aðili skila aftur þeim verðmætum sem hann hefur veitt viðtöku. Ef ekki er unnt að skila hlut aftur skal aðili greiða verð hans eftir því sem hér segir:
    Samningsaðili hins ólögráða manns skal greiða fullt verð hlutarins. Honum ber þó eigi að bæta hlut sem hann átti að skila aftur samkvæmt samningi aðila ef rýrnun eða eyðilegging hlutarins stafar af eiginleikum hans sem fyrir hendi voru þegar hann var afhentur. Hafi aðili fengið hlutinn eða verðmætið að gjöf eða til geymslu frá hinum ólögráða manni má færa niður bætur úr hendi hans eftir því sem sanngjarnt þykir.
    Hinn ólögráða maður skal greiða fégjald að því leyti sem verðmætin hafa orðið honum að notum.
    2. Nú hefur hinn ólögráða maður haft svik í frammi eða á annan hátt brotið af sér við gerð samnings eða afhendingu umsaminna verðmæta eða hann hefur á saknæman hátt valdið því að hlutur hefur farið forgörðum er honum bar samkvæmt samningnum eða vegna riftunar hans að skila aftur og skal hann þá bæta samningsaðila sínum tjón hans. Dómstólar geta þó fært bótafjárhæð niður með hæfilegu tilliti til þess hve mikil sökin var og tjónið, til efnahags hins ólögráða manns og annarra atvika.
    3. Nú sannast í opinberu máli að hinn ólögráða maður hefur gerst sekur um refsivert athæfi í sambandi við gerð samnings eða framkvæmd og skal hann þá bæta tjón eftir almennum reglum.

Fullnusta í eignum sem fjárræðissvipting skv. 2. mgr. 5. gr. tekur til.
79. gr.

    Nú stofnar maður, sem sviptur hefur verið fjárræði að því er varðar tilteknar eignir skv. 2. mgr. 5. gr. laga þessara, til skulda eða tekur á sig ábyrgð fyrir þriðja mann, eftir að ráðstafanir skv. 4. mgr. 14. gr. hafa verið gerðar, og verður þá ekki leitað fullnustu í þeim eignum hans sem sviptingin tekur til.


VIII. KAFLI
Yfirlögráð.
Yfirlögráðendur.
80. gr.

    Sýslumenn eru yfirlögráðendur hver í sínu umdæmi.

Hlutverk yfirlögráðenda.
81. gr.

    1. Yfirlögráðendur skipa lögráðamenn og ráðsmenn.
    2. Yfirlögráðendur hafa eftirlit með störfum skipaðra lögráðamanna og ráðsmanna samkvæmt ákvæðum laga þessara. Sama gildir um eftirlit með fjárhaldi lögráðamanna þeirra sem ófjárráða eru fyrir æsku sakir.
    3. Yfirlögráðendur sinna enn fremur þeim störfum er þeim eru falin í lögum þessum eða öðrum lögum.


Gerðabækur yfirlögráðenda.

82. gr.

    1. Yfirlögráðendur halda gerðabækur sem hafa að geyma ákvarðanir þeirra samkvæmt lögum þessum
    2. Dómsmálaráðherra getur sett nánari reglur um færslur yfirlögráðenda í gerðabækur.

Málskot.
83. gr.

    Stjórnvaldsákvörðun yfirlögráðanda samkvæmt lögum þessum má skjóta til dómsmálaráðherra innan 30 daga frá birtingu hennar.


IX. KAFLI
Ýmis ákvæði.
Verðbreytingar.
84. gr.

    Fjárhæðir þær sem getið er í 1. mgr. 50. gr., 1. og 4. mgr. 63. gr., 2. mgr. 67. gr. og 1. mgr. 73. gr. eru grunnfjárhæðir og er heimilt að láta þær taka árlega sömu hlutfallslegu breytingum og vísitala neysluverðs, í fyrsta skipti 1. janúar 1999. Dómsmálaráðherra skal þá tilkynna um breytingarnar með auglýsingu í Lögbirtingablaði.

Gildistaka.
85. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1998.

Brottfallin lög.
86. gr.

    Við gildistöku laga þessara falla úr gildi lögræðislög, nr. 68/1984, með áorðnum breytingum.


Lagaskil.

87. gr.

    1. Kröfu um nauðungarvistun, lögræðissviptingu eða niðurfellingu lögræðissviptingar, sem sett var fram í gildistíð laga nr. 68/1984 og ekki hefur verið leyst úr við gildistöku laga þessara, skal leysa úr samkvæmt ákvæðum laga nr. 68/1984, nema sá er kröfu setti fram óski eftir því að úr máli skuli leyst samkvæmt ákvæðum þessara laga.
    2. Skyldur lögráðamanna, sem skipaðir hafa verið samkvæmt ákvæðum laga nr. 68/1984 eða eldri laga, eru þær sem greinir í lögum þessum.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.

    Frumvarp þetta er samið af nefnd sem skipuð var af dómsmálaráðherra 15. mars 1993. Í nefndinni eiga sæti Drífa Pálsdóttir, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyti, formaður, Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Páll Hreinsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis. Ritari nefndarinnar er Áslaug Þórarinsdóttir, deildarstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Þá hafa lögfræðingarnir Bragi Björnsson og Stefán Eiríksson aðstoðað nefndina.
    Í skipunarbréfi nefndarinnar segir að hlutverk hennar sé heildarendurskoðun gildandi lögræðislaga, nr. 68/1984.
    Nefndarmenn hafa rætt við fjölmarga um efni frumvarpsins og fengið margvíslegar gagnlegar ábendingar. Sérstaklega ber að nefna að Markús Sigurbjörnsson hæstaréttardómari hefur farið yfir frumvarpið í heild sinni og gefið ýmsar ábendingar sem teknar hafa verið til greina. Þá hafa dr. Gunnar Guðmundsson prófessor, sem er trúnaðarlæknir ráðuneytisins skv. 17. gr. lögræðislaga, nr. 68/1984, og Sigmundur Sigfússon geðlæknir farið yfir III. kafla frumvarpsins um nauðungarvistanir og lýst jákvæðu viðhorfi til þeirra reglna er hann hefur að geyma og gefið gagnlegar ábendingar sem felldar hafa verið í athugasemdir um einstakar greinar kaflans.
    Nefndin hafði ráðgert að senda frumvarp þetta fullbúið til umsagnar ýmsum aðilum sem vænta má að hefðu veitt ábendingar um efni þess, en þar sem fyrirsjáanlegt er að slíkt hefði orðið til að tefja framlagningu frumvarpsins á Alþingi gat ekki af því orðið. Nefndin gerir á hinn bóginn ráð fyrir að þetta komi ekki að sök þar sem búast megi við að allsherjarnefnd Alþingis berist umsagnir um frumvarpið.

I. Helstu nýmæli frumvarpsins.
    Í II. kafla um sviptingu lögræðis eru mun ítarlegri reglur um meðferð lögræðismála fyrir dómstólum en í gildandi lögum, m.a. með það að markmiði að tryggja betur réttarstöðu þeirra sem krafist er að verði sviptir lögræði. Önnur helstu nýmæli kaflans eru að gert er ráð fyrir að lögræðissvipting geti verið tímabundin og að hún geti eingöngu tekið til tiltekinna eigna þegar um fjárræðissviptingu er að ræða. Eru þessar reglur á því byggðar að ekki sé gengið lengra við sviptingu lögræðis en þörf er á hverju sinni. Þá er nýmæli að unnt sé að svipta mann lögræði til bráðabirgða.
    Reglur um nauðungarvistanir í III. kafla frumvarpsins eru mun ítarlegri en reglur samsvarandi kafla í gildandi lögum. Meginmarkmið endurskoðunar þeirra reglna er að tryggja betur réttarstöðu nauðungarvistaðs manns en nú er. Lagðar eru til reglur sem eiga að tryggja að vistuðum manni sé kynnt réttarstaða sín, færslu ákvarðana sem hann varða í sjúkraskrá, skipun ráðgjafa honum til handa og meðferð hans í sjúkrahúsi. Enn fremur er mælt fyrir um rétt sjálfráða manns sem vistaður er á sjúkrahúsi til að bera ákvörðun dómsmálaráðuneytis eða læknis og aðrar ákvarðanir um meðferð sem hann er þvingaður til að sæta undir dómstóla. Þá er kveðið á um rétt nauðungarvistaðs manns til bóta ef lögmæt skilyrði hefur brostið til slíkrar aðgerðar o.fl.
    Í IV. kafla er að finna mikilvæg nýmæli frumvarpsins. Þar er gert ráð fyrir að fjárráða menn, sem eiga óhægt með að sjá um fjármál sín vegna veikinda eða fötlunar, geti óskað eftir því við yfirlögráðanda að þeim verði skipaður ráðsmaður. Þar er einnig mælt fyrir um nánari skilyrði þessa, um eignir sem afhentar verða ráðsmanni til umsjónar, um réttaráhrif skipunar ráðsmanns, málsmeðferð, hæfi ráðsmanna, heimildir þeirra og skyldur o.fl.
    Í V. kafla er að finna reglur um lögráðamenn, bæði svonefnda lögborna lögráðamenn og lögráðamenn þeirra sem sviptir hafa verið lögræði. Eru reglur þessar að ýmsu leyti ítarlegri en í gildandi lögum, einkum reglur frumvarpsins um lögborna lögráðamenn.
                  Í athugasemdum við einstaka kafla, svo og í athugasemdum við einstakar greinar frumvarpsins, er gerð ítarlegri grein fyrir þeim nýmælum sem þar er að finna.

II. Erlend lögræðislöggjöf.
    Nefndin hefur kynnt sér erlenda lögræðislöggjöf, einkum á Norðurlöndunum, og tekið mið af henni. Meginmunurinn á gildandi lögræðislögum hér á landi og hliðstæðum lögum í nágrannaríkjunum er sá að löggjöf þeirra ríkja er mun sveigjanlegri og býður upp á fjölbreytilegri úrræði en íslensk lög. Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð byggjast lögræðislög m.a. á eins konar aðstoðarmannskerfum þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem ekki geta annast sjálfir um fjármál sín geti fengið sér skipaðan aðstoðarmann. Í slíkum tilvikum er yfirleitt ekki gert ráð fyrir að viðkomandi verði sviptur lögræði og þurfa ráðstafanir sem gerðar eru yfirleitt samþykki hans. Full lögræðissvipting kemur þá aðeins til þegar önnur mildari úrræði eru ekki talin koma að gagni. Í gildandi íslenskum lögræðislögum er aftur á móti byggt á hefðbundinni lögræðissviptingu, eingöngu sjálfræðissviptingu eða eingöngu fjárræðissviptingu, eða hvoru tveggja. Þar er ekki gert ráð fyrir neinum úrræðum sem skemmra ganga. Um erlenda löggjöf á þessu sviði er nánar fjallað í athugasemdum um IV. kafla.

III. Helstu markmið nefndarinnar.
    Það er sjónarmið nefndarinnar að meginókostur gildandi lögræðislaga sé skortur á úrræðum til aðstoðar þeim sem ekki geta annast um mál sín sjálfir. Í frumvarpi því sem hér liggur fyrir er leitast við að skapa aukið svigrúm til að koma til móts við einstaklingsbundnar þarfir í ríkari mæli en skilyrði eru til samkvæmt gildandi lögum. Þetta kemur fram í þrennu. Í fyrsta lagi í því að gert er ráð fyrir að unnt sé að tímabinda lögræðissviptingu þannig að hún standi ekki lengur en þörf er á hverju sinni. Í öðru lagi er gert ráð fyrir, þegar um fjárræðissviptingu er að ræða, að hún geti tekið til tilgreindra eigna. Með því er stefnt að því að svipting gangi aldrei lengra en nauðsynlegt er hverju sinni og að viðkomandi haldi fjárræði sínu að öðru leyti. Í þriðja lagi er miðað við að sá sem á óhægt með að ráða málum sínum sjálfur geti fengið sér skipaðan ráðsmann til að annast um fjármál sín.
    Sé ráðsmannsúrræðið borið saman við þau aðstoðarmannskerfi sem löggjöf Norðurlandanna er reist á er á því nokkur munur. Hann felst í meginatriðum í því að verði einstaklingi skipaður ráðsmaður er á því byggt í frumvarpinu að viðkomandi einstaklingur missi gerhæfi sitt vegna þeirra eigna sem ráðsmanni verða faldar til umsjónar. Ástæðan fyrir þessu er sú að reynslan í nágrannaríkjum okkar hefur sýnt að upp geta komið vandamál og ágreiningur um heimildir til ráðstöfunar þegar ráðstöfunarheimildir eru á fleiri en einni hendi eða reglur um slíkar heimildir eru óljósar. Telur nefndin æskilegra að hafa reglur um ráðstöfunarheimildir skýrar og ótvíræðar. Þá lítur nefndin svo á að reglur um hrein aðstoðarmannakerfi, sem ekki geri ráð fyrir neins konar skerðingu á gerhæfi þeirra sem þeirra njóta, eigi ekki heima í lögræðislögum heldur sé þar um að ræða félagsleg úrræði sem heyri undir félagsmála- og heilbrigðisyfirvöld. Slík aðstoð sé eðli sínu samkvæmt hluti af félags- og heilbrigðisþjónustu hins opinbera eins og hún er skilgreind á hverjum tíma.
IV. Sögulegur bakgrunnur gildandi löggjafar.
    Fyrstu heildarlög um lögræði hér á landi voru lög nr. 60 14. nóvember 1917. Í frumvarpi til þeirra laga er ítarlega rakinn sögulegur bakgrunnur þeirra (sbr. Alþingistíðindi A 1917). Er að nokkru stuðst við það sögulega yfirlit hér.
     a. Reglur um lögræði fyrir gildistöku laga nr. 60/1917.
    Elstu íslensku lagaákvæði um lögráð er að finna í Grágás. Samkvæmt ákvæðum Grágásar urðu karlar fjárráða 16 ára og konur 20 ára. Með lögtöku Járnsíðu var aldurstakmarkið fyrir karla lækkað í 15 ár. Ákvæði Jónsbókar frá 1281 voru síðan gildandi réttur hér á landi í um fimm og hálfa öld, eða nánar tiltekið þar til tilskipun 21. desember 1831, um fjárforráð ómyndugra á Íslandi, tók gildi hér á landi.
    Eftir ákvæðum Jónsbókar urðu menn sjálfráðir (persónulega myndugir) 16 ára gamlir (sbr. t.d. kvennagiftingar 16 og Réttarbót 1294, 17) og fjárráða (fjárhagslega myndugir) 20 ára (t.d. kvennagiftingar 2 og 26). Samkvæmt reglum Jónsbókar voru menn annaðhvort að öllu leyti fjár síns ráðandi eða alls ekki.
    Samkvæmt Jónsbók var svokallað „hálfræði“ óþekkt. Síðar var það innleitt með fyrrgreindri tilskipun frá 21. desember 1831. Með tilskipuninni voru innleidd ákvæði 17. kap. 3. bókar dönsku laga Kristjáns V. Fullræðisaldur um fjármál varð þá 25 ár. Í tilskipuninni var þó gert ráð fyrir að veita mætti körlum leyfi til að verða fullmyndugir um fjármál 22 ára, en þá með tilsjónarmanni. Á þeim tíma sem tilskipun þessi var í gildi hér á landi voru send hingað tvö lagaboð um þessi efni. Hið fyrra var tilskipun 18. febrúar 1847 um fjárforráð ómyndugra en hið síðara opið bréf 4. janúar 1862 um innkallanir á búum. Í fyrrnefnda lagaboðinu var að finna reglur um meðferð á fjármunum ómyndugra. Þá var að finna ákvæði sem að lögráðum lúta í lögum nr. 3/1900, um fjármál hjóna, og lögum nr. 17/1905, um lögaldursleyfi handa konum. Samkvæmt síðarnefndu lögunum mátti eftirleiðis veita konum lögaldursleyfi með sömu skilmálum og körlum.
    b. Lög nr. 60/1917.
    Með lögræðislögunum frá 1917 voru gerðar tvær meginbreytingar á íslenskri lögræðislöggjöf. Í fyrsta lagi var þar gert ráð fyrir lækkun fullræðisaldurs um fjármál (fjárræðisaldurs) úr 25 árum í 21 ár og í öðru lagi afnámi hálfræðis. Hið fyrrnefnda var byggt á því að fjárræðisaldurinn væri fullhár. Í fyrsta lagi þótti sem yngra fólk væri fullfært um að annast sjálft fjármál sín, en auk þess væri þetta í samræmi við reglur í nágrannalöndunum. Hið síðara var byggt á því að framkvæmd reglna um tilsjónarmenn hefðu ekki gefist vel. Úrræðið var lítið notað, en enn fremur var vísað til þess að tilsjónarmenn hefðu oft hagað sér sem forráðamenn og með því oftar en ekki spillt eignum viðkomandi í stað þess að varðveita þær. Þá þótti eftirlit með tilsjónarmönnum erfitt.
    Auk þeirra tveggja meginbreytinga sem nú voru nefndar voru gerðar aðrar veigaminni breytingar. Má þar nefna að tekin voru upp tvö nýyrði „lögræði“ og „sjálfræði“. Þá var farið að nota orðið „fjárræði“ um þá sem voru fjár síns ráðandi. Þá voru mál til sviptingar lögræðis lögð til dómstólanna, en áður höfðu þau verið í höndum ráðherra.
    c. Lögræðislög, nr. 95/1947.
    Á árinu 1946 var Þórði Eyjólfssyni þáverandi hæstaréttardómara falið að semja frumvarp til nýrra lögræðislaga. Þótti lögunum frá 1917 í ýmsu ábótavant. Í greinargerð með frumvarpi því sem Þórður samdi (Alþingistíðindi A, 1947) sagði að fyrirmæli þeirra laga, einkum réttarfarsákvæðin, væru óglögg. Þá vantaði í lögin ýmis ákvæði sem sett höfðu verið í lögræðislög annarra landa, svo sem um gildi samninga sem ólögráða maður gerði o.fl. Þá þótti vanta í lögin ákvæði til að tryggja réttarstöðu þeirra sem af hálfu aðstandenda eða almannavalds væru settir til langdvalar á sjúkrahús eða á heilsuhæli þar sem það væri stundum gert gegn vilja viðkomandi manns eða án þess að um vilja hans væri vitað.
    Meðal nýmæla í lögum nr. 95/1947 voru nánari ákvæði um skilyrði fyrir sviptingu lögræðis. Sérstök ástæða er til að nefna ákvæði 4. tölul. 5. gr. þar sem sett var sérstök heimild til að svipta mann lögræði, ef talin var nauðsyn á að vista hann á sjúkrahúsi, án samþykkis hans eða á heilsuhæli vegna fyrirmæla í heilbrigðislöggjöfinni. Ákvæði af þessu tagi voru þó þekkt í íslenskum rétti fyrir, án þess að sérstök ákvæði væri að finna til tryggingar réttarstöðu vistaðra manna. Má þar nefna lög nr. 57/1909, sbr. lög nr. 3/1898, um aðgreiningu holdsveikra manna frá öðrum mönnum, lög nr. 91/1932, um varnir gegn kynsjúkdómum, og berklavarnarlög, nr. 66/1939. Í 31. gr. laga nr. 95/1947 var að finna nánari fyrirmæli um framkvæmd nauðungarvistunar. Þar kom fram að auk sjálfræðissviptingar þyrfti fyrirskipun eða samþykki dómsmálaráðuneytisins til þess að maður, eldri en 16 ára, yrði án samþykkis síns vistaður í sjúkrahúsi eða á heilsuhæli sökum fávitaskapar, geðveiki, ofnautnar áfengis eða deyfilyfja, eða vegna fyrirmæla í heilbrigðislöggjöfinni, sbr. 1. mgr. Skv. 3. mgr. mátti dvöl í sjúkrahúsi eða á hæli ekki haldast lengur en þörf krafði.
    d. Lögræðislög, nr. 68/1984.
    Á árinu 1980 skipaði þáverandi dómsmálaráðherra nefnd til að endurskoða lögræðislög, nr. 95/1947. Í skipunarbréfi þeirrar nefndar var lögð áhersla á að við endurskoðunina yrði sérstaklega hugað að lagareglum í II. kafla laganna um sviptingu lögræðis og brottnám lögræðissviptingar, svo og að réttarstöðu þess sem sætir slíkum aðgerðum. Í því samhengi átti nefndin einnig að athuga reglur 31. gr. laga nr. 95/1947, um nauðungarvistun.
    Við endurskoðunina að þessu sinni voru gerðar margvíslegar breytingar á lögunum. Helstu nýmæli komu fram í III. kafla þeirra um nauðungarvistun. Í greinargerð með frumvarpinu kom fram að framkvæmd nauðungarvistunar hafði ekki orðið með þeim hætti sem lögin gerðu ráð fyrir. Var framkvæmdin sú að sviptingarbeiðnin ein var látin nægja, ásamt vottorði læknis og samþykkis dómsmálaráðuneytisins, en dómari tók málið ekki strax til meðferðar, nema sjúklingur óskaði þess sérstaklega. Meginástæðan fyrir þessu var sögð vera tillitssemi við sjúklinginn. Töldu margir að það væri óþarflega harkalegt að aðstandendur þyrftu að láta svipta bráðveikan geðsjúkling sjálfræði til þess að unnt væri að koma honum á sjúkrahús. Meginverkefni nefndarinnar var að semja reglur sem heimiluðu vistun manns á sjúkrastofnun gegn vilja hans án þess að til sjálfræðissviptingar þyrfti að koma strax. Ákvæði þessa efnis er að finna í III. kafla gildandi laga eins og fyrr segir. Að öðru leyti voru reglur laga nr. 68/1984 um sviptingu lögræðis og skilyrði sviptingar að mestu leyti óbreytt frá því sem lögin frá 1947 gerðu ráð fyrir. Þá voru reglur um löggerninga ólögráða og lögráðamenn lítt breyttar.

Athugasemdir við einstaka kafla og greinar frumvarpsins.

Um I. kafla.

    Í fyrsta kafla frumvarpsins er að finna ákvæði um inntak lögræðis, sjálfræðis og fjárræðis. Þar er jafnframt kveðið á um það hvenær menn öðlast sjálfræði og fjárræði og þar með lögræði.
    Á undanförnum árum hefur farið fram talsverð umræða um hækkun sjálfræðisaldurs úr 16 árum í 18 ár. Um þetta hafa verið skiptar skoðanir. Skömmu eftir að nefndin tók til starfa árið 1993 óskaði hún eftir umsögnum nokkurra stofnana, félaga og samtaka varðandi þetta álitaefni og óskaði eftir því að rök með og á móti hækkun sjálfræðisaldurs í 18 ár yrðu reifuð. Svör bárust frá félagsmálastofnunum Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Akureyrar, Geðlæknafélagi Íslands, félagsmálaráðuneytinu, Sálfræðingafélagi Íslands, Stéttarfélagi íslenskra félagsráðgjafa, barna- og unglingageðdeild Landspítala Íslands og Foreldrasamtökunum. Tveir framangreindra umsagnaraðila tóku beina afstöðu til þess í svörum sínum hvort hækka ætti sjálfræðisaldurinn en fjölmörg rök með og á móti hækkun hans komu fram. Þar sem störf nefndarinnar drógust á langinn var framangreindum aðilum skrifað bréf árið 1996 og þeim gefinn kostur á, ef þeir hefðu einhverju við fyrri umsagnir að bæta, að koma því á framfæri. Þá var auk þess ritað bréf til stofnana og samtaka sem ekki hafði verið leitað álits hjá í upphafi eða höfðu ekki svarað og þeim gefinn kostur á að gefa umsögn varðandi þetta álitaefni. Um er að ræða Barnaheill, Barnaverndarráð, Barnaverndarstofu, Dómarafélagið, Samtökin heimili og skóli, Hið íslenska kennarafélag, Kennarafélag Íslands, Lögmannafélagið, lögreglustjórann í Reykjavík, Samfok, Sýslumannafélagið, umboðsmann barna og unglingaheimili ríkisins. Svör bárust frá Landssamtökunum heimili og skóli, Barnaheillum, Barnaverndarráði, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Félagsmálastofnun Akureyrarbæjar, Geðlæknafélagi Íslands, barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Barnageðlæknafélagi Íslands, umboðsmanni barna, Kennarasambandi Íslands, félagsmálaráðuneytinu, Lögmannafélaginu, Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar. Meiri hluti umsagnaraðila mælti með hækkun sjálfræðisaldurs í 18 ár og enginn mælti gegn þeirri hækkun.
    Athyglisvert er þegar bornar eru saman umsagnir þær sem óskað var eftir árið 1993 og þær sem óskað var eftir 1996 að mun fleiri stofnanir og samtök taka nú afstöðu með hækkun sjálfræðisaldurs.
    Auk þess hafði nefndin undir höndum fjölmörg önnur gögn þar sem fram komu rök með og á móti hækkun sjálfræðisaldurs, til að mynda ýmsar blaðagreinar, umræður á Alþingi um þessi mál, frumvörp til laga um hækkun sjálfræðisaldurs sem lögð voru fram á 120. löggjafarþingi, minnisblað fulltrúa Íslands sem sátu fundi nefndar Sameinuðu þjóðanna um framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og skýrslu og tillögur verkefnisstjórnar til dómsmálaráðherra vegna átaks í ávana- og fíkniefnavörnum. Hér á eftir verða reifuð helstu rök sem fram hafa komið sem talin eru mæla með og á móti hækkun sjálfræðisaldurs.

Rök með hækkun sjálfræðisaldurs.
    Fram kemur í mörgum af þeim umsögnum sem nefndinni bárust að þjóðfélagsaðstæður hafi breyst mjög á síðustu áratugum. Þorri íslenskra ungmenna búi í foreldrahúsum fram undir tvítugt og njóti stuðnings foreldra sinna. Fyrir þennan stóra hóp hafi sjálfræðið fyrst og fremst táknrænt gildi.
    Þá er á það bent að með breyttum tímum, minnkandi atvinnumöguleikum ungmenna og lengri skólagöngu hafi aðstæður þeirra breyst og fæst séu fær um að framfæra sig á eigin spýtur eða reka heimili. Atvinnu, húsnæði og tekjur skorti og þörfin fyrir að ungmenni undirbúi framtíð sína með starfsmenntun eða annarri menntun hafi aukist. Oft hafi ungmenni ekki skilning á þessari nauðsyn og reki sig síðan illilega á það á vinnumarkaðinum.
    Á það er bent að hið íslenska fyrirkomulag sé ekki í samræmi við löggjöf í nágrannalöndum okkar, auk þess sem rétt sé að fylgja skilgreiningu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem allir einstaklingar undir 18 ára aldri séu skilgreindir sem börn.
    Þá er á það bent að forsjárskyldur falli niður við 16 ára aldur barna, en framfærsluskylda haldist hins vegar til 18 ára aldurs. Þetta misræmi sé óeðlilegt. Einnig er nefnt að á grundvelli barnaverndarsjónarmiða sé rétt að hækka sjálfræðisaldur þar sem barnaverndarnefndir geti ekki haft afskipti af málefni unglings sem náð hefur 16 ára aldri nema með samþykki hans. Þannig geti meðferðarstarf, sem hafið sé fyrir 16 ára aldur, glatast þar sem unglingar rjúfi oft öll tengsl við meðferðaraðila í krafti fengins sjálfræðis. Þá sé auðveldara að beita viðeigandi stuðningsúrræðum í barnaverndarmálum ef sjálfræðisaldurinn verði hækkaður.
    Hvað varðar afbrot og vímuefnaneyslu ungmenna á aldrinum 16–18 ára er það nefnt að hækkun sjálfræðisaldurs geri það að verkum að auðveldara verði að ná til og grípa í taumana hjá einstaklingum á þessum aldri ef sjálfræðisaldur verði hækkaður.
    Meginrökin fyrir hækkun sjálfræðisaldurs samkvæmt þessu eru breyttar þjóðfélagsaðstæður, þörf fyrir menntun ungmenna og samræmingarsjónarmið hvað varðar alþjóðlega sáttmála og löggjöf í nágrannaríkjum. Þá má nefna barnaverndarsjónarmið og sjónarmið varðandi meðferð ungra vímuefnaneytenda og afbrotamanna.

Rök gegn hækkun sjálfræðisaldurs.
    Fram kemur hjá ýmsum sem leitað var álits hjá að með því að hækka sjálfræðisaldur sé verið að svipta stóran hóp ungmenna rétti til að takast á við sjálfsábyrgð og það muni mæta verulegri andstöðu hjá unglingum þar sem ungt fólk vilji taka ákvarðanir í eigin málum. Einnig eru sett fram þau rök að með hækkun sjálfræðisaldurs sé einkum verið að reyna að ná til hóps unglinga sem sé á villigötum vegna neyslu vímuefna eða vegna afbrota, en þetta sé lítill hópur og ekki vænlegt að skerða réttindi allra á þessu aldursskeiði vegna fárra einstaklinga.
    Einnig kemur fram að skólaskyldu barna ljúki við 16 ára aldur, og ekki sé óeðlilegt að sjálfræði og skólaskylda fari saman. Þá er það einnig talið hafa ákveðna kosti að ungmenni öðlist sjálfstæði stig af stigi, þ.e. fái fyrst sjálfræði 16 ára og síðan fjárræði og þar með lögræði 18 ára. Það hafi sýnt sig í starfi með ungmennum að oftar en ekki hafi 16 ára aldurinn í för með sér aukna ábyrgð, á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
    Loks er talið til að skjólstæðingahópur barnaverndarnefnda muni stækka í hlutfalli við auknar skyldur barnaverndaryfirvalda og því þurfi að mæta með fjölgun starfsmanna og úrræða fyrir aldurshópinn 16–18 ára. Fram kemur í umsögn félagsmálaráðuneytisins að búast megi við auknum útgjöldum ríkisins til barnaverndarmála, einkum vegna fjölgunar meðferðarheimila.
    Meginrökin gegn hækkun sjálfræðisaldurs samkvæmt framangreindu eru þessi: Stór hópur einstaklinga verði sviptur réttindum vegna vandamála hjá tiltölulega fáum ungmennum á þessum aldri. Verið sé að koma í veg fyrir að unglingar læri að taka ábyrgð á eigin lífi, í áföngum. Skólaskylda og sjálfræði haldist ekki lengur í hendur. Skjólstæðingahópur barnaverndarnefnda muni stækka sem hafi í för með sér aukinn kostnað.

Önnur atriði.
    Í byrjun árs 1996 fóru fulltrúar íslenskra stjórnvalda til fundar við nefnd sem starfar samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna) til þess að ræða fyrstu skýrslu Íslands um framkvæmd samningsins hér á landi. Á fundum fulltrúa íslenskra stjórnvalda og nefndarinnar urðu nokkrar umræður um hugtakið „barn“ samkvæmt íslenskum rétti þar sem m.a. kom fram að samkvæmt gildandi lögræðislögum yrðu einstaklingar sjálfráða 16 ára gamlir. Nefndin kom þeim tilmælum til íslensku fulltrúanna að við endurskoðun lögræðislaga yrði sjálfræðisaldur hækkaður í 18 ár. Ekki er hins vegar vikið að þessu í skýrslu nefndarinnar sem hún sendi síðar frá sér.
    Í júní 1996 skilaði verkefnisstjórn dómsmálaráðherra vegna átaks í ávana- og fíkniefnavörnum skýrslu og tillögum sínum til dómsmálaráðherra. Í skýrslunni segir um þetta atriði:
    „Mikið hefur verið rætt um þörfina á því að hækka sjálfræðisaldur í 18 ár, ekki síst þar sem erfiðlega reynist að fá ungmenni 16–18 ára í fíkniefnameðferð nema með þvingunaraðgerðum. Í langflestum nágrannalöndum okkar er sjálfræðisaldurinn 18 ár. Verkefnisstjórnin hefur rætt hver sjálfræðisaldur skuli vera og er sammála þeim sem leggja til að aldurinn verði hækkaður í 18 ár.“
    Tillögur verkefnisstjórnarinnar eru í átta liðum. Í tillögu 4 er vikið að breytingum sem gera þurfi á lögum og stjórnvaldsfyrirmælum. Þar segir um gildandi lögræðislög:
    „Dómsmálaráðherra beini þeim tilmælum til nefndar sem vinnur að endurskoðun lögræðislaga, nr. 68/1984, með síðari breytingum, að hún undirbúi breytingar á lögunum þannig að sjálfræðisaldur og fjárræðisaldur verði hinn sami, 18 ár. Lagabreytingartillögur nefndarinnar liggi fyrir strax í haust svo að dómsmálaráðherra megi leggja tillögu um hækkun sjálfræðisaldurs fyrir haustþing 1996.“
    Eins og að framan er reifað hafa mikilvæg rök verið fram borin bæði með og á móti hækkun sjálfræðisaldurs. Nefndin tekur ekki afstöðu til þessa álitaefnis og taldi því rétt að ganga þannig frá málinu að semja tvö frumvörp sem eru efnislega eins að öðru leyti en því er varðar þetta álitaefni. Í þessu frumvarpi er miðað við að sjálfræðisaldur verði óbreyttur, þ.e. að hann miðist við 16 ár. Þar sem nefndinni er kunnugt um að skiptar skoðanir eru á Alþingi um hvort hækka beri sjálfræðisaldurinn eða ekki eru hér reifaðar hugmyndir nefndarinnar um þær lagabreytingar sem hún telur eðlilegt að hugað verði að við skoðun á því hvort hækka beri sjálfræðisaldur í 18 ár.

Breytingar á ákvæðum laga ef hækkun sjálfræðisaldurs verður lögfest.
    Nefndin telur ekki nauðsynlegt ef svo fer að sjálfræðisaldur verði hækkaður að gera breytingar á öðrum lögum. Hins vegar telur nefndin eðlilegt ef svo verður að tekin verði til athugunar nokkur atriði í löggjöfinni sem þessu tengjast. Nefndin telur með tilliti til markmiða breytingar á sjálfræðisaldri, ef af verður, að einnig verði tekið til athugunar hvort ekki séu samsvarandi efnisrök til breytinga á ákvæðum eftirfarandi laga:
I.        Að 6. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, nr. 75/1981, verði breytt á þann veg að börn verði sjálfstæðir skattaðilar við 18 ára aldur í stað 16 ára eins og nú er.
II.        Foreldrum verði greiddar barnabætur til 18 ára aldurs, sbr. 69. gr. laga nr. 75/1981.
III.    Ákvæði 3. gr. laga nr. 18/1975, um trúfélög, verði þannig að einstaklingar 18 ára og eldri geti tekið ákvörðun um að ganga í trúfélag.
IV.    Réttur til atvinnuleysisbóta miðist við 18 ára aldur, sbr. 16. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, nr. 93/1993.
V.    Ýmis réttindi til bóta samkvæmt almannatryggingalögum miðist við 18 ára aldur, svo sem réttur til örorkulífeyris, réttur til slysabóta vegna íþróttaiðkunar og réttur barnatil að vera sjúkratryggð með foreldrum sínum og réttur til endurgreiðslu kostnaðar af almennum tannlækningum.
    Eftirfarandi lagaákvæðum telur nefndin ekki ástæðu til að breyta í tengslum við hækkun sjálfræðisaldurs, ef af verður, enda tengjast aldursmörk í viðkomandi lögum ekki endilega sjálfræðisaldri:
I.         Ákvæði um aldur í lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir, nr. 25/1975, og í lögum nr. 16/1938, um að heimila í viðeigandi tilfellum aðgerðir á fólki, er koma í veg fyrir, að það auki kyn sitt.
II.         Ákvæði um aldur varðandi rétt til upplýsinga hjá lækni, sbr. 10. gr. læknalaga, nr. 53/1988.
III.    Ákvæði um aldur varðandi rétt til að stjórna bifreið, sbr. 48. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987.
IV.    Ákvæði um aldur varðandi rétt barna til að tjá sig, sbr. ákvæði barnalaga, nr. 20/1992, laga um vernd barna og ungmenna, nr. 58/1992, ættleiðingarlaga, nr. 15/1978, og laga um mannanöfn, nr. 45/1996.
V.    Ákvæði um aldur varðandi rétt barns til þess að fulltrúi eða starfsmaður barnaverndarnefndar sé viðstaddur yfirheyrslur yfir því, sbr. ákvæði 2. mgr. 14. gr. laga nr. 58/1992, um vernd barna og ungmenna, og 4. mgr. 69. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála.
VI.     Ákvæði um sakhæfisaldur, sbr. 14. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.

Um 1. gr.

    Í 1. mgr. segir að sjálfráða verði menn 16 ára og í 2. mgr. að fjárráða verði menn 18 ára. Þá segir í 3. mgr. að maður sem er sjálfráða og fjárráða sé lögráða. Ákvæði þessi eru í samræmi við 1. gr. gildandi lögræðislaga.
    Í 4. mgr. kemur fram að stofni ólögráða maður til hjúskapar sé hann lögráða upp frá því. Ákvæði þetta er í samræmi við 2. gr. gildandi lögræðislaga. Í 7. gr. hjúskaparlaga, nr. 31/1993, segir að karl og kona megi stofna til hjúskapar þegar þau hafi náði 18 ára aldri, en dóms- og kirkjumálaráðuneytið geti veitt yngra fólki leyfi til að ganga í hjúskap. Ákvæði 4. mgr. var fyrst í lögræðislögum, nr. 95/1947. Í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi því sem varð að framangreindum lögum segir að það verði að teljast óeðlilegt að hjón séu undir forráðum foreldra sinna eða annarra. Í 4. mgr. er tekið fram að þetta eigi við um þá sem ólögráða eru fyrir aldurs sakir, en það þýðir að ef maður, sem sviptur hefur verið lögræði, gengur í hjónaband öðlast hann ekki lögræði á ný við giftinguna.

Um 2. gr.

    Ákvæði 2. gr. er samhljóða 12. gr. gildandi lögræðislaga. Í því felst meginreglan um inntak sjálfræðis. Samkvæmt því ræður sjálfráða maður öðru en fé sínu, þ.e. persónulegum högum sínum. Af því leiðir enn fremur þá meginreglu að hann ræður ekki meðferð og ráðstöfun þeirra eigna sinna sem teljast hafa fjárgildi.
    Með fyrirvaranum um að lög mæli sérstaklega fyrir á annan veg er í fyrsta lagi vísað til heimilda í lögræðislögum um nauðungarvistun, án sviptingar sjálfræðis, og í öðru lagi til ákvæða lögræðislaga um heimildir ófjárráða manna til að ráða sjálfsaflafé sínu og gjafafé. Rétt er þó að fram komi að þær síðarnefndu eru ekki bundnar við að maður sé sjálfráða.

Um 3. gr.

