Ferill 31. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 31 . mál.


853. Breytingartillaga



við frv. til l. um helgidagafrið.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.



    Orðin „til kl. 6.00 að morgni næsta dags“ í 2. tölul. 2. gr. falli brott.

Greinargerð.


    Lagt er til að helgi föstudagsins langa nái fram til miðnættis í stað kl. 6.00 að morgni næsta dags eins og frumvarpið gerir ráð fyrir og helgi föstudagsins langa, páskadags og hvítasunnudags verði þannig jafngild. Í nefndaráliti allsherjarnefndar um málið kemur fram sú skoðun nefndarinnar að rétt sé að hafa víðtækari heimildir fyrir ýmiss konar starfsemi um páska þar sem það er sá tími sem algengt er að fjölskyldur nýti til ferðalaga og afþreyingar. Jafnframt er nauðsynlegt að benda á að víða um land hefur tíðkast að dansleikir hefjist á miðnætti föstudagsins langa og er slíkt dansleikjahald hluti af löngu viðurkenndri hefð og þáttur í ferðaþjónustu sem landsbyggðin veitir á páskum.