Ferill 148. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 148 . mál.


822. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 69/1994, um sölu notaðra ökutækja.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Við 4. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
         
    
    Síðari málsliður 1. mgr. orðast svo: Gögn þessi skulu fylgja afsali og skal bifreiðasali jafnframt varðveita þau í eitt ár frá söludegi viðkomandi ökutækis.
         
    
    Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þar á meðal er ráðherra heimilt að kveða á um sérstaka skrá þar sem fram komi fyrri eigendur og tjónaferill viðkomandi ökutækis.
    Við 7. gr.
         
    
    2. efnismgr. falli brott.
         
    
    3. efnismgr. orðist svo:
                            Nú fylgir bifreiðasali ekki lögum og reglum sem um starfsemi þessa gilda þrátt fyrir tilmæli lögreglustjóra eða fullnægir ekki lengur skilyrðum laganna, og skal þá lögreglustjóri tilkynna það viðskiptaráðherra sem sviptir viðkomandi starfsleyfi.
    Á eftir 7. gr. komi ný grein sem orðist svo:
                  Við lögin bætist ný grein er verður 11. gr. laganna og orðast svo:
                  Viðskiptaráðherra fer með framkvæmd laga þessara. Honum er heimilt að kveða nánar á um framkvæmd þeirra með reglugerð.