    Ákvæði 3. gr. er samhljóða 20. gr. gildandi lögræðislaga. Í því felst meginreglan um að fjárráða maður ráði fé sínu. Hér er því lögmælt hæfi fjárráða manns til að ráða sjálfur meðferð og ráðstöfun eigna sinna. Nánar felst í þessu tvennt: Í fyrsta lagi að hann ræður sjálfur með hvaða hætti hann notar eða nýtir sér eignir sínar án löggernings, lausar eða fastar, og í öðru lagi ræður hann ráðstöfun þeirra með löggerningi í lifanda lífi. Fyrirvarinn í ákvæðinu um að lög mæli sérstaklega á annan veg vísar til tvenns. Í fyrsta lagi almennt til lagaákvæða sem setja eignarráðum manna takmörk. Slík ákvæði eru víða í lögum og ekki ástæða til að tíunda þau hér. Lagaákvæði af þessu tagi setja eigendum margvíslegar skorður varðandi nýtingu og ráðstöfun eigna sinna. Þessar takmarkanir eru almennar og eru óháðar því hvort maður er fjárráða eða ekki. Í öðru lagi er hér vísað til ákvæða í frumvarpi þessu um ráðsmenn þar sem mögulegt er að setja nýtingar- og ráðstöfunarrétti manns skorður að því er varðar eignir sem afhentar hafa verið ráðsmanni til umsjónar þótt viðkomandi sé ekki sviptur fjárræði.


Um II. kafla.

    Í II. kafla er fjallað um sviptingu lögræðis. Kaflinn er að stofni til svipaður II. kafla gildandi lögræðislaga, en í frumvarpinu er einnig að finna mikilsverðar nýjungar auk þess sem málsmeðferðarreglur þess eru mun ítarlegri en málsmeðferðarreglur gildandi laga.
    Samkvæmt gildandi lögum er unnt að svipta mann lögræði, sjálfræði eða fjárræði einu sér eða hvoru tveggja, að uppfylltum þeim skilyrðum sem rakin eru í 3. gr. Hvorki er hins vegar að finna heimild í gildandi lögum til að svipta mann fjárræði sínu einungis varðandi tilteknar eignir, né er unnt að svipta mann lögræði, sjálfræði eða fjárræði, tímabundið.
    Í samræmi við það meginmarkmið sem stefnt er að með frumvarpi þessu, að aldrei skuli gengið lengra en nauðsyn þykir bera til við skerðingu þeirra mannréttinda hvers manns að fara með sjálfræði sitt og fjárræði, er lagt til að heimilt verði að svipta mann fjárræði einungis að því er varðar tilteknar eignir hans og enn fremur að unnt verði að svipta mann lögræði, sjálfræði eða fjárræði, tímabundið. Hvílir því á dómara skylda til að meta mál hvers einstaklings sérstaklega og að ganga aldrei lengra við sviptingu lögræðis en nauðsyn þykir bera til hverju sinni. Nánar er fjallað um þetta efni í athugasemdum um 5. gr. hér á eftir.
    Í frumvarpinu er einnig að finna mun ítarlegri reglur um meðferð lögræðissviptingarmáls fyrir dómi en eru í gildandi lögum. Ekki er þó gert ráð fyrir að um veigamiklar breytingar verði að ræða á framkvæmd þessara mála fyrir dómi.
    Lögð er áhersla á að með sviptingu lögræðis manns, hvort sem um er að ræða sjálfræði eða fjárræði, er það grundvallarsjónarmið að sviptingin og síðan skipun lögráðamanns eigi að vera hinum svipta til farsældar og vernda hagsmuni hans.


Um 4. gr.

    Greinin er að talsverðu leyti samhljóða 3. gr. gildandi lögræðislaga. Fyrirmynd þess ákvæðis var í 5. gr. lögræðislaganna frá 1947. Þó hafa verið gerðar eftirtaldar breytingar frá gildandi lögum:
    Í upphafi greinarinnar er sérstaklega tekið fram að maður verði aðeins sviptur lögræði með úrskurði dómara. Þetta er að sjálfsögðu í samræmi við gildandi lög, en er nú tekið fram á skýran og ótvíræðan hátt.     Ákvæði b-liðar 1. mgr. 3. gr. gildandi laga er fellt brott. Samkvæmt því er heimilt að svipta mann lögræði ef hann stofnar efnahag sínum eða vandamanna sinna í hættu með óhæfilegri eyðslusemi, annarri ráðlausri breytni eða hirðuleysi um eignir sem eru í umráðum hans. Þetta ákvæði hefur aldrei verið notað sem grundvöllur lögræðissviptingar svo vitað sé. Þykir því ekki vera þörf fyrir það auk þess sem deila má um hvort sú breytni sem þar er lýst eigi ein og sér að geta verið grundvöllur sviptingar, án þess að önnur ákvæði sem varða andlegt eða líkamlegt heilbrigði eigi við um viðkomandi.
    Ákvæði c-liðar 1. mgr. 3. gr. gildandi laga er einfaldað, sbr. b-lið 4. gr. Hér er lagt til að eingöngu sé miðað við að viðkomandi sé ekki fær um vegna ofdrykkju eða ofnotkunar ávana- og fíkniefna að ráða persónulegum högum sínum eða fé. Fellt er brott ákvæði um að viðkomandi sé öðrum til byrði, vanræki framfærsluskyldur sínar eða raski þráfaldlega opinberum hagsmunum. Þetta telst úrelt og ekki eiga að geta verið grundvöllur lögræðissviptingar. Er því lagt til að þetta verði fellt úr lögræðislögum.
    Ákvæði 4. gr. er að öðru leyti að mestu í samræmi við 3. gr. gildandi laga. Þar er gert ráð fyrir að unnt sé að svipta mann lögræði að öllu leyti, eingöngu sjálfræði eða eingöngu fjárræði.
    Um einstaka liði 4. gr.:
     A-liður 4. gr. er að mestu leyti samhljóða a-lið 1. mgr. 3. gr. gildandi laga. Samkvæmt þessum lið geta ástæður lögræðissviptingar verið andlegir annmarkar, þ.e. andlegur vanþroski, ellisljóleiki, geðsjúkdómur eða annars konar alvarlegur heilsubrestur. Með lokaorðum a-liðar 4. gr. „annars konar alvarlegs heilsubrests“, sem er nýmæli í lögræðislögum, er átt við ýmiss konar sjúkdóma eða ástand sjúklings, svo sem vegna heilablæðingar eða heilarýrnunar, eða annars konar heilasköddunar af völdum slyss eða sjúkdóms. Lögræðissvipting verður ekki reist á þessum ástæðum nema fyrir liggi vottorð læknis um andlegt heilsufar þess sem krafa um lögræðissviptingu beinist gegn, nema í algjörum undantekningartilvikum. Auk þess hvílir sjálfstæð rannsóknarskylda á dómara við meðferð lögræðissviptingarmála ef þörf krefur samkvæmt öllum töluliðum þessarar greinar eins og nánar er reifað aftar í þessum kafla.
     B-liður er að nokkru leyti samhljóða c-lið 1. mgr. 3. gr. gildandi laga sem aftur er að rekja til 3. tölul. 1. mgr. 5. gr. lögræðislaganna frá 1947. Samkvæmt því getur ofneysla og fíkn manns í áfengi eða ávana- og fíkniefni verið grundvöllur sviptingar. Lestir þessir verða að vera á því stigi að maður sé af þeirra völdum ófær um að ráða sjálfur persónulegum högum sínum eða fé. Til grundvallar sviptingu skal ef þess er nokkur kostur liggja vottorð læknis og eftir atvikum lögregluskýrslur.
     C-liður er samhljóða e-lið 1. mgr. 3. gr. gildandi laga, sbr. og 5. tölul. 1. mgr. 5. gr. laganna frá 1947. Í þessu ákvæði er byggt á því að maður eigi vegna líkamlegs vanþroska, heilsubrests eða annarra vanheilinda óhægt með að ráða högum sínum og óski sjálfur eftir sviptingu af þeim sökum. Þrátt fyrir að maður óski sjálfur eftir sviptingu fer fram sjálfstæð könnun á því hvort skilyrðum ákvæðisins er að öðru leyti fullnægt.
     D-liður er samhljóða d-lið 1. mgr. 3. gr. gildandi laga. Nefndin íhugaði að fella niður heimild til að svipta menn lögræði á þessum grundvelli þar sem í frumvarpi til sóttvarnarlaga sem lagt var fram á 120. löggjafarþingi, 160. máli, þingskjali 194, var að finna sérstaka heimild til að flytja menn, að nánar tilgreindum skilyrðum uppfylltum, nauðuga á sjúkrastofnun til einangrunar. Það frumvarp hefur hins vegar ekki náð fram að ganga og því ekki talið rétt að fella þessa heimild úr lögræðislögum að svo stöddu.

Þörf lögræðissviptingar.
    Maður verður ekki sviptur lögræði sínu, hvorki sjálfræði né fjárræði, nema þörf sé sviptingar. Þetta er nú skýrt tekið fram í upphafi 4. gr. en við það mun hafa verið miðað í lögræðissviptingarmálum fram til þessa þótt það hafi ekki verið orðað sérstaklega í lögræðislögum.
    Meta ber þörf lögræðissviptingar í hverju einstöku tilviki. Það mat er upphaflega hjá þeim sem átt geta aðild að lögræðissviptingarmáli og síðan, ef krafa um sviptingu er borin fram við dómstól, hjá dómara þeim sem með málið fer. Alkunna er að ekki eru allir þeir sviptir lögræði sem uppfylla skilyrði 3. gr. gildandi lögræðislaga þar sem ekki er talin þörf sviptingar í öllum tilvikum. Ekki er t.d. víst að þörf sé á fjárræðissviptingu þótt maður sé ófær um að ráða fé sínu, t.d. vegna ellisljóleika, ef eignir hans eru tiltölulega litlar og ekki er þörf á staðgöngumanni til að gera löggerninga fyrir hans hönd. Sama á við ef maður, sem uppfyllir sömu skilyrði til fjárræðissviptingar, hefur gefið öðrum gilt umboð til að fara með fjármál sín og skiptir þá ekki máli hvort eignir hans eru litlar eða miklar. Þegar litið er til þeirra sem ekki eru færir um að ráða persónulegum högum sínum, vegna t.d. andlegs vanþroska, má fullyrða að þeir njóta í mörgum tilvikum aðstoðar og aðhlynningar náinna vandamanna eða hjúkrunarfólks eða annars starfsfólks á stofnunum sem þeir eru vistaðir á með samþykki sínu. Við þessar aðstæður er oft ekki þörf á sjálfræðissviptingu.
    Ekki er unnt að afmarka þörf lögræðissviptingar í lögum og getur hún jafnvel tekið breytingum miðað við það hvaða þjónusta og annar aðbúnaður er í boði af hálfu hins opinbera fyrir þá sem minni máttar eru. Reynslan verður því að leiða í ljós hvernig dómstólar meta skilyrði 4. gr. frumvarpsins um þörf lögræðissviptingar.

Vanhæfi þess sem krafist er að verði sviptur lögræði sínu til þess að ráða persónulegum högum sínum eða fé.
    Til viðbótar því skilyrði að þörf sé á lögræðissviptingu verður þeim skilyrðum að vera fullnægt í málum skv. a- og b-liðum 4. gr. að viðkomandi sé ekki fær um að ráða persónulegum högum sínum í málum vegna kröfu um sjálfræðissviptingu og ekki fær um að ráða fé sínu í málum til fjárræðissviptingar.
    Mat á því hvort hæfi viðkomandi er svo skert að lögræðissviptingar sé þörf er að sjálfsögðu einnig í höndum dómara sem með mál fer. Ekki er nauðsynlegt að viðkomandi sé algjörlega ófær um að ráða persónulegum högum sínum eða fé, en gera verður þá kröfu að um veruleg frávik frá eðlilegu ástandi sé að ræða. Þá verður ekki gerð ófrávíkjanleg krafa um að ástand viðkomandi sé samfellt með þeim hætti að hann sé ófær um að ráða persónulegum högum sínum eða fé. Þannig getur til dæmis verið réttlætanlegt og í þágu sjúklings að svipta hann sjálfræði sínu vegna alvarlegs geðsjúkdóms til þess að koma megi við nauðsynlegri læknishjálp meðan á alvarlegum og tíðum geðsveiflum stendur þótt heilsa hans sé betri og hann fær um að ráða persónulegum högum sínum þess á milli.
    Við sviptingu fjárræðis eru einkum tvö sjónarmið sem að baki búa. Annars vegar er það verndarsjónarmið gagnvart hinum svipta, þ.e. einkum til að koma í veg fyrir að óvandaðir samferðamenn notfæri sér veikleika hans í því skyni að hafa af honum fé, og reyndar einnig verndarsjónarmið sem lúta að grandlausum viðsemjendum hans. Hins vegar er það sjónarmið að bæta úr þörf sem skapast þegar taka þarf lögmætar ákvarðanir um fjármuni manns sem ekki er fær um að gera það sjálfur, t.d. að selja hús hans eða reka fyrirtæki hans.
    Ef maður óskar sjálfur eftir að verða sviptur lögræði skv. c-lið 4. gr. er slakað á kröfum þeim sem gerðar eru til vanhæfis hans til að ráða persónulegum högum sínum eða fé, sbr. orðalagið „á óhægt með“. Með því að lögleiða ráðsmannsskipan skv. IV. kafla má ætla að sjaldgæft verði að menn óski eftir að verða sviptir fjárræði sínu fyrir dómi, eins og nánar er fjallað um annars staðar í athugasemdum þessum, og sjaldgæft er að menn óskir sjálfir eftir að vera sviptir sjálfræði sínu, sbr. töflu VI. Engu að síður þykir rétt að halda því úrræði í lögræðislögum að menn geti sjálfir borið fram slíkar kröfur, enda geta þeir átt ríka hagsmuni af því að fá sér skipaða lögráðamenn.

Vanheilsa þess sem krafist er að verði sviptur lögræði.
    Til þess að tryggja réttaröryggi og í því skyni að dómsúrlausnir í lögræðissviptingarmálum verði samræmdar er lagt til að eftir sem áður skuli lögræðissvipting bundin við ákveðin læknisfræðileg skilyrði.
    Með orðunum „andlegur vanþroski“ í a-lið 4. gr., sem er óbreytt orðalag a-liðar 3. gr. gildandi lögræðislaga, er einkum átt við alvarlega þroskahefta menn.
    Geðsjúkdómar eru algengar ástæður lögræðissviptinga. Varðandi geðsjúkdóma vísast til þess sem um þá segir í athugasemdum með III. kafla um nauðungarvistanir í sjúkrahúsum. Á það er þó bent að geðsjúkdómur þarf ekki að vera á jafnalvarlegu stigi til þess að geta verið grundvöllur lögræðissviptingar og til þess að vera grundvöllur samþykkis dómsmálaráðuneytisins til nauðungarvistunar, enda segir í 2. mgr. 19. gr. um skilyrði nauðungarvistunar að til þurfi að koma „alvarlegur geðsjúkdómur“ o.s.frv. Ástæður þessa eru þær að ákvarðanir ráðuneytisins eru stjórnvaldsákvarðanir sem taka ber svo fljótt sem við verður komið, enda er sjúklingur oft talinn sjálfum sér og öðrum hættulegur og ávallt í brýnni þörf fyrir læknismeðferð þegar í stað. Þeim úrræðum sem við verður komið fyrir dómi til rannsóknar lögræðissviptingarmáls er þannig fæstum fyrir að fara í nauðungarvistunarmálum. Um þetta er nánar fjallað í athugasemdum um 11. gr. og III. kafla frumvarpsins.
    Eins og fram kemur í b-lið 4. gr. er lagt til að eftir sem áður verði unnt að svipta mann lögræði vegna ofdrykkju eða ofnotkunar ávana- og fíkniefna. Áður er fram komið að lestir þessir verða að vera á háu stigi og hefur reynslan sýnt að þörf getur verið sviptingar af þessum ástæðum til þess að skipa megi viðkomandi lögráðamann til að gæta hagsmuna hans.
    Þegar maður óskar sjálfur eftir að verða sviptur lögræði skv. c-lið 4. gr. er ekki aðeins slakað á kröfunni um vanhæfi hans til að ráða persónulegum högum sínum eða fé, heldur eru einnig gerðar minni kröfur til hinna læknisfræðilegu skilyrða. Vanheilindi samkvæmt þessum lið geta bæði verið af líkamlegum og andlegum toga, en ávallt verður að gera þá kröfu að viðkomandi geri sér grein fyrir þýðingu sviptingarinnar.
    Eins og að framan hefur verið reifað og rétt er að leggja sérstaka áherslu á verður lögræðissviptingu manns, að ósk annars en hans sjálfs, ekki við komið nema öllum skilyrðum 4. gr. sé fullnægt, þ.e. þörfinni á lögræðissviptingu, vanhæfi hans til þess að ráða persónulegum högum sínum eða fé og að hið læknisfræðilega skilyrði sé til staðar. Hér gilda þó sérreglur ef krafa um lögræðissviptingu er reist á d-lið 4. gr.
    Til fróðleiks fylgja hér þrjár töflur með tölfræðilegum upplýsingum. Í fyrstu töflunni er að finna tölur um fjölda dómsmála tímabilið 1. júlí 1984 til 31. desember 1995, þar sem menn hafa verið sviptir sjálfræði, fjárræði eða lögræði. Í annarri töflunni koma fram ástæður sviptingar skv. 1. mgr. 3. gr. gildandi lögræðislaga og í þeirri þriðju er að finna tilgreindar ástæður sviptingar skv. a-lið 1. mgr. 3. gr. gildandi lögræðislaga:

TAFLA I
Fjöldi dómsmála.

Ár Sjálfræði Fjárræði Lögræði Samtals
1984 1 3 0 4
1985 5 5 3 13
1986 7 2 1 10
1987 4 8 2 14
1988 5 12 4 21
1989 6 12 2 20
1990 12 9 2 23
1991 7 15 3 25
1992 5 16 4 25
1993 9 15 5 29
1994 7 11 4 22
1995 7 12 5 24
Samtals 75 120 35 230


TAFLA II
Ástæður sviptingar skv. 1. mgr. 3. gr. lögræðislaga, nr. 68/1984.

Ár a-liður b-liður c-liður d-liður e-liður u. vantar.
1984 4 0 0 0 0 0
1985 11 0 0 1 1 1
1986 8 1 1 0 2 0
1987 12 2 1 1 0 1
1988 17 1 3 0 1 1
1989 18 1 1 0 0 0
1990 20 2 5 0 1 0
1991 22 0 1 0 3 0
1992 21 2 3 0 1 0
1993 23 0 7 0 0 0
1994 20 2 1 0 1 0
1995 19 0 5 1 1 0
Samtals² 195 -78% 11 - 4,5% 28 - 11% 3 - 1% 11 - 4,5% 3 - 1%

. Upplýsingar vantar.
² Í mörgum tilfellum er í úrskurði vísað í fleiri en einn lið í 1. mgr. 3. gr. lögræðislaga. Hér er því samtalan 251 en heildarfjöldi mála er 230.

TAFLA III
Ástæður sviptingar skv. a-lið 1. mgr. 3. gr. lögræðislaga, nr. 68/1984.

Ár andl. vanþ. ellisljóleiki geðsjúkd. annað samtals*
1984 0 2 2 0 4
1985 6 0 5 0 11
1986 2 1 6 0 9
1987 4 2 3 3 12
1988 5 7 3 2 17
1989 6 3 5 5 19
1990 2 3 13 4 22
1991 4 9 7 4 24
1992 7 6 7 2 22
1993 7 3 7 7 24
1994 3 3 5 9 20
1995 3 7 4 6 20
Samtals* 49 46 67 42 204*

* Niðurstaðan í þessum lið stemmir ekki við niðurstöðutölur úr fyrri töflu þar sem fram kemur að vísað hafi verið í a-lið í 195 úrskurðum af þeim 230 sem upp voru kveðnir á umræddu tímabili. Hér er talan önnur, þ.e. 204, þar sem fyrir kemur að vísað er í tvo undirliði í greininni, t.d. bæði andlegan vanþroska og geðsjúkdóm. Undir liðinn annað falla aðrar tilvísanir en þær sem klárlega rúmast í upptalningunni í a-lið 1. mgr. 3. gr. lögræðislaga, t.d. heilabilun, heiladrep, hrörnunarsjúkdómur, líkamleg fötlun, heilablóðfall, blinda, heilaæðasjúkdómur, áfall, heilsuskortur og áverkar eftir slys (höfuðhögg og blæðingar).

Um 5. gr.

    Ákvæði 5. gr. er nýmæli. Í 1. mgr. er gert ráð fyrir að svipta megi mann lögræði tímabundið og í 2. mgr. er að finna heimild til að svipta mann fjárræði einungis varðandi tilteknar eignir. Ákvæði 1. mgr. tekur bæði til sviptingar sjálfræðis og fjárræðis.
    Í gildandi lögræðislögum er byggt á því að lögræðissvipting, hvort sem um er að ræða eingöngu sjálfræðissviptingu, eingöngu fjárræðissviptingu eða hvort tveggja, sé ávallt ótímabundin. Í samræmi við það fá lögræðissviptir einstaklingar ekki lögræði aftur nema dómari felli lögræðissviptingu niður samkvæmt beiðni. Telja verður að gild rök hnígi að því að sett verði í lög ákvæði sem heimila að lögræðissvipting verði tímabundin eins og áður hefur verið vikið að. Nefna má að ótímabundin svipting lögræðis felur í sér mjög afdrifaríka skerðingu á grundvallarréttindum fulltíða einstaklings til að ráða sér og málefnum sínum sjálfur. Með því að heimila að hægt verði að tímabinda lögræðissviptingu er dómara skapað svigrúm til að ákveða að sviptingin skuli ekki standa lengur en nauðsynlegt virðist vera á þeim tíma sem úrskurður er kveðinn upp. Heimild til tímabundinnar sviptingar felur því í sér mildara úrræði en svipting til frambúðar og aukið réttaröryggi fyrir þann sem krafa um sviptingu beinist gegn. Einnig má nefna að lögræðissvipting, og þá sérstaklega sjálfræðissvipting, er oft liður í því að skapa grundvöll til að koma mönnum í meðferð á sjúkrastofnunum, t.d. vegna geðsjúkdóms, ofdrykkju eða misnotkunar ávana- og fíkniefna. Við þessar aðstæður getur verið heppilegra að ákveða að svipting skuli tímabundin þar sem í mörgum tilfellum má gera ráð fyrir að viðkomandi verði samvinnuþýðari í meðferðinni ef hann sér fyrir endann á vist sinni og fyrir liggur að hann muni fá lögræði sitt sjálfkrafa að nýju að þeim tíma liðnum sem ákveðinn hefur verið. Leggja ber áherslu á að skilyrði tímabundinnar lögræðissviptingar eru nákvæmlega þau sömu og ótímabundinnar. Möguleikinn á að tímabinda sviptingu á því ekki að fela í sér að slakað verði á kröfum um að skilyrði fyrir sviptingu séu örugglega uppfyllt. Þar sem um er að ræða afdrifaríka skerðingu á grundvallarmannréttindum leiða almenn lögskýringarviðhorf til þess að ákvæðin ber að skýra þröngt. Rétt þykir að sömu reglur gildi um sóknaraðild þótt eingöngu sé krafist tímabundinnar sviptingar.
    Í 2. málsl. 1. mgr. 5. gr. er gert ráð fyrir að tímabundin svipting sé ekki ákveðin styttri en sex mánuðir í senn. Með því er lögð áhersla á að úrræðinu verði almennt ekki beitt nema fyrirsjáanlegt sé að þess sé þörf um einhvern tíma. Hér er einnig höfð hliðsjón af sex mánaða reglunni sem fram kemur í 1. mgr. 9. gr. gildandi laga, sbr. 2. mgr. 15. gr. frumvarpsins.
    Rétt þykir að taka sérstaklega fram í ákvæðinu að maður, sem sviptur hefur verið lögræði tímabundið, öðlist sjálfkrafa lögræði að þeim tíma liðnum sem ákveðinn hefur verið í úrskurði. Ef talin er þörf á að framlengja lögræðissviptingu verður það ekki gert nema með annaðhvort ótímabundnum eða tímabundnum úrskurði dómara í nýju lögræðissviptingarmáli. Um rekstur slíks máls gilda sömu reglur og um rekstur lögræðismála endranær. Um niðurfellingu tímabundinnar sviptingar með úrskurði dómara gilda sömu reglur og þegar um ótímabundna sviptingu er að ræða, enda verði hennar ekki lengur talin þörf. Sérreglu er að finna í 2. mgr. 15. gr. varðandi niðurfellingu tímabundinnar sviptingar sem ákveðin er í tólf mánuði eða skemur, en þar segir að dómara sé óskylt að taka kröfu um niðurfellingu til meðferðar nema helmingur tímans sé liðinn hið skemmsta.
    Í 2. mgr. 5. gr. er lagt til að heimilað verði að svipta mann fjárræði einungis varðandi tilteknar eignir hans. Hér er einnig um nýmæli að ræða. Varðandi skýringar á þeim eignum sem taldar eru upp í a-, b- og c-liðum 2. mgr. er vísað til þess er segir um eignir þessar í athugasemdum um 35. gr. er mælir fyrir um heimild til að fela ráðsmanni umsjón sams konar eigna. Röksemdir fyrir þessu nýmæli eru af svipuðum meiði og raktar hafa verið varðandi tímabundna lögræðissviptingu. Hér er um vægara úrræði að ræða en allsherjarsviptingu fjárræðis. Benda má á að skv. 3. mgr. 14. gr. er ráð fyrir því gert að niðurstöðu úrskurðar dómara um sviptingu fjárræðis, sem ekki er bundin við tilteknar eignir, skuli birta í Lögbirtingablaði eins og lögskylt er samkvæmt gildandi lögræðislögum, en þegar um sviptingu fjárræðis varðandi tilteknar eignir er að ræða, til að mynda fasteign, er einungis skylt að þinglýsa úrskurði dómara á viðkomandi eign eða grípa til annarra þeirra ráðstafana sem mælt er fyrir um í 4. mgr. 14. gr. Svipting lögræðis skal ekki ganga lengra en dómari telur þörf á hverju sinni, sbr. 1. mgr. 12. gr., og getur hann því úrskurðað að fjárræðissvipting taki aðeins til nánar tilgreindra eigna þótt krafist hafi verið allsherjarsviptingar fjárræðis eða að svipting verði tímabundin þótt krafist hafi verið ótímabundinnar sviptingar.
    Ákvæði 1. og 2. mgr. 5. gr. skapa ákveðið svigrúm til að haga sviptingu að því er varðar umfang hennar og tímalengd til samræmis við þarfir í hverju einstöku tilfelli. Með því móti er tekið tillit til megingagnrýni á núverandi kerfi sem þótt hefur ósveigjanlegt og ekki til þess fallið að koma til móts við einstaklingsbundnar þarfir.
    Réttaráhrif takmarkaðrar fjárræðissviptingar eru þau að hlutaðeigandi einstaklingur er sviptur rétti til þess að fara með, ráðstafa og takast á herðar skuldbindingar vegna þeirra eigna sem fjárræðissviptingin tekur til. Að öðru leyti heldur hann fjárræði sínu og ræður því einn öðru fé sínu.
    Ákvæði 3. mgr. þarfnast ekki skýringa.

Um 6. gr.

    Með 6. gr. er lagt til það nýmæli að svipta megi mann lögræði til bráðabirgða þar sem reynslan hefur sýnt að þörf er á að unnt sé að beita slíku úrræði.
    Í 1. mgr. er tekið fram, að skilyrði lögræðissviptingar skv. 4. gr. þurfi að þykja vera fyrir hendi og að brýn þörf sé á lögræðissviptingu þegar í stað. Enn fremur er nauðsynlegt að krafa hafi verið borin fram fyrir sama dómstóli um lögræðissviptingu sem ekki er ætlað að vera til bráðabirgða, en sú krafa getur hvort sem er lotið að sviptingu sjálfræðis eða fjárræðis, tímabundinnar eða ótímabundinnar, eða einungis að sviptingu fjárræðis að því er varðar tilteknar eignir. Með þessu á að vera tryggt að máli verði fram haldið með þeim hætti sem í frumvarpinu er mælt fyrir um svo fljótt sem verða má þannig að svipting til bráðabirgða standi ekki lengur en nauðsynlegt er.
    Í 2. mgr. er mælt fyrir um að ákvæði II. kafla skuli gilda um mál til sviptingar lögræðis til bráðabirgða með þeim undantekningum sem þar greinir. Til þess að ákvæði 6. gr. nái tilgangi sínum er nauðsynlegt að unnt sé að víkja frá þeim reglum ef nauðsyn krefur.
    Ákvæði 3. mgr. um að ákvörðun um sviptingu lögræðis til bráðabirgða skuli tekin með úrskurði sem skjóta megi til Hæstaréttar er til áréttingar um þessi atriði þar sem þetta heyrir einnig undir 1. málsl. 2. mgr. Þykir rétt til áherslu að taka þetta fram í ákvæðinu.
    Í 4. mgr. er mælt fyrir um með hvaða hætti lögræðissviptingu til bráðabirgða ljúki. Eðli málsins samkvæmt er nauðsynlegt að skýrar reglur gildi um brottfall úrskurðar um lögræðissviptingu til bráðabirgða og er ekki þörf frekari skýringa um þetta efni.
    Í 5. mgr. er kveðið á um að réttaráhrif lögræðissviptingar eigi við um lögræðissviptingu til bráðabirgða og þarfnast ákvæðið ekki frekari skýringa.

Um 7. gr.

    Ákvæði 7. gr. er að mestu leyti samhljóða 5. gr. gildandi lögræðislaga, en hún var aftur að mestu leyti samhljóða 7. gr. lögræðislaganna frá 1947.
    Helstu breytingarnar eru þær að í 1. og 2. mgr. 7. gr. eru hugtökin varnaraðili og sóknaraðili í lögræðissviptingarmáli skilgreind. Þá er c-liður 1. mgr. 5. gr. gildandi laga felldur brott, ráðsmanni aðila, sbr. IV. kafli frumvarpsins, bætt við sem hugsanlegum sóknaraðila, og sóknaraðild dómsmálaráðherra skv. f-lið 1. mgr. 5. gr. gildandi laga er þrengd, sbr. e-lið 2. mgr. 7. gr., en sóknaraðild félagsmálastofnunar eða sambærilegs fulltrúa sveitarstjórnar víkkuð að sama skapi. Að öðru leyti eru greinarnar samhljóða. Í ákvæðinu eru taldir upp þeir sem sett geta fram kröfu um lögræðissviptingu. Í athugasemdum þessum er að nokkru stuðst við athugasemdir sem fram komu í greinargerð með frumvarpi til lögræðislaganna frá 1947.
    Í a-lið 2. mgr. eru taldir upp nánir vandamenn varnaraðila sem vegna tengsla sinna við hann og gæslu eiginhagsmuna eiga að hafa rétt til að setja fram kröfu. Ef hjón eru skilin fellur rétturinn niður. Orðið systkin tekur einnig til hálfsystkina.
    Í b-lið er gert ráð fyrir að lögráðamaður, hvort sem hann er lögborinn eða skipaður, geti sett fram kröfu um lögræðissviptingu. Þetta getur átt við t.d. ef ætlunin er að koma í veg fyrir að maður öðlist lögræði þegar hann hefur aldur til, ætlunin er að framlengja tímabundna sviptingu eða þegar aðili hefur aðeins verið sviptur fjárræði eða aðeins sjálfræði, en ætlunin er að svipta hann frekara lögræði. Einnig er gert ráð fyrir að ráðsmaður varnaraðila, sbr. IV. kafla, geti sett fram kröfu um lögræðissviptingu. Í 2. mgr. 48. gr. segir að sú skylda hvíli á ráðsmanni að vekja athygli yfirlögráðanda á því ef skjólstæðingur ráðsmanns uppfyllir ekki lengur þau skilyrði sem kveðið er á um í 33. gr. Yfirlögráðandi skal þá taka ákvörðun um hvort ráðsmanni skuli þá þegar veitt lausn frá störfum eða hvort beðið skuli úrskurðar í fjárræðissviptingarmáli. Þykir rétt í ljósi þessa ákvæðis, sem og þess að ráðsmaður hefur oft mikil tengsl við skjólstæðing sinn og því oft á tíðum vel bær til að meta hvort nauðsynlegt sé að svipta hann lögræði, að ráðsmaður geti verið sóknaraðili í lögræðissviptingarmáli.
     C-liður tekur til útarfa er næstir standa til arfs vegna þess að nánari skyldmenni eru ekki til, svo og bréferfingja þegar erfðaskrá er ekki afturtæk, annaðhvort sökum þess að arfleifandi hefur skuldbundið sig til þess að taka erfðaskrá ekki aftur eða hann er ekki lengur hæfur til að afturkalla hana, t.d. vegna ellisljóleika, geðveiki eða af öðrum ástæðum. Eins og fram kemur í þeim upplýsingum, sem er að finna í töflu VI hér á eftir hefur ekki komið til að sóknaraðild hafi verið byggð á b- eða c-lið 5. gr. gildandi lögræðislaga. Þrátt fyrir það telur nefndin að ástæða sé til að hafa þær heimildir í lögræðislögum.
    Í d-lið er kveðið á um heimild félagsmálastofnunar eða samsvarandi fulltrúa sveitarstjórnar til að setja fram kröfu um lögræðissviptingu þegar talið er réttmætt að gera kröfuna vegna tilmæla aðila sjálfs, vandamanna, læknis hans eða vina, eða vegna vitneskju um hag aðila er fengist hefur á annan hátt. Ákvæðið um sóknaraðild félagsmálastofnunar eða samsvarandi fulltrúa sveitarstjórnar var nýmæli í gildandi lögum. Einkum hefur reynt á þetta ákvæði þegar ekki hefur verið til að dreifa öðrum sóknaraðilum eða aðstandendur hafa ekki treyst sér til að standa að kröfu um lögræðissviptingu. Eins og áður sagði er sóknaraðild félagsmálayfirvalda rýmkuð. Skv. f-lið 1. mgr. 5. gr. gildandi laga er unnt að beina tilmælum til dómsmálaráðuneytisins um að það standi að slíkum málum, en hér er gert ráð fyrir að slíkum tilmælum verði beint til félagsmálayfirvalda í sveitarfélagi varnaraðila. Nefndin telur rétt að heimild til sóknaraðildar dómsmálaráðueytisins verði bundin við þau tilvik þegar gæsla almannahags gerir þess þörf þar sem ráðuneytið annast yfirstjórn mála samkvæmt lögræðislögum. Unnt er að kæra ákvarðanir yfirlögráðenda til ráðuneytisins og gegnir það jafnframt veigamiklu hlutverki í sambandi við nauðungarvistanir sjálfráða manna í sjúkrahúsi. Nefndin telur hins vegar að áfram eigi að vera í lögum ákvæði sem geri ráð fyrir að unnt sé að beina því til opinberra aðila að standa að lögræðissviptingarmáli. Meginhugmyndin að baki heimildinni í f-lið gildandi laga er sú að lögræðissviptingarmál geti verið afar viðkvæm mál fyrir aðstandendur varnaraðila, ekki síður en fyrir hann sjálfan. Með því að setja fram kröfu geti aðstandendur varnaraðila bakað sér óvild hans sem geti haft mjög óheppileg áhrif á samskipti varnaraðila við þá sem næstir honum standa, ekki síst honum sjálfum til tjóns. Munu aðstandendur í mörgum tilfellum veigra sér við því að setja fram kröfu, jafnvel í tilfellum þar sem þess er augljóslega þörf. Í slíkum tilfellum getur verið heppilegt að viðkomandi aðstandendur geti snúið sér til félagsmálayfirvalda í sveitarfélagi varnaraðila og beðið þau um að hlutast til um að reka málið. Þessu til viðbótar gerir ákvæðið ráð fyrir að aðrir aðilar sem þekkja vel til haga varnaraðila, en eiga ekki sóknaraðild, geti borið upp tilmæli við félagsmálayfirvöld um að hlutast til um málarekstur. Félagsmálayfirvöld geta einnig hafist handa um málsókn þótt ekki hafi verið beint til þeirra tilmælum um það ef þau telja skilyrði vera fyrir hendi.
    Í e-lið er dómsmálaráðherra veitt heimild til að setja fram kröfu um lögræðissviptingu. Heimild þessi er þrengri samkvæmt frumvarpinu en gildandi lögum því að hér er gert ráð fyrir að slík krafa verði einungis sett fram þegar gæsla almannahags gerir þess þörf, sbr. framangreint. Eins og fram kemur í töflu VI hefur einungis sjö sinnum reynt á þessa heimild í gildistíð gildandi lögræðislaga.
    Í 3. mgr. er gert ráð fyrir að maður geti sjálfur óskað eftir því að verða sviptur lögræði, enda eigi c-liður 4. gr. við um hagi hans. Er þetta óbreytt 2. mgr. 5. gr. gildandi lögræðislaga.
    Í töflum þeim sem hér fylgja er í fyrsta lagi að finna upplýsingar um aldur varnaraðila í málum til sviptingar lögræðis tímabilið 1. júlí 1984 til 31. desember 1995. Í öðru lagi eru upplýsingar um kyn varnaraðila og í þriðja lagi um sóknaraðila skv. 5. gr. gildandi lögræðislaga:

TAFLA IV
Aldur varnaraðila.

Aldur* Fjöldi Hlutfall
16-20 ára 18 7,8%
21-30 ára 40 17,4%
31-40 ára 31 13,5%
41-50 ára 27 11,7%
51-60 ára 19 8,3%
61-70 ára 22 9,6%
71-80 ára 29 12,6%
81-90 ára 36 15,6%
91-100 ára 8 3,5%
Samtals 230 100%

*Aldur er reiknaður miðað við fæðingarár varnaraðila, ekki við fæðingardag. Þar af leiðandi geta verið skekkjur í töflunni. Yngstu varnaraðilar í málunum voru 16 ára. Elsti varnaraðili í lögræðissviptingarmáli var 94 ára gamall.


TAFLA V
Kyn varnaraðila.

Ár Karl Kona Samtals
1984 3 (75%) 1 (25%) 4
1985 7 (54%) 6 (46%) 13
1986 5 (50%) 5 (50%) 11
1987 7 (50%) 7 (50%) 14
1988 9 (43%) 12 (57%) 21
1989 11 (55%) 9 (45%) 20
1990 11 (48%) 12 (52%) 23
1991 14 (56%) 11 (44%) 25
1992 14 (56%) 11 (44%) 25
1993 18 (62%) 11 (38%) 29
1994 10 (45%) 12 (55%) 22
1995 12 (50%) 12 (50%) 24
Samtals 121 (52,6%) 109 (47,4%) 230


TAFLA VI
Sóknaraðilar skv. 5. gr. lögræðislaga, nr. 68/1984.

Ár a-liður b-liður c-liður d-liður e-liður f-liður 2.mgr. uppl.v. *
1984 4 0 0 0 0 0 0 0
1985 10 0 0 0 0 2 0 1
1986 7 0 0 0 1 1 1 0
1987 11 0 0 0 1 0 2 0
1988 18 0 0 0 0 2 1 0
1989 17 0 0 2 1 0 0 0
1990 17 0 0 1 3 0 2 0
1991 19 0 0 0 3 0 2 1
1992 16 0 0 1 6 1 1 0
1993 24 0 0 1 1 1 2 0
1994 18 0 0 1 3 0 0 0
1995 19 0 0 0 4 0 1 0
Samt. 180 0 0 6 23 7 12 2

* Upplýsingar vantar.

