Ferill 541. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 541 . mál.


895. Frumvarp til laga



um breyting á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990, og lögum nr. 156/1996, um breyting á þeim lögum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (VE, VS, EOK, GMS, PHB, SP).



1. gr.


    Við 1. mgr. 3. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó skulu tekjur af atvinnutryggingagjaldi vegna reiknaðs endurgjalds þeirra sem falla undir gildissvið laga um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga renna í hlutaðeigandi deild þess sjóðs.

2. gr.


    Ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 156/1996 fellur brott.

3. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1997.

Greinargerð.


    Hér er lagt til að efni ákvæðis til bráðabirgða í lögum nr. 156/1996, um breyting á lögum um tryggingagjald, verði tekið inn í 3. gr. laganna. Heiti sjóðsins hefur verið breytt með tilliti til þeirra breytinga sem félagsmálanefnd lagði til að yrðu gerðar á frumvarpi til laga um Tryggingasjóð einyrkja.