Ferill 86. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 86 . mál.


1050. Nefndarálit



um till. til þál. um tilraunavinnslu á kalkþörungum í Húnaflóa og Arnarfirði.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og farið yfir umsagnir sem bárust frá Hafrannsóknastofnuninni og Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með svofelldum

BREYTINGUM:



    Tillögugreinin orðist svo:
                  Alþingi ályktar að fela sjávarútvegsráðherra að láta kanna hagkvæmni mögulegrar kalkþörungavinnslu á helstu útbreiðslusvæðum þeirra, svo sem í Húnaflóa og Arnarfirði.
    Fyrirsögn tillögunnar verði: Till. til þál. um könnun á hagkvæmni kalkþörungavinnslu.

    Guðný Guðbjörnsdóttir sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 29. apríl 1997.



Steingrímur J. Sigfússon,

Guðmundur Hallvarðsson.

Stefán Guðmundsson.


form., frsm.



Einar Oddur Kristjánsson.

Vilhjálmur Egilsson.

Árni R. Árnason.



Lúðvík Bergvinsson.

Hjálmar Árnason.

Sighvatur Björgvinsson.