Um 8. gr.

    Í greininni er mælt fyrir um form og efni kröfu. Krafa skal ávallt vera skrifleg. Í kröfu á að tilgreina sérstaklega hvort krafist er lögræðissviptingar að öllu leyti eða aðeins fjárræðis- eða sjálfræðissviptingar. Einnig skal tilgreina hvort krafist er tímabundinnar sviptingar og ef um kröfu um fjárræðissviptingu er að ræða skal tilgreina hvort hún taki til allra eigna viðkomandi eða nánar tilgreindra eigna.
    Gert er ráð fyrir að sóknaraðili leggi ávallt fram læknisvottorð með kröfu um lögræðissviptingu ef því verður við komið að afla slíks vottorðs, annaðhvort heimilislæknis varnaraðila eða sérfræðings sem hefur annast hann. Ef ekki reynist unnt að afla slíks vottorðs getur dómari við rannsókn máls aflað læknisvottorðs eins og nánar er reifað í athugasemdum um 11. gr. Er því lagt til að með kröfu um lögræðissviptingu fylgi upplýsingar um heimilislækni varnaraðila og þá sérfræðinga, oftast geðlækna, sem hann kann að hafa leitað til ef sóknaraðili hefur vitneskju um slíkt. Þetta er þó ekki nauðsynlegt ef vottorð heimilislæknis eða sérfræðings fylgir kröfu um lögræðissviptingu. Einnig er lagt til að í kröfu sé getið um nöfn og heimilisföng maka varnaraðila eða sambúðarmaka, lögráða barna hans og foreldra og upplýsinga um hvort þessum aðilum sé kunnugt um kröfuna um lögræðissviptingu. Það að þessar upplýsingar liggi fyrir við upphaf málsmeðferðar er til þess fallið að auðvelda dómara rannsókn málsins og flýta meðferð þess, auk þess sem vænta má að dómari tilkynni nánum aðstandendum varnaraðila um kröfuna ef þeim er ókunnugt um hana. Að öðru leyti þarfnast greinin ekki skýringa.

Um 9. gr.

    Mál til sviptingar lögræðis eru rekin fyrir héraðsdómi. Um varnarþing gildir sú meginregla samkvæmt þessari grein að bera skuli upp kröfu fyrir héraðsdómara í umdæmi þar sem sá er krafa beinist gegn á lögheimili. Ef lögheimili og fastur dvalarstaður fara ekki saman skal þó bera fram kröfu í þeirri þinghá þar sem varnaraðili dvelst. Fram kemur í 1. mgr. 1. gr. laga um lögheimili, nr. 21/1990, að lögheimili manns sé sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu. Í 3. mgr. sömu greinar segir hins vegar að dvöl í gistihúsi, fangelsi, vinnuhæli, sjúkrahúsi, athvarfi, heimavistarskóla, verbúð, vinnubúðum eða öðru húsnæði, sem jafna megi til þessa, sé ekki ígildi fastrar búsetu. Þá kemur fram í 4. mgr. 4. gr. sömu laga, sbr. lög nr. 35/1994, að manni, sem flyst á dvalarheimili aldraðra, sé heimilt í allt að 18 mánuði frá flutningi að eiga áfram lögheimili í því sveitarfélagi sem hann hafði fasta búsetu í áður. Ljóst má vera að oft muni maður, sem krafist er að verði sviptur lögræði, heyra undir ákvæði 3. mgr. 1. gr. laganna um dvöl í sjúkrahúsi eða ákvæði 4. mgr. 4. gr. um dvalarheimili aldraðra. Þegar þannig hagar til er augsýnilega heppilegra að reka málið í þeirri þinghá þar sem varnaraðili hefur fastan dvalarstað ef hann er annar en þar sem lögheimili hans er. Ef svo ólíklega vill til að hvorki er kunnugt um lögheimili varnaraðila né fastan dvalarstað skal bera kröfu upp við héraðsdóm Reykjavíkur.
    Í töflum VII og VIII, sem hér fylgja, koma fram upplýsingar fyrir tímabilið 1. júlí 1984 til 31. desember 1995 um annars vegar búsetu varnaraðila, þ.e. hvort viðkomandi bjó á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni, og hins vegar upplýsingar um það hvort viðkomandi dvaldi á heimili sínu eða stofnun þegar krafa var sett fram:

TAFLA VII
Búseta varnaraðila.

Ár Höfuðborg.svæðið Landsbyggðin Samtals
1984 3 (75%) 1 (25%) 4
1985 9 (69%) 4 (31%) 13
1986 10 (100%) 0 10
1987 6 (43%) 8 (57%) 14
1988 19 (90%) 2 (10%) 21
1989 10 (50%) 10 (50%) 20
1990 20 (87%) 3 (13%) 23
1991 19 (76%) 6 (24%) 25
1992 18 (72%) 7 (28%) 25
1993 22 (76%) 7 (24%) 29
1994 10 (45%) 12 (55%) 22
1995 15 (63%) 9 (38%) 24
Samtals 161 (70%) 69 (30%) 230


TAFLA VIII
Dvalarstaður varnaraðila.

Ár Heimili Stofnun Samtals
1984 1 (25%) 3 (75%) 4
1985 3 (23%) 10 (77%) 13
1986 3 (30%) 7 (70%) 10
1987 6 (43%) 8 (57%) 14
1988 5 (24%) 16 (76%) 21
1989 6 (30%) 14 (70%) 20
1990 12 (52%) 11 (48%) 23
1991 6 (24%) 19 (76%) 25
1992 8 (32%) 17 (68%) 25
1993 11 (39%) 17 (61%) 28*
1994 5 (23%) 17 (77%) 22
1995 6 (25%) 18 (75%) 24
Samtals 72 (31,5%) 157 (68,5%) 229*

* Upplýsingar vantar um dvalarstað í einu tilfelli.

Um 10. gr.

    Í 1. mgr. er mælt fyrir um að mál til sviptingar lögræðis sæti almennri meðferð einkamála, sbr. lög um meðferð einkamála, nr. 91/1991, með þeim frávikum sem í frumvarpinu greinir.
    Í 2. mgr. er lagt fyrir héraðsdómara að taka kröfu fyrir svo fljótt sem unnt er. Er þetta í samræmi við ákvæði 6. mgr. um hraða málsmeðferð.
    Í 3. mgr. er fjallað um skipun verjanda. Lagt er til að varnaraðili skuli ávallt njóta liðsinnis verjanda, og sé dómara því skylt að skipa honum verjanda samkvæmt ákvæðum laga um meðferð opinberra mála nema varnaraðili hafi sjálfur ráðið sér lögmann til að gæta réttar síns. Hér er um að ræða ríkari skyldur til skipunar verjanda en ákvæði 2. mgr. 7. gr. gildandi lögræðislaga mælir fyrir um. Þykir þetta í betra samræmi við ákvæði 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, en ákvæði 2. mgr. 7. gr. gildandi laga.
    Hlutverk verjanda er að koma fram fyrir hönd varnaraðila í lögræðissviptingarmálinu og veita honum liðsinni sitt. Því er gert ráð fyrir að verjandi kynni sér af eigin raun ástand skjólstæðings síns og hafi samráð við hann eftir því sem unnt er. Ef verjandi samþykkir kröfu um lögræðissviptingu eða mótmælir henni a.m.k. ekki hefur sú afstaða hans eflaust áhrif á sönnunarfærslu í sviptingarmálinu, en leysir dómara þó ekki undan rannsóknarskyldu sinni.
    Í niðurlagi 3. mgr. er að finna það nýmæli að dómari getur skipað sóknaraðila talsmann ef hann óskar eftir því. Með talsmanni er hér átt við lögmann og er lagt til í 17. gr. að þóknun honum til handa skuli greidd úr ríkissjóði. Krafa um lögræðissviptingu er oftast borin fram af nánum aðstandanda þess sem krafist er að verði sviptur lögræði eins og fram kemur í töflu VI að framan. Slík mál eru undantekningarlítið ákaflega viðkvæm fyrir aðstandendur, ekki síður en varnaraðila sjálfan, eins og reifað er í athugasemdum um 7. gr., og því erfitt fyrir þá að koma fram í dómi, stundum augliti til auglitis við varnaraðila sjálfan. Af þeim sökum aðallega er lagt til að dómari geti skipað sóknaraðila talsmann ef hann óskar eftir því.
    Í 4. mgr. segir að munnlegur málflutningur fari ekki fram í máli til sviptingar lögræðis nema dómari telji þess þörf og ákveði að svo skuli vera. Að öðrum kosti skuli dómari gefa lögmanni varnaraðila kost á að leggja fram skriflega vörn áður en mál er tekið til úrskurðar. Með þessu ákvæði er það lagt í mat dómara hvort munnlegur málflutningur skuli fara fram. Slíkt er í mörgum tilvikum óþarft, t.d. þegar varnaraðili fellst á kröfu sóknaraðila eða verjandi telur engum vörnum við verða komið vegna ástands varnaraðila. Ákvörðun sína tekur dómari eftir samráð við aðila máls, ef því verður við komið. Dómari hefur þannig mjög frjálsar hendur við ákvarðanatöku um meðferð máls þar sem nauðsynlegt er að henni verði hagað með þeim hætti að niðurstaða lögræðissviptingarmáls liggi fyrir svo fljótt sem verða má, enda er kveðið á um í 6. mgr. að hraða beri meðferð máls til sviptingar lögræðis svo sem kostur er.
    Í 5. mgr. er kveðið á um að þinghöld í máli til sviptingar lögræðis skuli fara fram fyrir luktum dyrum. Mál til sviptingar lögræðis eru persónuleg og mjög viðkvæm og því ástæða til að lögfesta slíkt ákvæði til að hlífa aðilum og vandamönnum þeirra.
    Í 6. mgr. er kveðið á um að dómara beri að hraða meðferð máls til sviptingar lögræðis svo sem kostur er. Ljóst er að manni, sem krafist er að verði sviptur þeim mannréttindum að fara sjálfur með lögráð sín, er brýn þörf á að niðurstaða máls liggi fyrir svo fljótt sem kostur er. Einnig er ljóst að ef skilyrði lögræðissviptingar eru fyrir hendi ber nauðsyn til að skipa megi þeim sem svipta þarf lögræði lögráðamann svo fljótt sem við verður komið.
    7. mgr. er óbreytt 3. mgr. 6. gr. gildandi laga og þarfnast ekki skýringa.

Um 11. gr.

    Ákvæði 11. gr. fela í sér umtalsverð frávik frá almennum reglum um meðferð einkamála þar sem gert er ráð fyrir töluverðum afskiptum dómara við gagnaöflun og rannsókn máls ef þörf krefur. Er beinlínis tekið fram í 1. mgr. að dómara beri að tryggja að mál sé nægjanlega upplýst áður en hann kveður upp úrskurð sinn. Dómari getur því ekki reist úrskurð eingöngu á gögnum sem sóknaraðili leggur fram, nema hann telji jafnframt að málið sé nægjanlega upplýst samkvæmt þeim gögnum. Rannsókn dómara lýtur að því að kanna hvort öllum skilyrðum til lögræðissviptingar, sem reifuð eru í athugasemdum með 4. gr., sé fullnægt. Ákvæðum 2., 3., 4. og 6. mgr. þessarar greinar, sem nánar er fjallað um hér á eftir, er ætlað að tryggja að dómari hafi þau úrræði sem nauðsynleg eru til rannsóknar máls. Ekki þarf að fjölyrða um nauðsyn þess að niðurstaða máls til sviptingar lögræðis sé byggð á traustum grunni.
    Í 2. mgr. er sérstaklega tekið fram að dómari geti sjálfur aflað sönnunargagna, svo sem læknisvottorðs, ef slíkt vottorð hefur ekki fylgt kröfu um lögræðissviptingu, og annarra gagna sem hann telur þörf á. Er því gert að skilyrði að ávallt skuli í máli til sviptingar lögræðis liggja fyrir vottorð læknis um hin læknisfræðilegu skilyrði 4. gr. ef því verður við komið. Ljóst er að læknisvottorð eru að jafnaði mikilvægustu sönnunargögnin í málum til sviptingar lögræðis. Eins og áður greinir skal í læknisvottorði gerð grein fyrir því hvort varnaraðili er haldinn einhverjum þeim sjúkdómi eða í slíku ástandi sem er skilyrði lögræðissviptingar skv. 4. gr., ásamt sjúkdómsgreiningu, ef unnt er, eða ítarlegri lýsingu á ástandi varnaraðila. Einnig er rétt að komi fram ef ástand varnaraðila er með þeim hætti að tilgangslaust sé að kalla hann fyrir dóm í því skyni að kynna honum kröfuna og gefa honum kost á að tjá sig um hana, sbr. 2. málsl. 2. mgr. Þrátt fyrir að hlutverk læknis þess er vottorð gefur sé fyrst og fremst að lýsa því sem að framan greinir hafa læknisvottorð einnig oft að geyma lýsingu á því hvort varnaraðili er að mati læknisins fær um að ráða persónulegum högum sínum eða fé.
    Ekki er talið rétt að gera þá kröfu að læknisvottorð sé ávallt gefið af sérfræðingi, t.d. geðlækni, þótt um geðsjúkdóm sé að ræða. Heimilislæknir varnaraðila er sá læknir sem oftast þekkir best til ástands hans og gera verður ráð fyrir að oft verði leitað til heimilislæknis til útgáfu vottorðs.
    Þegar litið er til þess á hvaða grundvelli læknisvottorð byggist verður að gera þá kröfu að læknir hafi nýlega skoðað eða a.m.k. rætt við varnaraðila, ef því verður við komið, og í langflestum tilvikum er ekki við vanda að stríða hvað þetta snertir. Eins og fram kemur í töflu VIII að framan dvaldi varnaraðili á stofnun í 68,5% tilfella í lögræðissviptingarmálum á tímabilinu frá 1. júlí 1984 til 31. desember 1995 og í flestum öðrum tilvikum en þeim er varnaraðili dvelst á stofnun má búast við að hann reynist samvinnufús um læknisskoðun, eftir atvikum fyrir tilstilli verjanda síns. Ef varnaraðili hins vegar neitar alfarið að hlíta læknisskoðun verður að byggja á eldri læknisfræðilegum gögnum, t.d. sjúkraskrám sjúkrahúss sem hann hefur dvalið á eða upplýsingum heimilislæknis hans frá fyrri tíð. Ef svo ólíklega vill til að engin læknisfræðileg gögn eru til um varnaraðila og hann hafnar læknisskoðun verður dómari að byggja niðurstöðu sína í máli til sviptingar lögræðis á öðrum gögnum en læknisvottorði.
    Rétt er að taka fram að dómari er að sjálfsögðu ekki bundinn af því sem fram kemur í læknisvottorði, t.d. mati læknis á því hvort varnaraðili er fær um að ráða persónulegum högum sínum eða fé, þótt efni læknisvottorðs, einkum um skilgreiningu sjúkdóms, sé afar mikilvægt sönnunargagn í máli til sviptingar lögræðis. Ef dómari telur rétt getur hann kallað eftir vottorði annars læknis eða sérfræðings, ef heimilislæknir varnaraðila hefur gefið vottorð, og einnig getur hann kallað lækni fyrir dóm til skýrslugjafar og fyllingar á fyrirliggjandi vottorði. Skylda lækna til að veita dómstóli upplýsingar um varnaraðila byggist á í 6. mgr. þessarar greinar.
    Vegna kostnaðar við útgáfu læknisvottorða er bent á ákvæði 1. mgr. 17. gr. þar sem fram kemur að sá kostnaður skuli greiddur úr ríkissjóði.
    Varðandi læknisvottorð, sem gefin eru út vegna mála til sviptingar lögræðis, er loks tekið fram að gert er ráð fyrir að dómsmálaráðuneytið, að höfðu samráði við heilbrigðisráðuneytið, muni gefa út eyðublöð til notkunar við gerð slíkra vottorða eins og gert hefur verið vegna nauðungarvistana manna í sjúkrahúsum og nánar er fjallað um í athugasemdum við III. kafla.
    Með öðrum gögnum í 1. málsl. 2. mgr. er átt við önnur skrifleg gögn en læknisvottorð sem dómari telur þörf á að kalla eftir við rannsókn máls. Hér undir mundi t.d. heyra vottorð frá stofnun fyrir aldraða sem varnaraðili dvelur á. Starfsfólk slíkra stofnana þekkir að jafnaði vel til vistmanna sem þar dvelja og hefur oftast traustan grundvöll til að byggja umsögn um þá á og getur slík umsögn því verið dómara mikilvægt gagn við rannsókn máls. Einnig er hér átt við skrifleg gögn frá ýmsum stofnunum o.fl. sem fjallað er um í athugasemdum um 6. mgr.
    Skv. 2. málsl. 2. mgr. skal dómari kalla varnaraðila fyrir dóm, kynna honum kröfuna og gefa honum kost á að tjá sig um hana, nema ástandi hans sé svo háttað samkvæmt vottorði læknis að það sé tilgangslaust. Gert er ráð fyrir að dómari gefi varnaraðila kost á að bera fram ósk um hver verði skipaður verjandi hans í sama þinghaldi, sbr. 3. mgr. 10. gr. Ákvæði 2. málsl. 2. mgr. er í samræmi við 2. málsl. 1. mgr. 7. gr. gildandi lögræðislaga að öðru leyti en því að í stað þess að gera kröfu um að vottorð stafi frá yfirlækni á sjúkrahúsi eða öðrum embættislækni er nægilegt að fyrir liggi vottorð ótilgreinds læknis, t.d. heimilislæknis varnaraðila. Er það talið nægilegt þegar litið er til hinnar ríku skyldu dómara til að kynna sér ástand varnaraðila af eigin raun á dvalarstað hans ef ekki er unnt að kveðja hann fyrir dóm, sbr. 4. mgr.
    Boðun varnaraðila fyrir dóm skal fara fram svo fljótt sem við verður komið eftir að dómstóli berst krafa um lögræðissviptingu, sbr. 2. mgr. 10. gr. Varnaraðili á að sjálfsögðu rétt á að tjá sig um málið en rannsóknartilgangur þess að boða hann fyrir dóm er tvíþættur. Í fyrsta lagi er hann sá að unnt sé að kanna afstöðu varnaraðila til sviptingarkröfunnar þar sem afstaða hans getur haft áhrif á frekari meðferð málsins, einkum sönnunarfærslu, þótt dómari sé ekki bundinn af afstöðu varnaraðila eins og áður er fram komið. Í öðru lagi er tilgangurinn sá að dómari geti af eigin raun kynnt sér ástand varnaraðila. Í niðurlagi 2. mgr. segir loks að dómari skuli kveðja sóknaraðila og vitni fyrir dóm ef þess er þörf. Nauðsynlegt kann að vera að afla frekari upplýsinga hjá sóknaraðila en fram koma með kröfu hans um lögræðissviptingu varnaraðila og einnig kann að bera nauðsyn til að kveðja til vitni vegna rannsóknar máls.
    Í 3. mgr. segir að sinni varnaraðili ekki kvaðningu dómara um að koma fyrir dóm geti dómari leitað liðsinnis lögreglu við að sækja hann, og er lögreglu skylt að verða við slíkum fyrirmælum dómara. Er hér einkum átt við þau tilvik er varnaraðili er fullfær um að mæta sjálfur fyrir dómi, en skirrist við slíkt af einhverjum ástæðum. Er talið nauðsynlegt að unnt sé að færa varnaraðila fyrir dómara, jafnvel nauðugan, þegar þannig hagar til, í því skyni að skapa traustan grundvöll að niðurstöðu dómara í jafnmikilvægu máli og mál til sviptingar lögræðis er. Þegar á allt er litið er það einnig í þágu varnaraðila sjálfs að dómari eigi kost á að kanna afstöðu hans til kröfu um lögræðissviptingu og meta ástand hans.
    Í 4. mgr. er kveðið á um að ef ekki sé unnt að kveðja varnaraðila fyrir dóm skuli dómari fara á þann stað þar sem varnaraðili dvelur og kynna sér ástand hans af eigin raun. Setur dómari þá þing á dvalarstað varnaraðila og færir nauðsynlegar upplýsingar í þingbók. Gert er ráð fyrir að dómari kalli annaðhvort aðila fyrir dóm eða fari á þann stað þar sem hann dvelur, nema í algjörum undantekningartilvikum þegar dómari telur ótvírætt að slíkt þjóni engum tilgangi. Þótt ákvæði þessa efnis hafi ekki verið í lögum fram að þessu er það í samræmi við algenga framkvæmd við rekstur þessara mála. Ákvæðið er liður í því að mál verði vandlega upplýst áður en úrskurður er kveðinn upp.
    Í 5. mgr. segir að dómari geti ef hann telur þess þörf mælt svo fyrir um að varnaraðila sé óheimilt að vera viðstaddur skýrslugjöf sóknaraðila og vitnisburð vitna, að nokkru eða öllu leyti. Slík ákvörðun dómara getur t.d. byggst á því að telja megi að upplýsingar um varnaraðila geti reynst honum sjálfum óbærilegar, t.d. lýsing á sjúkdómi sem hann er haldinn eða að nærvera varnaraðila geti orðið sóknaraðila eða vitni sérstaklega til íþyngingar eða geti haft áhrif á framburð þess. Ákveði dómari að varnaraðila sé óheimilt að vera viðstaddur skýrslugjöf eða vitnaleiðslur fyrir dómi er nauðsynlegt að hann kynni varnaraðila ávallt hvað fram hafi komið við skýrslugjöfina eða vitnisburðinn sem máli skiptir, nema slíkt sé auðsýnilega tilgangslaust eða stríði gegn þeim hagsmunum sem leiddu til ákvörðunar dómara.
    Í 6. mgr. er mælt fyrir um skyldu allra þeirra sem vegna starfa sinna geta veitt upplýsingar um varnaraðila sem dómari telur að skipt geti máli fyrir úrslit málsins til að veita honum þær og láta honum í té þau gögn um varnaraðila sem dómari krefst. Hér undir heyra opinberar stofnanir og aðrar stofnanir, t.d. viðskiptabankar, sparisjóðir, skattyfirvöld, lögregla, sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir og enn fremur einstaklingar, t.d. sjálfstætt starfandi sérfræðingar eins og læknar, sálfræðingar, lögmenn og löggiltir endurskoðendur.

Um 12. gr.

    Samkvæmt 1. mgr. skal svipting lögræðis ekki ganga lengra en dómari telur þörf á í hverju einstöku máli. Dómari getur þannig komist að þeirri niðurstöðu að aðeins skuli svipta mann sjálfræði eða fjárræði, enda þótt krafist hafi verið fullrar lögræðissviptingar. Þá getur hann ákveðið að tímabinda sviptingu þótt krafist hafi verið ótímabundinnar sviptingar, og enn fremur getur hann ákveðið að svipting skuli standa skemur en krafist er. Dómari getur einnig ákveðið að fjárræðissvipting nái einungis til nánar tilgreindra eigna þótt krafist hafi verið ótakmarkaðrar fjárræðissviptingar. Ákvæðið byggir á meðalhófsreglu og á að tryggja að dómari beiti ekki þyngra úrræði en telja má að nægi til að ná markmiðum sviptingarinnar eins og reifað er í almennum athugasemdum um efni II. kafla. Tekið skal fram að dómari getur aldrei gengið lengra í skerðingu persónuréttinda varnaraðila en sóknaraðili krefst.
    Í 2. mgr. er mælt fyrir um að dómari skuli leggja úrskurð á mál áður en liðnir eru þrír sólarhringar frá því að mál var tekið til úrskurðar. Um form og efni úrskurðar fer samkvæmt ákvæðum laga um meðferð einkamála, sbr. 1. mgr. 10. gr. frumvarpsins. Í lögum um meðferð einkamála segir í 3. mgr. 112. gr. að úrskurður skuli vera skriflegur og skráður í þingbók eða dómabók. Í 4. mgr. 112. gr. segir að feli úrskurður í sér lokaniðurstöðu skuli forsendur fylgja úrskurðarorði með sama hætti og ef um dóm væri að ræða, en um það er fjallað í 114. gr. laganna. Samkvæmt henni skulu koma fram í dómi heiti og númer máls, svo og hvar og hvenær dómur er upp kveðinn, og síðan skal í forsendum greina hvenær mál var höfðað og dómtekið, nöfn og heimili aðila, kröfur aðila, stutt yfirlit um atvik að baki máli og ágreiningsefni í því, helstu málsástæður aðila og réttarheimildir sem þeir byggja á, rökstudda niðurstöðu um sönnunaratriði og lagaatriði, athugasemdir um rekstur máls og réttarfarssektir, málskostnað og loks nöfn dómenda og hver sé dómsformaður ef dómur er fjölskipaður, svo og starfsheiti meðdómsmanna.
    Í töflu IX er að finna upplýsingar um þann tíma sem leið frá því að beiðni um sviptingu sjálfræðis, fjárræðis eða lögræðis kom fram og þar til úrskurður var kveðinn upp, fyrir tímabilið 1. júlí 1984 til 31. desember 1995.

TAFLA IX
Tímalengd frá því að beiðni kom fram þar til úrskurður var upp kveðinn.

Vikur 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995
1 1 3 2 2 4 5 6 1 1 4
2 2 3 2 6 3 3
3 3 2 3 3 4 2 2 4 3
4 1 2 5 4 2 3 4 3 2 3
5 1 1 2 2 3 3 2
6 3 2 1 1 2 1 3 1 2 3 2 1
7 1 1 1 1 1 1 2 4
8 2 3 1 1 2 2 3 3
9 1 2 1 1 1
10 1 1 2
11 1 1 1 1
12 2 1 2 1 1 1
13 1 1 1
14 1 1 1
15
16 1 1
17 1 1
18 1 1 1
19 1
20 1 1 1 1 1
21
22 1
23 1 1
24
25
26 1
36 1
? * 1 1 1 2 2 2 1 3 2

* Í umræddum tilvikum komu ekki fram í dómi upplýsingar um hvenær beiðni um sviptingu kom fram eða hvenær mál var þingfest.


Um 13. gr.

    Í 13. gr. er að finna ákvæði um þau tímamörk sem réttaráhrif lögræðissviptingar teljast frá. Skv. 1. mgr. teljast réttaráhrif sjálfræðissviptingar frá uppkvaðningu úrskurðar um sviptingu. Frá þessari reglu eru engar undantekningar. Af því leiðir að þetta á einnig við um grandlausa viðsemjendur sjálfræðissvipts manns. Þessi fortakslausa regla er í samræmi við þann skilning sem lagður hefur verið í 2. mgr. 22. gr. gildandi lögræðislaga. Í 2. og 3. mgr. 13. gr. er kveðið á um réttaráhrif fjárræðissviptingar. Í því tilfelli teljast réttaráhrif úrskurðar frá uppkvaðningu hans gagnvart hinum fjárræðissvipta sjálfum og þeim sem vissu eða máttu vita um sviptinguna. Um réttaráhrif úrskurðar um fjárræðissviptingu gagnvart grandlausum viðsemjendum, sbr. 3. mgr., fer samkvæmt ákvæðum 2. og 3. mgr. 76. gr.


Um 14. gr.

    Í 14. gr. er að finna mun ítarlegri reglur um birtingu og skráningu úrskurðar um lögræðissviptingu en eru í gildandi lögum.
    Fram kemur í 1. mgr. að ekki megi birta almenningi á nokkurn hátt annað af því sem fram hefur komið í máli til sviptingar lögræðis en úrskurðinn. Er þetta í samræmi við ákvæðið í 5. mgr. 10. gr. um að þinghöld í máli til sviptingar lögræðis skuli fara fram fyrir luktum dyrum. Bæði eru ákvæði þessi til verndar varnaraðila og aðstandendum hans.
    Í 2. mgr. er mælt fyrir um skyldu verjanda varnaraðila til þess að kynna honum niðurstöðu úrskurðar dómara í máli til sviptingar lögræðis. Skylda verjanda er óháð því hver niðurstaða dómara er í málinu. Með undantekningunni í niðurlagi 2. mgr. er átt við að ekki sé nokkrum vafa undirorpið að varnaraðili geti ekki gert sér grein fyrir þýðingu úrskurðarins, t.d. ef hann er rænulaus eða í dái.
    Í 3. mgr. er mælt fyrir um að dómari skuli svo fljótt sem við verður komið senda staðfest endurrit úrskurðar um sviptingu lögræðis með ábyrgðarbréfi eða á annan jafntryggan hátt til dómsmálaráðuneytisins. Jafnframt skal dómari senda staðfest endurrit úrskurðarins til yfirlögráðanda í því umdæmi þar sem hinn lögræðissvipti á lögheimili eða þar sem hann hefur fastan dvalarstað, ef dvalarstaður er annar en þar sem hann á lögheimili, með sama hætti, ásamt þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að yfirlögráðandi geti sinnt skyldum sínum skv. 4. mgr. Loks segir að ef hvorki sé kunnugt um lögheimili né fastan dvalarstað hins lögræðissvipta skuli senda staðfest endurrit úrskurðar til yfirlögráðandans í Reykjavík sem er í samræmi við varnarþingsákvæði 9. gr. Ákvæðið um tryggan sendingarmáta er í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis í málinu nr. 1084/1994. Þar segir m.a.:
    „Í lögum nr. 68/1984, ásamt síðari breytingum, kemur hvorki fram, að dóms- og kirkjumálaráðuneytið skuli halda skrá um skipan lögráðamanna né heldur að úrskurðir um lögræðissviptingu skuli sendir á tryggilegan hátt, svo sem í ábyrgðarpósti, til sýslumanns. Þá kemur ekki fram í 8. gr. laganna, hvort dómari skuli senda úrskurð um lögræðissviptingu til sýslumanns í því umdæmi, þar sem hinn lögræðissvipti á lögheimili, eða þar sem úrskurðurinn gengur.
    Með tilliti til mikilvægis þess, að lög, sem kveða á um íhlutun um persónuréttindi manna, mæli með skýrum hætti fyrir um framkvæmd þeirra mála, tel ég rétt, að um ofangreind atriði verði tekin skýr ákvæði í lög. Mælist ég því til þess, að framangreind atriði verði tekin til athugunar við samningu frumvarps til nýrra lögræðislaga.“
    Í 3. mgr. er enn fremur mælt fyrir um að niðurstöðu úrskurðar um fjárræðissviptingu, sem ekki er bundin við tilteknar eignir, skuli birta í Lögbirtingablaði svo fljótt sem við verði komið. Í þessu felst að ef um sviptingu fjárræðis er að ræða, sem einungis tekur til tilgreindra eigna, ber ekki að birta niðurstöðuna í Lögbirtingablaði. Ef einstaklingur er sviptur lögræði, þ.e. bæði sjálfræði og fjárræði, skal einungis birta í Lögbirtingablaði tilkynningu um að viðkomandi hafi verið sviptur fjárræði.
    Í 4. mgr. er kveðið á um til hvaða ráðstafana yfirlögráðanda ber að grípa þegar honum hefur verið tilkynnt um úrskurð dómara um fjárræðissviptingu.
    Í a-lið segir að þinglýsa skuli úrskurði um fjárræðissviptingu ef hinn fjárræðissvipti er skráður eigandi fasteignar, loftfars eða skráningarskylds skips eða ökutækis. Hér er um að ræða eignir sem skylt er að skrá opinberlega. Þinglýsing úrskurðar um fjárræðissviptingu hefur þau áhrif að ráðstöfunarheimildir hins fjárræðissvipta yfir viðkomandi eign eru takmarkaðar gagnvart grandlausum viðsemjendum, sbr. 13. og 76. gr.
    Í b-lið segir að yfirlögráðandi skuli skrá athugasemd um fjárræðissviptingu á viðskiptabréf sem hinn fjárræðissvipti er eigandi að við sviptinguna og að hið sama gildi um viðskiptabréf sem lögráðamaður kann að kaupa síðar fyrir skjólstæðing sinn. Yfirlögráðandi skal að jafnaði sjá til þess sjálfur að skrá umrædda athugasemd, en ef bréfið er í vörslum lánastofnana ætti tilkynning með tryggum hætti og beiðni um slíka skráningu að nægja.
    Í c-lið segir síðan að reki hinn fjárræðissvipti atvinnu sem geta ber eða getið er á firmaskrá skuli skrá athugasemd um úrskurðinn í firmaskrá.
    Í d-lið er mælt fyrir um tilkynningu til ýmissa fjármálastofnana ef hinn fjárræðissvipti á fjármuni á innlánsreikningum eða í verðbréfasjóðum og til stjórna félaga sem hann kann að eiga hlut í, t.d. hlutafélags, sameignarfélags eða samvinnufélags. Tilkynning um fjárræðissviptingu með ábyrgðarbréfi eða öðrum sannanlegum hætti er nægileg og þarf yfirlögráðandi ekki að grípa til frekari ráðstafana. Brýnt er að gripið verði til þeirra ráðstafana sem hér greinir svo fljótt sem verða má, enda geta réttaráhrif fjárræðissviptingar verið bundin við að þær hafi verið gerðar, sbr. 13. og 76. gr.
    5. mgr. þarfnast ekki skýringa.
    6. mgr. er í samræmi við niðurlag 1. mgr. 8. gr. gildandi lögræðislaga og þarfnast ekki skýringa.

Um 15. gr.

    Ákvæði 15. gr. um niðurfellingu lögræðissviptingar felur í sér umtalsverðar breytingar frá 9. gr. gildandi lögræðislaga um sama efni, einkum að því er varðar aðild að málum til niðurfellingar sviptingar. Lagt er til í 1. mgr. að allir þeir sem aðild geta átt að máli til lögræðissviptingar skv. 7. gr. geti einnig borið fram kröfu um niðurfellingu sviptingarinnar. Þykir hagsmuna hins lögræðissvipta betur gætt með rýmkaðri heimild til aðildar og einnig verður að telja eðlilegt að nánir aðstandendur hins svipta geti borið fram slíka kröfu þótt þeir hafi ekki átt aðild að lögræðissviptingarmálinu, enda eru það oftast þeir sem mest tengsl hafa við hinn svipta og því best til þess bærir að meta ástand hans.
    Ákvæði 2. mgr. er efnislega óbreytt frá gildandi lögræðislögum, með þeim viðbótum þó sem leiða af nýjum heimildum til að tímabinda lögræðissviptingu.
    Ákvæði 3. mgr. er að mestu leyti efnislega óbreytt frá gildandi lögræðislögum, þó með þeirri breytingu að ekki er gert að algjöru skilyrði að kröfu um niðurfellingu skuli fylgja gögn um breyttar aðstæður hins svipta eða í ákveðnum tilvikum læknisvottorð. Þykir rétt að gera hér sambærilegar kröfur um framlagningu fylgigagna með kröfu um niðurfellingu lögræðissviptingar og gerðar eru í 2. mgr. 8. gr. Skylda til framlagningar gagna, ef unnt er, kemur reyndar fram í 4. mgr. þessarar greinar, þar sem m.a. er vísað til 8. gr., en rétt þykir að þetta komi skýrt fram í texta ákvæðisins, einkum í ljósi þess að oft er krafa um niðurfellingu lögræðissviptingar borin fram af ólöglærðum án aðstoðar lögmanns.
    Í 4. mgr. er tekið fram að þar greind ákvæði II. kafla um sviptingu lögræðis skuli einnig gilda um mál til niðurfellingar lögræðissviptingar. Um er að ræða 8. gr. um form og efni kröfu um lögræðissviptingu og fylgigögn með henni, eins og að framan greinir, 9. gr. um varnarþing og 1.–6. mgr. 10. gr. um málsmeðferð. Ekki er talið rétt að ákvæði 7. mgr. 10. gr. gildi um mál til niðurfellingar lögræðissviptingar og getur því sá sem kröfu um niðurfellingu bar fram ekki afturkallað þá kröfu eftir að hún hefur borist dómstóli. Einnig gildir rannsóknarregla 11. gr. um niðurfellingarmál og 12. gr. um úrlausn máls. Enn fremur gildir 1. mgr. 14. gr. um bann við því að birta almenningi á nokkurn hátt annað af því sem fram hefur komið í máli en úrskurðinn, án leyfis dómara, og 2. mgr. 14. gr. um skyldu talsmanns hins lögræðissvipta, ef hann hefur sjálfur borið fram kröfu, til að kynna honum niðurstöðu úrskurðar dómara. Loks gilda 1., 3. og 4. mgr. 16. gr. um málskot og 17. gr. um málskostnað.
    Í 5. mgr. er að lokum kveðið á um birtingu og skráningu úrskurðar dómara í máli til niðurfellingar lögræðissviptingar ef sá úrskurður breytir eða fellir úr gildi úrskurð um lögræðissviptingu. Ljóst er að ekki er þörf þeirra tilkynninga og skráninga sem mælt er fyrir um í 3.–6. mgr. 14. gr. ef dómari tekur kröfu um lögræðissviptingu ekki til greina að neinu leyti.
    Mikilvægt er að lögræðislög geri ráð fyrir tiltölulega greiðum leiðum og hafi að geyma skýrar reglur um niðurfellingu lögræðissviptingar séu ástæður sviptingar ekki taldar vera til staðar lengur. Byggist það á því að lögræðissvipting er jafnan íþyngjandi ráðstöfun fyrir þann sem henni þarf að sæta og að rétt er að hún standi ekki lengur eða sé víðtækari en þörf krefur.
    Í töflu X koma fram upplýsingar um niðurfellingu sviptinga sjálfræðis, fjárræðis eða lögræðis:

TAFLA X
Niðurfelling lögræðissviptingar.

Ár Sjálfræði Fjárræði Lögræði Samtals
1984 0 0 0 0
1985 0 0 0 0
1986 1 0 0 1
1987 2 0 0 2
1988 0 0 0 0
1989 2 1 0 3
1990 0 1 0 1
1991 1 1 1 3
1992 2 0 0 2
1993 3 0 0 3
1994 2 0 0 2
1995 2 0 0 2
Samtals 15 3 1 19
Um 16. gr.

    Ákvæði 1. mgr. 16. gr. er í samræmi við 1. mgr. 10. gr. gildandi lögræðislaga og þarfnast ekki skýringa.
    Ákvæði 2. mgr. 16. gr. er nokkuð breytt frá 2. mgr. 10. gr. gildandi laga. Í frumvarpinu er skýrt tekið fram að ákvæði 2. mgr. um að málskot fresti ekki réttaráhrifum úrskurða dómara eigi einungis við um úrskurði um lögræðissviptingu. Um aðra úrskurði dómara, t.d. er varða meðferð máls, gilda almennar reglur um meðferð einkamála. Reglan í 2. mgr. hefur í för með sér að úrskurður öðlast þegar gildi og skipa ber hinum svipta, ef um það er að ræða, lögráðamann þegar í stað þótt málshöfðunarfrestur sé ekki liðinn eða úrskurði héraðsdómara hafi verið skotið til Hæstaréttar.
    Í 3. mgr. er mælt fyrir um að hraða beri meðferð máls í Hæstarétti svo sem kostur er. Ákvæðið er í samræmi við 6. mgr. 10. gr. um hraða meðferð máls fyrir héraðsdómi.
    Ákvæði 4. mgr. er efnislega óbreytt 3. mgr. 10. gr. gildandi lögræðislaga með þeim breytingum þó sem leiða af 3.–5. mgr. 14. gr. frumvarpsins.
    Frá 1. júlí 1984 til ársloka 1995 var níu málum um sviptingu lögræðis skotið til Hæstaréttar. Í töflu XI koma fram upplýsingar um dóma Hæstaréttar í kærumálum vegna kröfu um sviptingu sjálfræðis eða lögræðis:

TAFLA XI
Kærur til Hæstaréttar.

Hæstaréttardómur Tegund máls Niðurstaða
1985:411 Sjálfræðissvipting Frávísun
1985:962 Sjálfræðissvipting Frávísun
1987:924 Sjálfræðissvipting Héraðsdómur staðfestur
1990:1232 Lögræðissvipting Frávísun héraðsd. staðfest
1991:236 Sjálfræðissvipting Héraðsdómur staðfestur
1991:718 Sjálfræðissvipting Héraðsdómur staðfestur
1992:515 Lögræðissvipting Héraðsdómur staðfestur
1993:276 Sjálfræðissvipting Héraðsdómur staðfestur
1993:485 Sjálfræðissvipting Héraðsdómur staðfestur


Um 17. gr.

    Ákvæði þetta er í samræmi við 11. gr. gildandi lögræðislaga, sbr. 79. gr. laga nr. 92/1991, að öðru leyti en því að hér er lagt til að kostnaður við öflun læknisvottorða og annarra gagna sem talin er þörf á við rannsókn máls skuli greiddur úr ríkissjóði. Sama skuli eiga við um þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila. Telja verður óeðlilegt að sóknaraðili, sem oftast er náinn aðstandandi þess sem krafist er að verði sviptur lögræði, þurfi að bera kostnað af læknisvottorði og öðrum rannsóknargögnum. Sama á við um þóknun til skipaðs talsmanns.

Um III. kafla.

    Í III. kafla er fjallað um nauðungarvistun sjálfráða manns í sjúkrahúsi vegna alvarlegs geðsjúkdóms eða ofneyslu ávana- og fíkniefna. Kaflinn er að stofni til svipaður III. kafla gildandi lögræðislaga, en í frumvarpinu er jafnframt að finna mikilsverðar breytingar frá gildandi lögum sem hafa það að markmiði að tryggja sem best réttarstöðu þeirra sem sviptir eru frelsi með þessum hætti. Breytingar þessar eiga einnig að tryggja að ákvæði lögræðislaga um nauðungarvistanir séu í samræmi við íslensk stjórnskipunarlög og alþjóðlega mannréttindasáttmála sem Ísland hefur fullgilt eða veitt lagagildi.
    Ákvæði um nauðungarvistun manna í sjúkrahúsi var í 31. gr. lögræðislaga, nr. 95 frá 1947. Samkvæmt þeirri grein þurfti að svipta mann sjálfræði í tengslum við nauðungarvistun auk þess sem samþykki dómsmálaráðuneytisins var einnig krafist. Þó var heimilt að svipta mann frelsi til bráðabirgða, en slík frelsisskerðing mátti ekki vara lengur en í tvo sólarhringa án þess að krafa væri gerð fyrir dómi um sjálfræðissviptingu. Í greinargerð með gildandi lögræðislögum, nr. 68/1984, sem tóku við af lögum nr. 95/1947, segir að framkvæmd þessara mála hafi ekki orðið á þann veg sem lögin mæltu fyrir um, heldur sú að sviptingarbeiðnin ein var látin nægja ásamt vottorði læknis og samþykki dómsmálaráðuneytis, en dómari tók málið ekki strax til meðferðar nema sjúklingurinn óskaði sérstaklega eftir því. Aðalástæðan fyrir þeirri framkvæmd var tillitssemi við sjúklinginn. Í greinargerðinni sagði að allir þeir sem sinntu þessum málum væru sammála um að það væri ómannúðlegt að íþyngja sjúklingum með því að láta þá þurfa að sæta lögræðissviptingu, auk þess sem það virtist óþarflega harkalegt að aðstandendur þyrftu að svipta bráðveikan geðsjúkling sjálfræði til að hægt væri að koma honum í sjúkrahús. Þessu var því breytt með lögum nr. 68/1984 og tekin upp sú regla að ekki má nauðungarvista mann vegna alvarlegs geðsjúkdóms eða ofneyslu ávana- og fíkniefna lengur en í tvo sólarhringa, nema til komi samþykki dómsmálaráðuneytisins. Vistun sem samþykkt hefur verið af dómsmálaráðuneyti lýkur þegar yfirlæknir telur hennar ekki lengur þörf, og eigi síðar en 15 sólarhringum frá því að hún hófst, nema áður hafi verið gerð krafa fyrir dómi um að viðkomandi verði sviptur sjálfræði.
    Gert er ráð fyrir því í þessu frumvarpi að sú regla, sem mótuð var með lögum nr. 68/1984, gildi að meginstefnu til áfram, enda hefur hún að margra mati gefið góða raun, þ.e. að nauðungarvistun standi ekki lengur en í 48 klst. nema til komi samþykki dómsmálaráðuneytis, og vistun sem samþykkt hefur verið af ráðuneytinu standi aldrei lengur en yfirlæknir telur hennar þörf og að henni skuli ljúka eigi síðar en 15 sólarhringum frá því að hún hófst.
    Nýmælin sem felast í þessu frumvarpi eru eins og áður sagði einkum þau að réttarstaða nauðungarvistaðs manns er gerð skýr og ótvíræð. Er það m.a. gert með því að mæla fyrir um rétt hans í öllum tilvikum til að bera nauðungarvistun undir dóm, rétt hans til að njóta ráðgjafar og stuðnings sérstaks ráðgjafa vegna sjúkrahússdvalarinnar auk þess sem skýr ákvæði er að finna um að þvinguð meðferð nauðungarvistaðs manns í sjúkrahúsi sé háð ákvörðunum yfirlæknis nema í neyðartilvikum og að slíka ákvörðun yfirlæknis sé unnt að bera undir dómstóla. Þá má og nefna að í frumvarpinu er að finna reglur um skráningu ýmissa upplýsinga í sjúkraskrá og fleira.
    Ýmsar breytingar sem lagt er til að verði gerðar á gildandi lögum með þessum kafla miða að því að gera reglurnar um nauðungarvistun skýrar og aðgengilegar þeim sem eftir þeim starfa. Þær breytingar, sem miða að því að tryggja sem best mannréttindi frelsissvipts manns, má bæði rekja til ákvæða í nýjum mannréttindakafla í stjórnarskrá Íslands og til alþjóðlegra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að. Hér er einkum um að ræða 67. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 5. gr. stjórnskipunarlaga, nr. 97/1995, 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 9. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Umrædd ákvæði fjalla um réttindi og réttarstöðu manns sem sviptur hefur verið frelsi með einum eða öðrum hætti og eru ákvæði III. kafla frumvarps þessa í samræmi við þau.
    Nefndin, sem samdi frumvarpið að gildandi lögræðislögum, íhugaði að taka úr lögræðislögum ákvæði um vistun manna í sjúkrahúsi án þeirra samþykkis og semja sérstakt frumvarp um slíka vistun en komst að þeirri niðurstöðu að heppilegast væri að ákvæði um þess háttar frelsisskerðingu væru í lögræðislögum. Í greinargerð með lögunum var m.a. á það bent að athugasemdir frá Geðlæknafélagi Íslands hafi borið það með sér að félagið væri eindregið mótfallið því að sett yrðu sérlög um geðveika menn.
    Í öðrum norrænum ríkjum eru í gildi sérlög sem fjalla um nauðungarvistanir geðsjúkra í sjúkrahúsum. Í Danmörku er fjallað um þetta í lögum nr. 331 frá 1989, „Lov om frihedsberøvelse og anden tvang i psykiatrien“, í Svíþjóð í lögum nr. 1991:1128, „Lov om psykiatrisk tvångsvård“, og í Noregi í lögum nr. 2/1961 „Lov om psykisk helsvern“. Þessi lög fjalla hins vegar eingöngu um nauðungarvistun geðsjúkra en ekki nauðungarvistanir manna vegna ofneyslu ávana- og fíkniefna eins og heimilt er samkvæmt gildandi lögræðislögum hér á landi og frumvarpi þessu.
    Nefnd sú sem samið hefur þetta frumvarp telur ekki rétt að ákvæði um nauðungarvistanir verði sett í sérlög. Ástæðan er fyrst og fremst sú að hér eru til umfjöllunar grundvallarmannréttindi, réttur manna til frelsis, og því rétt að ákvæði um frelsisskerðingu séu í lögræðislögum. Lögin heyra undir dóms- og kirkjumálaráðuneytið sem skv. 3. gr. reglugerðar um Stjórnarráð Íslands, nr. 96/1969, fer með mál er varða mannréttindi. Hins vegar er gert ráð fyrir því að ýmis nánari útfærsla á ákvæðum frumvarpsins um nauðungarvistaða menn heyri undir heilbrigðisráðherra, þ.e. setning reglna um hvaða sjúkrahús hafi heimild til að veita þeim mönnum móttöku sem vistaðir eru nauðungarvistun, setning reglna um kynningu á réttarstöðu nauðungarvistaðs manns, um skráningu í sjúkraskrá og um meðferð nauðungarvistaðs manns í sjúkrahúsi.

Um 18. gr.

    Í 18. gr. er skýrt hvað átt er við með nauðungarvistun. Þar kemur fram að bæði er átt við það þegar maður er færður nauðugur í sjúkrahús og haldið þar, og þegar manni, sem dvalið hefur í sjúkrahúsi af fúsum og frjálsum vilja, er haldið þar nauðugum. Hið fyrrnefnda má kalla nauðungarinnlögn og hið síðarnefnda nauðungarhald, en rétt er að árétta að nákvæmlega sömu skilyrði eru fyrir nauðungarinnlögn og nauðungarhaldi; í báðum tilvikum er um að ræða nauðungarvistun samkvæmt ákvæðum þessa kafla.

Um 19. gr.

    Í 19. gr. kemur fram hver skilyrði nauðungarvistunar eru. Í 1. mgr. kemur fram sú meginregla að sjálfráða maður verði ekki vistaður í sjúkrahúsi gegn vilja sínum.
    Í 2. mgr. er að finna undantekningar frá þessari reglu. Þar kemur fram að læknir geti ákveðið að sjálfráða maður skuli færður í sjúkrahús og vistaður þar nauðugur ef hann er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur eru taldar á að svo sé eða ástand hans er með þeim hætti að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms. Sama gildir ef maður á við alvarlega áfengisfíkn að stríða eða ofnautn ávana- og fíkniefna.
    Fyrsta undantekningin frá meginreglunni í 1. mgr. er sú að maður sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi. Hugtakið geðsjúkdómur er samheiti yfir marga mismunandi sjúkdóma eða raskanir sem fela í sér sjúklegar breytingar á hugarstarfi, hátterni og sjálfsstjórn. Alvarlegur geðsjúkdómur er samheiti yfir geðraskanir sem einkennast af verulegum hugsanatruflunum og dómgreindarbresti, samsvarar nokkurn veginn hugtakinu geðrof (psychosis) sem í íslensku máli er einnig nefnt geðveiki eða brjálsemi. Sem dæmi um alvarlega geðsjúkdóma má nefna geðklofa (schizophrenia), aðsóknargeðrof (paranoid psychosis), geðlægð (depressio) með geðrofseinkennum, geðhæð (mania) með geðrofseinkennum og óráð (delirium) vegna fráhvarfs geðvirkra efna, sýkinga, heilaskaða og ýmissa líkamssjúkdóma. Fyrir utan þetta hugtak falla hins vegar t.d. hugraskanir og streitutengdar raskanir sem einkennst geta af kvíða, fælni og þráhyggju, enn fremur persónuleikaraskanir og þroskahefting. Hent getur að sá sem haldinn er hugröskun, persónuleikaröskun eða þroskaheftingu sýni jafnframt sjúkdómseinkenni sem bent gætu til alvarlegs geðsjúkdóms, og má þá vista hann gegn vilja sínum á sjúkrahúsi til rannsóknar og meðferðar ef læknir telur það óhjákvæmilegt, samanber það sem segir hér á eftir.
    Í öðru lagi er heimilt að vista mann nauðugan í sjúkrahúsi ef verulegar líkur eru taldar á að hann sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi. Er það nýmæli í lögræðislögum. Er það á því byggt að oftar en ekki þegar um bráðageðveiki er að ræða er ógjörningur að koma við nákvæmri greiningu á ástandi hlutaðeigandi áður en honum verður komið í sjúkrahús. Því þykir rétt að heimild sé til staðar til að vista mann sem verulegar líkur eru á að haldinn sé alvarlegum geðsjúkdómi til þess að við megi koma nauðsynlegri rannsókn og veita megi honum þá meðferð sem brýn er að mati lækna.
    Í þriðja lagi er heimilt að nauðungarvista mann ef ástand hans er með þeim hætti að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms, og er það einnig nýmæli. Hér er fyrst og fremst átt við alvarlegt sjúklegt ástand einstaklings sem fellur ekki undir hugtakið geðsjúkdómur. Nefna má sem dæmi meiri háttar geðshræringu, sjúkleg viðbrögð við neyslu áfengis eða lyfja sem ekki tengist áfengissýki, viðbrögð í kjölfar alvarlegs flogaveikikasts og lystarstol (anorexia nervosa) á lífshættulegu stigi. Þess konar ástand ber vott um andlegan sjúkleika sem í hefðbundnum skilningi fellur ekki undir hugtakið alvarlegur geðsjúkdómur. Nauðsyn þess að nauðungarvista einstakling í þess konar ástandi getur verið rík og nauðsynleg til verndar lífi hans eða heilsu og er því talið nauðsynlegt að kveða skýrt á um það í lögræðislögum að það sé heimilt. Reglur frumvarpsins um nauðungarvistun eru fyrst og fremst í þágu þess einstaklings sem á að vista, og eiga þær að tryggja að veita megi honum nauðsynlega læknishjálp.
    Í fjórða lagi er skv. 2. mgr. heimilt að færa mann í sjúkrahús til afeitrunar ef hann á við alvarlega áfengisfíkn að stríða eða ofnautn ávana- og fíkniefna. Til þess að þessi heimild verði notuð verður að vera um að ræða alvarlega misnotkun framangreindra efna.
    Nauðungarvistun skv. 2. mgr. má ekki standa lengur en 48 klst. en sú meginregla gildir einnig skv. 29. gr. að nauðungarvistun megi aldrei haldast lengur en yfirlæknir telur hennar þörf. Þessi tímamörk eru þau sömu og samkvæmt gildandi lögum. Reynsla er komin á þessi tímamörk og ekki talin ástæða til að breyta þeim.
    Tekið er sérstaklega fram í 2. mgr. að ákvæði 18. gr. stjórnsýslulaga um frestun máls gildi ekki við meðferð mála samkvæmt málsgreininni. Eins og nánar er rakið í athugasemdum með 22. gr. verður, vegna séreðlis þessara mála og nauðsynjar á að afgreiða þau án tafar, ekki hjá því komist að afnema þá frestunarheimild sem 18. gr. stjórnsýslulaga felur í sér.
    Í 3. mgr. kemur fram að með samþykki dómsmálaráðuneytisins megi vista mann gegn vilja sínum í sjúkrahúsi til meðferðar, að uppfylltum sömu skilyrðum og um getur í 2. mgr. og að nauðungarvistun sé óhjákvæmileg að mati læknis. Rétt er að vekja athygli á því að orðalagið „með samþykki dómsmálaráðuneytisins“ gefur til kynna að hér er ekki um eiginlega ákvörðun að ræða sem skylt er að hlíta, heldur er það eftir sem áður undir yfirlækni komið hvenær eða hvort nauðungarvistun lýkur innan þeirra tímamarka sem samþykktri nauðungarvistun eru sett. Fram kemur í 29. gr. hvenær nauðungarvistun skuli ljúka, en þar gildir sú meginregla að hún skuli ekki haldast lengur en yfirlæknir telur hennar þörf, hvort heldur sem um er að ræða vistun skv. 48 klst. reglunni eða vistun sem samþykkt hefur verið af dómsmálaráðuneytinu. Rétt er að árétta að samþykki dómsmálaráðuneytis samkvæmt þessari málsgrein verður ekki framlengt. Ef nauðsynlegt reynist að halda manni lengur í sjúkrahúsi en í þá 15 sólarhringa sem heimilt er með samþykki ráðuneytisins er nauðsynlegt að gera kröfu fyrir dómi um að hann skuli svipur sjálfræði sínu, sbr. 2. mgr. 29. gr.
    Í 4. mgr. er að finna nýmæli, en þar segir að lögreglu sé skylt að verða við beiðni læknis um aðstoð við að flytja mann nauðugan í sjúkrahús skv. 2. og 3. mgr. Ástæðan fyrir þessu ákvæði er sú að reynslan hefur sýnt að stuðningur sé af því að hafa slíkt ákvæði í lögum. Bæði er um að ræða réttaröryggi fyrir þá sem að þessum málum koma auk þess sem ákvæðinu er ætlað að skapa skýra heimild fyrir lögreglumenn til afskipta og aðstoðar í þessum málum. Í ákvæðinu er einnig kveðið á um að læknir skuli fylgja manninum ef nauðsyn þykir bera til. Í ákveðnum tilvikum kann að vera nauðsynlegt með tilliti til hins nauðungarvistaða að læknir fylgi honum í sjúkrahús, fylgist með ástandi hans og veiti honum þá hjálp sem hann kann að þurfa á að halda. Mat á nauðsyn læknisfylgdar heyrir að jafnaði undir þann lækni sem óskar eftir aðstoð lögreglu.
    Samkvæmt 5. mgr. ákveður heilbrigðisráðherra með reglugerð hvaða sjúkrahús hafi heimild til að taka við þeim mönnum sem vistaðir verða á grundvelli 2. og 3. mgr. Þetta ákvæði er nýmæli. Ljóst er að gera verður ríkar kröfur um góða faglega umönnun og aðbúnað á þeim sjúkrahúsum sem vista má menn í, einkum á grundvelli 3. mgr., og þykir rétt að heilbrigðisráðherra meti hvaða sjúkrahús uppfylli þær kröfur. Gert er ráð fyrir að fleiri sjúkrahúsum verði veitt heimild til að taka við mönnum sem vistaðir eru skv. 2. mgr., en slík vistun má ekki standa lengur en 48 klst., heldur en sjúkrahúsum sem taka við vistuðum mönnum á grundvelli 3. mgr., þar sem slík vistun getur staðið allt að 15 sólarhringa, og lengur ef krafa um sjálfræðissviptingu viðkomandi hefur verið borin upp við dómstóla.
    Í töflum XII, XIII og XIV koma fram upplýsingar um nauðungarvistanir fyrir tímabilið 1. júlí 1984 til 31. desember 1995, í fyrsta lagi um aldur og fjölda þeirra sem þá voru vistaðir í sjúkrahúsi, í öðru lagi um kyn nauðungarvistaðra manna og í þriðja lagi um ástæður nauðungarvistunar.

TAFLA XII

Aldur Fjöldi Hlutfall
16-17 ára 25 2,9%
18-20 ára 45 5,2%
21-30 ára 250 28,8%
31-40 ára 196 22,6%
41-50 ára 148 17,0%
51-60 ára 105 12,1%
61-70 ára 66 7,6%
71-80 ára 28 3,2%
81-90 ára 5 0,6%
91-100 ára 0 0,0%
Samtals 868 100%

TAFLA XIII

Ár Karl Kona Samtals
1984 27(56,3%) 21(43,7%) 48
1985 59(68,6%) 27(31,4% 86
1986 41(55,4%) 33(44,6%) 74
1987 34(56,7%) 26(43,3%) 60
1988 52(67,5%) 25(32,5%) 77
1989 37(52,1%) 34(47,9%) 71
1990 42(60,0%) 28(40,0%) 70
1991 55(72,4%) 21(27,6%) 76
1992 43(58,9%) 30(41,1%) 73
1993 42(56,0%) 33(44,0%) 75
1994 46(59,0%) 32(41,0%) 78
1995 45(56,3%) 35(43,7%) 80
Samtals 523(60,2%) 345(39,8%) 868



TAFLA XIV

Ár 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. Samt.
1984 32 5 3 4 0 3 1 48
1985 68 8 3 0 0 5 2 86
1986 59 10 3 0 1 0 1 74
1987 40 13 1 2 1 3 0 60
1988 51 14 4 3 2 2 1 77
1989 48 12 3 1 3 3 1 71
1990 50 9 5 3 1 2 0 70
1991 52 17 2 3 1 1 0 76
1992 51 11 0 5 2 3 1 73
1993 49 12 4 5 2 3 0 75
1994 59 7 2 4 0 4 2 78
1995 49 11 2 5 4 6 3 80
Samt. 608 129 32 35 17 35 12 868

*Skilgreining á töflu: 1. Alvarlegur geðsjúkdómur. 2. Ofnautn áfengis. 3. Ofnautn ávana- og fíkniefna. 4. Bæði liður 1. og 2. 5. Bæði liður 1. og 3. 6. Bæði liður 2. og 3. 7. Liðir 1., 2. og 3.

Um 20. gr.

    Ákvæði þetta er efnislega samhljóða 14. gr. gildandi lögræðislaga. Einungis maki þess sem óskað er eftir að sæti nauðungarvistun, ættingjar hans í beinan legg og systkini, lögráðamaður hans eða ráðsmaður og félagsmálastofnun eða samsvarandi fulltrúi sveitarstjórnar á dvalarstað hans geta lagt fram beiðni um samþykki dómsmálaráðuneytisins til nauðungarvistunar.

Um 21. gr.

    Í 21. gr. er mælt fyrir um form, efni og fylgigögn með beiðni um nauðungarvistun. Hér er um að ræða sömu atriði og nú þegar er óskað eftir að veittar verði upplýsingar um á stöðluðu eyðublaði sem dómsmálaráðuneytið hefur látið útbúa. Eyðublað þetta hefur verið notað um árabil í ráðuneytinu og komin reynsla á notkun þess. Fram kemur í 1. mgr. að beiðni skuli að jafnaði rituð á eyðublað sem ráðuneytið lætur í té.
    Í 2. mgr. er rakið hvaða atriði skuli koma fram í beiðninni og þarfnast þau ekki skýringa.
    Í 3. mgr. er fjallað um læknisvottorð sem ávallt skal fylgja beiðni. Vottorðið skal að jafnaði ritað á eyðublað sem ráðuneytið lætur í té. Líkt og með beiðni er ekki gert að ófrávíkjanlegu formskilyrði að vottorð sé ritað á slíkt eyðublað. Gert er ráð fyrir að dómsmálaráðuneytið sjái um að senda þessi eyðublöð og eyðublöð þau sem getið er um í 1. mgr. á viðeigandi sjúkrahús, og að þau liggi jafnframt frammi hjá lögreglustjórum, sýslumönnum og heilsugæslustöðvum. Vottorð má ekki vera eldra en þriggja daga þegar það berst ráðuneytinu nema alveg sértaklega standi á. Sú verklagsregla hefur mótast hjá læknum, ef um er að ræða einstakling sem vistaður er skv. 48 klst. reglunni í sjúkrahúsi, að kallað er eftir utanaðkomandi lækni, oftast eftir geðlækni af öðru sjúkrahúsi, til að skoða hinn vistaða og skrifa umrætt læknisvottorð. Þykir mikilvægt fyrir áframhaldandi meðferð sjúklingsins og traust milli hans og þeirra lækna sem annast hann að læknar á þeirri stofnun sem hann er vistaður í komi ekki með formlegum hætti að beiðni um nauðungarvistun. Ekki þykir að svo stöddu ástæða til að lögfesta slíka reglu, en henni er nú þegar fylgt af læknum og hennar því getið hér til upplýsingar.
    Í 4. mgr. er fjallað um kostnað af læknisvottorði en hann fellur á ríkissjóð.

Um 22. gr.

    Í 22. gr. er fjallað um þá meðferð sem mál, er snerta nauðungarvistun, skulu hljóta í dómsmálaráðuneytinu.
    Í 1. mgr. og 3. mgr. er áréttuð málshraðaregla og rannsóknarregla stjórnsýsluréttarins sem fram koma í 9. og 10. gr. stjórnsýslulaga. Lögð er áhersla á að málum þessum sé hraðað svo sem kostur er. Ef ekki er unnt að afgreiða mál á grundvelli beiðni og meðfylgjandi læknisvottorðs getur ráðuneytið til að mynda kallað eftir umsögn trúnaðarlæknis ráðuneytisins, sbr. 23. gr.
    Í 2. mgr. er kveðið svo á að ákvæði 13., 14. og 18. gr. stjórnsýslulaga gildi ekki við meðferð mála um nauðungarvistun. Þessar lagagreinar stjórnsýslulaga fjalla um andmælarétt aðila máls, tilkynningu til hans um meðferð máls og heimild hans til þess að fá máli frestað til þess að kynna sér gögn þess og tjá sig um það. Vegna séreðlis þessara mála verður ekki hjá því komist að þau sæti að hluta til afbrigðilegri málsmeðferð.
    Í stað ákvæða 14. gr. stjórnsýslulaga er svo um hnútana búið að læknir sá, er læknisvottorð ritar skv. 3. mgr. 21. gr., kynni sjúklingi að fyrirhugað sé að leggja fram beiðni um nauðungarvistun hans.
    Í stað ákvæða 13. gr. stjórnsýslulaga er mælt svo fyrir að lækni beri að inna sjúkling eftir afstöðu hans til beiðni um nauðungarvistun og skrá niður viðhorf hans til hennar í læknisvottorð, sbr. e-lið 3. mgr. 21. gr. Með þessu á að vera tryggt að viðhorf sjúklings liggi ávallt fyrir í þeim málum sem koma til kasta ráðuneytisins sé sjúklingur heilsu sinnar vegna þess umkominn að lýsa viðhorfum sínum til beiðninnar.
    Í 18. gr. stjórnsýslulaga er mælt fyrir um heimild málsaðila til þess að fá máli frestað uns honum hefur gefist tími til þess að kynna sér gögn þess og gera grein fyrir afstöðu sinni. Vegna séreðlis þessara mála og nauðsynjar á að afgreiða þau án tafar verður ekki hjá því komist að afnema þá frestunarheimild sem 18. gr. stjórnsýslulaga felur í sér. Ella er hætta á að nauðungarvistun verði gagnslaus sem skilvirkt neyðarúrræði. Hið sama gildir um þá læknismeðferð sem nauðungarvistun er ætlað að tryggja sjúklingi og afstýra þar með yfirvofandi hættu fyrir heilsu sjúklingsins eða annarra sem hann gæti skaðað.

Um 23. gr.

    Í 23. gr. er að finna ákvæði um trúnaðarlækni dómsmálaráðuneytisins. Ákvæðið er að mestu leyti samhljóða 17. gr. gildandi lögræðislaga, en hér er þó að finna það nýmæli að trúnaðarlæknir hefur jafnan heimild til að kynna sér sjúkraskrá hins nauðungarvistaða. Hlutverk trúnaðarlæknis er að gefa ráðuneytinu umsögn ef þörf krefur áður en ákvörðun er tekin um hvort nauðungarvistun skuli heimiluð eða ekki. Til þess að sú umsögn verði sem best úr garði gerð verður trúnaðarlæknirinn að hafa heimild til að kynna sér sjúkraskrá hins nauðungarvistaða. Reglur um sjúkraskrár eru í reglugerð um sjúkraskrár og skýrslugerð varðandi heilbrigðismál nr. 227/1989, sbr. reglugerð nr. 545/1995.
    Rétt er að taka fram að samkvæmt gildandi lögum hvílir sú skylda á trúnaðarlækni ráðuneytisins að sjá um að nauðungarvistuðum manni sé gerð grein fyrir þeim rétti sínum að leita úrlausnar dómstóla um ákvörðun ráðuneytisins um vistun. Skv. 1. mgr. 25. gr. frumvarpsins hvílir sú skylda á vakthafandi sjúkrahúslækni og ber yfirlæknir ábyrgð á að henni sé framfylgt, sbr. 2. mgr. sömu greinar.

Um 24. gr.

    Í 24. gr. er að finna ákvæði um ákvörðun dómsmálaráðuneytisins vegna beiðni um nauðungarvistun og birtingu hennar. Ákvæði 24. og 25. gr. fela í sér afbrigði frá birtingu og leiðbeiningarskyldu stjórnvalda sem fram kemur í 20. gr. stjórnsýslulaga. Þannig er ákvörðun, ef beiðni er samþykkt, send yfirlækni á hlutaðeigandi sjúkrahúsi. Það er síðan á ábyrgð yfirlæknis að sjúklingi sé leiðbeint um ástæður nauðungarvistunar og fleiri atriði, sbr. 25. gr. Ákvörðun dómsmálaráðuneytis um hvort nauðungarvistun skuli heimiluð skal vera skrifleg og rökstudd. Þar skal geta þess hvenær beiðni kom fram og að hverjum hún lúti o.fl. Miðað er við að rökstuðningur verði stuttur með skírskotun til lagaheimilda og með vísun til læknisvottorðs og eftir atvikum til annarra málsatvika. Greinin er hliðstæð 2. mgr. 16. gr. gildandi laga, en hér er þó að finna það nýmæli að ljósrit af læknisvottorði því er fylgdi beiðni skuli fylgja ákvörðun þegar hún er send yfirlækni á hlutaðeigandi sjúkrahúsi. Slíkt getur skipt máli og er til hjálpar þeim sem taka á móti viðkomandi einstaklingi. Þessari reglu hefur verið fylgt í dómsmálaráðuneytinu um árabil og er lagt til að um lögfestingu á þeirri framkvæmd verði að ræða.
    Hægt er að afturkalla beiðni um nauðungarvistun allt þar til ákvörðun hefur verið tekin. Eftir að dómsmálaráðuneytið hefur veitt samþykki sitt er það á valdsviði yfirlæknis hvort hinum nauðungarvistaða verður haldið í sjúkrahúsinu í allt að 15 daga eða lok nauðungarvistunar ákveðin fyrr í samræmi við meginreglu 29. gr.


Um 25. gr.

    Í 25. gr. er fjallað um kynningu á réttarstöðu nauðungarvistaðs manns. Vakthafandi sjúkrahúslæknir skal kynna nauðungarvistuðum manni án tafar þau atriði sem greind er í a-, b-, c- og d-liðum 1. mgr., nema slíkt sé bersýnilega þýðingarlaust vegna ástands hans. Skv. 2. mgr. hefur yfirlæknir eftirlit með og ber ábyrgð á að ákvæðum 1. mgr. sé framfylgt. Heilbrigðisráðherra er heimilt að setja nánari reglur um kynningu á réttarstöðu nauðungarvistaðs manns samkvæmt þessari grein.

Um 26. gr.

    Í 26. gr. er ákvæði um skráningu í sjúkraskrá á ýmsum atriðum er tengjast nauðungarvistun. Í 1. mgr. kemur fram hvaða atriði skrá skuli í sjúkraskrá nauðungarvistaðs manns, eftir því sem við á hverju sinni. Skal skráning fara fram svo fljótt sem verða má eftir komu hins nauðungarvistaða manns í sjúkrahúsið. Vakthafandi sjúkrahúslæknir sér um að skrá þessi atriði, en yfirlæknir hefur eftirlit með og ber ábyrgð á skráningunni skv. 2. mgr. Ákvæði þetta er hliðstætt ákvæðum reglugerðar nr. 227/1991 um sjúkraskrár og skýrslugerð varðandi heilbrigðismál, sbr. reglugerð nr. 545/1995. Heilbrigðisráðherra hefur heimild til að setja nánari reglur um skráningar samkvæmt þessari grein.


Um 27. gr.

    Í 27. gr. er að finna nýmæli. Þar er kveðið á um rétt nauðungarvistaðs manns til að njóta ráðgjafar og stuðnings sérstaks ráðgjafa vegna sjúkrahúsdvalarinnar og meðferðar þar. Mikilsvert er að maður sem sviptur er frelsi með þessum hætti eigi rétt á ráðgjöf og stuðningi hlutlauss aðila sem fylgst getur með því að réttindi hins nauðungarvistaða séu virt og eftir atvikum aðstoðað hann við kröfugerð skv. 30. gr. Gert er ráð fyrir að starfi ráðgjafa samkvæmt þessari grein sinni maður með fagmenntun á sviði félagsráðgjafar eða sálfræði eða á öðrum sambærilegum sviðum. Líkur eru á að hlutastarf sé nægilegt, en þar sem hér er um nýmæli að ræða verður reynslan að leiða í ljós hve rík þörf verður fyrir vinnuframlag ráðgjafans.
    Vakthafandi læknir skal tilkynna nauðungarvistuðum manni þegar í stað um rétt hans samkvæmt þessari grein, sbr. b-lið 1. mgr. 25. gr., og skal hann hafa samband við ráðgjafann óski hinn nauðungarvistaði eftir því, sbr. 2. mgr. 27. gr. Þar er einnig mælt fyrir um rétt nauðungarvistaðs manns til að ræða við ráðgjafa sinn einslega um hvaðeina sem nauðungarvistunina varðar og hafa samband við hann reglulega. Sá varnagli er þó sleginn að takmarka megi þetta ef ástand hins nauðungarvistaða er þannig að það hafi enga þýðingu. Einnig er mælt fyrir um að ráðgjafinn skuli hafa aðgang að sjúkraskrá hins nauðungarvistaða.
     Í 3. mgr. er mælt fyrir um þagnarskyldu ráðgjafa um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu eða vegna þess og um refsingu fyrir brot á þagnarskyldu. Þörf er á sérstöku ákvæði um þagnarskyldu ráðgjafa þar sem gera má ráð fyrir að ráðgjafi sinni því starfi sem hlutastarfi og því ekki tryggt að þagnarskylda hvíli á honum samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, sbr. niðurlag 1. mgr. 1. gr. laganna.
    Í 4. mgr. segir að þóknun ráðgjafa, sem sérstaklega skal ráðinn til þess að veita nauðungarvistuðum mönnum aðstoð, skuli greiðast úr ríkissjóði.
    Skv. 5. mgr. skal dómsmálaráðherra setja nánari reglur um ráðningu ráðgjafa samkvæmt þessari grein, um réttindi hans og skyldur og þóknun honum til handa. Þykir rétt að dómsmálaráðherra setji reglur þessar fremur en heilbrigðisráðherra, m.a. til þess að tryggja sjálfstæði og hlutleysi ráðgjafans gagnvart heilbrigðisyfirvöldum.

Um 28. gr.

    Ákvæði 28. gr. er nýmæli. Þar er mælt fyrir um hvers konar meðferð unnt er að þvinga nauðungarvistaðan mann til að sæta.
    Með þvingaðri lyfjagjöf er átt við alla lyfjagjöf, hvort sem hún tengist beint þeim geðsjúkdómi eða því ástandi sem leiddi til nauðungarvistunarinnar eða öðru. Eðli máls samkvæmt er hér fyrst og fremst um að ræða nauðsynlega lyfjagjöf vegna þess sjúkdóms eða ástands sem vistunin byggist á, en annað gæti einnig komið til. Samkvæmt því væri hægt að þvinga nauðungarvistaðan mann til að taka sýklalyf ef slíkt væri nauðsynlegt. Taka má sem dæmi einstakling sem haldinn er geðsjúkdómi og reynt hefur að svipta sig lífi. Hann getur í kjölfarið fengið sýkingu sem gæti reynst banvæn, en neitað að taka inn sýklalyf. Í slíkum tilvikum væri yfirlækni heimilt að beita þvingaðri lyfjagjöf. Með þvingaðri meðferð er átt við alla þá meðferð sem nauðsynleg kann að vera nauðungarvistuðum manni.
    Fram kemur í 1. mgr. að maður, sem nauðungarvistaður er í sjúkrahúsi án þess að samþykki dómsmálaráðuneytis liggi fyrir, skuli hvorki sæta þvingaðri lyfjagjöf né annarri þvingaðri meðferð nema skilyrðum 3. mgr. sé fullnægt.
    Í 2. mgr. segir að maður, sem nauðungarvistaður er til meðferðar í sjúkrahúsi með samþykki dómsmálaráðuneytis, skuli einungis sæta þvingaðri lyfjagjöf samkvæmt ákvörðun yfirlæknis, og sama á við um aðra þvingaða meðferð. Undantekningarákvæði 3. mgr. getur þó átt við eftir atvikum.
    Í 3. mgr. er mælt fyrir um að vakthafandi læknir geti tekið ákvörðun um þvingaða lyfjagjöf eða aðra þvingaða meðferð þegar hinn nauðungarvistaði er sjálfum sér eða öðrum hættulegur eða lífi hans eða heilsu yrði annars stefnt í voða. Gildir þetta hvort heldur um er að ræða nauðungarvistun á grundvelli 48 klst. reglunnar, sbr. 2. mgr. 19. gr., eða vistun sem samþykkt hefur verið af dómsmálaráðuneyti, sbr. 3. mgr. sömu greinar. Ákvörðun vakthafandi læknis um þvingaða lyfjagjöf eða aðra þvingaða meðferð skal bera svo fljótt sem verða má undir yfirlækni og skal hann taka ákvörðun um frekari meðferð.
    Samkvæmt 4. mgr. getur heilbrigðisráðherra sett nánari reglur um þvingaða lyfjagjöf og aðra þvingaða meðferð samkvæmt þessari grein.

Um 29. gr.

    Í 29. gr. er fjallað um lok nauðungarvistunar. Þar kemur sú meginregla fram að nauðungarvistun megi aldrei haldast lengur en yfirlæknir telur hennar þörf. Ef um er að ræða nauðungarvistun skv. 2. mgr. 19. gr. má hún aldrei haldast lengur en 48 klst, nema samþykki dómsmálaráðuneytis komi til, sbr. 3. mgr. sömu greinar. Nauðungarvistun skv. 48 klst. reglunni getur einnig lokið ef lögmæti hennar hefur verið borið undir dómstóla og dómari kemst að þeirri niðurstöðu að hún skuli falla niður. Það er hins vegar álitamál hvort vistun á grundvelli 48 klst. reglunnar skuli falla niður ef leitað hefur verið eftir samþykki dómsmálaráðuneytis skv. 3. mgr. 19. gr. og ráðuneytið ákveður áður en 48 stundir eru liðnar frá því að vistunin hófst að áframhaldandi vistun verði ekki samþykkt. Í þessum tilvikum verður að líta svo á að vistun í allt að 48 klst. standi ef yfirlæknir metur ástand hins vistaða manns svo að hennar sé þörf.
    Vistun sem samþykkt hefur verið af dómsmálaráðuneyti lýtur sömu lögmálum og 48 klst. vistunin að því leyti að hún má aldrei haldast lengur en yfirlæknir telur hennar þörf. Hámarkstíminn er hins vegar 15 sólarhringar frá dagsetningu ákvörðunar ráðuneytisins. Heildartími nauðungarvistunar samkvæmt frumvarpi þessu getur því orðið allt að 17 sólarhringar ef hlutaðeigandi hefur fyrst verið vistaður á grundvelli 48 klst. reglunnar og síðan á grundvelli samþykkis dómsmálaráðuneytis.
    Í 2. mgr. segir að framlengja megi nauðungarvistun manns ef krafa hefur verið gerð fyrir dómi um að hann verði sviptur sjálfræði sínu. Skylda hvílir á dómara að tilkynna yfirlækni á sjúkrahúsi um kröfuna og skal það gert með símskeyti eða öðrum tryggilegum hætti. Er þetta í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis í málinu nr. 928/1993. Í álitinu segir m.a.:
    „Svo sem fram kemur í bréfi dómstjórans í Reykjavík til mín 15. ágúst 1994, verður ekki leitt af ákvæðum lögræðislaga nr. 68/1984, að héraðsdómi sé skylt að tilkynna lækni, að beiðni um sjálfræðissviptingu sjúklings, sem hefur verið lagður inn gegn vilja sínum, hafi verið lögð fyrir dómstólinn. Ég lít svo á, að sú framkvæmd sé á engan hátt fullnægjandi eða í samræmi við sjónarmið um réttaröryggi sjúklinga, sem þannig eru vistaðir á sjúkrahúsi, að það hvíli á aðstandendum þeirra að koma því til skila til hlutaðeigandi yfirlæknis, að gerð hafi verið krafa fyrir héraðsdómi um sjálfræðissviptingu. Tryggara væri að setja það skilyrði fyrir áframhaldandi vistun sjúklings á grundvelli 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga, að yfirlækni á viðkomandi deild sjúkrahúss bærist staðfesting frá héraðsdómi um það, að slík krafa hafi verið gerð fyrir dómstólnum. Ég tel einnig rétt, miðað við núverandi framkvæmd, að dóms- og kirkjumálaráðuneytið taki til athugunar, hvort ekki sé ástæða til að mæla fyrir um þetta atriði í lögræðislögum, þannig að héraðsdómur sendi yfirlækni viðkomandi deildar, þar sem sjúklingurinn er vistaður, staðfestingu á því, að krafa hafi verið gerð fyrir dómstólnum um sjálfræðissviptingu sjúklingsins.“
    Ákvörðun um framlengingu vistunar í þessum tilvikum tekur yfirlæknir.

Um 30. gr.

    Í 30. gr. er mælt fyrir um skilyrðislausan rétt nauðungarvistaðs manns til að leita úrlausnar dómstóla um vistunina, hvort sem hún byggist á 2. eða 3. mgr. 19. gr. Einnig er þar kveðið á um rétt þess sem gert hefur verið að sæta þvingaðri lyfjagjöf eða meðferð skv. 28. gr. að bera þá ákvörðun undir dómstóla.
    Samkvæmt gildandi lögum á maður sem vistaður er í sjúkrahúsi gegn vilja sínum með samþykki dómsmálaráðuneytis rétt á leita úrlausnar dómstóla um ákvörðun ráðuneytisins um vistunina, en ekki er vikið að því í lögunum hvort heimilt sé að bera ákvörðun um vistun skv. 48 klst. reglunni undir dómstóla. Í 1. mgr. er kveðið skýrt á um að rétturinn til að bera nauðungarvistun undir dómstóla gildi í öllum tilvikum.
    Réttur til að bera lögmæti nauðungarvistunar undir dómstóla er tryggður í 4. mgr. 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, svo og í 4. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 4. mgr. 5. gr. stjórnskipunarlaga, nr. 97/1995. Ákvæði stjórnarskrárinnar hljóðar svo:
    „Hver sá sem er af öðrum ástæðum sviptur frelsi á rétt á að dómstóll kveði á um lögmæti þess svo fljótt sem verða má. Reynist frelsissvipting ólögmæt skal hann þegar látinn laus.“
    Í greinargerð með áðurnefndri 5. gr. stjórnarskrárinnar segir að þetta ákvæði snúi sérstaklega að aðstöðu þar sem maður er sviptur frelsi af öðrum ástæðum en með handtöku vegna gruns um refsiverða háttsemi. Undir þetta geti t.d. átt tilvik þar sem frelsissvipting er studd við heimild í lögræðislögum, nr. 68/1984. Sá munur sé hins vegar á þessu ákvæði og ákvæðinu um réttarstöðu handtekinna manna að í fyrrnefnda tilvikinu sé fortakslaus skylda að leiða mann alltaf fyrir dómara ef hann er ekki látinn laus í kjölfar handtöku. Síðan segir orðrétt:
    „Samkvæmt 4. mgr. 5. gr. frumvarpsins gildir þetta á hinn bóginn ekki um stöðu þess sem er sviptur frelsi af öðrum ástæðum, heldur er ráðgert að hann skuli alltaf eiga kost á að bera lögmæti frelsissviptingarinnar undir dómstóla ef hann óskar eftir því. Ástæðan fyrir þessum mun er einkum sú að í tilvikum sem falla undir 4. mgr. er frelsissvipting að öðru jöfnu reist á stjórnsýsluákvörðun sem fer eftir reglum um málsmeðferð í stjórnsýslulögum, nr. 37/1993. Aðgangur að dómara í þeim tilvikum þjónar því einkum tilgangi málskots til endurskoðunar á stjórnvaldsákvörðun. Vert er að benda á að reglan í 4. mgr. 5. gr. frumvarpsins getur falið í sér sjálfstæðan rétt til að fá máli um frelsissviptingu skotið til dómstóla þótt ekki sé kveðið á um slíkan rétt í sérlögunum sem geyma heimild til frelsissviptingarinnar. Þá er ástæða til að vekja athygli á að í 4. mgr. 5. gr. er ekki mælt fyrir um að frelsissviptur maður eigi rétt á að fá úrlausn dómstóls um mál sitt innan ákveðinna tímamarka, heldur er sagt að þetta verði að gerast svo fljótt sem verða má. Þessi orð getur þurft að skýra með hliðsjón af eðli frelsissviptingar hverju sinni, en ætla má að kröfur yrðu að öðru jöfnu gerðar til þess að ekki yrði farið í þessum efnum fram úr viðmiðunarmörkunum skv. 3. mgr. 5. gr. sem rædd voru að framan nema viðhlítandi ástæður þættu réttlæta það. Um 4. mgr. 5. gr. má að endingu vekja athygli á að í síðari málslið ákvæðisins er ráðgert að maður skuli látinn laus ef dómstóll kemst að þeirri niðurstöðu að frelsissvipting sé ólögmæt og bæri að fylgja slíkri ákvörðun þegar í stað.“
    Í áliti umboðsmanns Alþingis frá 11. janúar 1996 í málinu nr. 1265/1994 er fjallað um rétt aðila til að bera lögmæti nauðungarvistunar skv. 48 klst. reglunni undir dómstóla. Í áliti sínu gerir umboðsmaður grein fyrir því að í gildandi lögræðislögum sé einungis gert ráð fyrir því að heimilt sé að leita úrlausnar dómstóla um ákvörðun ráðuneytis um nauðungarvistun, en ekki sé vikið að slíkum rétti í sambandi við vistun á grundvelli 48 klst. reglunnar. Reglan í 4. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar geti aftur á móti falið í sér sjálfstæðan rétt til þess að fá máli um frelsissviptingu skotið til dómstóla, enda þótt ekki sé kveðið á um slíkan rétt í lögunum. Umboðsmaður segir síðan orðrétt í umræddu áliti:
    „Með tilliti til mikilvægis þess, að lög, sem kveða á um íhlutun um persónuréttindi manna, mæli með skýrum hætti fyrir um framkvæmd þeirra mála, tel ég þó rétt, að um ofangreind atriði verði tekin skýr ákvæði í lögræðislög, en þar er, svo sem gerð hefur verið grein fyrir hér að framan, að finna reglur um nauðungarvistun einstaklinga á sjúkrahúsum, m.a. um skilyrði fyrir slíkri vistun og málsmeðferð. Ég tel því, að eðlilegt sé að í þeim lögum komi fram þær reglur, sem leiða má samkvæmt framansögðu af 4. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar. Þannig yrði kveðið á um, að einstaklingur, sem sviptur hefur verið frelsi sínu og vistaður á sjúkrahúsi, sbr. 2. mgr. 13. gr. lögræðislaga, ætti rétt á því að bera lögmæti þeirrar frelsissviptingar undir dómstóla og kveðið á um skjóta meðferð slíkra mála fyrir dómstólum, svo sem 3. mgr. 18. gr. laganna mælir fyrir um, að því er snertir ákvörðun dóms- og kirkjumálaráðuneytisins samkvæmt 3. mgr. 13. gr., sbr. 14.–17. gr. laganna.“
    Ákvæði 2. mgr. er nýmæli. Þar er mælt fyrir um rétt manns, sem gert hefur verið að sæta þvingaðri lyfjagjöf eða meðferð skv. 28. gr., til að bera þá ákvörðun undir dómstóla. Um nánari skilgreiningu á hugtökunum þvinguð lyfjagjöf og þvinguð meðferð vísast til athugasemda um 28. gr.
    Ekki er skilyrði að ákvörðun um nauðungarvistun skuli jafnframt tekin til athugunar, ef ákvörðun um þvingaða lyfjagjöf eða aðra þvingaða meðferð er borin undir dómstóla, og öfugt. Hér er um tvær sjálfstæðar ákvarðanir að ræða, en vissulega getur það komið til að maður beri bæði ákvörðun um nauðungarvistun og þvingaða lyfjagjöf eða meðferð undir dómstóla.
    Í 3. mgr. er mælt fyrir um að krafa skv. 1. eða 2. mgr. skuli vera skrifleg og að ráðgjafi skuli aðstoða við kröfugerð, ef þess er óskað, og sjá um að dómstóli berist krafan þegar í stað.


Um 31. gr.

    Í 31. gr. er fjallað um málsmeðferð fyrir dómi.
    Mælt er fyrir um í 1. mgr. að kröfu skv. 30. gr. skuli taka fyrir án tafar. Dómari skipar síðan þeim sem kröfu ber fram talsmann samkvæmt ákvæðum laga um meðferð opinberra mála um verjendur eftir að hafa gefið honum kost á að bera fram ósk um hver skipaður verði.
    Ef um er að ræða kröfu um niðurfellingu vistunar skv. 2. mgr. 19. eða ákvörðun um þvingaða lyfjagjöf eða meðferð skal dómari skv. 2. mgr. tilkynna yfirlækni viðkomandi deildar um kröfuna og skal hann þegar í stað láta dómaranum í té athugasemdir sínar þar sem gerð er grein fyrir ástæðum vistunar eða þvingaðrar lyfjagjafar eða meðferðar.
    Í 3. mgr. er mælt fyrir um að ef krafist er niðurfellingar nauðungarvistunar sem samþykkt hefur verið af dómsmálaráðuneyti skuli ráðuneytið láta viðkomandi dómstóli í té öll gögn sem vistunin er reist á, ásamt athugasemdum sínum ef því er að skipta.
    Í 4. mgr. er vísað til II. kafla um sviptingu lögræðis eftir því sem við á. Þau mál, eins og mál samkvæmt þessari grein, sæta afbrigðilegri meðferð einkamála eins og nánar er reifað í athugasemdum um þann kafla.
    Ákvæði 5. mgr. mælir fyrir um hraða málsmeðferð þar sem brýna nauðsyn ber til skjótrar úrlausnar dómara um kröfur skv. 30. gr. Dómari úrskurðar um hvort ákvörðunin sem borin er undir dómstól skuli standa eða hún felld úr gildi.
    Í 6. mgr. kemur fram að þegar óskað er eftir samþykki dómsmálaráðuneytis til nauðungarvistunar manns, sem dvelur nauðugur á sjúkrahúsi samkvæmt ákvörðun læknis skv. 2. mgr. 19. gr., og sú ákvörðun hefur verið borin undir dómstól, skuli ráðuneytið án tafar tilkynna viðkomandi dómstóli um kröfuna og um lyktir málsins er það hefur hlotið afgreiðslu í ráðuneytinu. Þá kemur þar einnig fram að meðferð máls fyrir dómi fresti ekki málsmeðferð í ráðuneytinu.

Um 32. gr.

    Ákvæði 1. mgr. 32. gr. mælir fyrir um skyldu til að dæma sjálfráða manni bætur úr ríkissjóði vegna nauðungarvistunar hans ef lögmæt skilyrði hefur brostið til slíkrar aðgerðar, hún hefur staðið lengur en efni stóðu til eða að henni hefur verið staðið á óþarflega hættulegan, særandi eða móðgandi hátt.
    Í 1. mgr. er vísað til þeirra skilyrða sem rakin eru í 19. gr. Ákvæði þetta er í samræmi við 67. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, sbr. stjórnskipunarlög, nr. 97/1995. Þar segir í 5. mgr. 5. gr. að maður, sem sviptur hefur verið frelsi að ósekju, skuli eiga rétt til skaðabóta. Í greinargerð með frumvarpi því til stjórnskipunarlaga sem varð að lögum nr. 97/1995 kemur fram að gert sé ráð fyrir að nánari reglur um bótarétt manns vegna frelsissviptingar verði settar í almenn lög og þar verði að taka afstöðu til atriða varðandi m.a. skilyrði fyrir bótaréttinum. Þar kemur einnig fram að bótaréttur geti fallið brott ef maður telst sjálfur hafa átt sök á því að gripið hafi verið til sviptingar frelsis hans eða frelsissvipting hafi orðið svo löng sem raun ber vitni. Segir jafnframt að slíkar reglur verði þó að sjálfsögðu að samrýmast ákvæðum stjórnarskrárinnar. Ákvæðið í 32. gr. frumvarpsins tekur mið af 176. gr., sbr. og 2. mgr. 175. gr., laga um meðferð opinberra mála.
    Í 2. mgr. kemur fram að bæta skuli fjártjón og miska ef því er að skipta.
    Í 3. mgr. er síðan áréttað að almennar reglur skaðabótaréttarins gildi að öðru leyti og er þar átt við reglur um réttaráhrif eigin sakar, samþykkis o.fl.

Um IV. kafla.

    Ákvæði IV. kafla eru nýmæli í íslenskum lögum. Þar er gert ráð fyrir því að fjárráða maður, sem óhægt á með að sjá um fjármál sín vegna veikinda eða fötlunar, geti óskað eftir því að honum verði skipaður aðstoðarmaður sem í frumvarpi þessu er nefndur ráðsmaður. Hægt er að fela ráðsmanni umsjón tiltekinna eigna skjólstæðings síns. Ráðsmaður er undir opinberu eftirliti yfirlögráðanda og ber honum að hafa samráð við skjólstæðing sinn eftir því sem við verður komið. Skjólstæðingur ráðsmannsins glatar við skipun ráðsmanns gerhæfi sínu yfir þeim eignum sem faldar hafa verið ráðsmanni til umsjónar, en getur hvenær sem er óskað eftir niðurfellingu ráðsmennskunnar og að honum verði á ný fengin umráð eigna sinna. Skal yfirlögráðandi verða við þeirri ósk nema ákvæði 48. gr. eigi við. Í merkingu ákvæða frumvarpsins er hugtakið ráðsmaður nýtt í íslensku lagamáli en orðið sjálft hefur þekkst hér um aldir. Ráðsmaður er í þeim skilningi sá sem ráðinn er til að standa fyrir búi og segja fyrir verkum í forföllum og fjarveru húsbónda síns. Hinn almenni skilningur fellur því að vissu marki vel að notkun hugtaksins í frumvarpinu.
    Úrræði sem þetta hefur ekki verið í íslenskri löggjöf til þessa, en þekkist annars staðar á Norðurlöndum. Það kerfi sem lagt er til að lögfest verði hér á landi er þó mun einfaldara og skýrara en fyrirkomulag svonefndrar ráðsmennsku (samværgemål á dönsku, god mans institut á sænsku og hjelpeverger á norsku) í nágrannalöndum okkar.
    Í Danmörku getur einstaklingur óskað eftir því að honum verði skipaður ráðsmaður (samværge), sbr. 7. gr. dönsku lögræðislaganna frá 1995. Ráðsmaður og skjólstæðingur hans skulu samkvæmt því ákvæði standa saman að gerð löggerninga varðandi þau fjármál skjólstæðingsins sem ráðsmanninum hafa verið falin. Skipun ráðsmanns hefur þó ekki þau réttaráhrif að sá sem óskar eftir skipun ráðsmanns sér til aðstoðar glati gerhæfi sínu. Geta því löggerningar skjólstæðingsins, sem hann stendur einn að og löggerningar þeir sem hann og ráðsmaðurinn standa saman að stangast á. Þetta fyrirkomulag getur því valdið óvissu um réttaráhrif slíkra löggerninga. Ráðsmaðurinn er ekki undir opinberu eftirliti líkt og lögráðamaður og ekki skal tilkynna um skipun hans með þinglýsingu á sama hátt og um sviptingu lögræðis væri að ræða.
    Í Svíþjóð er boðið upp á tvenns konar opinber úrræði áþekk ráðsmennsku, en hefðbundin lögræðissvipting var afnumin með lagabreytingum þar árið 1988. Ákvæði um þetta er að finna í Foräldrabalken frá 1949. Þar er fyrst til að nefna svokallað „God mans institut“ sem á íslensku mætti nefna tilsjónarmannskerfi. Samkvæmt því er hægt að skipa manni, sem þarf aðstoð vegna heilsufarsástæðna, þroskahafta eða annarra svipaðra atvika, tilsjónarmann (god man). Tilsjónarmaðurinn er eins konar ráðunautur eða aðstoðarmaður skjólstæðingsins, en hefur engar formlegar heimildir til að ráðstafa eða sjá um eignir skjólstæðings síns. Sé tilsjón ekki nægilegt úrræði er möguleiki á því að skipa viðkomandi ráðsmann „förvaltere“ sem hefur einkavald yfir þeim málefnum sem undir hann eru sérstaklega lögð. Tilsjón er komið á með dómsathöfn og þeir sem krafist geta skipunar tilsjónarmanns eru yfirlögráðandi, lögráðamaður ef viðkomandi hefur ekki náð lögaldri, aðilinn sjálfur hafi hann náð 16 ára aldri og loks maki viðkomandi eða nánustu ættingjar. Hlutverk tilsjónarmanns er fyrst og fremst að reka og ávaxta eignir og tekjur skjólstæðings síns á arðbæran og öruggan hátt, en í því getur einnig falist aðstoð við skjólstæðinginn í málefnum er við koma persónulegri velferð hans. Tilsjónarmaður er undir eftirliti yfirlögráðanda og dómara og ber að veita þeim þær upplýsingar varðandi tilsjónina sem þeir fara fram á. Þar sem skjólstæðingurinn glatar ekki við skipun tilsjónarmanns gerhæfi sínu er það meginregla að tilsjónarmaður verður að hafa samþykki skjólstæðings síns til þeirra löggerninga sem hann gerir. Því ber tilsjónarmanni að bera allar ákvarðanir sínar undir skjólstæðing sinn um mikilvæg málefni sem eru tilsjóninni viðkomandi, enda þótt ekki sé um að ræða eiginlega löggerninga. Skortur á samþykki skjólstæðings tilsjónarmanns gerir það að verkum að löggerningurinn bindur hann almennt ekki. Skipun tilsjónarmanns er ekki birt opinberlega og ekki er um það að ræða að henni sé þinglýst á þær eignir sem undir tilsjón falla.
    Ráðsmennsku (förvaltarskap) er í Svíþjóð komið á með dómsathöfn og á árinu 1988 kom hún í stað hefðbundinnar lögræðissviptingar. Skilyrði skipunar ráðsmanns eru þau að viðkomandi einstaklingur geti ekki annast málefni sín sjálfur vegna andlegrar eða líkamlegrar vanheilsu. Kröfu um skipun ráðsmanns geta sett fram þeir sömu og krafist geta skipunar tilsjónarmanns, en að auki getur tilsjónarmaður aðila krafist þess að honum verði skipaður ráðsmaður. Meginreglan er sú að ráðsmaður ræður einn síns liðs til hvaða ráðstafana hann grípur vegna skjólstæðingsins, innan þeirra marka sem ráð er fyrir gert í skipun hans. Þrátt fyrir það á ráðsmaður almennt að bera hugmyndir sínar og fyrirætlanir undir skjólstæðinginn. Hversu víðtæk ráðsmennska er fer eftir þörfum hvers og eins. Tilkynningu um skipun ráðsmanns skal birta í lögbirtingablaði og þinglýsa sem hafti á þær eignir sem undir skipunarbréf ráðsmannsins falla. Auk þess skal ráðsmaður tilkynna bankastofnunum um ráðsmennsku ef undir hana falla inneignir í banka og tilkynna skal um ráðsmennsku til hlutafélagsstjórnar ef skjólstæðingur hans er hluthafi.
    Í Noregi kallast ráðsmennska „hjelpevergeordning“ og ákvæði um hana er að finna í lögum nr. 3 frá 1927, um „vergemål for umyndige“. Líkt og í tilsjónarmannskerfi Svía glatar viðkomandi einstaklingur ekki gerhæfi sínu þótt honum sé skipaður ráðsmaður (hjelpeverge). Hlutverk ráðsmanns samkvæmt norskum rétti er fyrst og fremst það að sjá um fjármál viðkomandi og vera löglegur staðgengill hans. Markmiðið með norska fyrirkomulaginu er ekki einkum það að koma í veg fyrir að skjólstæðingur ráðsmanns fari óskynsamlega með fjármuni sína, líkt og er þegar viðkomandi er sviptur lögræði, heldur frekar að fá utanaðkomandi aðila til að koma reglu á fjármál hans.
    Hér á landi gera gildandi lögræðislög einungis ráð fyrir því að yfirlögráðandi geti skipað einstaklingi lögráðamann sé hann sviptur sjálfræði eða fjárræði. Aðstæður hjá mörgum þeim sem á aðstoð þurfa að halda til þess að annast fjármál sín eru þannig að andlega teljast þeir fullfrískir, en vegna veikinda eða líkamlegrar fötlunar eiga þeir óhægt um vik með að sjá um fjárhagsmálefni sín svo vel sé. Fjárræðissvipting og það sem henni fylgir er ekki æskilegur kostur fyrir þennan hóp manna, og þörfin fyrir mildara úrræði er því til staðar þótt ekki sé ljóst hversu mikil hún er. Þó má gera ráð fyrir því að eftirspurnin eftir slíku úrræði aukist á næstu árum. Meðal þeirra sem búast má við að mundu notfæra sér þetta úrræði eru aldraðir, og spár, sem liggja fyrir um fjölgun í hópi aldraðra á næstu árum og áratugum, gefa til kynna að þörf fyrir slíkt úrræði fari vaxandi.
    Oft fylgja því sárindi, bæði hjá viðkomandi einstaklingi og ættingjum hans, að þurfa að ganga í gegnum ferli fjárræðissviptingar, ekki síst þegar viðkomandi einstaklingur er bærilega á sig kominn andlega, og margir telja það niðurlægjandi. Svipting fjárræðis í slíkum tilvikum gengur oftar en ekki lengra en nauðsynlegt er. Ráðsmennska mætir a.m.k. að nokkru marki þörfum þess hóps einstaklinga sem þannig er ástatt um.
    Það kerfi sem lagt er til að tekið verði upp í IV. kafla byggist á því að einstaklingur, sem er fjárráða og á óhægt með að sjá um fjármál sín vegna veikinda eða fötlunar, geti óskað eftir því að honum verði skipaður ráðsmaður, enda geri hann sér grein fyrir þýðingu þeirrar ráðstöfunar. Þegar manni hefur verið skipaður ráðsmaður glatar hann gerhæfi sínu yfir þeim eignum sem ráðsmanni hafa verið faldar til umsjónar, en skipun ráðsmanns er bundin við tilteknar eignir og eru þær eignir sem mögulegt er að fela ráðsmanni umsjón yfir tæmandi taldar í 35. gr. Skipun ráðsmanns er ótímabundin en skjólstæðingur hans getur hvenær sem er óskað eftir því að hann verði leystur frá störfum og honum fengin umsjón eigna sinna á ný. Ráðsmaður er undir opinberu eftirliti, sem m.a. felst í því að honum ber að skila yfirlögráðanda skýrslu ár hvert um helstu ákvarðanir sem teknar hafa verið á síðasta almanaksári um fjárhald og eignaumsýslu skjólstæðings síns, auk þess sem meiri háttar ráðstafanir eigna, svo sem sala eða langtímaleiga, eru háðar samþykki yfirlögráðanda. Eins og fram kemur í 33. gr. er það einungis einstaklingurinn sjálfur sem getur farið fram á skipun ráðsmanns, og er sú krafa gerð að viðkomandi geri sér grein fyrir þýðingu þess. IV. kafli er á því byggður og geti hann ekki gert sér grein fyrir þýðingu slíkrar beiðni bæri að hafna beiðni sem fram kæmi um skipun ráðsmanns. Reynist nauðsynlegt í slíku tilviki að skipa viðkomandi staðgöngumann er ekki um annað að ræða en að fara fram á sviptingu fjárræðis, þá eftir atvikum að hluta. Þessu kerfi sem hér hefur stuttlega verið lýst svipar um margt til þeirra kerfa sem við lýði eru í nágrannalöndum okkar, en það á sér þó ekki beina hliðstæðu. Við smíði ráðsmannskerfisins, sem getur að líta í IV. kafla, hefur verið leitast við að hafa það einfalt og skýrt, ekki síst til að gera þennan kost aðgengilegan fyrir þá sem á því þurfa að halda, auk þess sem þarfir viðskiptalífsins mæla með því að skýrar reglur gildi á þessu sviði.
    Kjarni þess kerfis, sem hér er lagt til að verði tekið upp, er sá að hægt verði að koma á svipuðu fyrirkomulagi með frjálsum umboðssamningi. Munurinn á því og ráðsmannskerfinu er hins vegar sá að ráðsmaðurinn er settur undir opinbert eftirlit yfirlögráðanda og umsýslu ráðsmannsins þar með komið á fastari grundvöll. Slíkt eftirlit getur í mörgum tilvikum verið æskilegt, ekki síst ef viðkomandi einstaklingur er kominn á efri ár og hætta er á óeðlilegum afskiptum erfingja af fjármálum hans. Auk eftirlits yfirlögráðanda hefur einstaklingurinn sjálfur eftirlit með ráðsmanni sínum og getur hvenær sem er, eftir skipun ráðsmanns, krafist þess að ráðsmaður verði leystur frá störfum og honum fengin umsjón eigna sinna á ný.

Um 33. gr.

    Í 33. gr. eru tilgreind þau skilyrði sem uppfylla þarf til að yfirlögráðandi megi skipa einstaklingi ráðsmann. Fyrsta skilyrði þess að einstaklingi verði skipaður ráðsmaður er að viðkomandi sé fjárráða. Þeir sem sviptir hafa verið fjárræði eiga því ekki kost á þessu úrræði, enda hafa þeir sér til fulltingis skipaðan lögráðamann. Þeir sem eru ófjárráða fyrir æsku sakir eiga heldur ekki kost á þessu úrræði.
    Annað skilyrði skipunar ráðsmanns er að viðkomandi einstaklingur eigi óhægt með að sjá um fjármál sín vegna veikinda eða fötlunar. Hvers konar líkamleg veikindi koma til álita í þessu samhengi, sem og elli o.fl. Andleg veikindi geta einnig orðið grundvöllur skipunar ráðsmanns, en þau mega þó ekki vera á því stigi að viðkomandi einstaklingur geri sér ekki grein fyrir þýðingu skipunar ráðsmanns, en það er þriðja skilyrði skipunar ráðsmanns. Í því skilyrði felst að viðkomandi þarf að vera það heill heilsu andlega að hann geri sér grein fyrir því hvað felist í skipun ráðsmanns, t.d. að hann geti ekki ráðstafað þeim eignum sem undir ráðsmann heyra o.fl., sbr. 41. gr. Þeir sem haldnir eru geðsjúkdómum geta í mörgum tilvikum, þrátt fyrir sjúkdóm sinn, gert sér ljósa grein fyrir þýðingu slíkrar ráðstöfunar sem skipun ráðsmanns er, og sama er hægt að segja um stóran hluta þeirra sem teljast þroskaheftir.
    Í 2. mgr. 48. gr. greinir að verði ráðsmaður þess var að heilsufar skjólstæðings hans breytist þannig að hann uppfyllir ekki lengur skilyrði 33. gr. skuli ráðsmaðurinn vekja athygli yfirlögráðanda á því. Yfirlögráðandi tekur í kjölfarið ákvörðun um hvort ráðsmanni skuli þegar í stað veitt lausn frá störfum eða hvort beðið skuli úrskurðar í lögræðissviptingarmáli, sbr. athugasemdir með umræddri grein. Það kerfi sem hér er lagt til að verði tekið upp felur í sér eftirlit af hálfu viðkomandi einstaklings og opinbert eftirlit eins og áður sagði. Ekki er á hinn bóginn með þessu ætlast til að stjórnvöld veiti atbeina sinn til eftirlits með öðrum ráðsmönnum en þeim sem sinna störfum fyrir einstaklinga sem sökum veikinda eða fötlunar eiga óhægt með að sjá um eignir sínar sjálfir. Því ber yfirlögráðanda að veita ráðsmanni lausn frá störfum ef mat yfirlögráðanda er það að skjólstæðingur ráðsmanns hafi á ný náð heilsu og geti því sinnt fjármálum sínum sjálfur. Einnig er ráð fyrir því gert í 2. mgr. 48. gr. að hraki skjólstæðingi ráðsmanns svo að hann geri sér ekki lengur grein fyrir þýðingu skipunar ráðsmanns beri yfirlögráðanda að veita ráðsmanni lausn frá störfum eða bíða úrskurðar í lögræðissviptingarmáli. Kerfið byggir eins og áður sagði á tvíþættu eftirliti, og geti hlutaðeigandi einstaklingur ekki sinnt því eða gert sér grein fyrir þýðingu skipunar ráðsmanns er forsenda fyrir ráðsmennskunni brostin.

Um 34. gr.

    Í 34. gr. er fjallað um form og efni umsóknar um skipun ráðsmanns. Gert er ráð fyrir að sækja skuli um skipun ráðsmanns á sérstöku eyðublaði sem yfirlögráðandi í hverju umdæmi lætur í té. Á því blaði skal óskað eftir því að umsækjandi geri grein fyrir þeim atriðum sem talin eru upp í a–e-liðum 2. mgr. og öðru því sem umsækjandi telur rétt að fram komi. Í a-lið er gert ráð fyrir að umsækjandi gefi helstu persónulegar upplýsingar og í b-lið er farið fram á að nafn maka sé gefið upp eða sambúðarmaka ef honum er til að dreifa. Mikilvægt er að þetta komi fram, enda öðru hjóna heimilt að fara fram á skipun ráðsmanns þótt hitt geri það ekki. Afstaða maka til umsóknar skiptir þó máli, enda gert ráð fyrir því í 5. mgr. 37. gr. að maka umsækjanda eða sambúðarmaka skuli veitt sérstakt færi á að tjá sig um málið. Í c-lið er tekið fram að geta eigi ástæðna þess að skipunar ráðsmanns er óskað, en þar er átt við hvaða veikindi eða fötlun, sbr. 33. gr., valdi því að umsækjandi eigi óhægt með að sjá um fjármál sín. Í d-lið er farið fram á að þær eignir sem ráðsmanni er ætlað að sjá um séu taldar nákvæmlega upp. Í 35. gr. er tekið fram að einungis sé hægt að fela ráðsmanni umsjón tiltekinna eigna og því nauðsynlegt að fram komi strax í umsókninni hvaða eignir umsækjandi hefur í huga. Loks er tekið fram í e-lið að óski umsækjandi eftir því að tiltekinn maður verði skipaður ráðsmaður skuli þess getið í umsókn. Uppfylli sá sem umsækjandi tilgreinir þau hæfisskilyrði sem gerð eru til ráðsmanna, sbr. 38. gr., og aðrir annmarkar eru ekki á umsókninni, ber yfirlögráðanda að skipa þann mann ráðsmann umsækjanda.
    Í 3. mgr. er mikilsvert ákvæði, en þar er kveðið á um að umsókn skuli fylgja læknisvottorð þar sem grein er gerð fyrir heilsufari umsækjandans og mati læknis á því hvort hann geri sér grein fyrir þýðingu ráðstöfunar skv. 33. gr. Læknir sá sem skoðar umsækjanda þarf því ekki aðeins að gera grein fyrir veikindum hans eða fötlun, heldur einnig því hvort hann telji, með hliðsjón af veikindum umsækjanda eða öðru, að hann geri sér grein fyrir hvaða þýðingu skipun ráðsmanns hefur. Yfirlögráðandi hefur læknisvottorðið síðan til hliðsjónar við mat á því hvort skilyrðum 33. gr. er fullnægt, en leggur jafnframt sjálfstætt mat á viðkomandi umsækjanda, sbr. skýr fyrirmæli í 3. málsl. 3. mgr. 37. gr.

Um 35. gr.

    Í 35. gr. er mælt fyrir um hvaða eignir það eru sem heimilt er að fela ráðsmanni umsjón með. Þetta ákvæði á sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndum okkar þar sem það er ekki takmörkunum bundið hvaða eignir geta fallið undir umsjón ráðsmanns eða tilsjónarmanns. Helsta ástæðan fyrir því að ekki er lagt til að veitt verði heimild til að fela ráðsmanni umsjón allra eigna sem einstaklingur telur sig ekki geta annast svo viðeigandi sé er sú að rétt þykir að fara hægt af stað í byrjun. Þær eignir sem 35. gr. gerir ráð fyrir að hægt sé að fela ráðsmanni umsjón með eru eignir þar sem tiltölulega auðvelt er að koma við skráningu þannig að grandlausum viðsemjendum megi vera kunnugt um takmörkun á ráðstöfunarheimildum viðkomandi. Í 40. gr., sem vikið verður að hér á eftir, er kveðið á um skyldu yfirlögráðanda til að grípa til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir að grandlaus þriðji maður geti öðlast réttindi yfir þeim eignum sem ráðsmanni hafa verið faldar til umsjónar.
    Í a-lið 35. gr. er mælt fyrir um að hægt sé að fela ráðsmanni umsjón fasteigna, loftfara, skráningarskyldra ökutækja og skráningarskyldra skipa. Með skráningarskyldum skipun er átt við sérhvert það skip sem skylt er að skrá samkvæmt lögum um skráningu skipa, nr. 115/1985. Þær eignir, sem hér eru taldar upp eru allar háðar opinberri skráningu og því auðvelt að tilkynna viðeigandi skráningaryfirvöldum ef umsjón með þeim er falin ráðsmanni. Gert er ráð fyrir því í a-lið 2. mgr. 40. gr. að skipun ráðsmanns skuli þinglýst á þær eignir sem skipunin tekur til.
    Í b-lið 35. gr. er heimild til að fela ráðsmanni umsjón viðskiptabréfa. Vísað er til reglna kröfuréttarins um það hvaða bréf teljist viðskiptabréf. Í flestum tilvikum yrði væntanlega um að ræða ýmiss konar skuldabréf, víxla og hlutabréf. Traustfangsreglur um viðskiptabréf eru víðtækar og gerir 40. gr. ráð fyrir að yfirlögráðandi sjái til þess að ritað verði um skipun ráðsmanns á þau viðskiptabréf sem honum hafa verið falin til umsjónar.
    Í c-lið er veitt heimild til þess að fela ráðsmanni umsjón fjármuna á innlánsreikningum hjá bönkum eða sparisjóðum og enn fremur inneigna hjá verðbréfasjóðum. Átt er við hvers konar innlánsreikninga sem viðkomandi stofnanir bjóða upp á.
    Allar þær eignir sem taldar eru upp hér að framan eiga það sammerkt að auðvelt er að skrásetja hver fer með forræði yfir þeim. Eins og áður hefur verið vikið að mæla hagsmunir viðskiptalífsins með því að yfirráð yfir eignum sem faldar eru ráðsmanni til umsjónar séu skýr, og komið er til móts við þá hagsmuni með því að haga málum með framangreindum hætti.

Um 36. gr.

    Í 36. gr. kemur fram að umsókn um skipun ráðsmanns skuli bera upp við yfirlögráðanda í því umdæmi þar sem umsækjandi á lögheimili eða þar sem hann dvelur.
    Rétt er að taka fram að unnt er að leggja umsókn fram hvort heldur sem er hjá yfirlögráðanda í því umdæmi sem umsækjandi á lögheimili í eða þar sem hann dvelur, en þetta fer að jafnaði saman, sbr. 1. gr. laga um lögheimili, nr. 21 frá 1990. Rétt er talið að bjóða upp á þessa tvo kosti, enda má búast við því að einhver hluti þeirra sem óska eftir að þeim verði skipaður ráðsmaður dveljist þegar umsóknir eru lagðar fram á sjúkrahúsum eða dvalarheimilum aldraðra fjarri lögheimili sínu, en dvöl í sjúkrahúsi er ekki ígildi fastrar búsetu, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga um lögheimili, og getur lögheimili manns því ekki verið þar, sbr. 1. mgr. sömu greinar. Þá er manni, sem flyst á dvalarheimili aldraðra, heimilt í allt að 18 mánuði frá flutningi að eiga áfram lögheimili í því sveitarfélagi sem hann hafði fasta búsetu í áður, sbr. 4. mgr. 4. gr. laganna. Það er því til hægðarauka fyrir umrædda einstaklinga að veita yfirlögráðanda í því umdæmi þar sem viðkomandi dvelur heimild til að afgreiða umsókn um skipun ráðsmanns.


Um 37. gr.

    Í 37. gr. er mælt fyrir um þær grundvallarmálsmeðferðarreglur sem gilda eiga um afgreiðslu yfirlögráðanda á umsóknum um skipun ráðsmanns.
    Í 1. mgr. er kveðið á um að umsókn skuli taka til afgreiðslu án ástæðulausra tafa, sbr. og 9. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, um málshraða.
    Í 2. mgr. er kveðið á um leiðbeiningarskyldu yfirlögráðanda, sbr. og 7. gr. stjórnsýslulaga um leiðbeiningarskyldu.
    Í 3. mgr. er mælt fyrir um að yfirlögráðandi skuli sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga um rannsóknarreglu stjórnvalda. Í 2. málsl. málsgreinarinnar er hnykkt á því að yfirlögráðandi geti lagt fyrir aðila að afla frekari gagna eða aflað þeirra sjálfur, en þetta felst að sjálfsögðu í rannsóknarreglunni. Í 3. málsl. 3. mgr. er mikilvægt ákvæði um að yfirlögráðandi skuli kynna sér af eigin raun hvort umsækjandi uppfylli skilyrði 33. gr. Í þessu felst að yfirlögráðandi skuli auk athugunar á læknisvottorði því, sem mælt er fyrir um að fylgja eigi umsókn, og eftir atvikum á öðrum gögnum, leggja sjálfstætt mat á hvort skilyrðum 33. gr. er fullnægt með því að ræða við viðkomandi umsækjanda.
    Í 4. mgr. kemur fram að ráðsmaður skuli valinn í samráði við umsækjanda hafi hann ekki farið fram á að tiltekinn maður verði skipaður ráðsmaður. Í þessu felst að yfirlögráðandi skal bera undir umsækjanda tillögur sínar um hvern skipa eigi ráðsmann. Það er mikilvægt að umsækjandi sé hafður með í ráðum við val á ráðsmanni í þessum tilvikum þar sem góð samskipti ráðsmanns og umsækjanda hljóta að vera grundvöllur þess að vel takist til með ráðsmennskuna.
    Í 5. mgr. kemur fram að yfirlögráðandi skuli veita maka umsækjanda eða sambúðarmaka hans kost á að tjá sig um málið áður en skipun ráðsmanns fer fram. Gert er ráð fyrir því að annað hjóna geti óskað eftir skipun ráðsmanns, og er því eðlilegt að maki fái að tjá sig um það, þar á meðal um val á ráðsmanni, enda má búast við því að samstarf ráðsmanns og maka umsækjanda verði náið. Meginreglan varðandi andmælarétt aðila stjórnsýslumáls er sú að hann verði sjálfur að hafa frumkvæði að því að kynna sér gögn og tjá sig um mál. Hér er gert ráð fyrir undantekningu frá þeirri meginreglu því yfirlögráðandi skal samkvæmt málsgreininni gefa maka sérstakt færi á því að tjá sig um málið. Yfirlögráðandi skal því hafa samband við maka eða sambúðarmaka umsækjanda og veita honum ákveðinn frest til að kynna sér gögn og tjá sig um málið, og eftir það er undir honum komið hvort hann nýtir sér þennan rétt.
    Í 6. mgr. er mælt fyrir um rétt manna til að afturkalla umsókn sína á hvaða stigi málsmeðferðar sem er þar til ráðsmaður hefur verið skipaður. Vilji menn afturkalla umsókn eftir skipun ráðsmanns fer um lausn hans frá störfum eftir reglum 47. og 48. gr.

Um 38. gr.

    Í 38. gr. er í 1. mgr. vísað í 53. og 54. gr. varðandi almennt og sérstakt hæfi ráðsmanna og vísast til athugasemda með þeim greinum.
    Í 2. mgr. er vikið að þeirri meginreglu að enginn verði skipaður ráðsmaður, nema hann hafi veitt til þess samþykki sitt. Eins og vikið er að síðar er ekki talið fært að gera það að borgaralegri skyldu að taka að sér lögráðamennsku fyrir einstaklinga sem sviptir hafa verið lögræði, og enn síður er hægt að gera ráðsmennsku að borgaralegri skyldu.

Um 39. gr.

    Í 39. gr. er mælt fyrir um ákvörðun um skipun ráðsmanns o.fl. Þar kemur fram í 1. mgr. að séu skilyrði 33. gr. uppfyllt skuli yfirlögráðandi skipa umsækjanda ráðsmann. Síðari málsliður málsgreinarinnar er til leiðbeiningar um að heimilt sé að skipa hjónum eða sambúðarmökum sama ráðsmann.
    Í 2. mgr. er mælt fyrir um að ráðsmanni skuli ekki falin umsjón annarra eigna en nauðsynlegt er miðað við þarfir umsækjandans. Þau sjónarmið sem búa að baki þessari reglu eru þau að koma í veg fyrir að ráðsmaður sé skipaður að þarflausu. Úrræðið er hugsað fyrir þá sem þurfa á þessu að halda vegna veikinda eða fötlunar sem kemur í veg fyrir að viðkomandi geti sinnt fjárhagslegum málefnum sínum sem skyldi, og hið opinbera eftirlit og umgjörðin öll á að tryggja að hagsmunir skjólstæðinga ráðsmanna séu ekki fyrir borð bornir. Aðrir sem fullfrískir teljast en hafa engu að síður áhuga á því að fela öðrum umsýslu eigna sinna geta gert það með samningum eftir reglum samningaréttarins, en reglum þessa frumvarps er ekki ætlað að stofna til opinbers eftirlits með slíkum samningum.
    Í 3. mgr. er veitt heimild til þess að skipa sama einstaklingi fleiri en einn ráðsmann ef sérstaklega stendur á, en það skilyrði sett að þeir fari þá ekki með umsjón sömu eigna. Í ákveðnum tilvikum gæti það reynst heppilegt að fela fleiri en einum manni umsjón með eignum umsækjanda, t.d. þegar um miklar eignir er að ræða og/eða ólíkar.
    Í 4. mgr. er kveðið á um að ákvörðun um skipun ráðsmanns skuli vera skrifleg og síðan er rakið í fimm liðum hvað fram skuli koma í henni. Nauðsynlegt er að skipunin sé skrifleg og þau atriði komi fram sem ákvæðið mælir fyrir um því skipun ráðsmanns felur í sér skerðingu á gerhæfi umsækjanda og því er mikilvægt að festa sé í framkvæmd og að ekki leiki vafi á að ákvörðun um skipun ráðsmanns hafi verið tekin og hvers efnis hún er. Ákvörðun um skipun ráðsmanns skal færa í gerðabók yfirlögráðanda, sbr. 82. gr. Ákvörðun mun í flestum tilvikum verða í samræmi við þá umsókn sem umsækjandi lagði fram ef frá er talið það atriði sem nefnt er í e-lið 4. mgr. Þar er mælt fyrir um að þóknun ráðsmanns og greiðslufyrirkomulag hennar skuli koma fram í ákvörðun um skipun. Mikilvægt er að kveðið sé skýrt á um þetta, en nánar er mælt fyrir um þóknun ráðsmanns í 44. gr. Þar kemur fram að þóknun skuli greidd af umsækjanda, en ákvörðun um fjárhæð hennar og greiðslufyrirkomulag er í höndum yfirlögráðanda. Ekki er gert ráð fyrir því að ráðsmaður geti krafið skjólstæðing sinn um hærri þóknun fyrir ráðsmennskuna en kveðið er á um í skipuninni. Þó má nefna að sinni ráðsmaðurinn öðrum störfum fyrir skjólstæðing sinn en umsjón með þeim eignum sem honum voru falin til ráðsmennsku, til að mynda umsjón með eignum sem ekki er hægt að fela ráðsmanni umsjón yfir samkvæmt ákvæðum frumvarpsins getur hann krafið skjólstæðinginn um sérstaka greiðslu fyrir það.
    Í 5. mgr. er mælt fyrir um að yfirlögráðandi skuli gefa út skipunarbréf til ráðsmanns þar sem fram komi þau atriði sem talin eru upp í a-, b- og d-liðum 4. mgr. Þau atriði sem ekki eiga að koma fram í skipunarbréfi eru upplýsingar um þóknun ráðsmanns og ástæður skipunar ráðsmannsins. Gert er ráð fyrir að endurrit skipunarbréfsins verði síðan eftir því sem við á notað við þinglýsingu skipunar ráðsmanns á viðkomandi eignir og við aðrar tilkynningar um skipun hans, sbr. 40. gr.
    Í 6. mgr. segir að skipun ráðsmanns sé ótímabundin. Slíkt fyrirkomulag hefur ótvíræða kosti, ekki síst eru það hagsmunir viðskiptalífsins sem mæla með því. Festa í framkvæmd er viðskiptalífinu í hag og tímabundin ráðsmennska gæti haft hamlandi áhrif á viðskipti með þær eignir sem undir ráðsmennsku heyra. Rétt er að benda á að skjólstæðingur ráðsmanns getur hvenær sem er óskað eftir því að ráðsmaðurinn verði leystur frá störfum og honum fengin umráð viðkomandi eigna sinna á ný.

Um 40. gr.

    Í 40. gr. er er að finna reglur um tilkynningu um skipun ráðsmanns og um skráningu ráðsmanna.
    Í 1. mgr. er mælt fyrir um hvernig tilkynna skuli ráðsmanni, skjólstæðingi hans og dómsmálaráðuneytinu um skipunina og er greinin í samræmi við 1. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga að öðru leyti en því að hér er mælt fyrir um tryggilegri birtingu, þ.e. með ábyrgðarbréfi eða öðrum sannanlegum hætti.
    Í 2. mgr. er fjallað um með hvaða hætti veita skuli öðrum upplýsingar um ákvörðun um skipun ráðsmanns. Mælt er fyrir um þinglýsingu varðandi þær eignir sem háðar eru opinberri skráningu, skráningu á viðskiptabréf sem falin eru ráðsmanni til umsjónar og tilkynningu til innlánsstofnana og verðbréfasjóða hafi ráðsmanni verið falin umsjón fjármuna skjólstæðings síns á innlánsreikningum hjá bönkum eða sparisjóðum eða inneigna í verðbréfasjóðum. Yfirlögráðanda er ætlað það hlutverk að sjá um þetta og skal hann gera það svo fljótt sem við verður komið.
    Í 3. mgr. er mælt fyrir um skyldu dómsmálaráðuneytisins til þess að halda skrá yfir ráðsmenn og skjólstæðinga þeirra. Er þetta í samræmi við ákvæði 6. mgr. 14. gr. og 2. mgr. 57. gr. um skrá yfir lögræðissvipta menn og lögráðamenn þeirra.

Um 41. gr.

    Um réttaráhrif skipunar ráðsmanns er fjallað í 41. gr.
    Í 1. mgr. segir að þegar tilkynning sé komin til umsækjanda um að honum hafi verið skipaður ráðsmaður glati hann rétti til að fara með, ráðstafa og takast á herðar skuldbindingar vegna þeirra eigna sem ráðsmanni hafa verið faldar til umsjónar. Hann glatar því gerhæfi sínu yfir þeim eignum. Löggerningar skjólstæðings ráðsmanns, sem varða þær eignir sem skipun ráðsmannsins tekur til, eru því ekki bindandi fyrir hann, nema eftir því sem fyrir er mælt um í frumvarpi þessu. Munurinn á venjulegum umboðssamningi og skipun ráðsmanns kemur skýrt fram í þessari grein, en við gerð umboðssamnings þar sem öðrum er falin meðferð tiltekinna eigna annars manns glatar hann ekki gerhæfi sínu yfir þeim eignum sem um ræðir, líkt og er þegar ráðsmaður er skipaður. Það er að mörgu leyti heppilegra fyrir hagsmuni viðskiptalífsins að einungis einn aðili fari með gerhæfi yfir tiltekinni eign. Eins og mælt er fyrir um í 1. mgr. glatar skjólstæðingur ráðsmanns ekki heimildum sínum til að ráðstafa þeim eignum sem faldar hafa verið ráðsmanni til umsjónar, með erfðaskrá eða öðrum dánargerningum, svo sem dánargjöf sem ekki er ætlast til að komi til framkvæmdar fyrr en að gefandanum látnum.
    Í 2. mgr. er mælt fyrir um við hvaða tímamark réttaráhrif skipunar ráðsmanns miðast gagnvart grandlausum aðilum. Þar segir að þau séu háð því að ráðstafanir þær sem greindar eru í 2. mgr. 40. gr. hafi farið fram. Hafi slíkt ekki verið gert geta grandlausir viðsemjendur skjólstæðings ráðsmanns unnið rétt fyrir traustnám.
    Í 3. mgr. er að finna hliðstætt ákvæði og er í 1. mgr. 23. gr. gildandi lögræðislaga. Þar kemur fram að löggerningar skjólstæðings ráðsmanns um eign, sem fara í bága við 1. mgr., bindi hann ekki, nema löggerningurinn hafi annaðhvort verið staðfestur af ráðsmanni, og eftir atvikum yfirlögráðanda, eða honum verið fullnægt svo skuldbindandi sé fyrir skjólstæðinginn. Eins og áður sagði er hliðstætt ákvæði í gildandi lögræðislögum um samninga ólögráða í 1. mgr. 23. gr. laganna þótt orðalagið sé ekki eins. Þar segir að hafi ólögráða maður gert samning sem hann skorti heimild til að gera, þá geti hinn aðili samningsins rift honum nema samningurinn hafi verið staðfestur af lögráðamanni eða fullnægt svo skuldbindandi sé fyrir hinn ólögráða mann. Sambærilegt ákvæði má fyrst finna í lögræðislögum, nr. 95 frá 1947, og í athugasemdum með frumvarpinu sem varð að þeim lögum segir að átt sé við þau tilfelli, er samningsaðili hins ólögráða manns er grandlaus um heimild hans til að gera samning, þ.e. hann annaðhvort vissi ekki um ólögræðið eða hafði ástæðu til að ætla að samþykki lögráðamanns væri fyrir hendi. Þegar svo stendur á geti samningsaðilinn þegar rift samningnum með tilkynningu til hins ólögráða manns sjálfs eða lögráðamanns hans, nema lögráðamaðurinn hafi þá þegar staðfest samninginn eða honum hafi verið fullnægt svo bindandi sé fyrir hinn ólögráða mann. Getur þar komið til greina að ófjárráða maður hafi goldið fé, sem ekki verði aftur heimt vegna reglna um traustnám, eða fé sé goldið af sjálfsaflafé eða gjafafé, sem ófjárráða maður má ráðstafa. Staðfesting ráðsmanns eins nægir að sjálfsögðu ekki þegar um gerninga er að ræða sem samþykki yfirlögráðanda þarf til.
    Í 4. mgr. er mælt fyrir um að um löggerninga skjólstæðings ráðsmanns og meðferð ráðsmanns á fjármunum hans gildi, auk ákvæða IV. kafla, reglur 1. og 3. mgr. 67. gr., 1. mgr. 68. gr., 1., 2. og 4. mgr. 77. gr. og 78. gr. Er í því sambandi vísað til athugasemda við þessar greinar hér að aftan.

Um 42. gr.

    Í 42. gr. er mælt fyrir um heimildir ráðsmanns. Meginreglan er sú að hann hefur sömu heimildir yfir þeim eignum sem honum hefur verið falin umsjón með og skjólstæðingur hans hafði fyrir skipun hans. Í 2. og 3. mgr. eru varnaglar slegnir og þar er að finna undantekningar frá þeirri reglu. Í 2. mgr. er það skilyrði sett að yfirlögráðandi skuli veita skriflegt samþykki ef binda á skjólstæðing ráðsmanns við ábyrgð eða tryggingu fyrir þriðja mann og enn fremur ef selja eða veðsetja á eignir þær sem tilgreindar eru í 3. mgr., og að það sama gildi um útleigu slíkra eigna til lengri tíma en þriggja ára, nema kveðið sé á um rétt til uppsagnar með hæfilegum fyrirvara. Ráðstafanir þær sem hér greinir geta í mörgum tilvikum verið skynsamlegar og æskilegar og ekki er ætlunin að koma í veg fyrir þær, heldur að tryggja hagsmuni skjólstæðings ráðsmanns sem best, enda teljast þær ráðstafanir sem mælt er fyrir um í 2. og 3. mgr. oftast til mikils háttar ráðstafana varðandi eignir. Afskipti yfirlögráðanda af slíkum mikils háttar ráðstöfunum er einnig hluti af því eftirliti sem ætlunin er að koma á fót með þessu kerfi.

Um 43. gr.

    Í 43. gr. er fjallað um starfsskyldur ráðsmanns og skaðabótaskyldu og er í 1. mgr. mælt fyrir um að um þessi efni gildi ákvæði 1.–3. mgr. 60. gr. og 61. gr. Um skýringar á framangreindum ákvæðum er vísað til þess er fram kemur í athugasemdum um þau hér að aftan.
    Í 2. mgr. er dómsmálaráðherra veitt heimild til að setja nánari reglur um störf og starfsskyldur ráðsmanna og eftirlit yfirlögráðenda með þeim.

Um 44. gr.

    Í 44. gr. kemur fram í 1. mgr. að yfirlögráðandi skal við skipun ráðsmanns ákveða þóknun hans fyrir starfann. Í þessu felst að ráðsmaður getur ekki krafist frekari greiðslu fyrir ráðsmennskuna en yfirlögráðandi ákveður. Taki ráðsmaður að sér önnur störf fyrir skjólstæðing sinn en ráðsmennsku yfir þeim eignum sem honum var falið í skipunarbréfi er honum heimilt að krefja skjólstæðinginn um greiðslu fyrir það, en slíkar greiðslur falla fyrir utan eftirlit yfirlögráðanda. Fjárhæð þóknunar skal, eins og segir í ákvæðinu, miðast við eðli og umfang starfans. Mikilvægt er að samræmi sé við ákvarðanir yfirlögráðenda um þóknanir og eðlilegt að almennar viðmiðunarreglur verði mótaðar í dómsmálaráðuneytinu og yfirlögráðendur leitist við að fara eftir þeim.
    Í 2. mgr. er kveðið á um að þóknun ráðsmanns skuli greidd af skjólstæðingi hans. Ekki er gert ráð fyrir því að ríkið eigi í neinum tilvikum að hlaupa undir bagga, sbr. hins vegar ákvæði 62. gr. um greiðslu fyrir lögráðamennsku.
    Í 3. mgr. er ákvæði um að ráðsmaður og skjólstæðingur hans geti hvor um sig krafist endurskoðunar á fjárhæð þóknunar ráðsmannsins. Umsvif ráðsmennsku geta aukist eða minnkað og því nauðsynlegt að gefa aðilum kost á því að geta krafist endurskoðunar á þessum þætti skipunar ef ástæða er til.

Um 45. gr.

    Mælt er fyrir um skýrslugjöf ráðsmanns til yfirlögráðanda um framkvæmd ráðsmennskunnar í 45. gr. Eftirlit það sem yfirlögráðandi skal hafa með ráðsmönnum er viðamikið, og felst bæði í því að fylgjast náið með þeim skýrslum sem ráðsmenn gefa og öðru eftirliti sem nauðsynlegt kann að vera í hverju tilviki fyrir sig.
    Skýrslugjöf ráðsmanns er mikilvægur þáttur í eftirliti yfirlögráðanda og nauðsynlegt að skýrslur séu eins ítarlegar og kostur er á og öll nauðsynleg gögn fylgi. Í skýrslu samkvæmt 1. mgr. skal gera grein fyrir þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið á fyrra almanaksári um fjárhald og eignaumsýslu skjólstæðings ráðsmanns.
    Í 2. mgr. er mælt fyrir um rétt yfirlögráðanda til að fá fjárhaldið endurskoðað af löggiltum endurskoðanda á kostnað skjólstæðings ráðsmanns. Þessi heimild er nauðsynleg til að gera eftirlitið nægilega virkt og er henni einnig ætlað að hafa bæði almenn og sérstök varnaðaráhrif.
    Ákvæði 3. mgr. tengist 1. mgr., en í 3. mgr. felst það að yfirlögráðandi getur hvenær sem er kallað eftir upplýsingum frá ráðsmanni. Á þessu ákvæði sést að frumkvæðisskylda yfirlögráðanda er rík, og vakni grunsemdir hjá honum um að ráðsmaður sinni ekki sem skyldi starfsskyldum sínum ber honum að krefjast upplýsinga um fjárhald og eignaumsýslu eða annað sem ráðsmennskunni tengist.
    Í 4. mgr. er loks kveðið á um að þegar ráðsmaður fær lausn frá störfum skuli hann gefa yfirlögráðanda skýrslu um fjárhald og eignaumsýslu skjólstæðings síns. Um er að ræða sams konar skýrslu og nefnd er í 1. mgr., en hún mundi væntanlega alltaf taka yfir styttra tímabil, þ.e. frá því tímabili sem hin árlega skýrsla endar og til lausnardags. Skýrslu þessari skal skila án tillits til þess með hvaða hætti lausn ráðsmanns bar að, sbr. 47. gr.

Um 46. gr.

    Í ljósi þess að ráðsmennska er hugsuð sem úrræði fyrir einstaklinga, sem vegna veikinda eða fötlunar eiga óhægt með að sjá um fjármál sín, má búast við því að breyting geti orðið á því ástandi einstaklingsins. Þær breytingar geta orðið í hvora áttina sem er, mönnum getur hrakað með þeim afleiðingum að nauðsynlegt reynist að fela ráðsmanni umsýslu fleiri eigna en upphaflega var gert ráð fyrir, eða mönnum getur batnað með þeim afleiðingum að ekki er ástæða til að hafa ráðsmennskuna eins víðtæka og hún þurfti að vera í upphafi. Í 1. mgr. 46. gr. er mælt fyrir um heimild skjólstæðings ráðsmanns til að fara fram á breytingar á því hvaða eignir faldar eru ráðsmanni til umsjónar.
    Samkvæmt 2. mgr. er ætlast til að um meðferð slíkra mála fari eftir sömu reglum og gilda um skipun ráðsmanns, eftir því sem við getur átt, og vísast í því sambandi til athugasemda með því ákvæði hér að framan.

Um 47. gr.

    Í 47. gr. er fjallað um það hvernig fara skuli með lausn ráðsmanns frá störfum. Ráðsmaður eða skjólstæðingur hans geta hvor um sig óskað eftir því að ráðsmanni verði veitt lausn frá störfum og auk þess getur yfirlögráðandi að eigin frumkvæði leyst ráðsmann frá störfum.
    Í 1. mgr. er fjallað um það þegar ráðsmaður óskar eftir því að vera leystur frá störfum. Á honum hvílir þó sú skylda að gegna áfram starfa sínum þar til nýr ráðsmaður hefur verið skipaður, sé þess þörf. Yfirlögráðandi metur þá þörf.
    Í 2. mgr. er mælt fyrir um að yfirlögráðandi skuli af eigin frumkvæði leysa ráðsmann frá störfum verði hann þess áskynja að skjólstæðingur hans uppfylli ekki lengur skilyrði 33. gr. Sama á við ef ráðsmaður vanrækir starfa sinn, gerist brotlegur í starfi eða uppfyllir ekki lengur almenn hæfisskilyrði. Á þetta getur reynt hvort heldur sem ráðsmaður brýtur gegn þeim starfsskyldum sem mælt er fyrir um í 43. gr. eða gerist með öðrum hætti brotlegur í starfi. Leysi yfirlögráðandi ráðsmann frá störfum skal hann gera það með formlegum hætti og tilkynna um lausnina með þeim hætti sem segir í 49. gr.
    Í 3. mgr. segir að óski skjólstæðingur eftir því að ráðsmanni verði veitt lausn frá störfum og honum fengin umsjón eigna sinna á ný skuli yfirlögráðandi verða við þeirri ósk nema ákvæði 48. gr. eigi við.
    Loks er í 4. mgr. fjallað um það að við andlát eða gjaldþrot skjólstæðings eða gjaldþrot ráðsmanns hans falli sjálfkrafa niður réttaráhrif skipunar ráðsmanns. Gjaldþrot miðast við uppkvaðningu úrskurðar dómara um að bú viðkomandi skuli tekið til gjaldþrotaskipta. Í öllum þeim tilvikum sem hér um ræðir skal yfirlögráðandi sjá um að koma því til skila til viðeigandi aðila að ráðsmanni hafi verið veitt lausn frá störfum, sbr. 49. gr. Þá segir að verði skjólstæðingur ráðsmanns sviptur fjárræði falli skipun ráðsmanns niður við skipun lögráðamanns. Þó svo að möguleiki sé á því að tveir ráðsmenn starfi samhliða við umsýslu eigna eins manns, sbr. 3. mgr. 39. gr., kemur aldrei til þess að ráðsmaður og lögráðamaður séu starfandi samtímis fyrir einn og sama einstakling. Hins vegar má gera ráð fyrir því að ráðsmaður verði í mörgum tilvikum skipaður lögráðamaður ef til sviptingar fjárræðis kemur hjá skjólstæðingi hans.

Um 48. gr.

    Í 48. gr. er að finna eins konar úrræði til öryggis. Í 4. gr. frumvarpins er mælt fyrir um í hvaða tilvikum heimilt er að svipta mann lögræði og rétt þykir, ef aðstæður skjólstæðings ráðsmanns eru taldar vera með þeim hætti sem þar greinir, að yfirlögráðandi veiti þeim aðilum er málið kann að varða frest til að íhuga hvort ástæða sé til að krefjast sviptingar fjárræðis ef viðkomandi sækir um niðurfellingu eða breytingu á skipan ráðsmanns. Um þetta er kveðið á í 1. mgr. Þegar beiðni kemur fram um breytingu á eða brottfall ráðsmennsku skal yfirlögráðandi haga meðferð málsins eftir þeim reglum sem gilda um skipan ráðsmanns. Hann skal því m.a. kynna sér af eigin raun hvort skjólstæðingur ráðsmanns uppfylli enn skilyrði 33. gr. Í þeim tilvikum sem skjólstæðingur ráðsmanns óskar eftir niðurfellingu ráðsmennsku ætti yfirlögráðandi með sama hætti að kynna sér ástand umsækjanda af eigin raun til að ganga úr skugga um að ekki sé ástæða til að ætla að högum hans sé ekki svo farið sem segir í 4. gr.
    Í 2. mgr. er að finna ákvæði sem tekur á því ástandi sem skapast þegar heilsa skjólstæðings ráðsmanns breytist með þeim hætti að hann uppfyllir ekki lengur skilyrði 33. gr. Ráðsmanni ber í þeim tilvikum að vekja athygli yfirlögráðanda á því og tekur yfirlögráðandi í kjölfarið afstöðu til þess hvort veita skuli ráðsmanni lausn frá störfum eða hvort beðið skuli úrskurðar í fjárræðissviptingarmáli. Skilyrði skipunar ráðsmanns skv. 33. gr. eru þrenns konar. Fyrsta skilyrðið er að um fjárráða einstakling sé að ræða, en vikið er að því í 4. mgr. 47. gr. að skipun ráðsmanns falli niður við skipun lögráðamanns í kjölfar fjárræðissviptingar. Ákvæði 2. mgr. tekur aftur á móti til þess þegar skjólstæðingur uppfyllir ekki annars vegar skilyrði 33. gr. um veikindi eða fötlun og hins vegar að gera sér grein fyrir þýðingu skipunar ráðsmanns. Varðandi hið fyrrnefnda þá er vikið að því hér að framan að fyrirkomulagið sem hér er lagt til að tekið verði upp sé einvörðungu ætlað þeim einstaklingum sem vegna veikinda eða fötlunar eiga óhægt um vik með að stjórna fjármálum sínum með viðunandi hætti. Þegar þau veikindi eða fötlun sem upphaflega voru grundvöllur skipunar ráðsmanns eru ekki lengur til staðar er grundvöllur skipunar hans þar með brostinn og skal yfirlögráðandi í slíkum tilvikum veita ráðsmanni lausn frá störfum og fela skjólstæðingi hans aftur umsýslu eigna sinna. Um hið síðarnefnda gildir hið sama, breytist heilsufar skjólstæðings ráðsmanns til hins verra sem hefur þær afleiðingar að hann getur hvorki gert sér grein fyrir þýðingu þeirrar ráðstöfunar sem skipun ráðsmanns er né sinnt eftirliti með störfum ráðsmanns ber ráðsmanni að tilkynna það yfirlögráðanda. Það er síðan mat yfirlögráðanda hvað hann gerir í þeim tilvikum, hvort hann veitir ráðsmanni lausn frá störfum eða bíður úrskurðar í fjárræðissviptingarmáli. Í þeim tilvikum sem yfirlögráðandi veitir ráðsmanni lausn frá störfum skal hann jafnframt vekja athygli þeirra sem aðild eiga að lögræðissviptingarmáli á ástandi skjólstæðingsins.


Um 49. gr.

    Í 49. gr. er gerð grein fyrir því með hvaða hætti tilkynna skuli um lausn ráðsmanns frá störfum eða um breytingar á störfum hans. Samsvarandi reglur gilda og um getur í 40. gr. um tilkynningu um skipun ráðsmanns og um skráningu ráðsmanna. Réttaráhrif breytinga á störfum ráðsmanns gagnvart grandlausum aðilum eru miðuð við að sömu ráðstafanir hafi farið fram og þær sem nauðsynlegar eru til að skipun ráðsmanns hafi réttaráhrif gagnvart grandlausum aðilum, sbr. 2. mgr. 40. gr.

Um 50. gr.

    Í 50. gr. er gerð grein fyrir þeim gjöldum sem innheimta skal vegna skipunar ráðsmanns og breytingar á störfum hans. Gjöld þessi renna í ríkissjóð. Gert er ráð fyrir því að þau skuli, líkt og þóknun ráðsmanns, greiðast af skjólstæðingi hans.

Um V. kafla.

    Í V. kafla er fjallað um lögráðamenn. Hér gætir verulegra nýmæla frá gildandi lögum, þar á meðal um lögborna lögráðamenn, eins og fram kemur í athugasemdum með einstökum greinum, einkum 51. gr. frumvarpsins.
    Um skipaða lögráðamenn eru ítarlegri reglur í frumvarpinu en í gildandi lögum, m.a. um skipun lögráðamanns og tilkynningu um skipun hans, skýrslugjöf lögráðamanns til yfirlögráðanda o.fl. Þá er það nýmæli að yfirlögráðandi getur ákveðið að þóknun til skipaðs lögráðamanns skuli greidd úr ríkissjóði ef eignir hins ólögráða eru litlar eða aðrar sérstakar ástæður mæla með því. Meginreglan um þóknun skipaðs lögráðamanns er þó sú að hún skuli greidd af eignum hins ólögráða.
    Í kaflanum er enn fremur kveðið á um mikilvægar breytingar á heimildum lögráðamanna sjálfræðissviptra manna til að vista þá nauðuga á stofnunum, sem þar er nánar mælt fyrir um, og um skilyrði þess að slíkum vistunum verði komið við. Enn fremur er mælt sérstaklega fyrir um rétt sjálfræðissvipts manns til að bera ákvörðun lögráðamanns síns um vistun á stofnun undir dómstóla. Að öðrum nýmælum í V. kafla er nánar vikið í athugasemdum um einstakar greinar.

Um 51. gr.

    Í 51. gr. er fjallað um lögráðamenn þeirra sem ólögráða eru fyrir æsku sakir. Langoftast er um að ræða svokallaða lögborna lögráðamenn, þ.e. foreldra ólögráða barna og ungmenna.
    Ákvæði 1. mgr. er til skýringar. Í því er vísað til þess að sá þáttur lögráða barns eða ungmennis sem lýtur að persónulegum högum þess og nefnist forsjá heyri undir barnalög og lög um vernd barna og ungmenna. Ákvæðið er í samræmi við ákvæði 25. gr. gildandi lögræðislaga að öðru leyti en því að hér er, auk þess að vísa til barnalaga, vísað til laga um vernd barna og ungmenna sem m.a. geyma reglur um sviptingu forsjár af hálfu stjórnvalda.
    Í 2. mgr. er mælt fyrir um að foreldrar barns sem fara með forsjá þess, eða aðrir þeir sem falin hefur verið forsjá barns samkvæmt barnalögum, fari með fjárhald þess. Þá er einnig mælt fyrir um að sama eigi við um fjárhald ungmenna á aldursbilinu frá því að þau verða sjálfráða þar til þau verða fjárráða, þ.e. á aldursskeiðinu frá 16–18 ára. Þetta er nýmæli í lögræðislögum en gildandi lög hafa verið túlkuð með þessum hætti. Viðkomandi foreldri eða aðrir verða sjálfir að vera fjárráða, eins og nánar er fjallað um í athugasemdum við 5. mgr. Ákvæði 2. mgr. samsvarar 26. gr. gildandi lögræðislaga. Hér skal þó tekið fram, að með orðalaginu „foreldrar barns sem fara með forsjá þess“ er vísað til þess að það séu einungis kynforeldrar barnsins, sem með forsjána fara, sem fari með fjárhaldið. Getur þá hvort sem er verið um að ræða einstætt foreldri, foreldra í hjúskap eða óvígðri sambúð eða foreldra sem samið hafa um sameiginlega forsjá. Er því ekki gert ráð fyrir að stjúpforeldri eða sambúðarmaki foreldris fari með fjárhald barnsins. Verður að telja slíkt fyrirkomulag of þungt í vöfum og flókið, auk þess sem ekki verður séð að þörf sé á slíkum reglum. Á hinn bóginn er ekkert því til fyrirstöðu að t.d. stjúpforeldri verði skipað fjárhaldsmaður barns skv. 5. mgr. ef skipunar fjárhaldsmanns er þörf og ákvæðum laganna að öðru leyti fullnægt. Þegar vísað er til annarra þeirra sem falin hefur verið forsjá barns samkvæmt barnalögum er t.d. átt við þá sem foreldrar hafa falið forsjá barns síns með samningi, sbr. 3. mgr. 33. gr. laganna.
    Ef forsjá barns hefur verið skipað samkvæmt barnaverndarlögum, þ.e. ef foreldri hefur verið svipt forsjá eða barn verður forsjárlaust, skal skipa því lögráðamann, sbr. 26. gr. þeirra laga. Hér mun átt við fjárhaldsmann þar sem forsjá barnsins er annaðhvort hjá barnaverndarnefnd eða þeim sem nefndin hefur falið forsjána.
    Ákvæði 3. mgr. um að séu fjárhaldsmenn barns tveir fari þeir sameiginlega með fjárhaldið er nýmæli í lögræðislögum, en þessa reglu má þó leiða af 25. gr. gildandi laga. Þykir rétt að taka þetta fram með ótvíræðum hætti í lögræðislögum. Þá segir í 3. mgr. um umboð annars fjárhaldsmanns til hins, en hér á landi getur verið sérstaklega brýn nauðsyn á veitingu slíks umboðs vegna langra fjarvista annars foreldris frá heimili fjölskyldunnar, oftast föður.
    Í 1. og 2. málsl. 4. mgr. er öðrum af tveimur fjárhaldsmönnum barns veittar þær heimildir sem þar greinir. Ákvæðið stendur í tengslum við ákvæði 3. mgr. og er þess einkum þörf þegar umboð samkvæmt þeirri grein hefur ekki verið veitt eða er takmarkað við sérstakt erindi. Í niðurlagi 4. mgr. er loks mælt fyrir um að ef fjárhaldsmenn barns greinir á um fjárhaldið megi bera ágreininginn undir yfirlögráðanda.
    Ákvæði 5. mgr. er í samræmi við 2. mgr. 27. gr. gildandi lögræðislaga. Þar er mælt fyrir um að yfirlögráðandi skuli skipa þeim sem ófjárráða er fyrir æsku sakir fjárhaldsmann í þrenns konar tilvikum. Í fyrsta lagi þegar fjárhaldsmanns skv. 2. mgr. nýtur eigi við. Hér getur t.d. hagað svo til að foreldri sem fer eitt með forsjá barns eða báðir foreldrar séu ófjárráða fyrir æsku sakir eða hafi verið sviptir forsjá barns á grundvelli barnaverndarlaga. Varðandi fyrrgreinda tilvikið er bent á að það er viðurkennd regla í persónurétti að lögborinn lögráðamaður verður sjálfur að vera fjárráða til þess að geta verið fjárhaldsmaður barns síns, enda er ófjárráða maður jafnóhæfur til að ráða yfir fé annarra sem sjálfs síns. Tilvik sem þetta tengist einnig niðurlagi 5. mgr. Í síðarnefnda tilvikinu samsvarar þetta ákvæði 26. gr. barnaverndarlaga sem áður var vísað til. Í öðru lagi skal yfirlögráðandi skipa fjárhaldsmann ef hann æskir lausnar frá starfi af ástæðum sem yfirlögráðandi metur gildar. Getur hér hvort heldur er verið um andleg eða líkamleg vanheilindi lögráðamanns að ræða eða langar fjarvistir hans frá heimili sínu. Í þriðja lagi skal yfirlögráðandi skipa fjárhaldsmann ef fjármálum barns þykir ekki nægilega borgið í höndum þess sem fjárhaldinu gegnir. Mundi svo ávallt vera ef fjárhaldsmaður hefur sjálfur verið sviptur fjárræði, en fleira getur komið til. Þá getur umsókn um skipun ráðamanns verið vísbending um þörf á skipun lögráðamanns. Ef yfirlögráðandi fær með öðrum hætti ábendingu um að þörf kunni að vera á skipun lögráðamanns af þessum ástæðum ber honum að taka málið til rannsóknar og haga meðferð þess að öðru leyti í samræmi við reglur stjórnsýslulaga og að því loknu taka þá ákvörðun sem best hentar viðkomandi barni. Ef fjárhaldsmenn barns eru tveir og aðeins annar þeirra æskir lausnar frá störfum eða fjármálum barns þykir ekki nægilega borgið í höndum hans er ekki þörf skipunar fjárhaldsmanns í hans stað.
    Ákvæði 6. mgr. um skipun sérstaks fjárhaldsmanns (ad hoc fjárhaldsmanns) þeim til handa sem ófjárráða er fyrir æsku sakir til þess að reka tiltekið erindi fyrir hann ef þess gerist þörf og að það skuli jafnan gert er fastur fjárhaldsmaður hefur eigin hagsmuna að gæta við þann erindrekstur er í samræmi við hið almenna ákvæði 53. gr. um sérstaka lögráðamenn. Það ákvæði er hins vegar óbreytt 28. gr. gildandi laga. Segja má að heimildir þær sem 6. mgr. veitir yfirlögráðanda felist einnig í ákvæði 53. gr., en til skýringar þykir rétt að hafa sérstakt ákvæði um þetta í 51. gr. sem fjallar eingöngu um lögráðamenn þeirra sem ólögráða eru fyrir æsku sakir.
    Í 7. mgr. er mælt fyrir um að gefa skuli barni, sem náð hefur 12 ára aldri, kost á að tjá sig um mál áður er fjárhaldsmaður skv. 5. mgr. eða sérstakur fjárhaldsmaður skv. 6. mgr. er skipaður, nema slíkt sé talið barni til tjóns eða þýðingarlaust fyrir niðurstöðu máls. Enn fremur sé rétt að gefa yngra barni kost á að tjá sig um mál ef það þykir hafa aldur og þroska til þess. Ákvæði þetta er m.a. í samræmi við reglur barnalaga um rétt barns til að tjá sig í forsjár- og umgengnismálum og enn fremur í samræmi við mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að, m.a. sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.
    Ákvæði 8. mgr., sem mælir fyrir um að hafi foreldri ákveðið hver vera skuli að því látnu fjárhaldsmaður barns sem það hefur forsjá fyrir skuli skipa hann fjárhaldsmann, nema annað þyki hentara vegna hagsmuna barnsins eða mælt sé fyrir um fjárhaldið í lögum, er að nokkru marki í samræmi við ákvæði 2. mgr. 29. gr. gildandi lögræðislaga. Sú breyting er þó gerð að í 8. mgr. er aðeins fjallað um fjárhaldsmann barns en ekki lögráðamann, sbr. 29. gr. gildandi laga. Ástæða þess er sú að í frumvarpi þessu eru einungis reglur um þann þátt lögráða barna er felst í fjárhaldi þeirra. Reglur um hinn þátt lögráðanna er fela í sér rétt og reyndar einnig skyldur til að ráða persónulegum högum barns, þ.e. um forsjá barna, eru í barnalögum. Er því lagt til að fellt verði í barnalög samsvarandi ákvæði um forsjá barna og 8. mgr. geymir um fjárhald þeirra. Þess ber þó að geta að forsjá og fjárhald barns eru oftast á hendi sama eða sömu einstaklinga, en þetta tvennt kann þó að verða skilið að eins og vikið hefur verið að fyrr í athugasemdum með þessari grein. Einnig er ljóst að yfirlýsingar foreldris um það hver skuli að því látnu taka við forsjá barns eða fjárhaldi þess hafa einungis gildi að því leyti sem lög mæla ekki fyrir um hvernig um þessi lögráð skuli fara og að því tilskildu að þær séu í samræmi við hagsmuni barns.


Um 52. gr.

    Í 1. mgr. er kveðið á um að lögráð manns, sem sviptur hefur verið lögræði, hverfi til yfirlögráðanda við sviptinguna. Ákvæðið er nýmæli í lögræðislögum, en litið hefur verið svo á að þessi regla hafi gilt fram til þessa. Þrátt fyrir að yfirlögráðandi skuli skipa lögræðissviptum manni lögráðamann svo fljótt sem verða má eftir að honum berst staðfest endurrit úrskurðar um sviptinguna, eins og mælt er fyrir um í 2. mgr., getur liðið nokkur tími þar til hæfur lögráðamaður finnst. Eru lögráð hins lögræðissvipta manns þá hjá yfirlögráðanda þeim sem nánar er greint frá í 1. mgr. frá því að úrskurður um sviptinguna er kveðinn upp þar til lögráðamaður hefur verið skipaður. Þótt þess sé ekki getið í greininni ber að túlka hana svo að við andlát lögráðamanns hverfi lögráð hins svipta til yfirlögráðanda og séu í hans höndum þar til nýr lögráðamaður hefur verið skipaður. Nánar er fjallað um lögráðamenn í athugasemdum um 62. gr. um þóknun og útlagðan kostnað skipaðra lögráðamanna.
    Með 3. mgr. er sérstaklega tekið fram að ákvæði laganna um lögráðamenn eigi einnig við um lögráðamenn þeirra sem sætt hafa takmarkaðri lögræðissviptingu, nema annað sé tekið fram.

Um 53. gr.

    Ákvæðið er samhljóða 28. gr. gildandi lögræðislaga og þarfnast ekki skýringa.

Um 54. gr.

    Ákvæði 1. mgr. er samhljóða 1. mgr. 29. gr. gildandi lögræðislaga og þarfnast ekki skýringa. Í 2. mgr. er hnykkt á því að lögráðamennska er ekki borgaraleg skylda, heldur verður skipaður lögráðamaður að gefa samþykki sitt fyrir skipun. Hætt er við að sá sem þvingaður yrði til að taka að sér lögráðamennsku mundi ekki sinna henni með þeim hætti sem tilhlýðilegur er. Um skipaða lögráðamenn er nánar fjallað í athugasemdum við 62. gr.

Um 55. gr.

    Í 55. gr. er mælt fyrir um þær málsmeðferðarreglur sem gilda eiga um skipun lögráðamanns.
    Í 1. og 2. mgr. kemur fram að lögráðamaður skuli valinn í samráði við hinn lögræðissvipta með þeim hætti að óski hann eftir því að tiltekinn maður verði skipaður lögráðamaður hans skuli skipa þann mann lögráðamann, nema hagsmunir hins lögræðissvipta krefjist annars.
    Í 3. mgr. kemur fram að yfirlögráðandi skuli veita maka umsækjanda eða sambúðarmaka hans kost á að tjá sig um málið áður en skipun lögráðamanns fer fram. Yfirlögráðandi skal hafa samband við maka umsækjanda eða sambúðarmaka og veita honum ákveðinn frest til að kynna sér gögn og tjá sig um málið, og eftir það er undir honum komið hvort hann nýtir sér þennan rétt.

Um 56. gr.

    Í 56. gr. er mælt fyrir um ákvörðun um skipun lögráðamanns.
    Í 1. mgr. er kveðið á um að ákvörðun um skipun lögráðamanns skuli vera skrifleg og síðan er rakið í fjórum liðum hvað fram skuli koma í henni. Ákvörðun samkvæmt þessari málsgrein færir yfirlögráðandi í gerðabók embættisins, sbr. 82. gr.
    Í 2. mgr. er mælt fyrir um að yfirlögráðandi skuli, að tekinni ákvörðun skv. 1. mgr., gefa út skipunarbréf til lögráðamanns þar sem fram komi þau atriði sem talin eru upp í a-, b- og c-liðum 1. mgr. Er því ekki ætlast til að getið sé um þóknun lögráðamanns og fyrirkomulag á greiðslu hennar í skipunarbréfi lögráðamanns, enda ekki ólíklegt að þóknun lögráðamanns taki breytingum frá einum tíma til annars. Ákvarðanir um breytingar á þóknun lögráðamanns færir yfirlögráðandi hins vegar í gerðabók embættisins.
    Í 3. mgr. segir að skipun lögráðamanns sé ótímabundin nema um tímabundna lögræðissviptingu sé að ræða.

Um 57. gr.

    Í 57. gr. er er að finna reglur um tilkynningu um skipun lögráðamanns og um skráningu lögráðamanna.
    Í 1. mgr. er mælt fyrir um hvernig tilkynna skuli lögráðamanni, skjólstæðingi hans og dómsmálaráðuneyti um ákvörðunina og er greinin í samræmi við 1. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga að öðru leyti en því að hér er mælt fyrir um tryggilegri birtingu, þ.e. með ábyrgðarbréfi eða öðrum jafntryggum hætti.
    Í 2. mgr. segir að dómsmálaráðuneytið haldi skrá yfir skipaða lögráðamenn sem er í samræmi við skyldu ráðuneytisins til að halda skrá yfir lögræðissvipta menn, sbr. 6. mgr. 14. gr. Ákvæði þetta er einnig í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis í málinu nr. 1084/1994 sem reifað er í athugasemdum um 14. gr.

Um 58. gr.

    Í 58. gr. er fjallað um heimildir lögráðamanna o.fl. Í 1. og 2. mgr. er mælt fyrir um heimildir lögráðamanna sjálfræðissviptra manna, en í 3. mgr. um heimildir lögráðamanna fjárræðissviptra manna.
    Reglur um heimildir lögráðamanna sjálfræðissviptra manna eru samkvæmt gildandi lögræðislögum mjög rúmar og lítt afmarkaðar. Segir þar að lögráðamaður skuli ráða persónulegum högum skjólstæðings síns, sbr. 31. gr. laganna, og sérstaklega tekið fram að það eigi m.a. við um vistráð og vinnusamninga. Er það í reynd nánast sama regla og gildir um lögborna lögráðamenn þeirra sem eru ósjálfráða fyrir æsku sakir, sbr. 25. gr. gildandi lögræðislaga. Þegar um er að ræða lögráðamenn þeirra sem sviptir hafa verið sjálfræði er þó hvorki ástæða til né eðlilegt að hafa heimildir lögráðamanna jafnrúmar og þegar um lögborna lögráðamenn er að ræða. Er því í 1. mgr. leitast við að afmarka heimildir lögráðamanna sjálfræðissviptra manna og eru þær takmarkaðar verulega frá því sem gildandi lögræðislög mæla fyrir um. Í 1. mgr. segir að lögráðamaður sjálfræðissvipts manns hafi heimild til að taka nauðsynlegar ákvarðanir um þá persónuhagi hins sjálfræðissvipta sem hann er ófær um að taka sjálfur. Þar sem tilvikin geta verið afar mismunandi er erfitt að setja nákvæmari reglur um þessar heimildir. Leggja ber áherslu á orðalagið „nauðsynlegar ákvarðanir“. Með því er fyrst og fremst átt við þær ákvarðanir sem eru nauðsynlegar til þess að sjálfræðissviptingin nái tilgangi sínum. Lögmæt ákvörðun sem lögráðamaður tekur innan ramma þeirra heimilda sem hann hefur bindur hinn sjálfræðissvipta eins og hann hefði hana sjálfur gert.
    Í 2. mgr. er byggt á þeirri meginreglu, að lögráðamaður sjálfræðissvipts manns geti ekki ákveðið að skjólstæðingur hans skuli vistaður á stofnun gegn vilja sínum. Frá þessu er þó gerð undantekning ef læknir metur ástand hins svipta þannig að lífi hans eða heilsu sé hætta búin. Þá getur lögráðamaður sjálfræðissvipts manns tekið slíka ákvörðun. Það er mat nefndarinnar að nauðsynlegt sé að hafa þess konar heimild í lögræðislögum, enda eiga ákvæði III. kafla um nauðungarvistun aðeins við um þá sem eru sjálfráða. Ljóst er þó að heimildin verður að sæta takmörkunum og henni ber að beita af varúð. Er það því gert að skilyrði að fyrir liggi mat læknis um að nauðsyn sé á vistun til verndar lífi eða heilsu hins svipta. Heimildin er einnig bundin við stofnanir sem reknar eru á grundvelli laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 97/1990, laga um málefni fatlaðra, nr. 59/1992, eða heimili eða stofnanir sem reknar eru samkvæmt lögum um vernd barna og ungmenna, nr. 58/1992. Vistun á síðastgreindu stofnununum getur þó einungis átt við ungmenni á aldrinum 16–18 ára. Lögráðamanni ber að tilkynna um slíka ákvörðun til yfirlögráðanda. Er það í samræmi við eftirlitshlutverk yfirlögráðenda með störfum lögráðamanna. Um framkvæmd ákvörðunar fer skv. 4. mgr. 19. gr. og 25.–28. gr. eftir því sem við á.
    Í 3. mgr. er sett fram meginreglan um að lögráðamaður fjárræðissvipts manns ráði fé skjólstæðings síns, nema lög mæli á annan veg. Ákvæðið er óbreytt frá 1. málsl. 32. gr. gildandi lögræðislaga. Með fyrirvaranum um að lög mæli á annan veg er í fyrsta lagi vísað til þeirra takmarkana sem ráðstöfunarréttur sætir að því er varðar tilteknar eignir og tilteknar ráðstafanir, sbr. nánar ákvæði VI. kafla. Þá er í öðru lagi vísað til þess að hinn ófjárráða getur gert vissar ráðstafanir sjálfur þannig að bindandi sé fyrir hann. Þar er einkum höfð í huga heimild hins ófjárráða til að ráða sjálfur sjálfsaflafé og gjafafé með þeim takmörkunum sem nánar er mælt fyrir um í 75. gr. Í þriðja lagi kann yfirlögráðandi að hafa tekið sjálfur í vörslur sínar fjármuni, sbr. 4. mgr. 67. gr., og hefur lögráðamaður þá ekki ráðstöfunarrétt yfir því fé. Í fjórða lagi ræður ófjárráða maður því fé sem lögráðamaður hefur látið hann hafa til umráða skv. 4. mgr. 75. gr. Í 3. mgr. er enn fremur tekið fram að þegar um er að ræða fjárræðissviptingu, sem aðeins tekur til tiltekinna eigna, taki heimildir lögráðamanns aðeins til þeirra eigna sem sviptingin tekur til.

Um 59. gr.

    Í 1. mgr. 59. gr. er tryggður réttur sjálfræðissvipts manns til að bera ákvörðun lögráðamanns skv. 2. mgr. 58. gr. undir dómstóla. Þetta ákvæði er hliðstætt 30. gr. þar sem mælt er fyrir um rétt sjálfráða manns sem vistaður hefur verið nauðugur í sjúkrahúsi samkvæmt ákvæðum III. kafla til að bera þá ákvörðun undir dómstóla. Þótt staðið sé að ákvörðunum þessum sem ólíkum hætti, eiga þau sjónarmið um vernd mannréttinda og réttaröryggi sem búa að baki ákvæði 30. gr. einnig að mestu leyti við um ákvarðanir lögráðamanna skv. 2. mgr. 58. gr. Þykir því eðlilegt að gera ráð fyrir að sjálfræðissviptur maður geti með sama hætti borið ákvörðun lögráðamanns síns um vistun á stofnun undir dómstóla.
    Í 2. mgr. er mælt fyrir um að dómari skuli kalla lögráðamann hins sjálfræðissvipta fyrir dóm, kynna honum kröfuna og gefa honum kost á að tjá sig um hana.
    Í 3. mgr. er kveðið á um að ákvæði 31. gr. skuli að öðru leyti gilda um meðferð mála skv. 1. mgr. eftir því sem við á. Er hér einkum átt við ákvæði 1. mgr., 4. mgr. og 5. mgr. 31. gr.

Um 60. gr.

    Í 60. gr. er kveðið á um almennar starfsskyldur lögráðamanna. Ákvæði 60. gr. tekur bæði til skipaðra lögráðamanna og lögborinna, en þó að sjálfsögðu einungis að því er varðar fjárhald þeirra síðarnefndu. Þegar um er að ræða skipaða lögráðamenn gildir ákvæðið jafnt um lögráðamenn sjálfræðissviptra manna og fjárræðissviptra.
    Í 1. mgr. er lagt fyrir lögráðamann að hafa samráð við hinn ólögráða um framkvæmd starfa sinna, eftir því sem við verður komið, nema um minni háttar ákvarðanir sé að ræða. Þegar mælt er fyrir um samráð, eftir því sem við verður komið, verður að líta til aldurs og þroska ungmennis sem ófjárráða er fyrir æsku sakir en skylda til samráðs eykst eftir því sem ungmenni eldist og þroskast. Þegar um er að ræða sjálfræðis- eða fjárræðissviptan mann fer um skyldu til samráðs við hann fyrst og fremst eftir ástandi hans og þar með möguleikum á að tjá sig um þau störf lögráðamanns sem um er að tefla hverju sinni. Ákvæðið ber að skýra svo að lögráðamaður beri ríkar skyldur til samráðs við hinn ólögráða og að frávik frá þeirri reglu eigi einungis við þegar augljóst er að tilgangslaust er að reyna að koma samráði við, annaðhvort vegna ástands hins ólögráða eða vegna þess að ekki reynist unnt að ná til hans. Þá er það frávik frá samráði tilgreint í 1. mgr. að þess sé ekki þörf þegar um minni háttar ákvarðanir er að ræða. Hér getur margt komið til og má til dæmis nefna greiðslur ýmissa reikninga fyrir ófjárráða mann sem lögskylt er að greiða. Þykir ekki rétt að lögráðamaður þurfi ávallt að hafa samráð við hinn ólögráða þegar þannig hagar til.
    Í 2. mgr. er mælt fyrir um skyldu lögráðamanns til að haga störfum sínum í þágu hins ólögráða eins og best hentar hag hans hverju sinni. Ákvæðið þarfnast ekki skýringa.
    Í 3. mgr. er kveðið á um skyldu lögráðamanns til að fara að fyrirmælum yfirlögráðanda og dómsmálaráðuneytisins. Ákvæði þetta er samhljóða 2. mgr. 30. gr. gildandi lögræðislaga. Um hlutverk yfirlögráðenda er m.a. mælt fyrir í 2. og 3. mgr. 81. gr. og hlutverk dómsmálaráðuneytis er að fara með yfirstjórn þeirra mála er snerta lögráð, sbr. 13. tölul. 3. gr. reglugerðar um Stjórnarráð Íslands, sbr. auglýsingu nr. 96/1969, um staðfestingu forseta Íslands.
    Mælt er fyrir um heimild dómsmálaráðherra til að setja nánari reglur um störf og starfsskyldur lögráðamanna og eftirlit yfirráðenda með þeim í 4. mgr. Ákvæðið er í samræmi við 3. mgr. 40. gr. gildandi lögræðislaga og þarfnast ekki nánari skýringa.

Um 61. gr.

    Ákvæði 61. gr. um skaðabótaskyldu lögráðamanns er óbreyttur 2. málsl. 33. gr. gildandi lögræðislaga og þarfnast ekki skýringa.

Um 62. gr.

    Í 62. gr. er mælt fyrir um greiðslu þóknunar til skipaðs lögráðamanns og endurgreiðslu á útlögðum kostnaði hans. Ákvæðið tekur einungis til skipaðra lögráðamanna þar sem ekki er gert ráð fyrir að lögbornir lögráðamenn njóti slíkra greiðslna, hvorki úr hendi hins ólögráða né úr ríkissjóði.
    Nokkurra nýmæla gætir í þessu ákvæði. Í gildandi lögum er ekki vikið að endurgreiðslu á útlögðum kostnaði lögráðamanns, en í 2. mgr. 40. gr. laganna segir að yfirlögráðandi geti ákveðið lögráðamanni þóknun fyrir fjárhaldið af árlegum tekjum skjólstæðings hans ef starf lögráðamanns ófjárráða manns er sérstaklega umfangsmikið. Ekki virðist gert ráð fyrir að lögráðamanni sjálfræðissvipts manns verði greidd þóknun og ekki er að finna heimild í lögunum til að yfirlögráðandi geti ákveðið að þóknun lögráðamanns verði greidd úr ríkissjóði.
    Í 1. mgr. 62. gr. er lagt til að lögráðamaður skuli ávallt eiga rétt á endurgreiðslu á nauðsynlegum útlögðum kostnaði vegna starfans. Yfirlögráðandi metur hvort útlagður kostnaður hafi verið nauðsynlegur, ef því er að skipta. Útlagðan kostnað skal að jafnaði greiða af eignum hins ólögráða en yfirlögráðandi getur þó ákveðið að hann skuli greiddur úr ríkissjóði ef eignir hins ólögráða eru litlar eða aðrar sérstakar ástæður mæla með því.
    Í 1. mgr. er enn fremur lagt til að yfirlögráðandi geti ákveðið að lögráðamaður skuli fá sanngjarna þóknun fyrir störf sín. Með sanngjarnri þóknun er átt við að hún skuli ákveðin í samræmi við eðli og umfang starfans. Meginreglna er sú að þóknun lögráðamanns skuli greidd af eignum hins ólögráða en yfirlögráðandi getur þó ákveðið að hún skuli greidd úr ríkissjóði ef eignir hins ólögráða eru litlar eða aðrar sérstakar ástæður mæla með því.
    Í 2. mgr. segir að dómsmálaráðherra skuli setja nánari reglur um þóknun yfirlögráðenda.
    Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að gildandi lögræðislögum er bent á að ákaflega erfitt hafi verið að fá menn til að taka að sér lögráðamennsku en jafnframt sé ljóst að nauðsynlegt sé að manni verði skipaður lögráðamaður strax og hann hafi verið sviptur lögræði. Starf lögráðamanns geti oft á tíðum verið mjög erfitt, sérstaklega ef um geðsjúkan mann er að ræða. Það sé því skiljanlegt að menn kinoki sér við slíku starfi. Í athugasemdunum kemur enn fremur fram að nefndin hafi íhugað hvort taka skyldi í frumvarpið ákvæði um að það væri borgaraleg skylda fyrir vissa aðila, þ.e. tiltekna vandamenn og lögmenn, að vera lögráðamenn, en taldi þann kost ekki tiltækan að svo stöddu.
    Samkvæmt upplýsingum, sem borist hafa frá yfirlögráðandanum í Reykjavík og fleiri yfirlögráðendum, er enn erfitt að fá menn til þess að taka að sér lögráðamennsku í mörgum tilvikum. Á þetta einkum við um lögráðamennsku fyrir alvarlega geðsjúka menn og áfengis- og fíkniefnaneytendur.
    Nefnd sú er samdi frumvarp það sem nú er lagt fram er þeirrar skoðunar að með öllu sé óverjandi að lögræðissviptum manni verði ekki skipaður lögráðamaður svo fljótt sem við verður komið eftir sviptingu, hvort sem um er að ræða sjálfræðis- eða fjárræðissviptingu. Til þess að tryggja að svo megi verða eru tvö úrræði tiltæk. Annars vegar að gera lögráðamennsku að borgaralegri skyldu fyrir vissa aðila og hins vegar að heimila greiðslu þóknunar úr ríkissjóði til handa lögráðamanni ef annar kostur er ekki fyrir hendi. Fyrra úrræðið telur nefndin ekki koma til álita. Hætt er við að þeir sem þvingaðir yrðu til að taka að sér lögráðamennsku mundu ekki sinna því starfi með tilhlýðilegum hætti. Eins má benda á að í löndum þar sem lögráðamennska hefur verið borgaraleg skylda er greinileg tilhneiging til þess að fella hana niður og má t.d. benda á að í nýjum lögræðislögum í Danmörku, sem gildi tóku 1. janúar sl., var borgaraleg skylda til lögráðamennsku afnumin. Er því ekki annað úrræði tiltækt en leggja til að yfirlögráðanda verði heimilt að ákveða þóknun til lögráðamanns úr ríkissjóði ef eignir hins ólögráða eru ekki nægilegar eða aðrar sérstakar ástæður mæla með því. Gert er ráð fyrir að þóknanir úr ríkissjóði þurfi þó einungis til að koma í undantekningartilvikum, sbr. það sem hér segir um skipaða lögráðamenn.

Nánir ættingjar sem lögráðamenn.
    Mjög hefur tíðkast að nánir ættingjar séu skipaðir lögráðamenn lögræðissviptra manna, t.d. uppkomin börn aldraðra foreldra, foreldrar þeirra sem sviptir hafa verið lögræði eða systkin. Þetta verður að teljast eðlilegt fyrirkomulag og að fáum standi nær að sinna lögráðamennsku fyrir hinn svipta. Gert er ráð fyrir að nánum ættingjum verði yfirleitt ekki greidd þóknun fyrir lögráðamennsku, nema um sé að ræða óvenjulega umfangsmikil störf henni fylgjandi. Slíkt mundi einkum koma til vegna verulegrar eignaumsýslu lögráðamanns, og má þá ætla að þóknun yrði í langflestum tilvikum greidd af eignum hins svipta. Ekki er þó hægt að útiloka að þóknun verði greidd nánum ættingjum sem sinna lögráðamennsku, úr ríkissjóði, hvort heldur sem er um sjálfræðis- eða fjárræðissviptingu að ræða.

Venslamenn sem lögráðamenn.
    Hér er átt við vini, fjarskyldari ættingja en að framan greinir eða aðra þá sem tengjast hinum svipta persónulegum böndum. Í vissum tilvikum getur verið heppilegt að fela slíkum einstaklingum lögráðamennsku, einkum ef nánum ættingjum er ekki til að dreifa eða þeir treysta sér ekki til að sinna lögráðamennsku fyrir hinn svipta. Í þessum tilvikum verður að ætla að oftar komi til greiðslu þóknunar en þegar nánir ættingjar taka að sér lögráðamennsku, en slíkt verður að ráðast af eðli og umfangi starfans.

Sérfræðingar sem lögráðamenn.
    Til þess getur komið að þörf sé á því að sérfræðingi verði falin lögráðamennska, en slíkt ætti að heyra til undantekninga, og þá helst ef um óvenjulega mikla og flókna eignaumsýslu fjárræðissvipts manns er að ræða eða þegar ekki reynist unnt að skipa sjálfræðissviptum manni lögráðamann úr röðum náinna ættingja eða venslamanna. Hér er t.d. átt við lögmenn, löggilta endurskoðendur eða félagsráðgjafa. Við þessar aðstæður mun oftast verða þörf á greiðslu þóknunar til lögráðamannsins og gildir þá að sjálfsögðu meginreglan um að þóknun verði greidd af eignum hins svipta en aðeins í undantekningartilvikum úr ríkissjóði.
    Eins og að framan greinir er í 2. mgr. mælt fyrir um að dómsmálaráðherra skuli setja nánari reglur um þóknun lögráðamanna. Eins og áður er einnig fram komið er miðað við að þóknun lögráðamanns skuli vera sanngjörn miðað við eðli og umfang starfa hans. Hér er bæði átt við þóknun sem greidd er af eignum eða tekjum hins lögræðissvipta og þóknun er greiðist úr ríkissjóði. Til greina kemur t.d. að setja reglur um ákveðin viðmiðunarmörk, þannig að þóknun skuli greiða af eignum eða tekjum hins svipta ef þær eru yfir ákveðnum nánar tilgreindum fjárhæðum. Við mat á því hvað teljist sanngjörn þóknun miðað við eðli og umfang starfa skipaðs lögráðamanns, ber að líta til þess að sem best samræmi verði í ákvarðanatökum í öllum tilvikum. Hagsmuni beggja aðila, þ.e. hins svipta og lögráðamannsins, ber að hafa í huga við gerð reglna um þóknun til lögráðamanna. Gert er ráð fyrir að yfirlögráðandi meti með reglulegu millibili hvort þóknun lögráðamanns er sanngjörn miðað við eðli og umfang starfa hans með hliðsjón af skýrslugjöf lögráðamanns skv. 63. gr.


Um 63. gr.

    Í 63. gr. er mælt fyrir um skýrslugjöf lögráðamanns til yfirlögráðanda. Skýrslugjafir lögráðamanna er mikilvægur þáttur í eftirliti yfirlögráðenda með störfum lögráðamanna og nauðsynlegt að þær séu ítarlegar og öll nauðsynleg skjöl fylgi.
    Ákvæði þessarar greinar eru mun ítarlegri en ákvæði gildandi lögræðislaga um skýrslugjafir lögráðamanna, en um þær segir í 1. mgr. 40. gr. laganna. Hér er m.a. mælt fyrir um árlegar skýrslugjafir lögráðamanna, með þeirri undantekningu sem um getur í 1. mgr., skýrslugjafir við upphaf og lok skipaðrar lögráðamennsku o.fl.
    Í 1. mgr. er lagt fyrir lögráðamenn barna og ungmenna sem ekki hafa náð fjárræðisaldri, en það eru oftast foreldrar þeirra, að gefa yfirlögráðanda árlega skýrslu um helstu ákvarðanir sem teknar hafa verið á fyrra ári um fjárhaldið ef verðmæti eigna barnsins eða ungmennisins er 500.000 kr. eða þar yfir. Ekki þykir rétt að leggja til skýrslugjafir þegar um tiltölulega litlar eignir er að ræða. Ber þá hvort tveggja til, að þörf fyrir skýrslugjöf og eftirlit yfirlögráðanda er ekki eins brýn og eins hitt að óheyrilegt álag mundi fylgja því ef yfirlögráðendum væri gert skylt að fylgjast með eignaumsýslu allra barna og ungmenna. Hins vegar er lagt til að ákvæði 3. mgr. um fortakslausa skýrslugjöf skuli gilda ef barni eða ungmenni undir fjárræðisaldri hefur verið skipað fjárhaldsmaður, sbr. 5. og 6. gr. 51. gr.
    Í 2. mgr. er kveðið á um skyldu skipaðs lögráðamanns fjárræðissvipts manns til þess að taka saman skýrslu um eignir og skuldir hins svipta og senda hana yfirlögráðanda, nema einungis sé um að ræða sviptingu fjárræðis varðandi tilteknar eignir, sbr. 2. mgr. 5. gr. Ákvæðið byggir á því að bæði er skipuðum lögráðamanni nauðsynlegt að hafa vitneskju um eignir og skuldir skjólstæðings síns, til þess að geta sinnt skyldum sínum sem lögráðamaður og eins er yfirlögráðanda nauðsynlegt að búa yfir sömu vitneskju til þess að geta sinnt eftirlitsskyldum sínum.
    Ákvæði 3. mgr. um árlega skýrslugjöf lögráðamanns fjárræðissvipts manns er ætlað að tryggja eftirlit yfirlögráðenda með störfum skipaðra lögráðamanna. Er hér átt við skýrslugjöf allra skipaðra lögráðamanna þeirra sem sviptir hafa verið fjárræði.
    Ákvæði 4. mgr. um að lögráðamanni ófjárráða manns sé skylt að tilkynna yfirlögráðanda ef hinum ófjárráða áskotnast verðmæti sem nemur 500.000 kr. eða meira á bæði við um lögráðamenn þeirra sem ófjárráða eru fyrir æsku sakir og þeirra sem sviptir hafa verið fjárræði. Ákvæðið tengist 73. gr. um tilkynningarskyldu til yfirlögráðanda og er ætlað að vera til öryggis ef misbrestur verður á tilkynningarskyldu samkvæmt þeirri grein. Einnig tengist ákvæðið 1. mgr. þessarar greinar og er m.a. ætlað að tryggja eftirlit yfirlögráðenda með fjárhaldi þeirra sem ófjárráða eru fyrir æsku sakir.
    Í 5. mgr. er mælt fyrir um rétt yfirlögráðanda til að fá fjárhaldið endurskoðað af löggiltum endurskoðanda á kostnað hins ófjárráða ef fjárhaldið er umfangsmikið eða sérstakar ástæður gefa tilefni til. Þessi heimild er nauðsynleg til að gera eftirlitið nægilega virkt og er henni ætlað að hafa bæði almenn og sérstök varnaðaráhrif þannig að lögráðamenn geti búist við þess háttar endurskoðun og að hún verði framkvæmd ef þörf er á. Þegar mælt er fyrir um heimild yfirlögráðanda til þess að ákveða að kostnaður af slíkri endurskoðun skuli greiddur úr ríkissjóði er einkum átt við þau tilvik þegar fjárhagsstaða hins ófjárráða er bágborin, en slíkt mun sjaldan koma til ef þörf er endurskoðunar löggilts endurskoðanda.
    Ákvæði 6. mgr. er í samræmi við 1. mgr. 40. gr. gildandi lögræðislaga. Á þessu ákvæði sést að frumkvæðisskylda yfirlögráðanda er rík, og vakni grunsemdir hjá honum um að lögráðamaður sinni ekki sem skyldi starfsskyldum sínum ber honum að krefjast upplýsinga um fjárhald og eignaumsýslu lögráðamannsins eða annað sem umsýslu hans tengist.
    Í 7. mgr. er loks kveðið á um að þegar skipaður lögráðamaður fær lausn frá störfum skuli hann gefa yfirlögráðanda skýrslu um fjárhald og eignaumsýslu skjólstæðings síns. Um er að ræða sams konar skýrslu og nefnd er í 3. mgr., en hún mundi væntanlega alltaf taka yfir styttra tímabil, þ.e. frá því tímabili sem hin árlega skýrsla endar og til lausnardags.
    Í 8. mgr. er dómsmálaráðherra veitt heimild til að setja nánari reglur um skýrslugjöf lögráðamanna samkvæmt þessari grein og þarfnast hún ekki skýringa.

Um 64. gr.

    Í 64. gr. er fjallað um það hvernig fara skuli með lausn skipaðs lögráðamanns frá störfum.
    Í 1. mgr. er fjallað um það þegar lögráðamaður óskar sjálfur eftir því að vera leystur frá störfum. Á honum hvílir þó sú skylda að gegna áfram starfa sínum þar til nýr lögráðamaður hefur verið skipaður.
    Í 2. mgr. er mælt fyrir um að yfirlögráðandi skuli af eigin frumkvæði leysa lögráðamann frá störfum vanræki hann starfa sinn eða gerist brotlegur í starfi eða uppfylli ekki lengur skilyrði laga um almennt hæfi sem lögráðamaður. Á þetta getur reynt hvort heldur sem lögráðamaður brýtur gegn þeim starfsskyldum sem mælt er fyrir um í 60. gr. eða gerist með öðrum hætti brotlegur í starfi.
    Í 3. mgr. segir loks að við andlát skjólstæðings skipaðs lögráðamanns falli sjálfkrafa niður skipun lögráðamannsins. Ákvæðið þarfnast ekki skýringa.

Um 65. gr.

    Ákvæði 65. gr. um tilkynningu um lausn lögráðamanns frá störfum og skráningu um lausn hans vísar til 57. gr. Um skýringar við þessa grein er vísað til athugasemda um 57. gr.

Um VI. kafla.

    Í VI. kafla eru reglur um meðferð á fjármunum ófjárráða manna og eiga þær við hvort sem um er að ræða fjárræðisskort vegna æsku hins ófjárráða eða vegna fjárræðissviptingar hans. Reglurnar gilda einkum um meðferð lögráðamanna á fjármunum ófjárráða manna en eiga einnig við um meðferð yfirlögráðenda eftir því sem við á.
    Kafli þessi hefur að geyma ýmsar reglur sem eru í V. kafla gildandi lögræðislaga, lítt breyttar, sbr. t.d. ákvæði 1. málsl. 33. gr. og 1. mgr. 38. gr. laganna um varðveislu og ávöxtun eigna ófjárráða manns, ákvæði 35. gr. um bann við því að binda ófjárráða mann við ábyrgð eða tryggingu fyrir þriðja mann, ákvæði 36. og 37. gr. um nauðsyn á samþykki yfirlögráðanda til kaupa og sölu á eignum ófjárráða o.fl. og ákvæði 2. mgr. 38. gr. um takmarkanir á heimildum lögráðamanns til að lána fé ófjárráða manns. Þá er í þessum kafla frumvarpsins efnislega óbreytt 39. gr. laganna.
    Framangreindar reglur hafa verið í íslenskum lögum alllengi og á svipuðum reglum hefur verið byggt í lögræðislögum nágrannalandanna.
    Framsetning reglna gildandi laga hefur verið breytt í VI. kafla frumvarpsins í því skyni að gera þær aðgengilegri og skýrari og einnig eru sumar þeirra ítarlegri en samsvarandi ákvæði gildandi laga.
    Í kafla þessum gætir enn fremur nokkurra nýmæla sem reifuð eru í athugasemdum um einstakar greinar kaflans.

Um 66. gr.

    Í greininni er skýrlega kveðið á um að reglur kaflans um meðferð á fjármunum þeirra sem eru ófjárráða eigi við hvort sem fjárræðisskort má rekja til ungs aldurs eða sviptingar fjárræðis.

Um 67. gr.

    Í 1. mgr. er tekið fram að eignir ófjárráða manns skuli varðveittar tryggilega og ávaxtaðar eins og best er á hverjum tíma. Í þessu felst að lögráðamaður skuli fyrst og fremst hafa að leiðarljósi hagsmuni hins ófjárráða þegar teknar eru ákvarðanir um varðveislu og ávöxtun fjármuna hans. Í þessu felst jafnframt að lögráðamaður skuli stuðla að því að fé hins ófjárráða beri þann arð sem eðlilegt má telja og eignum sé haldið við þannig að verðgildi þeirra rýrni ekki, að leitað sé jafnvægis milli hæfilegrar ávöxtunar fjár og áhættu. Ákvæðið á sér fyrirmynd í 1. málsl. 33. gr. gildandi lögræðislaga.
    Ákvæði 2. mgr. er nýmæli. Þar er mælt svo fyrir að séu eignir ófjárráða manns að verðmæti 500.000 kr. eða þar yfir skuli lögráðamaður hafa samráð við yfirlögráðanda um varðveislu þeirra og ávöxtun. Ákvæðið miðar að því að veita lögráðamanni aukið aðhald um fjárhald sitt fyrir hinn ólögráða. Eru ekki síst hafðir í huga lögbornir lögráðamenn þeirra sem eru ófjárráða fyrir æsku sakir þótt ákvæðið sé ekki bundið við þá.
    Í 3. mgr. er mælt svo fyrir að lögráðamaður skuli ávallt halda peningum og viðskiptabréfum hins ófjárráða aðgreindum frá eigin fjármunum. Þetta ákvæði er sett til frekari tryggingar hagsmunum hins ófjárráða og þarfnast ekki nánari skýringa.
    Í 4. mgr. er kveðið á um að yfirlögráðandi geti tekið í sínar vörslur fjármuni í eigu hins ófjárráða ef hann telur ástæðu til. Hefur lögráðamaður þá ekki ráðstöfunarrétt á því fé. Í gildandi lögum er ekki beint mælt fyrir um sérstaka heimild fyrir yfirlögráðanda í þessu efni. Ljóst er þó að yfirlögráðandi hefur slíka heimild, sbr. 34. gr. laganna, en það ákvæði á sér fyrirmynd í eldri lögum.
    Í 5. mgr. er gert ráð fyrir að samþykki yfirlögráðanda þurfi til að ganga á eignir ófjárráða manns til greiðslu kostnaðar af framfærslu hans, námi eða öðru. Að baki ákvæðinu býr sú hugsun að þegar um er að ræða þá sem eru ófjárráða fyrir æsku sakir eiga þeir ávallt framfærslurétt á hendur öðrum. Eru hér einkum höfð í huga ákvæði barnalaga um framfærsluskyldur foreldra. Við þær aðstæður ætti sjaldnast að vera þörf á að ganga á eignir hins ófjárráða til framfærslu hans. Einnig er hér á því byggt að eignir ófjárráða manns fyrir æsku sakir skuli varðveittar eftir því sem kostur er þar til hann verður fjárráða. Nokkuð öðru máli gegnir um eignir þess sem sviptur hefur verið fjárræði og þótt meginsjónarmiðið sé hið sama, þ.e. að varðveita skuli eignir hans og nýta fremur tekjur og arð af þeim til framfærslu hans, ef á þarf að halda, má ljóst vera að ekki er ávallt jafnbrýn þörf fyrir varðveislu eigna hans óskertra, einkum ef hinn fjárræðissvipti er kominn á efri ár. 5. mgr. er í samræmi við lokamálslið 36. gr. gildandi lögræðislaga.
    Í 6. mgr. er dómsmálaráðherra veitt heimild til að setja nánari reglur um varðveislu og ávöxtun fjármuna ófjárráða manna.

Um 68. gr.

    Í 1. mgr. er orðuð sú almenna regla að lögráðamaður skuli sjá til þess að tekjur og arð af eignum ófjárráða manns skuli nýta í þágu hins ófjárráða. Reglan er í samræmi við þá grundvallarreglu að lögráðamaður skuli haga ákvörðunum sínum um ráðstöfun fjármuna hins ófjárráða, þar með taldra tekna eða arðs af eignum hans, með hagsmuni skjólstæðingsins að leiðarljósi. Liður í því er að tryggja að tekjur eða arður af fé hans nýtist í hans þágu. Sé um að ræða menn sem sviptir hafa verið fjárræði ber m.a. að nýta slíkar tekjur eða arð til framfærslu þeirra, að svo miklu leyti sem þörf er á því.
    Samkvæmt 2. mgr. getur lögráðamaður, ef hann telur slíka ráðstöfun samræmast hagsmunum hins ófjárráða, afhent honum hæfilegt fé til eigin nota af tekjum hans eða arði. Fjárhæð ber að meta eftir aðstæðum og efnum hins ófjárráða. Í gildandi lögum er ekki að finna ákvæði þessa efnis, en almennt verður þó að líta svo á að lögráðamanni sé þetta heimilt engu að síður. Hér er því tæpast um nýmæli að ræða. Sjálfsagt þykir þó að taka af skarið í þessu efni í lögræðislögum. Í 2. mgr. er jafnframt tekið fram að lögráðamanni sé heimilt að ganga á höfuðstól hins ófjárráða í þessu skyni ef tekjur hans hrökkva ekki til, en í því tilfelli þurfi þó samþykki yfirlögráðanda. Gert er ráð fyrir að yfirlögráðandi veiti aðeins í undantekningartilvikum samþykki sitt til þess að gengið verði á eignir þess sem ófjárráða er fyrir æsku sakir.
    

Um 69. gr.

    Í 69. gr. er fjallað um kaup og sölu eigna ófjárráða manns o.fl. Svipuð ákvæði eru í 36. og 37. gr. gildandi lögræðislaga. Þessar reglur má að stofni til rekja til ákvæða 7. gr. tilskipunar frá 18. febrúar 1847.
    Samkvæmt 1. mgr. er skylt að leita samþykkis yfirlögráðanda til kaupa eða sölu fasteignar, loftfars, skráningarskylds skips og ökutækis og jafnframt atvinnufyrirtækis. Skiptir ekki máli hvort ráðstöfun telst mikils háttar eða óvenjuleg miðað við efni hins ófjárráða. Sama gildir ef ófjárráða manni eru afhentar slíkar eignir án þess að endurgjald komi fyrir. Nokkuð hefur þótt bera á því að lögbornir lögráðamenn, þ.e. foreldrar barna og ungmenna, hafi fært eignarrétt að fasteign eða bifreið yfir á barn sitt að því er virðist til þess að forðast aðför skuldheimtumanna. Þar sem margs konar skyldur hvíla á eigendum þeirra eigna sem tilgreindar eru í málsgreininni þykir rétt að yfirlögráðandi meti hvort hinn ófjárráða hafi hag af eignatilfærslunni og er því lagt til að samþykki hans þurfi til að koma þegar þannig hagar til. Ákvæðið um að samþykki yfirlögráðanda þurfi til að ófjárráða maður megi eiga skráningarskylt ökutæki er hér lagt til samkvæmt tilmælum umboðsmanns barna sem lýst hefur áhyggjum sínum yfir nokkrum fjölda barna og ungmenna sem skráð eru eigendur bifreiða, en við könnun á ástandi þessara mála kom í ljós að 18. september 1995 voru 372 bifreiðar skráðar á börn yngri en 15 ára. Svipuð tilmæli hafa borist dómsmálaráðuneytinu frá embætti tollstjórans í Reykjavík. Sérstaklega skal þó tekið fram að eignarhald ófjárráða ungmennis á skráningarskyldu ökutæki getur átt fullan rétt á sér og má þá búast við að yfirlögráðandi veiti samþykki sitt til þess. Í niðurlagi 1. mgr. er áréttað að eignir skv. 1. mgr. skuli ekki látnar af hendi nema hinn ófjárráða hafi hag af því. Hér er lögð áhersla á að ráðstöfun þjóni hagsmunum hins ófjárráða.
    Í 2. mgr. er kveðið á um að samþykkis yfirlögráðanda sé einnig þörf þegar um er að ræða leigusamning um fasteign til lengri tíma en þriggja ára, nema kveðið sé á um rétt til uppsagnar með hæfilegum fyrirvara.
    Skv. 3. mgr. er samþykkis yfirlögráðanda enn fremur þörf til allra ráðstafana varðandi fjárhaldið sem eru mikils háttar eða óvenjulegar, miðað við efni hins ófjárráða, svo sem kaup eða sölu á lausafé, ef um tiltölulega mikið verðmæti er að tefla, og til ráðningar forstjóra fyrir atvinnufyrirtæki ófjárráða manns. Upptalning ráðstafana í ákvæðinu er einungis í dæmaskyni.
    Í 4. mgr. kemur fram að dómsmálaráðherra geti sett nánari reglur um form og efni beiðna lögráðamanna um samþykki yfirlögráðenda og þau gögn sem beiðni skulu fylgja.

Um 70. gr.

    Ákvæði 1. mgr. samsvarar ákvæði í 37. gr. gildandi laga. Það má rekja allt aftur til tilskipunarinnar frá 1847 sem fyrr er getið. Með öðrum eignarhöftum (kvöðum) er átt við afnotaréttindi, ítaksréttindi, afgjaldsskyldur, forkaupsrétt, kauprétt og önnur takmörkuð og óbein eignarréttindi sem með einum eða öðrum hætti takmarka afnot eða ráðstöfunarheimildir eiganda þeirra eigna sem í ákvæðinu eru taldar.
    Í 2. mgr. er tekið fram að þegar um veðbönd er að ræða skuli samþykki bundið við að veðsetning sé til tryggingar skuldum hins ófjárráða. Þó er einnig tekið fram, ef sérstaklega stendur á, að heimilt sé að veita heimild til veðsetningar til tryggingar skuldum lögráðamanns. Hér er fyrst og fremst átt við lögborna lögráðamenn þeirra sem ófjárráða eru fyrir æsku sakir. Um ráðstafanir samkvæmt þessari grein gildir sá almenni fyrirvari að ráðstöfun þjóni hagsmunum hins ófjárráða.
    Ákvæði 3. mgr. er hliðstætt ákvæði 4. mgr. 69. gr. og þarfnast ekki sérstakra skýringa.

Um 71. gr.

         Samkvæmt 35. gr. lögræðislaganna frá 1947 var óheimilt með öllu að binda ófjárráða mann við ábyrgð eða tryggingu fyrir þriðja mann. Sagði í greinargerð að löggerningar af því tagi gætu verið mjög varhugaverðir, en sjaldnast til hagsbóta fyrir hinn ófjárráða. Ákvæðið var tekið óbreytt upp í 1. mgr. 35. gr. gildandi laga. Í 2. mgr. þeirrar greinar var þó upphaflega tekið fram að dómsmálaráðherra gæti veitt undanþágu frá banni 1. mgr. þegar sérstaklega stæði á vegna hagsmuna hins ófjárráða. Með 79. gr. laga nr. 92/1991 var þessu hins vegar breytt í yfirlögráðanda. Er hér lagt til óbreytt ákvæði 35. gr. gildandi laga og á það bent að gert er ráð fyrir að undanþáguheimild 2. mgr. verði beitt með ýtrustu varfærni.

Um 72. gr.

    Í 1. mgr. er það gert að skilyrði að ekki megi lána fé ófjárráða manna nema með samþykki yfirlögráðanda. Er þá tilskilið að lán skuli aðeins veitt gegn tryggu veði í fasteign. Ákvæði um að lánsfjárhæð skuli ekki fram fram úr tilteknum hluta af fasteignamati eignar er sambærilegt þeim reglum sem finna má í 2. mgr. 38. gr. lögræðislaganna frá 1947 og 2. mgr. 38. gr. gildandi lögræðislaga. Hugsanlegt er að trygging verði ekki metin nægilega traust þótt lánsfjárhæð sé innan marka 2 / 3 hluta af fasteignamati eignar, einkum þar sem raunverulegt markaðsverð eignar getur verið mun lægra en fasteignamat. Ber yfirlögráðanda að hafa þetta í huga þegar hann metur hvort veð teljist fullnægjandi. Reglur þessar miða að öruggri endurheimtu þess fjár sem lánað er af fjármunum ófjárráða manna. Yfirlögráðandi skal því aðeins veita samþykki sitt að hinum ófjárráða sé hagur af ráðstöfuninni.
    Ákvæði 2. mgr. er í samræmi við 39. gr. gildandi lögræðislaga, sbr. lög nr. 90/1991.
    Í 3. mgr. er tekið fram að hafi maður einungis verið sviptur fjárræði að því er varðar tilteknar eignir eigi ákvæði þessarar greinar aðeins við um þær eignir.

Um 73. gr.

    Reglan, sem fram kemur í þessari grein, er nýmæli. Fyrir kemur að börnum, ungmennum eða þeim sem sviptir hafa verið fjárræði áskotnast fé fyrir gjöf, happdrætti, vegna bóta o.fl. Í slíkum tilfellum þykir rétt að leggja þá skyldu á herðar þeim sem greiðslur þessar inna af hendi að tilkynna um það til yfirlögráðanda í umdæmi þar sem hinn ófjárráða á lögheimili. Er það liður í því að tryggja, eftir því sem kostur er varðveislu fjárins og ávöxtun. Ef svo vill til að lögráð hins ófjárráða manns heyra undir annan yfirlögráðanda en þann þar sem hinn ófjárráða maður á lögheimili, t.d. ef fastur dvalarstaður hans er annar en þar sem hann á lögheimili, ber yfirlögráðanda sem berst tilkynning samkvæmt þessari grein að framsenda þeim yfirlögráðanda tilkynninguna. Þessu til skýringar er bent á athugasemdir um 9. gr. og jafnframt vísað til ákvæða 3. mgr. 14. gr. og 1. mgr. 52. gr. frumvarpsins. Verklag þetta er einnig í samræmi við 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga.


Um VII. kafla.

    Reglur þær sem fram koma í 75.–78. gr. í þessum kafla eru í öllum aðalatriðum samhljóða ákvæðum 20.–24. gr. gildandi lögræðislaga. Áður voru sambærilegar reglur í 16.–21. gr. lögræðislaganna frá 1947.
    Framangreindar reglur varða inntak sjálfræðis og fjárræðis að því er varðar heimild ólögráða manns (ósjálfráða og/eða ófjárráða) til að gera löggerninga, kveða á um riftun samninga og um skilaskyldu og bætur.
    Ákvæði 74. gr. um gildissvið VII. kafla og 79. gr. um takmörkun á fullnustu í eignum sem fjárræðissvipting skv. 2. mgr. 5. gr. tekur til eru nýmæli sem nánar eru skýrð í athugasemdum með þeim.

Um 74. gr.

    Í ákvæðinu er gildissvið kaflans afmarkað. Tekið er fram berum orðum að reglurnar eigi við hvort sem ástæða lögræðisskorts er ungur aldur eða svipting lögræðis, nema annað sé tekið fram. Hliðstætt ákvæði er ekki í gildandi lögum. Sjálfsagt þykir að taka af allan vafa um gildissvið reglnanna að þessu leyti.

Um 75. gr.

    Ákvæði 2.–3. og 5.–7. mgr. 75. gr. frumvarpsins eru efnislega óbreytt 21. gr. gildandi lögræðislaga. Ákvæði 1. og 4. mgr. eru nýmæli. Greinin í heild er reist á þeirri grunnreglu sem fram kemur í 1. mgr. að ófjárráða maður ráði ekki fé sínu, nema lög mæli á annan veg. Sú regla er grundvallarregla um réttaráhrif fjárræðisskorts. Í 2.–4. mgr. er mælt fyrir um undantekningar frá þeirri reglu. Þessar undantekningar eru þrenns konar. Í fyrsta lagi hefur ófjárráða maður ráðstöfunarrétt yfir sjálfsaflafé sínu, sbr. 2. mgr., í öðru lagi á gjafafé, sbr. 3. mgr. og í þriðja lagi á því fé sem lögráðamaður hefur látið skjólstæðing sinn hafa til eigin ráðstöfunar, sbr. 4. mgr.
    Með sjálfsaflafé er fyrst og fremst átt við það fé sem hinn ófjárráða hefur unnið sér inn með persónulegri vinnu sinni. Með gjafafé er átt við fé sem hinum ófjárráða hefur áskotnast fyrir gjöf, hvort sem um er að ræða lífsgjafir eða dánargjafir. Þá er enn fremur gerð undantekning varðandi það fé sem lögráðamaður hefur látið skjólstæðing sinn hafa til eigin ráðstöfunar. Í því tilfelli mundi sjaldnast vera um svo mikið fé að ræða að raunhæft sé að gera ráð fyrir að ákvæði 5. mgr. gæti tekið til þess. Þessi regla hefur verið talin gilda þótt hún hafi ekki verið lögfest. Rétt þykir að reglan komi beinlínis fram í lögum.
    Ráðstöfunarréttur hins ófjárráða á fjármunum sem falla undir 2.–4. mgr. er ekki bundinn við að maður hafi náð sjálfræðisaldri. Þá skiptir heldur ekki máli hve gamall maður var þegar fjárins var aflað eða það fengið að gjöf. Skv. 6. mgr. tekur ráðstöfunarrétturinn einnig til arðs af þessu fé og til þess verðmætis sem í stað þess kemur.
    Ráðstöfunarréttur hins ófjárráða sætir þó vissum takmörkunum. Í fyrsta lagi tekur hann aðeins til fjár sem þegar hefur verið aflað eða fengið að gjöf. Maður getur því ekki ráðstafað með löggerningi fé sem hann á eftir að afla, t.d. vinnulaunum. Í öðru lagi getur ófjárráða maður ekki ráðstafað því fé sem þegar hefur verið aflað eða fengið, ef það er gert með löggerningi sem efna á síðar. Þetta leiðir af 7. mgr., þar sem fram kemur að ófjárráða manni er beinlínis óheimilt að stofna til skuldar eða veðsetja eignir sínar, og meginreglunni í 1. mgr. 76. gr. um að löggerningar ófjárráða manna séu ekki bindandi fyrir þá. Í þriðja lagi sætir ráðstöfunarréttur ófjárráða manna á sjálfsaflafé og gjafafé takmörkunum ef um tiltölulega mikið fé er að ræða. Í slíkum tilfellum getur yfirlögráðandi tekið eða heimilað lögráðamanni að taka féð að nokkru eða öllu leyti til varðveislu. Í fjórða lagi er almennt hægt að takmarka þennan rétt ef sýnt þykir að hinn ófjárráða maður fari ráðlauslega með fé sitt. Þessi takmörkun er ekki bundin við að um mikið fé sé að ræða, en hefur að sjálfsögðu meiri þýðingu í slíkum tilfellum.
    Í fræðilegri umfjöllun hefur einnig verið litið svo á að ólögráða maður geti komið fram fyrir sjálfs síns hönd, svo bindandi sé fyrir hann, eftir reglum um óbeðinn erindisrekstur.

Um 76. gr.

    Í 1. mgr. er sett fram meginreglan um að löggerningar ólögráða manna, sem þeir hafa ekki heimild til að gera, bindi þá ekki. Þetta er grundvallarreglan um áhrif lögræðisskorts á hæfi manna til að baka sér skuldbindingar. Hún á bæði við löggerninga ósjálfráða manna og ófjárráða manna.
    Reglan er bundin við að um sé að ræða löggerninga sem varða ráðstöfun þar sem hinn ólögráða tekur að einhverju leyti á sig skyldur sem hann er ófær um að taka á sig vegna sjálfræðis og/eða fjárræðisskorts. Lögræðisskortur hefur aftur á móti almennt ekki áhrif á hæfi manns til að taka við réttindum, t.d. gjöfum, þannig að skuldbindandi sé fyrir gefandann. Leggja má áherslu á að greinin tekur fyrst og fremst til löggerninga sem fela í sér ráðstöfun fjárverðmæta og stofnun fjárhagsskuldbindinga og varðar þar af leiðandi fyrst og fremst áhrif fjárræðisskorts á löggerninga. Hún tekur þó einnig til þess þegar ósjálfráða maður gerir samninga sem sjálfræði þarf til að gera, svo sem vinnusamninga.
    Samkvæmt hefðbundnum viðhorfum í persónu- og fjármunarétti eru viðurkenndar undantekningar frá meginreglunni um að löggerningar ólögráða manna, sem þeir hafa ekki heimild til að gera, bindi þá ekki. Þannig er almennt litið svo á að viðsemjandi hins ólögráða geti unnið rétt samkvæmt reglum um traustnám þegar um er að ræða afhendingu peninga eða viðskiptabréfa.
    Í 2. mgr. er að finna ákvæði um réttaráhrif sviptingar fjárræðis gagnvart grandlausum viðsemjendum. Að öðru leyti gilda ákvæði 13. gr. Þegar um er að ræða fjárræðissviptingu sem ekki er bundin við tilteknar eignir teljast réttaráhrif úrskurðar gagnvart grandlausum viðsemjendum frá birtingu úrskurðar í Lögbirtingablaði. Þó geta réttaráhrifin komið fram fyrr að því er varðar einstakar eignir ef ráðstafanir skv. 4. mgr. 14. gr. hafa verið gerðar að því er þær eignir varðar. Þess má geta að reglan, að því er fjárræðissviptingu varðar sem ekki er bundin við tilteknar eignir, er nokkuð breytt frá því sem gildandi lögræðislög gera ráð fyrir, sbr. 2. mgr. 22. gr. þeirra laga. Samkvæmt þeirri grein teljast réttaráhrif fjárræðissviptingar frá uppkvaðningu úrskurðar ef úrskurður er birtur í Lögbirtingablaði innan tveggja vikna frá uppkvaðningu hans. Við þær aðstæður hefur birting úrskurðarins afturvirk áhrif og getur leitt til ógildingar löggerninga sem gerðir voru fyrir birtinguna.
    Í 3. mgr. 76. gr. er sérregla um réttaráhrif úrskurðar um fjárræðissviptingu sem tekur aðeins til tiltekinna eigna. Þegar um slíka sviptingu er að ræða er ekki birt tilkynning um úrskurðinn í Lögbirtingablaði. Sú regla á aðeins við þegar maður hefur verið sviptur fjárræði að öllu leyti, tímabundið eða ótímabundið. Því er þörf sérreglu þegar sviptingin tekur aðeins til tiltekinna eigna. Meginreglan um réttaráhrif fjárræðissviptingar kemur fram í 2. mgr. 13. gr. og gildir hún gagnvart hinum svipta sjálfum og gagnvart þeim sem vissu eða máttu vita um sviptinguna. Samkvæmt sérreglunni í 3. mgr. 76. gr. miðast réttaráhrif fjárræðissviptingar, sem einungis tekur til tiltekinna eigna, gagnvart grandlausum aðilum við það að þær ráðstafanir hafi verið gerðar sem nefndar eru í 4. mgr. 14. gr.


Um 77. gr.

    Ákvæðið er að mestu leyti óbreytt frá því sem fram kemur í 23. gr. gildandi lögræðislaga, sbr. áður 20. gr. laga nr. 95/1947.
    Greinin fjallar um samninga með gagnkvæmum samningsskuldbindingum sem ólögráða maður hefur gert án samþykkis lögráðamanns. Þótt samningurinn bindi ekki þann ólögráða getur hann bundið hinn aðila samningsins að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma í ákvæðinu.
    Í 1. mgr. er átt við þau tilfelli þegar samningsaðili hins ólögráða manns er grandlaus um heimildaskort viðsemjanda síns, þ.e. hann vissi ekki um lögræðisskortinn eða hafði ástæðu til að ætla að hinn ólögráða hefði samþykki lögráðamanns. Við þær aðstæður getur samningsaðilinn þegar rift samningnum með tilkynningu til hins ólögráða og lögráðamanns hans, nema lögráðamaður hafi þegar staðfest samninginn eða honum hafi verið fullnægt svo skuldbindandi sé fyrir hinn ólögráða. Hið síðarnefnda getur komið til hafi hinn ólögráða maður t.d. þegar unnið verk, eða hann hafi afhent fjármuni sem viðsemjandi hans getur unnið rétt yfir á grundvelli reglna um traustnám, eða fé greitt af fjármunum sem ákvæði 75. gr. tekur til. Ef sjálfráða maður, en ófjárráða, á að inna af hendi bæði vinnu og fjárgreiðslur nægir að fjárskuldbindingunni hafi verið fullnægt með greindum hætti. Eftirfarandi staðfesting lögráðamanns nægir að sjálfsögðu ekki þegar um er að ræða ráðstafanir sem þurfa einnig staðfestingu yfirlögráðanda.
    Í 2. mgr. er fjallað um það þegar samningsaðila hins ólögráða manns er kunnugt um fjárræðisskortinn og hefur ekki ástæðu til að ætla að heimild frá lögráðamanni sé fyrir hendi. Við þær aðstæður þykir rétt að hann sé bundinn þar til hinn ólögráða maður hefur átt þess kost að leita samþykkis lögráðamanns. Hafi verið tiltekinn frestur til þess í samningi verður samningnum ekki rift fyrr en sá frestur er liðinn, ella verður að bíða í hæfilegan tíma. Má þar hafa hliðsjón af ákvæðum samningalaga, nr. 7/1936, sbr. einkum 3. gr. Ekki verður lögð sú skylda á samningsaðila hins ólögráða manns að leita samþykkis lögráðamanns að eigin frumkvæði.
    Hafi maður ráðið ósjálfráða mann í vinnu og haft vitneskju um að hann væri ósjálfráða, og ekki haft ástæðu til að ætla að samþykki lögráðamanns væri fyrir hendi, getur hann ekki rift samningnum á meðan hinn ósjálfráða fullnægir samningnum af sinni hendi, sbr. 3. mgr.
    Í 4. mgr. er gerð undantekning frá þeirri meginreglu að viðskiptatilkynningar til ófjárráða manna hafi ekki gildi. Hér er einnig mælt fyrir um að ákvörðun um riftun samnings skuli bæði tilkynna hinum ólögráða manni sjálfum og lögráðamanni hans.

Um 78. gr.

    Ákvæði þetta er óbreytt frá gildandi lögum, sbr. 24. gr., sbr. áður 21. gr. laga nr. 95/1947.
    Í ákvæðinu er fjallað um skyldu samningsaðila til að skila aftur verðmætum og um bótaskyldu þegar samningur verður ógildur vegna lögræðisskorts annars samningsaðila.
    Meginreglan er sú að sé sá hlutur (verðmæti) enn við lýði sem annar aðili hefur fengið í hendur frá hinum beri að skila honum. Ef þetta er ekki unnt, t.d. vegna þess að hlutur hefur eyðilagst, eða honum hefur verið ráðstafað til þriðja manns, þannig að hann verði ekki heimtur aftur vegna reglna um traustnám, ber viðkomandi að greiða verð hlutarins samkvæmt því sem segir í a- og b-liðum 1. mgr. Þessi greiðsluskylda er ekki reist á reglum um skaðabætur. Til verndar hinum ólögráða manni er lögð rík skylda á samningsaðila hans til að greiða verð hlutarins, hvort sem hann er grandlaus um lögræðisskortinn eða ekki, þegar hann fékk hlutinn í hendur. Honum er gert skylt að greiða fégjald, jafnvel þótt hluturinn hafi farist af hendingu. Þó er gerð undantekning ef hlutnum átti að skila aftur samkvæmt samningi aðila, og hann hefur farist vegna eiginleika hans sem voru fyrir hendi þegar hann var afhentur. Ef aðili hefur fengið hlutinn að gjöf eða til geymslu frá hinum ólögráða manni mundi þessi stranga greiðsluskylda oft verða ósanngjörn, og er því heimiluð lækkun greiðslu bóta eftir því sem sanngjarnt þykir. Um skyldu hins ólögráða manns til að greiða verð hlutar sem ekki verður skilað segir í b-lið 1. mgr. Honum ber aðeins að greiða fégjald að því leyti sem hluturinn eða verðmætið hefur orðið honum að notum. Hér er því um að ræða nokkurs konar auðgunarkröfu á hendur honum sem einkum miðast við það hvort eign hans hefur aukist vegna þess að hann fékk hlutinn í hendur eða hvort honum hafi við það sparast nauðsynleg útgjöld.
    Ákvæði b-liðar 1. mgr. miðast við það að maður hafi ekki gerst sekur um réttarbrot í sambandi við gerð samnings eða framkvæmd hans. Ef hann hefur aftur á móti, við gerð samningsins, villt á sér heimildir, skýrt rangt frá aldri sínum eða samþykki lögráðamanns, afhent hættulega muni er tjóni geta valdið eða á annan hátt gerst sekur um réttarbrot, ber honum að greiða fébætur eftir 2. mgr. Ekki er þó um efndabætur að tefla, heldur ber hinum ólögráða manni að bæta samningsaðila sínum tjón það er hann hefur beðið vegna samningsgerðarinnar. Hafi hinn ólögráða maður af ásetningi eða gáleysi rýrt eða eyðilagt hlutinn eða ráðstafað honum til þriðja manns, þannig að hann verði ekki af honum heimtur, og um hlut er að ræða sem samkvæmt samningnum bar að skila aftur (lán til afnota, geymsla, leiga, handveð o.s.frv.) eða skilaskyldan er til orðin vegna riftunar samningsaðila á samningnum, sbr. 77. gr. er hinum ófjárráða manni skylt að greiða bætur sem oftast mundu ákveðnar eftir reglum um skaðabætur utan samninga. Ávallt má færa bætur niður þegar þær eru metnar skv. 2. mgr.
    Í 3. mgr. er átt við að refsivert brot hafi sannast í opinberu máli. Þá nýtur hinn ólögráða maður ekki góðs af lækkunarheimildum 2. mgr.

Um 79. gr.

    Í 79. gr. er gert ráð fyrir að eignir, sem takmörkuð fjárræðissvipting tekur til, verði undanþegnar aðför skuldheimtumanna, að nánar tilgreindum skilyrðum uppfylltum. Er áskilið að þetta gildi eingöngu um skuldbindingar hins svipta sem hann stofnar til eftir að ráðstafanir skv. 4. mgr. 14. gr. hafa verið gerðar. Þörfin fyrir þessa reglu er byggð á því að þegar fjárræðissvipting tekur aðeins til tiltekinna eigna heldur viðkomandi fjárræði sínu að öðru leyti. Þar með er ekkert sem kemur í veg fyrir að hann geti stofnað til frekari skuldbindinga eða gengið í ábyrgð fyrir þriðja mann. Er ljóst að við þessara aðstæður getur úrræði þetta haft takmarkaða þýðingu til verndar hinum svipta gegn eigin ráðstöfunum ef þær eignir sem hann hefur ekki ráðstöfunarheimildir yfir standa án frekari takmörkunar til fullnustu þeim skuldum hans sem hann hefur stofnað til eftir sviptinguna. Þykir þó rétt að þessi undanþága sæti þeim takmörkunum að ráðstafanir skv. 4. mgr. 14. gr. hafi verið gerðar. Aðrar eignir hins svipta, sem fjárræðissviptingin tekur ekki til, standa að sjálfsögðu þessum skuldum hans til fullnustu. Undanþága sú, sem hér er mælt fyrir um, á sér að nokkru hliðstæðu í 50. gr. aðfararlaga, nr. 90/1989, að því er skilyrði undanþágunnar varðar. Þar er mælt fyrir um að fjárnám verði ekki gert í eign sem gefin hefur verið gerðarþola með fyrirmælum um að hún verði undanþegin aðför. Áskilið er að gerðarþola sé sjálfum óheimilt að ráðstafa eigninni og að gjafagerningi hafi verið þinglýst. Rétt er að taka fram að ekki er gert ráð fyrir að undanþága þessi taki til krafna á hendur hinum svipta sem hægt er að rekja til bótaskyldrar háttsemi hans.

Um VIII. kafla.

    Ákvæði VIII. kafla fjalla um yfirlögráðendur og hlutverk þeirra.
    Nýmæli um gerðabækur yfirlögráðenda er í þessum kafla og um að dómsmálaráðherra geti sett nánari reglur um færslur í þær.
    Loks er í kaflanum almennt ákvæði um málskot á stjórnvaldsákvörðunum yfirlögráðenda til dómsmálaráðherra.

Um 80. gr.

    Í 80. gr. er mælt fyrir um að sýslumenn séu yfirlögráðendur hver í sínu umdæmi sem er óbreytt regla gildandi lögræðislaga, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 30. gr. Varðandi umdæmismörk yfirlögráðenda er vísað til reglugerðar nr. 57/1992, um skiptingu landsins í stjórnsýsluumdæmi.
    Yfirlögráðendur heyra undir dóms- og kirkjumálaráðuneytið sem fer með yfirstjórn mála er varða persónurétt og þar með lögráð, sbr. 13. tölul. 3. gr. reglugerðar um Stjórnarráð Íslands, sbr. auglýsingu nr. 96/1969, um staðfestingu forseta Íslands.

Um 81. gr.

    Í 81. gr. er kveðið á um helstu hlutverk yfirlögráðenda í 1. og 2. mgr., þ.e. skipun lögráðamanna og ráðsmanna og eftirlit með störfum þeirra, svo og eftirlit með fjárhaldi lögráðamanna þeirra sem ófjárráða eru fyrir æsku sakir.
    Í 3. mgr. er til fyllingar kveðið á um að yfirlögráðendur sinni enn fremur þeim störfum sem þeim eru falin samkvæmt lögræðislögum eða öðrum lögum.

Um 82. gr.

    Ákvæði 82. gr. um gerðabækur þarfnast ekki skýringa.

Um 83. gr.

    Ákvæði 83. gr. um málskot er í samræmi við 2. málsl. 1. mgr. 30. gr. gildandi lögræðislaga, svo og 27. gr. stjórnsýslulaga að öðru leyti en því að kærufrestur er 30 dagar sem er styttri frestur en hinn almenni kærufrestur stjórnsýslulaga. Rétt þykir að úrlausn mála er snerta mikilsverð fjárhags- og persónumálefni manna gangi almennt hratt fyrir sig. Að því er varðar útreikning kærufrests gilda að öðru leyti ákvæði 8. og 27. gr. stjórnsýslulaga.

Um IX. kafla.

    Í kaflanum er fjallað um verðbreytingar á grunnfjárhæðum í tilteknum greinum frumvarpsins, gildistöku, brottfallin lög og lagaskil.
    

Um 84. gr.

    Ákvæðið veitir heimild til að breyta þeim grunnfjárhæðum sem um er getið í þar greindum ákvæðum í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs, hvort sem er til hækkunar eða lækkunar. Skal dómsmálaráðherra þá tilkynna um breytingarnar með auglýsingu í Lögbirtingablaði.

Um 85. gr.

    Í 85. gr. er gert ráð fyrir að lögin, ef frumvarp þetta nær fram að ganga, öðlist gildi 1. janúar 1998. Er nauðsynlegt að nokkur tími gefist til að semja þær reglur sem gert er ráð fyrir í ýmsum greinum að settar verði, en einkum má búast við að gerð reglna skv. 2. mgr. 62. gr. um þóknun skipaðra lögráðamanna þarfnist rækilegs undirbúnings.

Um 86. gr.

    Greinin þarfnast ekki skýringa.

Um 87. gr.

    Í 87. gr. er mælt fyrir um lagaskil.
    Í 1. mgr. er kveðið á um meðferð krafna um nauðungarvistun, lögræðissviptingu og niðurfellingu lögræðissviptingar, sem settar hafa verið fram í gildistíð gildandi lögræðislaga en ekki hafa hlotið úrlausn við gildistöku nýrra lögræðislaga. Meginreglan er þá sú að úr máli skuli leysa samkvæmt eldri lögræðislögum, en þó má veita úrlausn samkvæmt nýjum lögræðislögum ef sá er kröfu setti fram óskar eftir því. Er gert ráð fyrir að þeir er kröfu settu fram njóti leiðbeininga dómara eða starfsmanna dómsmálaráðuneytis um þann möguleika.
    Þrátt fyrir að ákvæði 87. gr. taki bæði til krafna um nauðungarvistun, lögræðissviptingu og niðurfellingu lögræðissviptingar verður að telja afar ósennilegt að krafa um nauðungarvistun verði óafgreidd í dómsmálaráðuneytinu við gildistöku nýrra lögræðislaga þar sem slík mál hljóta ávallt eins skjóta afgreiðslu og við verður komið, oftast samdægurs og krafa er fram sett.
    Í 2. mgr. er mælt fyrir um að skyldur lögráðamanna, sem skipaðir hafa verið fyrir gildistöku nýrra lögræðislaga, séu þær sem í þeim lögum greinir. Gert er ráð fyrir að yfirlögráðendur leiðbeini lögráðamönnum um réttindi þeirra og skyldur samkvæmt nýjum lögræðislögum eftir því sem þörf er á og jafnfram er gert ráð fyrir að dómsmálaráðherra kynni helstu nýmæli laganna fyrir almenningi hið fyrsta eftir gildistöku þeirra.


Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:

Umsögn um frumvarp til lögræðislaga.

    Frumvarpið er samið af nefnd er skipuð var af dómsmálaráðherra til að endurskoða gildandi lögræðislög, nr. 68/1984. Að mati fjármálaráðuneytis geta eftirfarandi þættir frumvarpsins haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs:
    Í II. kafla eru ákvæði um sviptingu lögræðis og er um nokkur nýmæli að ræða. Erfitt er að áætla kostnaðarauka vegna þeirra þar sem framtíðarumfang er ekki ljóst.
         
    
    Kveðið er á um tímabundna lögræðissviptingu. Hugsanlegt er að lögræðismálum í dómskerfinu fjölgi með þessum möguleika þar sem margir hafa veigrað sér við að leita eftir lögræðissviptingu samkvæmt ákvæðum núgildandi laga. Á síðustu 12 árum hefur að meðaltali verið óskað eftir lögræðissviptingu 20 einstaklinga á ári.
         
    
    Veitt er heimild til að skipa talsmann fyrir sóknaraðila og er þar um að ræða lögmann. Ætla má að nánir aðstandendur mundu helst nýta sér þennan möguleika. Samkvæmt upplýsingum í greinargerð frumvarpsins hafa að meðaltali verið rekin 15–16 mál á ári síðastliðin 12 ár þar sem aðstandendur hafa verið sóknaraðilar. Ekki er hægt að spá fyrir um hve margir mundu nýta sér þennan rétt en ljóst er að útgjöld ríkissjóðs aukast vegna þessa ákvæðis. Meðalþóknun til skipaðs verjanda var 25–35 þús. kr. á árinu 1996. Ef gert er ráð fyrir að þóknun til talsmanns sé svipuð og að um helmingur aðstandenda mundu nýta sér þennan rétt getur árlegur kostnaður verið á bilinu 0,4–0,6 m.kr.
         
    
    Annar málskostnaður greiðist einnig úr ríkissjóði, þ.e. kostnaður við læknisvottorð og aðrar sérfræðiskýrslur. Læknisvottorð eru í flestum tilvikum lögð fram en aðrar sérfræðiskýrslur eru sjaldgæfari. Greiðsla fyrir læknisvottorð getur numið 10–15 þús. kr. eða jafnvel meira ef skoðun er umfangsmikil. Ef miðað er við framangreindar forsendur og núverandi fjölda mála, þ.e. 20 á ári að meðaltali, verður árlegur kostnaður af læknisvottorðum 0,2–0,3 m.kr.
    III. kafli tekur til nauðungarvistana en þar er helsta nýmælið að kveðið er á um ráðgjafa nauðungarvistaðs manns. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu eru afgreidd u.þ.b. 80 nauðungarvistunarmál á ári. Ef miðað er við að um hámarkstíma sé að ræða í flestum tilvikum, þ.e. tvær vikur, er heildarfjöldi vikna á ári 160. Það jafngildir því að í hverri viku sé að meðaltali þrír nauðungarvistaðir einstaklingar sem geta farið fram á aðstoð ráðgjafa. Í greinargerð með frumvarpinu er gert ráð fyrir að starfi ráðgjafa sinni maður með fagmenntun á sviði félagsráðgjafar, sálfræði eða á öðru sambærilegu sviði. Sé t.d. miðað við félagsráðgjafa í 0,5–1 starfi getur árlegur kostnaður orðið á bilinu 1,2–3 m.kr. Læknisvottorð skulu greiðast úr ríkissjóði og miðað við 80 mál á ári getur sá kostnaðarauki numið 0,8–1,2 m.kr. Að lokum skal getið ákvæða í 32. gr. sem taka til skaðabóta ef lögmæt skilyrði til nauðungarvistunar hafa ekki verið uppfyllt. Kostnaðarauki þessa þáttar er væntanlega lítill þar sem verður að ætla að slík mál séu mjög sjaldgæf.
    Möguleikar fjárráða manns til að óska eftir að skipaður verði ráðsmaður honum til aðstoðar er nýmæli í íslenskum lögum. Gert er ráð fyrir að skjólstæðingur ráðsmanns greiði honum þóknun fyrir störf hans og hefur þetta því ekki útgjaldaauka í för með sér fyrir ríkissjóð. Þessi nýja skipan eykur þó vinnu yfirlögráðenda, þ.e. sýslumanna, sjá nánar 5. tölul. hér á eftir. Skjólstæðingi ráðsmanns er skylt að greiða fyrir skipun ráðsmanns, breytingar á störfum hans og lausnarbréf. Í 50. gr. kveðið á um að greiðslan skuli nema 5.000 kr. og renna í ríkissjóð. Í 84. gr. er kveðið á um verðlagshækkun þessa gjalds.
    Í V. kafla er fjallað um lögráðamenn og eru ákvæði ítarlegri en í núgildandi lögum. Leitast er við að skipa aðstandendur lögráðamenn og þeim ber ekki þóknun nema í undantekningartilfellum. Sé um þóknun að ræða til skipaðs lögráðamanns er meginreglan að skjólstæðingur beri kostnað af starfi hans en það er nýmæli að í undantekningartilfellum getur yfirlögráðandi ákveðið að þóknun til skipaðs lögráðamanns skuli greiðast úr ríkissjóði ef eignir hins ólögráða eru litlar eða aðrar sérstakar ástæður mæla með því. Ekki liggja fyrir upplýsingar um þóknun til skipaðra lögráðamanna og ekki er gerlegt að spá fyrir um hve oft slíkur kostnaður yrði greiddur úr ríkissjóði. Yfirlögráðandi skal hafa eftirlit með skipuðum lögráðamönnum og getur ákveðið að endurskoðun löggilts endurskoðanda skuli greidd úr ríkissjóði. Væntanlega kemur þó sjaldan til þess þar sem vart verður talin ástæða til þess þegar eignir ólögráða manns eru litlar.
    Frumvarpið felur í sér auknar skyldur yfirlögráðanda, þ.e. sýslumanna. Þeir skulu hafa eftirlit með störfum ráðsmanna sem er nýmæli en einnig er gert ráð fyrir auknu eftirliti með skipuðum lögráðamönnum. Sýslumenn skulu gefa út skipunarbréf og lausnarbréf, fara yfir árlegar skýrslur ráðsmanna og lögráðamanna og frumkvæðisskylda þeirra er rík. Þetta mun leiða til aukinnar vinnu hjá sýslumönnum en að hvaða marki það verður er erfitt að áætla. Á heildina litið eru þetta ekki mjög mörg mál á ári og ætti þetta að geta fallið innan núverandi fjárveitingaramma sýslumannsembætta. Reynslan verður þó að leiða það í ljós. Á móti aukinni vinnu kemur greiðsla fyrir skipunarbréf ráðsmanna o.fl. en hún rennur í ríkissjóð.
    Dómsmálaráðuneytið skal halda skrá yfir nauðungarvistaða menn, ráðsmenn og skjólstæðinga þeirra og skipaða lögráðamenn og skjólstæðinga þeirra. Flest er þetta gert nú þegar í einhverju formi og ætti ekki að leiða til aukinnar vinnu í dómsmálaráðuneyti.
    Alls telur fjármálaráðuneytið að frumvarpið muni hafa í för með sér a.m.k. 2,5–5 m.kr. útgjaldaauka en rétt er að ítreka að hér að framan er gerð grein fyrir nokkrum þáttum sem ekki er unnt að meta í fjárhagslegu tilliti og verður að ætla að tala þessi geti orðið hærri.